Morgunblaðið - 06.11.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.11.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ VlÐSKn’TI/iOVlNNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990 Erlent Að stjórna stærsta fyrirtæki í heimi er engin draumastaða Berliner Treuhandsanstalt er fjárhaldsfyrirtæki átta þúsund fyrrum austur-þýskra fyrirtækja Frá Steingrími Sigurgeirssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. DETLEV Rohwedder, stjórnandi Berliner Treuhandsanstalt, stærsta fyrirtækis í heimi, á ekki auðvelda daga framundan. Berliner Treuhand- sanstalt, er í raun ekki eitt fyrirtæki, heldur fjárhaldsfyrirtæki átta þúsund fyrrum austur-þýskra fyrirtækja. Hlutverk Rohwedder er að koma þeim á lappir á ný, annað hvort að einkavæða þau, koma rekstr- inum í viðunandi horf eða einfaldlega leggja þau niður eins og nýlega var gert við fyrirtækið Pentacon sem framleiddi mýndavélar af gerð- inni Praktica. Þegar hafa tvö hundruð fyrirtæki sem heyra undir fjár- haldsfyrirtækið verið seld og sagði Rohwedder á dögunum, í samtali við Frankfurter Allgemeine Zeitung, stefna að því að um áramótin verði alls búið að selja fimm hundruð þeirra. Berliner Treuhand var stofnað í mars sl. af Hans Modrow, þáverandi forsætisráðherra Austur-Þýska- lands, og hefur á margan hátt reynst hinn mesti gallagripur. Er talið að fyrir Modrow hafi vakið að varðveita sem mest af sósíalismanum og vernda „félagana" í háttsettum stöð- um áður en sameining Þýskalands skall á. Vegna hinnar gríðarlegu stærðar fjárhaldsfyrirtækisins reyndist það fyrsta vestræna stjórn- andanum Reiner-Maria Gohlke, fyrr- um yfirmanni Deutsche Bundesbahn, vestur-þýsku járnbrautanna, ofviða að fá heildaryfirsýn yfir dæmið. Go- SAMSTEYPA — Berliner Treuhandsanstalt er fjárhaldsfyrir- tæki átta þúsund a-þýskra fyrirtækja. hlke, sem tók við stjóminni í júní sl. lét af störfum fyrir skömmu og að beiðni Helmut Kohls, kanslara Þýskalands, tók við Detlew Roh- wedder, sem áð.ur stjórnaði stálfyrir- tækinu Hoesch í Dortmund. Hvernig honum vegnar á eftir að sýna sig. Vandamál Rohwedders mörg Vandamál Rohweþders er ekki bara að reyna að koma hinum oft ömurlega rekstri fyrirtækjanna í skikkanlegt horf, finna nýja stjórn- endur, nýja framleiðslu, nýja mark- aði, og síðast en ekki síst nýja eigend- ur. Hann verður þar að auki líka að beijast við fyrirtæki að vestan sem vilja komast yfir fyrirtæki án þess að greiða raunvirði fyrir og hið gamla veldi SED, fyrrum austur-þýska Kommúnistaflokksins. Þó að hann sé ekki lengur til, að minnsta kosti ekki undir því nafni, er hið gamla valdakerfí fíokksins að miklu leyti til enn við lýði í fyrirtækjunum. Hef- ur þetta gamla valdakerfi verið eins konar fímmta herdeild innan Berliner Treuhand, reynt að gera samninga án vitundar stjórnar fjárhaldsfyrir- tækisins, unnið gegn hagsmunum þess og jafnvel stolið öllu steini létt- ara úr sumum fyrirtækjum. Alvarlegasta dæmið varðar Inter- hotel, hótelkeðjuna, sem austur- þýska ríkið rak áður fyrir' gesti að vestan. Undir Interhotel heyra 34 hótel, m.a. hið glæsilega Grand Hot- el á horni Friedrichsstraíie og Unter den Lindén í Berlín. Eini stjórnar- maður Interhotel og tveir fulltrúar Berliner Treuhand, sem allir þrír voru áður háttsettir í Kommúnista- flokknum og skipaðir höfðu verið í ÞJOI MUSTUSKODUN ii ISUZ < ISUZU M OKEYPIS P1 ÞJÓNUSTUSKODUN Þér er boðið að koma með ISUZU bifreið þína til skoðunar á verkstæði okkar, þar sem hún verður gaumgæfilega skoðuð af sérfræðingi ISUZU verksmiðjanna ásamt starfsfólki okkar. OKEYPIS □ VIOHALDSÞJÓNUSTA verður boðin í formi olíu og síuskipta. Þjónustuskoðun JÖTUNS/ISUZU verður dagana 19. til 23. nóv. nk. að báðum dögum meðtöldum. Bókaðu tíma fyrir bifreið þína í síma 68 55 39, tímanlega. r-hci, vj'ari Boðið verður upp á kaffi, gos og meðlæti fyrir þá, sem vilja bíða [_JJ "frTjgjr. meðan skoðun er framkvæmd, ásamt afþreyingu fyrir börnin. Vörubíla- og tækjaverkstæðið mun bjóða sömu þjónustu á sama tíma fyrir pall- og flutningabíla á Smiðshöfða 7, sími 68 55 49. SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA GM u HÖFÐABAKKA 9 112 RBYKJAVÍK SÍMI 91 -670000 stöðurnar af Hans Modrow, sömdu leynilega við hótelfyrirtæki með að- setur í Frankfurt. Steigenberger Hotels AG, um yfirtöku á rekstri Interhotel í tuttugu ár. 24. júlí sl. var skrifað undir samning sem stjórn Berliner Treuhand frétti fyrst af í gegnum frétt í dagblaðinu, Die Welt, þremur dögum síðar. Og það þrátt fyrir að þremenningamir höfðu orðið að bregða sér af fundinum þar sem skrifað var undir samninginn til að fara á annan fund í höfuðstöðvum Berliner Treuhand um málefni fyrir- tækisins sem skyndilega var kallað til. Þeir fengu þar fyrirmæli um að gera ekkert sem væri andsnúið stefnu Ijárhaldsfyrirtækisins. Um samningafundinn við Steigenberger sem stóð yfir nákvæmlega þá stund- ina minntust þeir ekki einu orði. Meiriháttar hneyksli Eftir að stjórn Berliner Treuhand hafði skoðað samninginn var ljóst að um meiriháttar hneyksli var að ræða ekki bara vegna þess hvernig að samningnum var staðið. Munurinn á því sem Steigenberger átti að greiða á þessum tuttugu árum og því sem raunhæft væri að fá á mark- aðinum nam alltað áttatíu milljörðum íslenskra króna. Rohwedder gerði Steigenberger gagntilboð. Gerði kauptilboð í Interhotel. Ekkert svar barst við því tilboði. Önnur dæmi eru til um hvernig fyrrum SED-félagar hafa reynt að misnota stöðu sína — mismunandi alvarleg. Til dæmis voru nýlega seld ný litasjónvörp, með eins árs ábyrgð, framleidd af fyrirtækinu „LWG“ á einungis 140 mörk. Kaupendur voru þó einungis fyrrum flokks- og Stasi- félagar enda var fyrirtækið til skamms tíma í eigu öryggislögregl- unnar. Um hin ódýru litasjónvörp vissi stjórn íjárhaldsfyrirtækisins STOFNANDINN — Berliner Treuhand var stofnað í mars sl. af Hans Modrow, þá- verandi forsætisráðherra Austur-Þýskalands, og hefur á margan hátt reynst gallagripur. ekki neitt, og það þrátt fyrir að hún varð að greiða niður verð hvers sjón- varps fyrir um þúsund mörk. Ein helstu mistök Gohlke eru talin vera þau að hann reiddi sig um of á hina gömlu austur-þýsku stjórnendur og vanmat hversu mikil völd SED og öryggislögreglunnar Stasl voru en Rohwedder ásamt aðstoðarmanni sínum Birgit Breuel, sem áður var ráðherra í sambandslýðveldinu Neðra-Saxlandi, hefur reynt að leita gömlu SED-félaganna uppi og reka þá og taka inn menn að vestan í fyrirtækin. Einungis þannig er talin von um að koma fyrirtækjunum heil- um og höldnum úr áætlunarbúskap yfir í markaðsbúskap. Hafa mörg hundruð vestur-þýskir stjórnendur frá þekktum fyrirtækjum tekið sæti í stjómum fyrirtækja sem heyra und- ir Berliner Treuhand. Hvernig til tekst er enn óvíst þrátt fyrir átta mánaða starf hefur ekki tekist að rýna nægilega vel í gegnum rúnir hinnar kommúnistísku bók- færslu til að komast að því hver raun- veruleg staða fyrirtækjanna átta þúsund er. Rohwedder mat nýlega verðmæti þau sem falla undir stjórn Berliner Treuhand á 600 milljarða marka eða sem samsvarar 24.000 milljörðum íslenskra króna. Þeir eru þó til sem gagnrýna þessa útreikn- inga hans og segja að þegar allt sé tekið.inn í myndina séu menn heppn- ir ef dæmið komi út á sléttu. Iðnaður VIÐURKENNING “■ í annað sinn á tveimur árum hefur Ölgerðin Egill Skallagrímsson hlotið sérstaka viðurkenningu fyrir gæði á RC-Cola. Einungis 5 aðilar fá þessa viðurkenningu, en framleið- endur RC-Cola um allan heim eru 175. Ölgerðin hóf framleiðslu á gosdrykknum hérlendis haustið 1988 samkvæmt einkaleyfi Royal Crown Cola International í Bandaríkjunum. Á myndinni eru f.v. Ágúst Sigurðsson matvælafræðingur, Ragnar Haraldsson framleiðslustjóri, sem tók við viðurkenningarskjalinu og Tony Arbid fulltrúi RC-Cola Crown Int., sem afhenti skjalið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.