Morgunblaðið - 06.11.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.11.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓYEMBER 1990 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Deilur vegna vaxtaákvarðana Bankaráð íslandsbanka ákvað í síðustu viku að hækka vexti um 0,5-2% og urðu þá helstu vextir hinir sömu og þeir voru í sumar til 1. október, þeg- ar þeir lækkuðu. Ragnar Önund- arson, framkvæmdastjóri hjá ís- landsbanka, sagði í samtali við Morgunblaðið, þegar skýrt var frá vaxtahækkuninni: „Það er orðið ljóst núna, að vaxtalækk- unin 1. október var ótímabær vegna þess, að í októberbyijun tók að gæta útlánsaukningar umfram innlánsaukningu og það leiddi þegar til versnandi lausa- fjárstöðu innlánsstofnana í mán- uðinum. Það er snögg og veruleg breyting í átt til þenslu, vegna þess að þegar bankar lána meira en þeir fá inn, veldur það þenslu. Fleiri þættir en vextir hafa þarna áhrif, en þó er ljóst að vextir hafa aðhaldshlutverki að gegna, ekki síst þegar á miklu veltur að komið sé í veg fyrir þenslu.“ Ákvörðun íslandsbanka kall- aði fram harkaleg viðbrögð hjá forystu Dagsbrúnar, sem fékk síðan samþykkt á almennum fé- lagsfundi um helgina, að félagið hætti öllum viðskiptum sínum við íslandsbanka og stefnir að því að hlutur félagsins í bankan- um verði seldur. Þá brást Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra einnig við með neikvæðum hætti og lét að því liggja, að ríkið myndi beita ís- landsbanka einhvers konar við- skiptaþvingunum vegna ákvörð- unarinnar um vextina. Jafn- framt ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir því að ríkisbankar feti ekki í fótspor íslandsbanka. Með stofnun íslandsbanka sameinuðust öflugir aðilar í við- skiptalífmu og verkalýðshreyf- ingunni um að koma á fót einka- banka, sem gæti staðið jafnfætis ríkisbönkunum og veitt þeim eðlilega samkeppni. Sömu kraft- ar voru þar að verki og stóðu að þjóðarsáttinni um launa- og kjaramál en bæði forysta Dags- brúnar og forsætisráðherra telja, að með vaxtahækkuninni hafi íslandsbanki gengið gegn þjóð- arsáttinni. Menn þurfa ekki ann- að en líta á skipan bankaráðs íslaridsbanka til að fá efasemdir um að það vinni markvisst að því að brjóta þá sáttargerð, enda segir Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka, að vaxtabreyting- in nú sé liður í því að standa við fyrirheit sem bankarnir gáfu aðilum vinnumarkaðarins við gerð kjarasamninganna í febrú- ar, það er þegar þjóðarsáttin var gerð. Við sjáum það í Austur-Evr- ópu að erfitt er fyrir marga að laga sig að breyttum aðstæðum eftir að miðstýringarvald komm- únistaflokksins hverfur. Um- skipti frá ríkisrekstri til einka- rekstrar eru sársaukafull fyrir marga. Hér hefur það hvorki gengið sársaukalaust fyrir sig að byggja upp öflugan banka, sem getur stundað samkeppni við ríkisbankana, né afnema miðstýringarvald ríkisstjórnar- innar við vaxtaákvarðanir. Hvort tveggja kann að vera í húfí núna vegna aðfararinnar sem gerð er að íslandsbanka. Vekur sérstak- ar áhyggjur að fylgjast með við- brögðum forsætisráðherra, sem vill helst afnema fijálsræði í vaxtaákvörðununum og grípa til handafls stjórnmálamannanna að nýju. Ráðherrar tala hins vegar út og suður í þessu máli eins og öðrum sem hér koma til um- ræðu. Á forsíðu Þjóðviljans á laugardag er birt viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra sem ræðst annars vegar á íslandsbanka fyrir frumkvæði hans í vaxtamálum en segir hins vegar, að ríkisstjórnin sé að festa í sessi hagkerfi og hagstjórn á íslandi, sem byggist ekki á því að ríkisstjórnin grípi stöðugt inn í hagkerfið. Grundvallarþættirn- ir i hagkerfínu eigi að vera í lagi og ganga af sjálfu sér eftir ákveðnum brautum, en hvorki miðstýrt né stöðugt gripið inn í það af ríkisvaldinu. Fyrirtæki, bankar og einstaklingar verði að sýna að þau hafi þroska til að starfa í vestrænu nútíma hagkerfi. Það sé kannski stóra spumingin sem íslandsbanki standi frammi fyrir, hvort hann hafi þroska til þess eða hvort hann hagi sér eins og gömlu fákeppnis- og einokunaraðilarnir í hinu gamaldags íslenska kerfí, þar sem menn treystu á að ríkið ýmist bjargaði þeim eða segði þeim hvað þeir ættu að gera. Undir þessi orð Ijármálaráð- herra má taka en hann beinir þeim til rangs aðila, þegar hann nefnir íslandsbanka. Hann á að beina þeim til forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar. Forsætis- ráðherra sagði í fyrstu stefnu- ræðu ríkisstjórnarinnar, að horf- ið yrði frá nútmímalegum vest- rænum hagstjórnaraðferðum hér undir forystu stjórnarinnar. Við- brögð ríkisstjórnarinnar við ákvörðun Islandsbanka minna á gamla tíma og benda til þess að ráðherrarnir átti sig ekki á því að einokun þeirra í bankakerfinu er lokið. Morgunblaðið/Júlíus Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins greinir frá niðurstöðum flokksráðs- og formannaráðstefn- unnar. Honum á hægri hönd er Ólafur Arnarson, framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna, en á vinstri hönd Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn: Samþykkt að ganga í EDU FLOKKSRÁÐS- og formanna ráðstefna Sjálfstæðisflokksins sam- þykkti einróma um síðustu helgi inngöngu fiokksins í EDU, Evrópu- samtök lýðræðisflokka. Aðild að EDU eiga einkum kristi- legir demókratar og íhaldsmenn, auk annarra andsósíalískra flokka í Evrópu. Til þessa hafa af eðlileg- um orsökum aðeins verið flokkar frá Vestur-Evrópu í samtökunum, en á blaðamannafundi, sem haldinn var í lok flokksráðsfundarins á laugardag, greindi Þorsteinn Páls- son formaður Sjálfstæðisflokksins frá því að lýðræðisflokkar frá ný- fijálsum ríkjum Austur- og Mið- Evrópu flykktust nú í samtökin. Þorsteinn lagði áherzlu á að EDU byndi ekki neinn aðildarflokkanna. „Hver þeirra heldur að sjálfsögðu sjálfstæði sínu og er ekki á neinn hátt bundinn meirihlutaákvörðun í samtökunum. Þau eru miklu fremur samstarfs- og samráðsvettvangur. Við erum þeirrar skoðunar að það samstarf hafí mjög mikla þýðingu," sagði Þorsteinn. Aðild að EDU geta fengið þeir stjórnmálaflokkar, sem taka undir Klessheim-yfirlýsinguna, stofnyfir- lýsingu EDU. Þar er lýst stuðningi við ýmis grundvallaratriði vestræns lýðræðis og mannréttinda. Þar kem- ur einnig fram að aðildarflokkarnir vilji vinna að „lýðræðislegu sam- starfi allra þjóða í Evrópu er hvíli á reynslu og afli samtaka þeirra Evrópuríkja, sem hafa unnið að þessum markmiðum, en viðurkenna um leið rétt sérhverrar þjóðar til að varðveita sérkenni sín og til að verja mikilvægustu hagsmuni sína,“ eins og þar segir orðrétt. I Klessheim-yfirlýsingunni kem- ur einnig fram sú skoðun að „mann- úðlegt markaðskerfí sé bezta tækið til að skapa auðlegð og efnahags- lega farsæld sem er nauðsynleg til að koma til móts við lögmætar kröf- ur þjóða Evrópu, og til að leysa félagsleg vandamál eins og atvinnu- leysi og verðbólgu." Þar segir að aðildarflokkarnir telji félagslega samstöðu og samhjálp mikilsverðari til lausnar félagslegum vandamál- um en stéttabaráttu og þeir leggi áherzlu á siðferðilega undirstöðu fijáls og opins þjóðfélags, fjölskyld- una sem grunneiningu þjóðfélags- ins og félagslega ábyrgð gagnvart þeim, sem veikir eru og minna mega sín. Sjá sjórnmálaályktun á bls. 31. Tenging íslands við evrópska myntsamstarfið: Ómögulegt að segja núna hvort það er skynsamlegt - segir Þórður Friðjónsson. „ÞETTA er einfaldlega efni sem er ekki alveg hægt að svara uin að svo stöddu, ef þá verður ein- hvern tíma hægt að svara því, á hvorn veginn er skynsamlegra að haga málum, að tengjast mynt- bandalaginu eða ekki. Það eru rök bæði með því og á móti,“ sagði Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóð- hagsstofnunar. Hann var spurður álits á þeim ummælum Þorsteins Pálssonar formanns Sjálfstæðis- flokksins á fundi flokksráðs og formanna sjálfstæðismanna síðastliðinn laugardag. Þar sagði Þorsteinn að hefja eigi athugun á því hvort kostur sé fyrir Island að tengjast á næstu árum evr- ópska myntsamstarfinu. Þórður sagði ríkisstjórnina hafa falið Þjóðhagsstofnun að hafa for- ystu um athugun á áhrifum innri markaðar EB á íslenskt efnahagslíf ásamt Seðlabanka íslands, fjármál- ráðuneytinu og Byggðastofnun. „Þetta er efni sem þarf að kanna nánar og við erum að skoða bæði hér í ákveðnum hagstjórnarhópi sem er að vinna að því að skoða áhrif innri markaðar EB á íslenskt efna- hagslíf. Þessi hópur er að velta þessu fyrir sér og eins hefur verið fenginn til þessa verkefnis amerískur próf- essor, Paul Krugman. Hann kemur til með að segja skoðun sína á þessu í byijun næsta árs,“ sagði Þórður. Meðal þess sem hópurinn frá Þjóð- hagsstofnun, Seðlabanka, fjármála- ráðuneyti og Byggðastofnun er að kanna, er hugsanlegt myntbandalag Evrópu og sú spurning hvort íslend- ingar ættu að taka þátt í því eða ekki. Það sagði Þórður vera í skoðun og enga niðúrstöðu komna. Hann var spurður hvort jafnframt væru athugaðir aðrir möguleikar, eins og að tengjast dollara eða ein- hverri annarri mynt. „Ég held í raun og veru að hægt sé að segja að aðr- ir möguleikar séu út úr myndinni. Annað hvort erum við að tala um tengingu við Evrópumyntina eða hafa sveigjanlega gengisskráningu áfram. Það eru nánast þessir tveir möguleikar sem menn eru að velta fyrir sér. Tenging við aðrar myntir er ekki raunhæf að svo stöddu og ■ ekki fyrirsjáanlegt að það breytist, Evrópulöndin eru einfaldlega svo yfirgnæfandi í viðskiptum við okkur, að það er alls ekki skynsamlegt að tengjast dollaranum lengur," sagði Þórður Friðjónsson. Ráðstefna félagsmálasljóra: Nýjungar í félags- legri þjónustu NÝJUNGAR í löggjöf um félags- lega þjónustu eru til umfjöllunar á ráðstefnu Samtaka félagsmála- sljóra um velferðarsveitarfélagið. Ræddar eru breytingar á lögum um verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga frá ýmsum sjónarhorn- um með tilliti til félagslegrar þjón- ustu, breytinga á lögum um fé- lagslegt húsnæði, um vernd barna og ungmenna og barnalögum, ný sjónarmið við endurskoðun laga um málefni fatlaðra og breytingar á lögum um málefni þeirra. Ráð- stefnan stendur í tvo daga og sækja hana rúmlega 200 manns af öllu landinu. Árni Sigfússon borgarfulltrúi fy'all- aði í sínu framsöguerindi um velferð- arsveitarfélagið frá sjónarhorni sveitarstjómarmanns og líkti ein- staklingum í samfélaginu við línu- dansara í fjölleikahúsi. Hann benti á að velferð væri afstætt hugtak og þarfir hvers og eins misjafnar en allir hefðu þó ákveðnar gmnnþarfir sem þyrfti að uppfylla. Hann vék síðan að hlutverki sveitarfélaganna og sagði: „Ég trúi því staðfastlega að því nær sem þjónustuveitandi er þjónustuþega verði þjónustan betri og hagkvæmari. Það er ekki sérís- lensk staðreynd. Sveitarfélagið í hlutverki hins opinbera er nær ein- staklingnum en ríkið. Skattakerfið er hins vegar almennt, að mestu háð búsetu. Grundvöllur velferðarkerfis- ins er dýr. Kröfur á hendur sveitarfé- lögum eru miklar, hvað varðar fé- lagslega þjónustu, menntun og heil- brigðisþjónustu. Að undanförnu hefur átt sér stað uppstokkun sem hefur átt að miða að því að ríkið tæki að sér þjónustu sem er of dýr sveitarfélögunum, mið- að við tekjur þeirra. Þetta hefur ver- ið sett í marglitar umbúðir en oftast fylgja því orðin að saman þurfí að fara stjómunarleg og ljárhagsleg ábyrgð, eins og sveitarfélögin geti eins borið ábyrgð á skattpeningunum eins og ríkið. I raun og vem er ver- ið að dreifa fé í röngu hlutfalli við skattheimtu í sveitarfélögum. Ef slíkt væri gert í réttu hlutfalli, þyrfti varla ríkið til. Þá sæi sveitarfélagið um jnnheimtu og rekstur. Forsvars- menn sveitarfélaga hafa þannig horft á kostnaðarþætti fyrst og fremst og prísað sig sæla yfír því að Iosna við kostnað af rekstri heilbrigðisstofn- ana, sjúkratryggingakerfís og svo framvegis. Þannig hefur hið opinbera velferðarkerfí litlu bæjanna um landið byggt á því meira og minna að ríkið standi undir kostnaði. Ef kaupstöðunum væru skammtaðir peningar til velferðarmála sam- kvæmt höfðatölu, skapaðist um leið enn meiri aðstöðumunur en nú er. Þá uppgötvaðist, hversu tekjudreif- ingin er misjöfn. Þessu hefur verið öfugt farið með Reykjavíkurborg. Ég held því fram að ef við fengjum fjármagn ríkisins til reksturs velferðarstofnana, aðeins í réttu hlutfalli við íbúafjölda, eða Jjölda þjónustuþega, hefðum við mun meira fjármagn umleikis en ríkið veitir Reykvíkingum nú til þessara þátta.“ Frumvarp um félagslega þjónustu Bragi Guðbrandsson, félagsmála- stjóri Kópavogsbæjar, kynnti frum- v.arp um félagslega þjónustu, sem lagt verður fram á Alþingi í vetur. Rakti hann aðdraganda að frumvarp- inu og benti á að ágreiningur hafi orðið um dagvistarmál þegar frum- varpið var kynnt í ríkisstjórninni. Samkomulag hafí síðan tekist um breytingar á fumvarpinu sem fela í sér að leikskólar verði áfram undir menntamálaráðuneytinu en félags- málaráðuneytið taki yfir dagheimilin. Bragi rakti síðan þá þætti í vel- ferðarkerfínu sem löggjafinn ætlað- ist til að væri sinnt og sagði að, „Gagnstætt velferðarkerfí ríkisins, sem byggist á almennum lögum, er velferðarkerfi sveitarfélaganna rekið á grundvelli sérhópalöggjafar. í þessu felst að því er ætlað að fást við afmörkuð vandamál tiltekinna þjóðfélagshópa og sé því hálfgert neyðarbrauð, sem vart verður hjá komist. Þetta er ein megin skýring þess að félagsleg þjónusta sveitarfé- laga á íslandi er um flest vanþróaðri en í nágrannalöndunum og telst tæp- lega þess virði að henni sé sýndur pólitískur áhugi hér á landi.“ Síðar benti hann á að dreifð yfír- stjóm hafí átt verulegan þátt í að stefnumótun á sviði félagsþjónustu hafi átti erfítt uppdráttar. Éinstakir málaflokar félagsþjónustunnar hafí orðið að jaðarmálum margra ráðu- neyta sem jafnvel hafa ekki haft á að skipa sérstökum starfsmönnum til _að sinna þeim. í dag mun Björn Björnsson pró- fessor fjalla um velferðarsveitarfé- lagið, Margrét Margeirsdóttir um málefni fatlaðra og Hrafn Pálsson um málefni aldraðra. Ráðstefnunni lýkur eftir hádegi með umfjöllun þeirra Jóns Björnssonar félagsmála- stjóra Akureyrar og Sigrúnar Svein- björnsdóttur um velferðarsveitarfé- lagið. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hróðný Einarsdóttir, ekkja Jóhannesar úr Kötlum, aflijúpar minnisvarðann. Hjá henni stendur Skúli Jóhannsson. Búðardalur: Minnisvarði um Jóhannes úr Kötlum afhjúpaður Búðardal. Síðastliðinn sunnudag var afhjúpaður minnisvarði um Jóhannes úr Kötlum. Minnisvarðanum var valin staður við Grunnskólann í Búðardal miðsvæðis í plássinu. Það var Ungmennafélagið Olafur Pá sem beitti sér fyrir að reistur yrði minnisvarði um skáldið. Undirbúningurinn hófst fyrir nokkrum árum og var myndlistar- manninum Guðmundi Elíassyni falið að gera höggmynd af Jóhann- esi. Guðmundur Hannesson lands- lagsarkitekt hannaði umhverfí minnisvarðans. Athöfnin á sunnudaginn hófst með því að formaður undirbún- ingsnefndar Skúli H. Jóhannsson lýsti aðdraganda og framkvæmd að gerð minnisvarðans en margir aðilar hafa lagt fram fé og vinnu til þessa verks og færði Skúli þeim öllum þakkir. Síðan bað hánn ekkju skáldsins, Hróðnýju Einarsdóttur, að afhjúpa minnisvarðann. Minnis- varðinn er höfuðmynd úr bronsi af Jóhannesi sem stendur á stein- drangi er tekin var í Kötlum en Katlar eru sérkennilegir klettaboll- ar í nágrenni Ljárskóasels, þar sem Jóhannes ólst upp fyrstu ár bernskunnar. Hann kenndi sig æ síðan við umrædda Katla. Framan á steininum er plata með áletrun með nafni skáldsins og einu erindi úr kvæðinu Ég hylli. Ég hylli hreystina og þorið ég hylli æskuna og vorið ég hylli allt sem vex og vakir og vinnur óskipt að málum ég hylli glaður hinn öra eld í ungum leitandi sálum. Að afhjúpuninni lokinni las Þrúður Kristjánsdóttir kvæðið í heild og var síðan öllum viðstödd- um boðið til Dalabúðar, þar sem beið veislukaffí UMF Ólafs Pá. Þar fór fram dagskrá um skáldið í tali og tónum. Þar rakti Einar Kristj- ánsson fyrrverandi skólastjóri á Laugum æviferil skáldsins. Áð því búnu ávarpaði Guðmundur Éy- þórsson formaður UMF Ólafs Pá samkomuna og minntist Jóhannes- ar sem eins af frömuðum ung- mennafélagshreyfíngarinnar og bauð alla velkomna til veislunnar. Síðan söng félagið Vorboðinn und- ir stjórn Kjartans Eggertssonar þijú lög öll eftir Dalamenn við texta skáldsins úr Kötlum. Síðasta s lagið samdi Jón frá Ljárskógum við kvæðið Laxárdalur og tileink- uðu bæði skáldið og tónskáldið UMF Ólafs Pá lag og ljóð. Síðan var ljóðdagskrá með tónlist í sam- antekt Þrúðar Kristjánsdóttur, en lesarar með henni voru Bergþóra Jónsdóttir, Elísabet Hildiþórsdóttir og Svanhvít Sigvaldadóttir. Kjart- an Eggertsson annaðist tónlistar- flutning ásamt nemendum sínum, þeim Sigrúnu Halldórsdóttur, Svanhildi Kristjánsdóttur, Jenný E. Jónsdóttur og Margréti Jóns- dóttur. Að lokinni ljóðdagskránni tóku til máls oddviti Laxárdalshrepps Guðrún K. Pálmadóttir, Svavar Gestsson, menntamálaráðherra og Svanur Jóhannesson sonur skálds- ins sem þakkaði fyrir hönd að- standenda. Færði hann formanni undirbúningsnefndar Skúla H. Jó- hannssyni til varðveislu kvikmynd- aupptöku af Jóhannesi úr Kötlum. Þá var frú Hróðnýju Einarsdóttur afhentur fagur blómvöndur í kveðjuskyni og sem þökk fyrir komuna og hylltu gestir nánustu ættingja skáldsins sem viðstaddir voru og þar á meðal var 96 ára gömul systir Jóhannesar, Guðrún Jónasdóttir frá Homstöðum í Lax- árdal. Mikið fjölmenni var við athöfn- ina eða hátt á þriðja hundrað manns. Veislustjóri var Jón Egils- son en hann var einnig í undirbún- ingsnefndinni ásamt Skúla Jó- hannssyni og Þrúði Kristjánsdótt- ur. Undirbúningsnefnd þakkaði öllum sem lögðu henni lið við gerð minnisvarðans og dagskránna sl. sunnudag. Dalamenn geta verið stoltir af þessu verki því eins og Einar Krist- jánsson komst að orði í erindi sínu þá telja Dalamenn sig allir eiga eitthvað í skáldinu Jóhannesi úr Kötlum. — Kristjana. Umfangsmikil leit að 9 tonna trillu við Látrabjarg: Blys hefði afstýrt íunstanginu - segir Hannes Þ. Hafstein, forstjóri Slysavarnafélagsins MIKIL leit var gerð á sunnudaginn að níu tonna trillu, með einum manni, sem fékk á sig brot í Látraröst við Látrabjarg á leiðinni frá Tálknafirði til Ólafsvíkur. Báturinn, Sverrir BA-26, af gerðinni Gáski 1000, kom svo til Ólafsvíkur kl. 20.45 á sunnudagskvöld, en þá hafði árangurslaus leit staðið yfir frá kl. 15.45 um daginn. Það var um kl. 15.20 á sunnudag að opinn vélbátur, Ingþór Helgi BA 103, háfði samband við tilkynninga- skyldu íslenskra skipa og greindi frá því að um hádegi hefðu hann og Sverrir BA^ lagt upp frá Tálknafirði áleiðis til Ólafsvíkur í samfloti. Að sögn Hannesar Þ. Hafstein, forstjóra Slysavarnafélagsins, tilkynnti Ingþór að hann hefði siglt fram úr Sverri út af Breiðivík áður en þeir komu í Látraröstina í sæmilegasta sjóveðri. Þegar Ingþór lenti í Röstinni um þijúleytið hefði snúist til hins verra og er hann var kominn suður fyrir Röstina, kallaði hann í Sverri sem svaraði að bragði og bað hann að bíða. Eftir það heyrðust bara brestir í talstöðinni. Ingþór reyndi að ná sambandi á öllum tíðnum án árang- urs í 20 mínútur. Lét hann þá til- kynningaskylduna og Slysavamafé- lagið vita. Veður var skaplegt, skyggni gott en þokuslæðingur í bjarginu, sunnan fjögur til fimm vindstig en hið versta sjólag í Röst- inni. „Þegar við báðum hann um lýsing- ar spurði ég hann hvort hann hefði séð til ferða Sverris en hann sagði það ekki vera, hann hefði haft nóg með sjálfan sig í Röstinni," sagði Hannes. Loftskeytastöðin í Reykjavík kallaði strax á báta á þess- um slóðum. Haft var samband við Landhelgisgæsluna og hún beðin að vera í viðbragðsstöðu og lögreglan á Patreksfirði var látin vita ef báturinn kynni að hafa snúið við. Um kl. 15.45 var ákveðið að hefja gagngera leit og Landhelgisgæslan beðin að senda flugvél. Jafnframt var búist við að varðskip yrði við Bjarg eftir 1 til 2 tíma. Þá var kallað strax í landhelgisþyrluna Sif. „Um kl. 18 höfðum við samband við björgunarsveitir slysavamafélagsins á Tálknafírði og Patreksfírði og þær beðnar um að hafa samband við alla stærri báta á þessum stöðum og biðja þá að fara út til leitar undir stjórn varðskipsins, þegar það kæmi á stað- inn. Alls tóku 7 bátar þátt í leitinni. Við báðum einnig Ingþór Helga að snúa strax við og halda í norðurátt að bjarginu aftur til að athuga hvort hann yrði var við ferðir Sverris. Hann fór eins nálægt bjarginu og hann treysti sér til en varð ekki var við neitt,“ sagði Hannes. Kl. 17.45 voru 7 skip komin á leit- arsvæðið og varðskipið og þyrlan hafíð leit. Lögreglan á Patreksfírði fór þegar út á bjargið og farið var með fjömm. „Við vissum af mönnum frá slysavamafélaginu sem voru staddir út á Bjargi og þeir sögðu mikið brim vera við þar. I framhaldi af þessu var farið að undirbúa leit næsta dag. Bátamir ætluðu að halda leit áfram um nóttina en um 40 björgunarsveitarmenn frá deildum slysavarnafélagsins voru tilbúnir til leitar í birtingu á fjörum allt frá Blakk í Bjarg, í Keflavíkinni og á Rauðasandi,“ sagði Hannes. Kl. 20.47 tilkynnti Ingþór Helgi í gegn- um Loftskeytastöðina í Reykjavík að hann væri kominn til Ólafsvíkur og að Sverrir væri kominn þar líka. Hannes kvaðst ekki hafa heyrt lýsingu sjómannsins sjálfs á atburð- unum en heyrt haft eftir honum í fréttum að hann hefði verið að tala við Ingþór þegar sambandið rofnaði. „Hvað átti maðurinn að halda að Ingþór gerði þegar sambandið við hann rofnaði? Auðvitað lætur hann vita undir svona kringumstæðum, og allt er sett í gang til leitar. Eitt lítið nandblys, sem er um borð og við hendina, hefði verið nægilegt merki Haldiö upp frá Tálknafiröi kl. 11:30 ásunnud. Hugsaði bara um að halda vélinni gangandi -segir Gísli Marteinsson Fékká sig brot í Látraröst um kl. 3:00 Kom til Ólafs- víkur kl. 20:45 á sunnudagskvöld „ÉG lagði af stað frá Tálknafirði um hálf tólfleytið á sunnudag og var í samfloti við Ingþór Helga áleiðis til Ólafsvíkur. Þegar ég kom í Látra- röstina, um kl. hálf þrjú, var haugasjór og raunar vitleysa að fara inn í Röstina því það er ekki hægt að snúa við eftir að maður er kominn inn,“ segir Gísli Marteinsson, sjómaðurinn sem lenti í hrakningunum í Látraröst á sunnudag. til Ingþórs, sem var skammt undan, til þess að fara til aðstoðar, fylgja bátnum inn og láta vita hvað hefði komið fyrir. Þá hefði þessi aðgæsla algjörlega afstýrt öllu þessu um- stangi. Þetta bar þannig að og hið versta sjólag á staðnum, að við töld- um að um stórslys gæti verið að ræða. Allt viðbragðskerfið var þess vegna sett í gang,“ sagði Hannes Þ. Hafstein. „Ég var þama um stund og von- aði að þetta væri að verða búið þeg- ar brotið reið skyndilega yfir bátinn. Sjórinn kom inn um rúðu í stýrishús- inu og fór í gegn því hurð sprakk upp beint á móti glugganum. Eg varð gegndrepa en varð að halda áfram og stefna upp í sjólagið til að fá það ekki þvert yfir. Ég varð að halda áfram því sjórinn var það úfinn að ég lagði ekki í að lensa í gegn,“ sagði Gísli. „Ég kallaði um leið á Ingþór Helga og sagðist vera með brotinn glugga og var þá ekki búinn að átta mig á að ég hafði ekkert talstöðvar- samband. Það má draga þann lær- dóm af þessu að staðsetningin á tal- stöðvum í svona bátum sé vitlaus. Af hveiju reyndi hann ekki að gera vart við sig með því að skjóta upp blysi? „Spurningin er hvenær ég hefði átt að skjóta því upp. Ingþór hafði sagt mér að hann legði ekki í að fara í Röstina og ég taldi að hann hefði snúið við. Því gerði ég ekkert ráð fyrir honum og bjóst við að hann hefði farið heim og kallað á ein- hverja til leitar. Eg tók þann kostinn að fara í rólegheitunum til Ólafsvíkur. Hættan var liðin hjá þegar ég komst í gegn- um Röstina. Ég reyndi bara að gera allt til að halda vélinni gangandi." Gísli segist hafa komið inn til Ól- afsvíkur kl. 20.45. Gaf hann lög- regluskýrslu um atburðinn. Engar skemmdir virtust vera á vélinni, dýptarmælir, radar, lórantæki og talstöð blotnuðu og eru talin ónýt. Sverrir BA er í eigu Marteins Gísla- sonar og var með uppstokkaða línu og farangur um borð á leið til Ól- afsvíkur þaðan sem báturinn verður gerður út í vetur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.