Morgunblaðið - 06.11.1990, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990
Geir H. Haarde í umræðum um fjárhagsvanda húsnæðissjóðanna:
Flotið sofandi að feigðarósi
Félagsmálaráðherra sagði vanda byggingarsjóðanna vera staðfestan en vísaði
því á bug að hrun húsnæðiskerfisins frá 1986 væri fyrir aðgerðaleysi ríkissljórnar
VANDI Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna
var til umræðu utan dagskrár í sameinuðu þingi í gær. Það var
Geir H. Haarde sem átti frumkvæðið að umræðunni. Hann spurði
félagsmálaráðherra og ríkistjórn um til hvaða ráðstafana yrði
gripið til að sjóðunum „blæddi ekki út“.
Tilefni þess að Geir fór fram á
utandagskrárumræður var út-
koma tveggja skýrslna um fjár-
hagsvanda þessara sjóða. Geir
sagði vandann hrikalegan en enn
hrikalegra þótti honum að ríkis-
stjórnin heyktist við að taka á
vandanum. Ræðumaður minnti á
„neyðaróp“ Húsnæðismálastofn-
unar fyrr í sumar. Geir sagði að
vandi þessara sjóða hefði lengi
legið fyrir en það væri fyrir að-
gerðaleysi félagsmálaráðherra að
málin væru komin í það horf sem
raun bæri vitni. Álit sérstakrar
trúnaðarnefndar félagsmálaráð-
herra og gert var opinbert 22.
júlí síðastliðinn væri þess vegna
áfellisdómur sem skýrsla Ríkis-
endurskoðunar frá í september
staðfesti. í nefndarálitinu frá júlí
segði að ekki yrði lengur undan
því vikist að koma á jafnvægi í
fjárhag Byggingarsjóðs rikisins.
Ánnað hvort yrði að tryggja sjóðn-
um aukið árlegt framlag úr ríkis-
sjóði eða hækka vexti af útlánum.
Geir H. Haarde sagði að þetta
hefði blasað við allar götur síðan
1987 að hvort tveggja þyrfti að
gera. En viðbrögð ríkisstjórnarinn-
ar væru með þeim hætti að Bygg-
-ingarsjóður ríkisins hefði verið
þurrkaður út úr fjárlagafrumvarpi
næsta árs og félagsmálaráðher-
rann hefði streist með „kjafti og
klóm“ gegn óhjákvæmilegum en
óvinsælum vaxtahækkunum. Ef
gripið hefði verið til raunhæfra en
óvinnsælla ráðstafana í tíma árið
1987 væri vandinn nú minni. Geir
sagði furðu gegna að yfir þessu
öllu aðgerðaleysi skyldi tróna sá
maður sem árið 1986 hefði sérs-
taklega samið við aðila vinnu-
markaðarins um þetta mál en
hæstvirtur forsætisráðherrann
virtist ekki hafa metnað til að
standa við það sem um var samið
á sínum tíma.
Ræðumaður sagði að flotið
hefði verið sofandi að feigðarósi
með ríkisstjómina á fyrsta farrými
en almenningur; 8.000 manns í
biðröðinni mátt dúsa í lestinni eða
á þriðja farrými og allt benti til
þess að siglingunni ætti að halda
áfram fram yfir kosningar. Annað
hefði ekki komið fram frá félags-
málaráðherra en það að réttast
væri að loka kerfinu frá 1986 en
ekki væri gripið til ráða er dyggðu,
samræma vextina á inn- og útlán-
um. Geir spurði hvort ríkisstjórn
og félagsmálaráðherra ætluðu að
halda áfram að láta sjóðunum
blæða út. Geir vitnaði í ummæli
um aðgerðir í fjárlagafrumvarpi
næsta árs: „Aðgerða er þörf í
málefnum byggingarsjóðanna," og
þótti heldur .stuttaralegt.
Vaxtahækkun
Geir ítrekaði að það hefði verið
óhjákvæmilegt síðan 1987 að
hækka vexti frá Byggingarsjóði
ríkisins og vitnaði í ummæli Sig-
urðar E. Guðmundssonar fram-
kvæmdastjóra Húsnæðismála-
stofnunar ríkisins máli sínu til
stuðnings. Geir fagnaði því enn-
fremur að Samtök um Kvennalista
væru nú loks komnar á þá skoðun
að óhjákvæmilegt væri að grípa
til vaxtahækkanna. En það væri
því miður á þeirra ábyrgð að tekin
var sú fráleita ákvörðun í desemb-
er síðastliðnum að vextir af útlán-
um voru eingöngu hækkaðir gagn-
vart nýjum lánum.
Geir sagði að vorið 1986 hefði
verið verið tekin ákveðin áhætta
og árið eftir lá ljóst fyrir það var
verið að gera of mikið í þessu
kerfi fyrir of marga. Geir H. Ha-
arde sagði það fáránlega ósvífni
að skella skuldinni á þann sem var
fjármálaráðherra árið 1986, Þor-
stein Pálsson, og reyna að gera
að því skóna að hann hefði leynt
einhveijum upplýsingum. Öll
gögn, upplýsingar og útreikningar
lágu fyrir undirbúningsnefnd sem
vann að málinu og öll hennar gögn
stóðu þingnefndum opin. Geir
minnti einnig á að hann og háttv-
irtur 8. þm. Reyknesinga, Jóhann
Einvarðsson hefðu gert fyrirvara
um að vextir yrðu breytilegir.
Geir minnti á að Borgaraflokkur-
inn hefði látið í ljós þá skoðun í
desember að hækka ætti vexti af
eldri lánum og taldi að ef þeir
stæðu við fyrri ályktanir og
Kvennalistinn við stefnubreytingu
sína væri þingmeirihluti til að gera
breytingar.
Geir benti á að 8.000 umsóknir
biðu afgreiðslu hjá Byggingarsjóði
ríkisins. Af þessum 8.000 þúsund-
um hefðu 2.300 fengið lánsloforð
en hvað ætti nú að gera við hinar
5.700 umsóknimar?
Ræðumaður for nokkrum orð-
um um félagslega íbúðakerfið sem
hann sagði félagsmálráðherra
ieggja ofurkapp á að koma sem
flestum inn í. Geir sagði íslendinga
gera sér Ijóst að félagslegir val-
kostir og aðstoð yrðu að vera fyr-
ir hendi. En þorri landsmanna vildi
hér eftir sem hingað til búa í eig-
in húsnæði.
Geir lét þá skoðun sína fyljós
að ekki væri vænlegt að leysa
vandamál með því að grýta í það
Jóhanna Sigurðardóttir
peningum en það stæði nú upp á
ríkisstjómina að svara því til hvað
ráða hún hyggðist grípa.
Forsendur kerfisins brugðust
Félagsmálaráðherra, Jóhanna
Sigurðardóttir, sagði vanda bygg-
ingarsjóðanna vera staðfesta en
hún vísaði því á bug að hmn hús-
næðiskerfisins frá 1986 væri fyrir
aðgerðaleysi ríkisstjórnar. For-
sendur kerfisins hefðu brugðist,
umsóknir hefðu reynst mun fleiri
en ráð var fyrir gert og fjárþörf
og biðraðir eftir því. Og m.a. hefði
hátekjufólk raðað sér í biðröðina
eftir gjafalánum á kostnað þeirra
sem þyrftu á fyrirgreiðslu að
halda. Félagsmálaráðherra sagði
að útreikningar sem hefðu legið
fyrir og margumtalað minnisblað
frá Fjárlaga- og hagsýslustofnun
hefðu sýnt hærri fjárþörf en hefði
komið fram í greinargerð með
fmmvarpinu hefði gert ráð fyrir,
einum til tveimur milljörðum.
Geir H. Haarde
„Staðreyndin virðist vera sú að
menn hafi verið að reyna að finna
leið til að reikna sig niður.“ Jó-
hanna sagði að meiru hefði verið
lofað en unnt hefði verið að standa
við.
Jóhanna sagði vaxtamun milli
inn- og útlána Byggingarsjóðsins
hefði farið minnkandi, var 2,5-3%
en væri nú um 1,5- 2%. Ástæðuna
fyrir því að vextir voru ekki hækk-
aðir fyrr en á síðasta ári sagði
Jónhanna vera þá að hún hefði
talið það rétt að koma á kerfi,
m.a. vaxtabótakerfi áður. Einnig
benti hún á að vaxtahækkanir
samræmdust illa þjóðarsátt og
minnti á harkaleg viðbrögð við
vaxtahækkunum.
Jóhanna fór nokkrum orðum um
félagslega húsnæðiskerfið og sór
af sér að vilja koma á einhvers
konar leiguliðastefnu, hér væri um
að ræða annað eignarform. Fé-
lagsmálaráðherra sagði fulla þörf
vera á auknu félagslegu húsnæði,
nú væru um 2.500-3.000 fjölskyld-
ur á biðlista eftir félagslegu hús-
næði.
Jóhanna sagði ekki vera ætlun-
ina að vísa þeim 5.500 sem biðu
í almenna húsnæðiskerfinu og
ekki hefðu fengið lánsloforð á
kaldan klaka. Öllum standi til boða
að fara yfir í húsbréfakerfið og
taldi hún að hag þessa fólks væri
þar ekki síður borgið og greið'slu-
byrði þess ekki þyngri.
Félagsmálaráðherra minnti á
fyrri yfirlýsingar sínar um að hún
teldi ekki neina skynsemi í öðru
en að loka kerfinu frá 1986. Jó-
hanna spurði hver afstaða sjálf-
stæðismanna væri til kerfisins frá
1986. Hvort hann styddi húsbréfa-
kerfið. Ráðherrann sagði kjósend-
ur Sjálfstæðisflokksins eiga heimt-
ingu á að fá að vita hver stefna
flokksins væri.
Félagsmálaráðherra sagði að til
að mæta uppsöfnuðum vanda sjóð-
anna yrði að koma til annað
tveggja vaxtahækkun og/eða auk-
ið ríkisframlag. Vextir á bilinu
5-5.5% voru nefndir. En hún
minnti á ályktanir flokksþings
Alþýðuflokksins um að nú þyrfti
að taka ákvarðanir um lokun kerf-
isins frá 1986 og ennfremur að
við ríkjandi aðstæður væri ekki
hægt að leggja til að vextir hækk-
uðu vegna þjóðarsáttar um kjara-
mál. En vextir yrðu endurskoðaðir
er því tímabili lyki. Ef ekki tækist
samstaða um vaxtahækkun yrði
aukið ríkisframlag að koma til.
Jóhanna fór nokkrum orðum um
húsbréfakerfið og taldi reynsluna
af því vera góða og rakti tölur
máli sínu til stuðnings. Hún sagð-
ist því ekki hafa heykst á því að
taka á vandanum. Friðrik Sophus-
son (S/Rv) spurði hvað ríksstjórn-
in ætlaði að gera. Jóhanna sagði
liggja ljóst fyrir til hvaða aðgerða
hún vildi grípa, einnig hefði hún
lýst því yfir að hún væri ósam-
mála því sem kæmi fram í fjárlög-
um um stöðu byggingarsjóðanna.
Þetta mál væri enn í athugun hjá
ríkisstjórninni og forsætisráðherra
yrði að svara fyrir sig en hennar
afstæða lægi ljós fyrir.
Þegar hér var komið sögu var
umræðu frestað til kl. 21 um
kvöldið.
Yiðurkenning á fullveldi
Eystrasaltsríkjanna áréttuð
Þingsályktunartillaga sjálfstæðismanna
„ALÞINGI ályktar að fela ríkisstjórninni að árétta formlega viður-
kenningu íslands á fullveldi Eistlands, Lettlands og Litháens og
taka tafarlaust upp stjórnmálasamband við þessi ríki með því að
tilnefna íslenska sendiherra í þeim og veita viðtöku sambærilegum
sendimönnum þeirra. Þá felur Alþingi ríkisstjórninni að vinna að
því að önnur ríki sýni með sama hætti stuðning við fullveldi og
sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna."
Svo hljóðar þingsályktunartil-
laga tíu sjálfstæðismanna sem var
tii fyrstu umræðu í sameinuðu
þingi í gær. Flutningsmenn eru:
Þorsteinn Páisson, Ragnhildur
Helgadóttir, Guðmundur H. Garð-
arsson, Ingi Björn Albertsson,
Matthías Bjamason, Matthías Á.
Mathiesen, Halldór Blöndal, Birgir
ísleifur Gunnarsson, Geir H. Ha-
arde og Eyjólfur Konráð Jónsson.
I greinargerð með tillögunni
segir m.a. að þessi ríki hafi verið
innlimuð með valdbeitingu í Sov-
étríkin í júní 1940 í kjölfar griða-
sáttmála Hitlers og Stalíns árið
áður og að í hálfa öld hafi þessi
þijú ríki verið, á grundvelli vald-
beitingar, sovétlýðveldi.
Flutningsmenn tillögunnar telja
ástæðu til að ætla að á íslandi
ríki almennur skilningur á sjálf-
stæðiskröfu Eystrasaltsþjóðanna.
Einnig er á það bent að ítrekað
hafi komið fram í viðræðum við
leiðtoga þessara ríkja að virk við-
urkenning annarra ríkja á sjálf-
stæði þeirra sé mjög mikilvæg,
bæði í viðræðum þeirra 'við Sov-
étríkin og einnig inná við til að
styrkja stjórnmálalega samstöðu
um sjálfstæðisyfirlýsingar
ríkjanna.
Þorsteinn Pálsson sem mælti
fyrir málinu sagði m.a. að Alþingi
hefði fyrst þjóðþinga orðið til þess
að fagna sjálfstæðisyfirlýsingu
Litháa. Þorsteinn taldi það ekki
nægjanleg mótrök við tillögunni
að Danjr hefðu viðurkennt þessi
ríki þegar þeir fóru með umboð
um utanríkismál fyrir Island, eðli-
legt væri að við gerðum það sjálf-
ir núna. Hann sagði einnig að
ekki væri verið að trufla umbóta-
stefnu Gorbatsjovs því viðurkenn-
ing á Eystasaltsríkjunum styddi
enn frekar umbótaviðleitni hans
því þessi ríki sjálfstæð myndu
styrka umbótaviðleitnina. Þor-
steinn sagði einnig að tregða
stærri ríkja í NATO ylli vissum
vonbrigðum en við sem smáþjóð
hlytum að styðja aðrar smáþjóðir.
Þorsteinn rakti óskir Eystra-
saltsríkjanna, um fulla viðurkenn-
ingu, um aðiid að ráðstefnunni um
samvinnu og öryggi í Evrópu og
lét þess getið að stuðningur ut-
anríkisráðherra við þá ósk hefði
vakið eftirtekt og þakklæti þar
eystra. Einnig hafa Eystrasaltsrík-
in óskað eftir nánara samstarfi
og áheyrnaraðild að Norðurland-
aráði.
Þorsteinn var þess fullviss að
Eystrasaltsþjóðirnar myndu öðlast
sjálfstæði í framtíðinni.
Viðurkenning í gildi
Utanríkisráðherra, Jón Baldvin
Hannibalsson, sagði íslendinga
aldrei hafa viðurkennd ólögmæt
hernám þessara ríkja og því væri
viðurkenninganar á þessum
ríkjum frá 1921-22 í fullu gildi.
Einnig væri álitið að leysa bæri
sjálfstæðismálið með beinum við-
ræðum milli Eystrasaltsríkjanna
og Sovétríkjanna. Jón Baldvin lýsti
einnig stuðningi sínum við þátt-
töku Eystrasaltsríkjanna í ráð-
stefnunni um samvinnu og öryggi
í Evrópu. Jón benti á viðkvæma
stöðu þessarra mála og sagðist
ganga fram í samráði við stjórnir
þessara landa en gengi ekki fram-
ar en þau teldu samræmast best
hagsmunum þeirra. Utanríkisráð-
hen-a taldi enn vafasamt að
Eystrasaltsríkin gætu tryggt
framkvæmd beins stjórnmálasam-
bands, t.d. hefðu þau ekki óskoruð
forráð yfir eigin landsvæði. Ut-
anríkisráðherra fór einnig nokkr-
um orðum um þjóðréttarlega stöðu
Eystrasaltsríkjanna en þing Sov-
étríkjanna hefur lýst sáttmála
Stalíns og Hitlers frá í ágúst 1939
ólögmætan.
Páll Pétursson (F/Ne) var sam-
mála meðferð utanríkisráðherra á
þess máli. í máli hans kom m.a.
fram að afskipti utanaðkomandi
aðila gætu verið óheppileg og
Gorbatsjov ætti við margháttaða
erfiðleika að stríða. Páll taldi þessa
tillögu ekki stuðla að sjálfstæði
Eystrasaltsríkj anna.
Hjörleifur Guttormsson
(Ab/Rv) lýsti einnig yfir stuðingi
við málsmeðferð utanríkisráð-
herra. Hann þakkaði flutnings-
mönnum fyrir tillöguna því hún
gæfi tækifæri til að ræða þessi
mál en Hjörleifur var ekki viss um
að hún væri tímabær núna en taldi
fulla ástæðu til að vega þessa hluti
og meta.
Umræðu um þessa tillögu var
frestað um kl. 16 vegna utandag-
skrárumræðu um vanda bygging-
arsjóða húsnæðiskerfisins.