Morgunblaðið - 06.11.1990, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990
35
Kirkjuþing:
Athvarf fyrir
böm í safnað-
arheimilum
FJÖLSKYLDUVERND er áberandi mál á yfirstandandi Kirkju-
þingi en þar er fjallað um þijár tillögur sem allar lúta að heill
fjölskyldunnar og að kirkjan verði virkari í þessum málum.
í tillögu sem flutt er af Kirkju-
ráði um athvarf fyrir börn í safnað-
arheimilum, er ályktað að fela
Kirkjuráði að hlutast til þess við
þá söfnuði landsins þar sem það
er kleift og þarft, að boðið verði
upp á athvarf eða opið hús á vegum
safnaðarins t.d. í safnaðarheimili
fyrir þau börn sem verða að vera
á eigin vegum hluta dagsins frá
því er skóla lýkur og foreldrar eða
aðstandendur koma heim.
Tilraun hefur verið gerð í Fella-
og Hólasókn í Breiðholti að hafa
opið hús fyrir fyrir börn þegar þau
eiga frí í skólum. Að sögn séra
Hreins Hjartarsonar hófst þetta
starf fyrir þremur árum og hefur
gefist mjög vel. „Það hafa komið
á annað hundrað böm þegar kenn-
arar halda starfsdaga í skólum og
börnunum hefur verið boðið upp á
helgistund, leiki og sitt hvað fleira,
sem hefur gefist vel. Til að söfnuð-
ir landsins geti sinnt þessu þarf
þó að afla tekna, en þetta er mikil-
vægt starf,“ sagði hann.
I greinargerð með tillögunni seg-
ir að vansæld yngri kynslóðarinnar
á íslandi virðist fara vaxandi, sem
sjáist best á því að ofbeldi meðal
barna og unglinga hafi stóraukist.
„Hópur barna, svokölluð lyklabörn,
er á eigin vegum frá því skóla lýk-
ur og þar til foreldri eða aðstand-
andi kemur heim. Annar hópur,
svonefnd „plastpokabörn" búa við
enn verri kost, þar sem þau kom-
ast ekki einu sinni inn á heimili
sín,“ segir í greinargerð.
Er sagt æskilegt að safnaðar-
heimilin opni dyr sínar fyrir yngstu
safnaðarbömin, með því að hafa
t.d. opið hús og athvarf íýrir þau
eftir skólatíma. Þar gætu þau unn-
ið heimaverkefni sín, eða hvílst við
leik. „Kalla mætti eftir starfskröft-
um eldri borgara til sögulesturs og
annars konar umönnunar og sam-
félags og að vera börnunum innan
handar við heimaverefni o.fl. í
þessu athvarfi kirkjunnar fyrir
börnin. Einnig mætti hugsa sér að
söfnuðir byðu foreldrum yngri
barna skammtímagæslu í safnaðar-
heimilum þegar þeir þurfa að sinna
erindum sínum, en eiga bágt með
að fá gæslu fyrir börnin.“ Er lagt
til að greitt verði fyrir slíka gæslu.
Kostnaðarhlið starfsins þyrfti ekki
að vera of erfið, ef söfnuðir legðu
til húsakynni, hita og ljós, sjálf-
boðaliðar tækju verulegan hluta af
starfi og foreldrar greiddu veiting-
ar og laun launaðs starfsfólks með
einhverjum hætti. Er einnig sagt
hugsanlegt að sveitarfélög styddu
slík athvörf.
Aukið átak í fermingarstörfum
kirkjunnar
Fyrir þinginu liggur einnig til-
laga, flutt af Kirkjuráði, um aukið
átak í fermingarstörfum kirkjunnar
til að stuðla að heill unglinga í
samstarfi við foreldra þeirra. Er
lagt til að kannað verði með hvaða
hætti megi auka samstarf foreldra
og annarra til að bæta það ástand
sem oft skapast í unglingahópum
og leiðir til ofbeldisverka. Er sérs-
taklega bent á foreldra fermingar-
barna sem samstarfsaðila kirkjunn-
ar í þessu efni. í greinargerð segir
að full ástæða sé til að kanna,
hvort ekki mætti kalla eftir fjöí-
þættara samstarfi kirkju og heim-
ila að heill unglingsins m.a. með
skipulögðum ferðum foreldrahópa
á þá staði þar sem drukknir ungl-
ingar safnast saman, eða með ann-
arri slíkri starfsemi, sem brúað
gæti bilið og aukið traust og skiln-
ing milli kynslóða. „Á slíkum
grundvelli mætti byggja frekari
aðgerðir á landsvísu, þar sem
víðtækum þrýstingi yrði beitt til
að bæta hag barna og unglinga,"
segir í greinargerð.
Dr. Björn Björnsson, Jóhann
Björnsson, séra Jónas Gíslason,
vígslubiskup og séra Karl Sigur-
björnsson flytja tillögu á þinginu
um aukna fjölskylduþjónustu kirkj-
unnar. Er lagt til að slíkri þjónustu
verði formlega komið a'fót um land
allt. I greinargerð er bent á að
Safnaðarráð Reykjavíkurprófasts-
dæmis hefur samþykkt að koma á
fót fjölskylduráðgjöf á vegum próf-
astsdæmisins. Hefur einnig verið
leitað til nærliggjandi prófasts-
dæma og þeim boðin þátttaka.
Miðast þjónustan við umhyggju,
fyrirbyggjandi fræðslu, ráðgjöf,
uppbyggingu og meðferð fyrir fjöl-
skyldur, safnaðarfólk og presta um
land allt. Stendur til að slík starf-
semi hefjist í Reykjavík á næsta ári.
I - V' ■ ...; }
- ' ’ w - ' '
Nemendur Jarðhitaskólans við vinnsluholu Hitaveitu Húsavíkur á Hveravöllum í Reykjahverfi.
Nemendurnir eru frá Búlgaríu, Costa Rica, Egyptalandi, Júgóslavíu, Kenya, Nicaragua og Uganda.
Ellefu nemendur frá sjö lönd-
um útskrifaðir úr Jarðhitaskóla
TÓLFTA starfsári Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna í
Reykjavík lauk með skólauppsögn í dag (29. október 1990). Ellefu
styrkþegar útskrifuðust eftir sex mánaða sérhæft nám í jarðhita-
fræðum. Styrkþegarnir koma frá Búlgaríu, Costa Rica, Egyptal-
andi, Júgóslavíu, Kenya, Nicaragua og Uganda. Frá því Jarðhitaskól-
inn tók til starfa árið 1979 hafa alls 93 styrkþegar frá 20 þróunarl-
öndum útskrifast eftir scx mánaða nám, en að auki liafa liðlega •
30 dvalið hér við nám í skemmri tíma (2 vikur til 3 mánuði).
Jarðhitaskólinn er rekinn sam- af þróunaraðstoð Islendinga. Kenn-
kvæmt samningi milli Háskóla arar við Jarðhitaskólann eru sér-
Sameinuðu þjóðanna í Tókýó og fræðingar hjá Orkustofnun, Há-
Orkustofnunar fyrir hönd íslenska
ríkisins. Fjárframlög til Jarðhita-
skólans koma frá Háskóla Samein-
uðu þjóðanna og_ íslenska ríkinu.
Litið er á framlag íslands sem hluta
skóla íslands, og verkfræðistofum
í Reykjavík.
Nemendur Jarðhitaskólanshafa
allir lokið háskólanámi í jarðvísind-
um eða verkfræði og unnið í nokk-
ur ár við jarðhitarannsóknir í sínum
heimalöndum áður en þeir koma
til íslands til framhaldsnám. Á
þessu ári voru fjórir nemendanna
við nám í jarðhitaleit en sjö í bor-
holumælingum og jarðhitaverk-
fræði. Margir nemendur Jarðhita-
skólans frá fyrri árum eru nú leið-
andi sérfræðingar í jarðhitarann-
sóknum í sínum heimalöndum.
Nánari upplýsingar um Jarðhita-
skólann veitir forstöðumaður skól-
ans, dr. Ingvar Birgir Friðleifsson,
jarðfræðingur, (sími 83600).
(Fréttatilkynning)
Frumvarp um fjárfestingar eriendra aðila á íslandi:
Rýmkaðar heimildir í sjávarút-
vegi og eignaraðild að bönkum
NEFND sem forsætisráðherra skipaði fyrir tæpu einu ári til að endur-
skoða fyrra frumvarp til laga um fjárfestingu erlendra aðila á Islandi
hefur lokið störfum og mun Steingrímur Hermannsson forsætisráð-
herra væntanlega kynna ríkisstjórninni frumvarp um þetta efni.
í frumvarpinu er gert ráð fyrir aðila í íslensku atvinnulífi hveiju
rýmkuðum heimildum útlendinga til
fjárfestinga í flestum greinum at-
vinnulífsins, auknu eftirliti með er-
lendri fjárfestingu og fjárfestendur
lúti í einu og öllu íslenskum lögum.
Meðal annars er lagt til að hlutafjár-
eign erlendra aðila í viðskiptabönk-
um megi vera allt að 25% og innan
fimm ára megi erlendir aðilar kaupa
hlut í íslenskum hlutafélagsbönkum
án takmarkana. Þetta kom fram í
erindi sem Jón Sveinsson aðstoðar-
maður forsætisráðherra og einn
nefndarmanna flutti á fundi í Banka-
mannaskólanum í gær.
Nefndin telur að með fnimvarpinu
sé stigið mikilvægt skref í þá átt að
erlent áhættufé geti í ríkari mæli
komið í stað erlends lánsfjár við fjár-
mögnun atvinnurekstrar á íslandi.
Fram kom að enginn einn aðili
hérlendis hefur yfirlit yfir fjárfest-
ingar erlendra aðila í atvinnurekstri
á íslandi og því sé afar erfítt að
safna upplýsingum u,m þessi mál.
Afar brýnt er að mati nefndarinnar
að koma upplýsiggaöflun í fast form
þannig að unnt verði að fá góða
heildarmynd af umsvifum erlendra
smm.
Nefndin telur að milliríkjasamn-
ingur milli íslands og annarra
EFTA-landa og ríkja Evrópubanda-
lagsins um evrópskt efnahagssvæði,
sem feli í sér afnám á hömlum í við-
skiptum, fjármagnshreyfíngum milli
ríkja og á búsetu ríkisborgara innan
yfirráðasvæðis ríkjanna, muni óhjá-
kvæmilega leiða til endurskoðunar
laganna, einkum að því er varðar
rétt einstaklinga og lögaðila í aðild-
arríkjunum til fjárfestinga í atvinnu-
rekstri hérlendis. Nefndin telur samt
sem áður brýnt að lögfesta frum-
varpið sem fyrst enda núgildandi
reglur sundurlausar og ósamstæðar.
Nefndin leggur til að fjárfesting
erlends ríkis eða fyrirtækis í eigu
erlends ríkis í atvinnurekstri hér á
landi verði óheimil nema með sér-
stöku leyfi viðskiptaráðherra og að
leyfi viðskiptaráðherra þurfi fari
heildarfjárfesting erlends aðila fram
úr 250 milljónum króna á ári. Þá
má heildarfjárfesting erlendra aðila
í hverri atvinnugrein ekki fara yfir
25% nema til komi leyfi viðskiptaráð-
herra.
Nefndin leggur til að numin verði
úr gildi heimild erlendra aðila til að
eignast allt að helmingi hlutafjár í
útgerðarhlutafélögum. Lagt er til að
sömu ákvæði gildi um vinnslu sjávar-
afurða, en þó verði heimildir um eign-
arhald erlendra aðila rýmkaðar við
atvinnurekstur vegna umpökkunar í
neytendaumbúðir eða frekari vinnslu
sem gera afurðir hæfari til dreifing-
ar, neyslu eða matreiðslu. Sam-
kvæmt núgildandi lögum er erlend-
um aðilum óheimilt að eiga hlut í
slíkum atvinnufyrirtækjum.
Útlendingar eigi ekki kost á
að fjárfesta í virkjunum eða
jarðhita
Lagt er til að erlendir aðilar eigi
ekki kost á fjárfestingum í virkjunum
vatnsfalla og jarðhita, annarra en til
heimilisnota. Þá verði erlen’dum aðil-
um óheimilt að reka hér á landi út-
varpsstöðvar og að eignarhluti er-
lendra aðila í íslensku fyrirtæki sem
rekur útvarpsstöð megi ekki vera
meiri en 25%. Samkvæmt núgildandi
útvarpslögum mega erlendir aðilar
reka hér útvarpsstöðvar sé eignar-
hlutdeild þeirra ekki yfir 10%.
Samkvæmt núgildandi viðskipta-
bankalögum skal hlutafé í hlutafé-
lagsbanka allt vera í íslenskri eign.
Greiðslumat vegna húsbréfalána:
Leitað samninga við fjármálastofnanir
LEITAÐ verður samninga við
alla þá aðila, sem svöruðu út-
boði Húsnæðisstofnunar ríkisins
um framkvæmd greiðslumats
vegna umsókna um húsbréfalán.
Sigurður Geirsson deildarstjóri
húsbréfadeildar segir það vera
í samræmi við ósk þeirra, sem
svöruðu, að þessi afgreiðsla færi
á sem flestra hendur.
í síðasta mánuði óskaði Húsnæðis-
stofnun ríkisins eftir tilboðum
banka, sparisjóða og verðbréfafyr-
irtækja í að taka að sér þessa þjón-
ustu. Svör bárust frá Landsbanka
íslands ásamt Landsbrtéfum hf.,
íslandsbanka hf. ásamt Verðbréfa-
markaði Islandsbanka hf., Búnað-
arbanka, Sambandi sparisjóða,
Kaupþingi hf. og Fjárfestingafé-
laginu hf.
Sigurður segir að leitað verði
samninga við alla þessa aðila og
náist samningar við þá alla verði
hægt að fá greiðslumatið innt af
hendi í afgreiðslustöðum þeirra.
Alls höfðu um 4.300 umsóknir
borist um húsbréfalán um síðustu
mánaðamót og þar af höfðu um
1.400 hlotið lokaafgreiðslu. Sigurð-
ur segir biðtíma eftir afgreiðslu nú
vera kominn í eðlilegt horf og ná-
ist samningar um að færa greiðslu-
matið út úr Húsnæðisstofnun létti
það álaginu af húsbréfadeild og
stytti þann tíma sem stofnunin
þarf til að sinna hverri umsókn.
Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð
fyrir að erlendir aðilar megi eignast
allt að 25% hlutafjár. Frá 1. janúar
1992 hækkar þetta hámark í 50% .
og frá 1. janúar 1995 megi erlendir
aðilar kaupa hlut í íslenskum hlutafé-
lagsbanka án annarrra takmarkana.
Nefndin leggur til að að saman-
lagður eignarhluti erlendra aðila í
íslensku atvinnufyrirtæki sem stund-
ar flugrekstur hér á landi verði ekki
meiri en 49%. I frumvarpinu er ekki
lagt til að takmarkanir verði lagðar
á aðild erlendra aðila að farmflutn-
ingum á sjó.
Óráðlegt að rýmka heimildar
í sjávarútvegi
Birgir Björn Sigutjónsson hag-
fræðingur sagði í erindi sínu á fund-
inum að frumvörpin opni erlendum
fjárfestingaraðilum fleiri leiðir að
íslenskum sjávarútvegj. Gert sé ráð
fyrir að erlendir aðilar geti stofnað
og rekið banka og aðra fjármagns-
þjónustu og ekki sé vafí á því að
erlendir aðilar geti í krafti stöðu lána-
drottna náð undirtökum á skuldugum
útgerðarfyrirtækjum. Hann kvaðst ’
sakna þess að frumvörpum þessum
hefði ekki verið fylgt úr hlaði með
skýrri stefnuyfirlýsingu um megintil-
gang þeirra og að til að svara fjöl-
mörgum spurningum sem upp koma
hefði þurft ítarlega fræðilega úttekt.
Halldór Árnason, fulltrúi Samtaka
atvinnurekenda í sjávarútvegi,
kvaðst telja óráðlegt að rýmka heim-
ildar erlendra aðila til fjárfestingar
í sjávarútvegi nú. Hann taldi að rétt-
ara væri að bíða með slíkar ákvarð-
anir þar til gengið verður til samn-
inga um evrópskt efnahagsvæði auk
þess sem það væri andstætt grund-«
vallarreglum bjóða erlendum aðilum
að fjárfesta hér á landi meðan sjávar-
útvegurinn byggi við háa tolla í Evr-
ópubandalagsríkjunum.
Nefndina skipuðu Jón Sveinsson
aðstoðarmaður forsætisráðherra,
Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri,
Friðrik Sigurðsson framkvæmda-
stjóri, Heimir Hannesson lögmaður
og Ragnar Arnalds alþingismaður.