Morgunblaðið - 06.11.1990, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990
Morgunblaðið/Stefán Pedersen
Fjölskyldan Fellstúni 15, f. v. Þorsteinn, Jón Grétar, Örvar, Katrín
og Míaría.
Sá stóri í
Lottóinu
fór á Sauð-
árkrók
Sauðárkróki.
MARIA Asgrímsdóttir húsmóðir
á Sauðárkróki datt í lukkupott-
inn síðastliðið laugardagskvöld,
þegar stærsti vinningur sem
komið hefur á einn lottómiða
hérlendis kom á miðann hennar.
Fréttaritari Morgunbiaðsins hitti
þau hjónin Maríu og Jón Grétar
Þorsteinsson á heimili þeirra á
sunndagskvöldið, en þá sögðust þau
raunar lítið hafa getað rætt saman
síðan ljóst hefði verið að þau hefðu
hlotið vinninginn, því margir hefðu
komið eða hringt til þess að sam-
fagna þeim með þennan óvænta
glaðning.
Raunar væri vart hægt að segjS.
að þau væru búin að gera sér grein
fyrir þessum ósköpum en þó væri
það ljóst að fjárhagsáhyggjur væru
nokkuð sem þau þyrftu vonandi
ekki að glíma við á næstunni.
„Það er undarlegt,“ sagði María,
„að flestir spyija okkur hvort ekki
sé búið að plana siglingu, hnattferð
eða eitthvað ámóta, en það er bara
ekki á dagskrá".
Undir þetta tók Jón Grétar og
sagði: „Maður hefur staðið upp í
mitti í skuldasúpunni, en nú verður
ánægjulegt að geta tekið ærlega
til.“
María og Jón Grétar fluttu fyrir
fjórum árum í nýtt einbýlishús í
Túnahverfi og sögðu þau að enn
væri efri hæðin ókláruð, lóðin ófrá-
gengin og bflskúrinn fokheldur og
nú í haust hefðu gatnagerðargjöld
vegna malbikunar bæst við þannig
að þau hefðu einmitt verið að ræða
það fyrir nokkrum dögum að það
myndi ganga hægt að ljúka því sem
ætlað hefði verið.
En sem sagt, þetta kemur á besta
tíma, sögðu þau María og Jón Grét-
ar, „Það er bara að láta það ekki
setja allt úr skorðum, við ætlum
að lifa okkar eðlilega lífi áfram, það
eitt er víst og við tökum ærlega til
hjá okkur peningalega, öðru breytir
þetta ekki,“ sögðu María og Jón
Grétar í Fellstúni 15 að lokum.
- BB
VEÐURHORFUR í DAG, 6. NÓVEMBER
YFIRLIT í GÆR: Við norðvesturströnd Skotlands er 1032 mb vax-
andi hæð og frá henni hæðarhryggur norðvestur um ísland. Yfir
suður odda Grænlands er 979 mb lægð, sem hreyfist norður og
síðan norðaustur.
SPÁ: Suðlæg eða suðvestlæg átt, víðast kaldi um iandið austan-
vert en sums staðar allhvöss vestanlands og vestantil á Norður-
landi. Rigning eða súld sunnanlands og vestan og einnig rigningar-
vottur öðru hverju norðanlands en bjart veður að mestu á Austur-
landi. Á norðaustanverðu landinu hlýnar þannig að hlýtt verður um
allt land.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Suðaustlæg átt. Bjart
veður á Norður- og Norðausturlandi en skýjað sunnanlands og
vestan, dálítil súld sunnanlands. Fremur hlýtt um mestallt land, þó
ef til vill næturfrost í ínnsveitum norðaustanlands.
■J Q° Hitastig:
10 gráður á Celsíus
^ Skúrir
*
V El
= Þoka
— Þokumóða
’, 5 Súld
OO Mistur
—j~ Skafrenningur
Þrumuveður
TAKN:
VN.
■<( )>• Heiðskirt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
s, Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r r Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hitf veður
Akureyri 4 léttskýjað
Reykjavík 7 súld
Bergen 5 léttskýjað
Helsinki 3 hálfskýjað
Kaupmannahöfn 5 léttskýjað
Narssarssuaq 5 rigning
Nuuk 0 snjókoma
Ósló 7 léttskýjað
Stokkhólmur 4 hálfskýjað
Þórshöfn 7 alskýjað
Algarve 15 þokumóða
Amsterdam 9 skýjað
Barcelona 15 hállskýjað
Berh'n 5 léttskýjað
Chicago 5 rignlng
Feneyjar 13 léttskýjað
Frankfurt 7 skýjað
Glasgow 9 léttskýjað
Hamborg 6 skýjað
Las Palmas 23 alskýjað
London 9 léttskýjað
Los Angeles 12 heiðskírt
Lúxemborg 4 skýjað
Madríd 11 skýjað
Malaga 19 skýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Montreal 0 skýjað
New York 13 léttskýjað
Orlando 17 heiðskírt
París 8 skýjað
Róm 16 léttskýjað
Vín 7 úrkoma
Washingtón 11 þokmóða
Winnipeg 0 skýjað
Enn skjálftavirkni
skammt undan
Reykjanesi
Eykur líkur á virkni inni á landinu,
segir Ragnar Stefánsson
SKJÁLFTAVIRKNI heldur
áfram skammt undan Reykja-
nestá eftir nokkrar hrinur und-
anfarið. Um 120 kílómetra undan
landi mældust nærri 5 stiga
skjálftar á Richterkvarða fyrir
viku og snörp hrina var 45 til
50 kílómetra undan landi á laug-
ardag. Ragnar Stefánsson jarð-
skjálftafræðingur segir ekki
vera hægt að nota þessar um-
brotahrinur til að spá um virkni
uppi á landi. „En þær gefa
ákveðnar vísbendingar um að
það eru heldur auknar líkur á
hreyfingum inni á landinu þegar
svona miklar hreyfingar verða í
nágrenninu og hvort það hins
vegar leiðir til einhvers konar
skjálftavirkni hér getum við ekki
sagt neitt um, en það er auðvitað
helst að búast við því á þessu
svæði,“ segir Ragnar. Svæðið
sem hann nefnir er frá Reykja-
nesi að Heklu, yfir Vatnajökul
um Öxarfjörð og norður fyrir
Grímsey.
Hrinan byijaði þriðjudaginn 30.
október og urðu þá nokkrir kröftug-
ir skjálftar um 120 kílómetra undan
Reykjanestánni, margir yfir 4 stig
og þeir stærstu nálguðust 5 stig.
Síðan hafa haldið áfram smávægi-
iegir skjálftar á þeim slóðum.
Laugardaginn 3. nóvember um
klukkan 15 kom nokkuð snöip
virkni nær landinu, 45 til 50 kíló-
metra frá landi. Síðan hefur lítils-
háttar virkni haldið áfram og upp-
tökin verið dreifð þarna á milli.
Ragnar segist hafa heyrt af, að
mikill sjávarhiti hefði mælst þarna
úr flugvél, en leiðangursmenn á
Bjarna Sæmundssyni, sem hafi
betri aðstöðu til að mæla hann,
hafi ekki fundið neina aukningu,
eftir því sem næst yrði komist.
„Þeir efuðust um þessa mælingu
sem hafði verið gerð úr flugvélinni,
Það var ýmislegt sem stemmdi ekki
í henni, þannig að ég vii sem minnst
dæma út frá því.“
Ragnar segir jarðskjálfta á
Reykjaneshrygg vera mjög al-
genga, en nú hafi virkni verið
óvenjumikil og mjög langt síðan
svona mikil virkni hafi verið á þessu
svæði. „Þá var eðli skjálftanna
þannig að manni finnst að það hljóti
að vera ekki langt í kviku og eðli-
legt að búast við því að einhver
hreyfmg á kviku sé samfara svona
skjálftum," segir hann.
Hann segist ekki telja hægt að
segja, að þetta tengist beint um-
brotum á landi. Sé hins vegar tekið
tillit til þessara hræringa nú, og að
í maí í fyrra var mikil hrina um
500 kílómetra undan landi og núna
í september var hrina 1.000 kíló-
metra frá landi, heldur stærri þar
sem jarðskjálftarnir fóru í 5,5 stig,
gæfi það til kynna virkni á hryggn-
um. „Það er gliðnunarhreyfing í
gangi á Reykjaneshryggnum, eins
og við köllum gjaman þann hluta
Mið-Atlantshafshryggjarins héma
næst Reykjanesskaganum, og það
má segja að svona feli í sér auknar
líkur á að einhver gliðnunarhreyfing
verði líka á Mið-Atlantshafshryggn-
um hér uppi á landi.“
Hryggurinn liggur upp á land við
Reykjanestána, aðalhreyfingin á
hryggnum, eins og hún birtist hér
á Islandi, er á Reykjanesskaganum,
austur í áttina til Heklu. Þaðan til
norðausturs í áttina að Bárðar-
bungu og Kverkfjöllum, síðan til
norðurs í Öxarfjörð og þaðan aftur
til norðvesturs norðurfyrir Grímsey,
þar sem hryggurinn liggur síðan til
norðurs.
„Mér sýnist þetta vera mesta
virkni á þessum stað síðan svona
sæmilegar mælingar hófust upp úr
1950,“ segir Ragnar Stefánsson.
Stúdentar senda fjár-
málaráðherra póstkort
Á FUNDI um síðustu helgi ákvað
Stúdentaráðs Háskóla Islands að
standa að útgáfu póstkorta með
texta þar sem þrýst er á ríkis-
stjórnina að taka upp viðræður
við stundakennara við háskól-
ann. Ölium háskólastúdentum
verða afhent póstkort og ætlunin
er að þeir sendi það til Ólafs
Ragnars Grímssonar, fjármála-
ráðherra.
Kennsla stundakennara við Há-
skóla Islands hefur raskast veru-
lega það sem af er skólaárinu og
fyrirsjáanlegt að engin kennsla fari
fram í sumum deildum háskólans.
„Við viljum að það sé búið að ganga
frá þessum málum fyrir áramót svo
hótanir stundakennara um að fella
niður kennslu komi ekki til fram-
kvæmda," sagði Siguijón Þ. Árna-
son, formaður Stúdentaráðs.
í stað hinna hefðbundnu undir-
skriftalista var á fundinum ákveðið
að feia formanni stúdentaráðs að
semja texta á póstkort sem stúdent-
um verður afhent og þeir senda
síðan fjármálaráðherra.
„Þetta verður á þeim nótum sem
hingað til hafa hljómað, þ.e. að
menn taka ekki afstöðu með einum
eða neinum í kjaradeilunni en lýsa
einfaldlega óánægju sinni með því
að lenda inni í slíkri deilu,“ sagði
Siguijón.
IATA samþykkir 4-8% hækkun flugfargjalda:
Flugleiðir sækja væntanlega
um hækkun í þessum mánuði
HELSTU flugfélög innan IATA
hafa samþykkt að hækka far-
gjöld í farþegaflugi um 4-8% og
3-7% í fraktflugi vegna hækkaðs
eldsneytiskostnaðar í kjölfar
Persaflóadeilunnar. Hækkanirn-
ar eru háðar samþykki viðkom-
andi stjórnvalda, en stefnt er að
því að þær taki gildi um miðjan
næsta mánuð. Að sögn Einars
Sigurðssonar, blaðafulltrúa
Flugleiða, mun félagið væntan-
lega sækja um hækkun eins og
önnur flugfélög.
Einar sagði að eldsneytiskostn-
aðurýæri u'm 10% afrékstrárkostn-'
aði Flugleiða, og 10% hækkun á
eldsneyti þýddi um 100 milljóna
króna útgjaldaauka fyrir félagið.
„Þarna er því um gríðarlega háar
upphæðir að ræða, en það má geta
þess að í Kaupmannahöfn, sem er
einn helsti viðkomustaður okkar
erlendis, hefur eldsneyti hækkað
um rúmlega 220% frá því í júlí.
Við munum hins vegar gefa okkur
góðan tíma til að reikna út hve
þessi hækkun þarf að vera mikil,
en það er mikilvægt að halda þessu
stíft innan þeirra marka sem hægt
er vegna þeirrar tilraunar til þjóðar-
'Sáttár sem héf'ríkir."
}
j
I
\
\
i
\