Morgunblaðið - 06.11.1990, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990
27
Reuter
Hindúaprestar ganga fram hjá lögreglumönnum í bænum Ayodhya
í Uttar Pradesh-ríki. Þangað hafa heittrúaðir hindúar streymt til
að rífa mosku nokkra og reisa bænahús í staðinn.
Indland:
Flokkur forsætisráð-
herrans klofnar í tvennt
Leiðtogi klofningshópsins ætlar að mynda rík-
isstjórn með fulltingi Kongress-flokksins
Nýju Delhí. Reuter.
JANATA Dal, flokkur Vishwanaths Prataps Singhs, forsætisráð-
herra Indlands, klofnaði í gær. Boðuð hefur verið vantrauststillaga
á ríkisstjórn Singhs á morgun og er búist við að hún verði sam-
þykkt. Chandra Shekhar, leiðtogi þeirra sem klufu sig úr Janata
Dal, sagðist í gær buast við þvi
Að sögn Shekhars nýtur hann
stuðnings 68 af 140 þingmönnum
Janata Dals. Stuðningsmenn
Singhs sögðu að forsætisráðherr-
ann hefði 83 þingmenn flokksins á
bak við sig.
Stærsti flokkur Indlands, Kon-
gress-flokkurinn, hefur áður lýst
því yfír að hann sé reiðubúinn til
að styðja ríkisstjórn Shekhars í því
augnamiði að fresta þingkosningum
nú á meðan mikil ólga er í landinu.
Heimildarmenn innan flokksins
segja að Rajiv Ghandi, fyrrverandi
forsætisráðherra, ætli sér að standa
að ser yrði falin stjórnarmyndun.
við þetta fyrirheit þótt þrýst sé á
hann um að mynda eigin ríkisstjórn.
Þeir ellefu mánuðir sem Singh
hefur haldið um stjórnvölinn hafa
verið óhemju stormasamir. Sjálf-
stæðisbarátta Sikka í Punjab er
blóðugri en nokkru sinni, uppreisn
var gerð í Kasmír, sú ákvörðun
Singhs að veita lágt settum Hindú-
um- aukin réttindi vakti gífurlega
reiði, og síðast en ekki síst hafa
Hindúar og múhameðstrúarmenn
borist á banaspjót vegna deilna um
mosku í Uttar Pradesh.
■ BERLÍN - Þýska lögreglan
sagðist í gær hafa handtekið hátt-
settan starfsmann sovésku öryggis-
lögreglunnar KGB grunaðan um
njósnir. Maðurinn var gripinn þar
sem hann átti fund með þýskum
samstarfsmanni sínum í borginni
Potsdam nærri Berlín.
■ ISLAMABAD - Benazir
Bhutto, fyrrverandi forsætirsáð-
herra Pakistans, settist á þing á
sunnudag. Hún og fylgismenn
hennar í Þjóðarflokknum höfðu
hunsað þingsetningarathöfnina á
laugardag til þess að mótmæla því
að eiginmaður hennar, Asif Ali
Zardari, sat enn í fangelsi. Yfir-
völd slepptu Zardari á sunnudag
en hann er þingmaður eins og
Bhutto.
■ AÞENU - Grísk yfirvöld
íhuga nú að gera kröfu um
stríðsskaðabætur á hendur Þýska-
landi. Er rætt um að krafan nemi
480 milljörðum íslenskra króna.
Antonis Samaras, utanríkisráð-
herra Grikklands, sagði í umræðum
á þingi fyrir skömmu að Þýskaland
skuldaði Grikklandi þessa upphæð
í bætur fyrir bæði fyrri og seinni
heimsstyrjöldina.
Herþyrlur notaðar á Gazasvæðinu:
Grjóti sturtað á mótmælendur
Jerúsalem. Reuter.
ÍSRAELSKIR hermenn særðu um 300 Palestínumenn á Gazasvæðinu
um helgina, tugi þeirra lífshættulega, og skutu a.m.k. einn til bana.
Eru það blóðugustu átök sem orðið hafa frá því mótmæli araba gegn
morðum á 18 palestínumönnum á Mustcrishæðinni 8. október sl. hófust.
Hermennirnir skutu plasthúðuðum
stálkúlum á mótmælendur og tára-
gasi. Ennfremur var táragassprengj-
um og gtjóti sturtað yfir mannfjöld-
ann úr herþyrlum báða dagana.
Mótmæli brutust út á laugardag
þegar fregnir bárust af dauða
palestínuskæruliða, Attiya Zaanin,
sem sat í fangelsi á Gaza. ísraelski
herinn sagði hann hafa framið sjálfs-
morð en fjölskylda hans leggur ekki
trúnað á það og segir ísraelsku ör-
yggislögregluna hafa myrt Zaanin.
A sunnudag brutust aftur út átök
á Gaza og særðu ísraelskir hermenn
þá 98 palestínumenn. Hermt er að
menntaskólastúlkur hafi komið mót-
mælum að stað en þeim lyktaði með
átökum araba og ísraelskra her-
manna.
I gær urðu ísraelskir hermgnn sem
voru á eftirlitsferð í borginni Rafah
á Gazasvæðinu fyrir skotárás. Hermt
er að nokkrir Palestínumenn hafi
skotið á þá úr launsátri en þeir kom-
ust undan. A.m.k. 11 arabar slösuð-
ust í átökum sem urðu í borginni í
gær.
VIÐ KYNNUM
,,„„i i ii.,,,.,,
%/ Ungan mann með reynslu af atvinnulífinu.
%/ Formann Sjálfstæðisfélags Kópavogs.
%/ Hagfræðing með sérþekkingu á sjávarútvegi.
✓ Svein Hjört Hjartarson
frambjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í Reykjaneskjördæmi.
_____________________Stuðningsmenn
Kosningaskrifstofa Hamraborg 5, símar 41290 og 41244
FRYSTIKISTUR
SPAÐU I VERÐIÐ
SPÁÐU í VERÐIÐ
SPÁÐU í VERÐIÐ
Öll verð miðast við staðgreiðsluverð.
X 52 litra kr. 31.950,-
191 lítra kr. 34.990,-
230 lítra kr. 38.730,-
295 lítrakr. 41.195,-
342 lítra kr. 43.360,-
399 litra kr. 45.870,- Uppselt
489 litrakr. 49.710,- Uppselt
587 lítra kr. 62.460,- "ppse/t
HEIMILISKAUP HF
• HEIDI1ILISTÆKJADEILD FÁLKANS •
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670.
Innrabyrði úr
hömrnðu áli
Lok með ljósi,
læsingu, jafn-
vægisgormum
og plastklætt
Djúpfrystihólf
Viðvörunarljós
Kælistilling
Körfur
Botninn er
auðvitað frysti
flötur ásamt
veggjum