Morgunblaðið - 06.11.1990, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.11.1990, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NOVEMBER 1990 Skattbyrði hér og þar eftirMá Guðmundsson I byijun mánaðarins kynnti fjár- málaráðuneytið niðurstöður OECD um skattheimtu í aðildarlöndunum, sem koma fram í árlegri skýrslu stofnunarinnar^ um það efni.1 Til- efnið var að ísland var í fyrsta skipti tekið með í þessa skýrslu. OECD mælir skattbyrði með heild- arskattheimtu ríkis og sveitafélaga í hlutfalli við landsframleiðslu., Samkvæmt mati OECD var skatt- byrði með heildarskattheimtu ríkis og sveitarfélaga í hlutfalli við landsframleiðslu. Samkvæmt mati OECD var skattbyrði ein sú lægsta á íslandi af aðildarlöndunum á ár- inu 1988, eða 31,7%. Skattbyrði á íslandi var næst minnst af Evrópu- ríkjum OECD, en aðeins Tyrkland var fyrir neðan. Island var í fimmta neðsta sæti af öllum aðilarlöndun- um, fyrir ofan Japan, Ástralíu, Bandaríkin og Tyrkland. Fjármálaráðuneytið gerði einnig grein fyrir því, að með sömu aðferð- um og OECD beitir hafi heildar- skattar ríkis og sveitarfélaga num- ið 34% af landsframleiðslu á árinu 1989. Við þessa aukningu á skatt- byrði frá árinu áður hafi ísland hækkað um tvö sæti í skattatöfl- unni, en skattheimtan væri þó sú þriðja minnsta í Evrópuríkjum OECD. Þannig eru öll aðildarríki Evrópubandalagsins með hærri skgttbyrði, svo og öll aðildarríki EFTA nema Sviss. Einnig var gerð grein fyrir samsetningu skatt- heimtunnar, og kom í ljós að hlut- fall beinna skatta var einna lægst á íslandi. Þessar niðurstöður hafa að von- um vakið mikla athygli og umræð- ur. Hannes G. Sigurðsson hagfræð- ingur VSI ritaði grein um málið í Morgunblaðið 11. þessa mánaðar. Athugasemdum hans má skipta í tvo hluta. Annars vegar kemur hann með athugasemdir sem fela í sér gagnrýni á þær aðferðir sem notaðar eru við að mæla skattbyrð- ina en hinsvegar leitast hann við að reyna að skýra hversvegna skattbyrði er lægri hér á landi en í flestum aðildarlöndum OECD. Hannes nefnir í grein sinni einkum þijú atriði sem hann telur að skekki samanburðinn í þessu sambandi, þ.e. ólíka uppbyggingu lífeyris- kerfa, húsnæðisbætur og mishátt hlutfall óbeinna skatta. Alþjóðlegur samanburður Alþjóðlegur samanburður sem byggist á einföldum kennitölum er auðvitað alltaf vandmeðfarinn. Þetta á þó ekkert fremur við um mælingu á skattbyrði en ýmsan annan alþjóðlegan samanburð sem gjarnan er gerður. Til dæmis má taka samanburð á þjóðartekjum á mann, sem getur skekkst verulega vegna mismunandi raungengis gjaldmiðla, mismunandi vægis markaðviðskipta og mismunandi hlutfalls beinna og óbeinna skatta í heildarskattheimtu. Einföldum samanburði af þessu tagi er þó gjarnan beitt, þar sem hann er tal- inn gefa ákveðna vísbendingu. Sama á auðvitað við um skatt- byrði. Sé alþjóðlegur samanburður af þessu tagi leiðréttur fyrir þáttum sem eru taldir skekkja samanburð- inn er nauðsynlegt að það nái til allra landa í samanburðinum en ekki bara eins þeirra. Það skiptir einnig máli hvort frávik ná bara til eins lands eða margra. Þannig nefnir Hannes í grein sinni fyrir- komulag á greiðslu sjúkradagpen- inga hjá Svíum annars vegar og á íslandi hins vegar. Þetta skekkir þó ekki samanburðinn við OECD nema í litlum mæli og alls ekki samanburðinn við Evrópubanda- lagið, nema sýnt sé fram á að sænska fyrirkomulagið sé útbreitt í aðildarlöndum OECD og Evrópu- bandalagsins, sem Hannes gerir ekki. Uppbygging lífeyriskerfis Hannes telur að uppbygging lífeyriskerfisins hér á landi raski verulega samanburði á skattbyrði. Hannes fullyrðir að í flestum þeim löndum sem við berum okkur sam- an við séu greiðslur ellilífeyris fjár- magnaðar með sköttum en hér á landi séu starfræktir sjálfstæðir lífeyrissjóðir. Þetta er á nokkrum misskilningi byggt. í fyrsta lagi voru lífeyrisgreiðslur almanna- tryggingakerfisins, sem er fjár- magnað með sköttum, nærri helm- ingi hærri en lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna árið 1989, þ.e. Már Guðmundsson námu 3,1% af landsframleiðslu 1989 meðan lífeyrisgreiðslur lífeyr- issjóðanna námu 1,7% af lands- framleiðslu. í öðru lagi hafa mörg fleiri aðildarlanda OECD lífeyris- sjóðakerfí af því tagi sem tíðkast hér á landi. Má þar t.d. nefna Finn- land, Holland og Sviss, en iðgjöld til slíkra sjóða námu um 4 'A—6% af landsframleiðslu í þessum lönd- um árið 19822 Það er ljóst að ef tölur fyrir ísland væru leiðréttar fyrir greiðslum iðgjalda til lífeyris- sjóða og sama væri gert fyrir önn- ur OECD ríki, gæti farið svo að ísland myndi hækka eitthvað i skattatöflunni. Misskilningur Hannesar á þessu sviði er þó smávægilegur á móts við það sem hann segir um saman- burð OECD á „sköttum að frá- dregnum iðgjöldum til lífeyriskerf- isins'*. Hannes fullyrðir að í þeim samanburði komi ísland út með hærra hlutfall en OECD-meðaltal- ið. Hugtakanotkun Hannesar er hér villandi. Nær væri að tala um „ið- gjöld til almannatrygginga" (e. soc- ial security contributions), þar sem framlög til sjúkratrygginga eru í mörgum tilfellum með. Hér er um það að ræða að ákveðnir skattar eru eyrnamerktir almannatrygg- ingakerfinu, en slíkt fyrirkomulag var til staðar hér á landi fyrr á árum, m.a. í svokölluðu sjúkrasam- lagsgjaldi. Síðar var það lagt af og almannatryggingar urðu fjár- magnaðar af almennum skatttekj- um. Hér er því ekki um að ræða iðgjöld til lífeyrissjóða eins og við þekkjum þau. Það sér það hver maður í hendi sér að þótt ákveðinn hluti tekjuskatts yrði kallaður „ið- gjald til almannatrygginga“, eða að slíkt iðgjald yrði lagt á launa- greiðslur og aðrir skattar lækkuðu til samræmis, myndi heildarskatt- byrði landsmanna í engu breytast. Það er mjög misjafnt eftir löndum hvort almannatryggingar eru fjár- magnaðar með skylduiðgjöldum eða beint af skattfé. Til að gæta samræmis mælir OECD því heild- arskattbyrði að meðtöldum slíkum iðgjöldum til almannatrygginga. Húsnæðisbætur Mjög víða eru vaxtagjöld vegna húsnæðiskaupa frádráttarbær frá skatti og því lækkar mæld heildar- skattheimta sem því nemur. Hús- næðisbætur eru hliðstæðar við slíkan vaxtafrádrátt, enda munu vaxtabætur leysa þær af hólmi hér í framtíðinni. Það er því fullkom- lega eðlilegt að draga húsnæðis- bætur frá heildarskattheimtu. Væri það ekki gert væru tölur fyrir ís- land ekki sambærilegar við tölur annarra landa og of háar. Óbeinir skattar Hækkun beinna skatta á kostnað óbeinna breytir auðvitað ekki landsframleiðslu eða skattheimtu að raungildi. Slík breyting getur hins vegar breytt mældu hlutfalli skatta af landsframleiðslu. Ástæð- an er sú að beinir skattar Ieggjast á samneyslu með því að laun opin- berra starfsmanna eru skattlögð, en óbeinir skattar leggjast að jafn- aði ekki á opinbera þjónustu. Því verður verðlag opinberrar þjónustu hærra því hærra hlutfall sem bein- ir skattar eru af heildarskattheimt- unni. Samneysla í hlutfalli við landsframleiðslu hækkar því.3 Skatthlutfallið verður einnig hærra, ef við gefum okkur að sam- neyslan sé að fullu fjármögnuð með sköttum. Skattar eru hins vegar ekki einungis notaðir til að fjár- magna samneyslu, þar sem stór hluti þeirra fer í tilfærslur til ein- staklinga og fyrirtækja. Ef allar skatttekjur færu í tilfærslur og til- færslurnar væru ekki skattlagðar hjá viðtakanda, myndi samsetning skattheimtunnar engin áhrif hafa á mælt hlutfall skatta og lands- framleiðslu. Skattlagning til- færslna veldur svipuðum áhrifum og skattlagning launa opinberra starfsmanna, þó líklega minni, bar sem tilfærsluþegar greiða oft litla skatta. Eins og Hannes bendir á í grein sinni hefur Ásgeir Daníelsson áætl- að að skatthlutfallið væri um 1,5% hærra hér á landi ef skipting beinna og óbeinna skatta væri svipuð og í Svíþjóð. Svipað fengist út varð- andi meðaltal OECD ríkja, en mun- urinn er minni á Islandi og Evrópu- bandalaginu hvað þetta varðar, því hlutfall óbeinna skatta er þar hærra en að meðaltali hjá OECD-ríkjum. Þessi munur er því ekki nægjanlega mikill til að breyta því að skatt- byrði er með lægsta móti hér á landi miðað við aðildarríki OECD. Útgjaldastig Ýmis atriði hafa verið nefnd til að útskýra hvers vegna skattbyrði er lægri hér á landi en í flestum öðrum aðildarlöndum OECD. Útgjaldastig Ýmis atriði hafa verið nefnd til að útskýra hvers vegna skattbyrði eer lægri hér á landi en í fiestum öðrum aðildarlöndum OECD. í því sambandi hefur verið minnst á að þjóðin sé ung, að hér sé enginn her og að atvinnuleysi sé lítið. Þessi atriði eiga það þó öll sammerkt að þau snúa að ríkisútgjöldum en ekki sköttum. Svo lengi sem halli er á ríkissjóði skýra þau því ósköp lítið. Það er ekki fyrr en skattar hafa verið hækkaðir til að eyða hallanum og skattar haldast síðan í hendur við þróun útgjalda, að þessi atriði geta komið til greina sem skýring- arþættir. Ofangreind atriði geta hins vegar skýrt hvers vegna ríkisútgjöld eru lægri en ella hér á landi. Á móti kemur hins vegar ýmislegt sem stuðlar að hærri út- gjöldum, og má þar nefna fá- menni, íjarlægð frá viðskiptalönd- um, veðurfar, dreifða byggð og stórt og erfitt land. Túlkun á þessum útgjaldatilefn- um er hins vegar ekki einhlít. Þann- ig er ekkert samband á milli skatt- byrði og útgjalda til hermála. Þau lönd sem hafa mest útgjöld til her- mála eru mörg með tiltölulega lága OLD V E R Inoirell lofargóðu! GRILLIÐ Sími 25033 Kvöldverður í Grillinu er engum Hkur. Nýr Matseðill býður bæði nýja og hefðbundna rétti. Stórkostiegt útsýnið er enn á sínum stað ásamt þjónustu í sérflokki. Opið þriðjud.-laugard. frá kl. 19:00. Mímisbar í nýjum búningi er góð byrjun og endir á góðu kvöldi. Opinn fimmtud.-sunnud. frá kl. 19:00. K V

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.