Morgunblaðið - 06.11.1990, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NOVEMBER 1990
Minning:
Erlendur Jóhanns-
son, húsgagnasmiður
Fæddur 19. desember 1908
Dáinn 27. október 1990
Góður og vammlaus maður er
genginn. Vinur foreldra minna,
okkar systkinanna og fjölskyldna
okkar.
Hann réðst til starfa á húsgagna-
vinnustofu föður míns, Kristjáns
•»-3iggeirssonar, árið 1938 og vann
óslitið hjá fyrirtækinu í um 40 ár
eða þar til heilsan leyfði ekki lengri
starfsdag.
Betra fólk en Erlend og Ástu er
vart hægt að hugsa sér. Þar ríkti
gagnkvæm vinátta og öllum leið
vel í þeirra návist. Nú að leiðarlok-
um leitar hugurinn til baka til okk-
ar kynna. Hugurinn fyllist þakklæti
fyrir að hafa fengið að eiga sam-
leið með svo vönduðum manni bæði
til orðs og æðis, og að hafa átt
hann að nokkru sem læriföður í
húsgagnasmíðinni.
Erlendur fæddist í Stykkishólmi
hinn 15. desember árið 1908, yngst-
ur 8 systkina. Hann fluttist síðar
til Reykjavíkur og hóf nám í hús-
gagnasmíði alþingishátíðarárið
1930 hjá húsgagnavinnustofu
Gunnars Stefánssonar á Laugavegi
60 hér í Reykjavík. Erlendur lauk
síðan sveinsprófi í húsgagnasmíði
hjá Þorsteini Sigurðssyni húsgagn-
asmíðameistara árið 1934, en hann
var til húsa á Grettisgötu 13. Upp
frá því var húgsgagna- og innrétt-
ingasmíði hans starfsvettvangur.
Hann stundaði hana öllum er með
honum störfuðu til fyrirmyndar þar
"™Iil hann lét af störfum sökum
heilsubrests.
Þegar ég var í húsgagnasmíða-
námi á verkstæði föður míns á árun-
um 1944-1948 kynntist ég vel
hvern mann Erlendur hafði að
geyma, hvorttveggja sem sam-
starfsmaður og að nokkru leyti sem
lærifaðir í húsgagnasmíði. Þar var
fagmennskan í fyrirrúmi, þar sem
saman fór verklagni, frábær fag-
mennska og mikil afköst. Allt unn-
ið í kyrrþey, ekki asinn eða lætin,
heldur örugg handtök.
Ef hugleitt er hvernig þetta fag,
húsgagnasmíðin, hefur þróast í
tímans rás, þá hefur það orðið fyr-
ir tilstilli og þátttöku manna eins
og Erlendar Jóhannssonar. Hún
hefur orðið að fastri og uppbyggj-
andi framleiðslugrein hér á Iandi.
Það er slíkum mönnum að þakka
sá árangur sem_ náðst hefur í iðn-
væðingu okkar Islendinga og þeirri
iðngrein sem hann helgaði alla sína
starfsævi.
Fyrir utan starfið var það skáta-
hreyfíngin og hugsjónir hennar sem
átti stóran þátt í lífi hans að
ógleymdum sumarbústaðnum við
Elliðavatn. Þar áttu þau sælureit,
þar sem þeim leið vel. Við honum
tók Höskuldur sonur hans og hans
fjölskylda, sem hefur endurbætt
hann allan, en það gladdi Erlend
mjög að sjá það starf hans verða
tii áframhaldandi ánægju og gleði
innan fjölskyldunnar.
í mínum huga var Erlendur
ímynd skátahreyfingarinnar með
Verðlaun í samkeppninni eru
ferðavinningur á vegum Ferða-
skrifstofu stúdenta að upphæð 40
þúsund krónur, sem veittur verður
fyrir besta Ijóðið að mati dóm-
nefndar, en auk þess verða veitt
2.550 kr. ritlaun fyrir hvert ljóð
hennar göfugu hugsjónum um
hjálpsemi og þjónustu. í þeirri mynd
var hann fyrirmynd ungra manna
að öllu leyti, fyrst þú, svo hann sjálf-
ur. Það er ekki lítils. virði a hafa
fengið að verða samferða slíkum
mannkostamanni, sem var ávallt
reiðubúinn, sama hvort var heima
eða heiman. Þar voru þau hjón
Ásta og Erlendur samstíga í hug-
sjóninni og skátahreyfingunni.
Erlendur kvæntist hinn 14. júlí
árið 1934, sama árið og hann lauk
námi í húsgagnasmíði, Ástu Þor-
grímsdóttur, mikilli mannkosta-
konu. Ásta var fædd hinn 3. febrú-
ar árið 1909 og lést hinn 1. maí
árið 1981. Ástaog Erlendur eignuð-
ust 3 mannvænlega syni. Jóhann
fæddan 17. maí árið 1940, flug-
virkja. Jóhann hefur dvalist mestan
hluta starfsferils síns í Banda-
ríkjunum og er nú búsettur í E1
Pasa í Texas. Hann er giftur þar-
lendri konu. Jóhann hefur eignast
3 börn, eina dóttur og son hér heima
í sínu fyrra hjónabandi og dóttur í
Bandaríkjunum. Næstelstur er Hös-
kuldur, fæddur 6. júlí árið 1943,
húsgagnasmiður, en hefur um ára-
bil starfað við Tollgæsluna í
Reykjavík. Hann er kvæntur Ástu
Kröjer og eiga þau 2 syni, Hilmar,
fæddan árið 1976 og Erlend, fædd-
an árið 1980, myndarpiltar báðir.
Yngstur var Kjartan, fæddur árið
1948, vélstjóri ókvæntur og barn-
laus. Kjartan stundaði að mestu
sitt fag til sjós. Hann drukknaði í
sjóslysi hér á sundunum hinn 28.
október árið 1983.
Þetta var góð fjölskylda og mikl-
ir vinir okkar allra. Heimili þeirra
endurspeglaði húsráðendur með
alla reglusemi og snyrtimennsku.
Það fór ekki framhjá neinum sem
þangað kom, að mikil rækt var Iögð
við skátastarfið. Það var fróðlegt
að heyra Erlend lýsa öllum þeim
minjagripum sem þau áttu og höfðu
svo fagurlega safnað saman og
endurbætt.
Eftir lát Ástu bjó Erlendur einn
í íbúð þeirra á Kleppsvegi 6. Ekki
var þó hægt að segja að hann væri
einn, því að einstök var sú um-
hyggja sem Höskuldur sýndi föður
sínum,_ og þá ekki síður eiginkona
hans Ásta, tengdadóttirin, sem allt
vildi fyrir hann gera til að létta
honum ævikvöldið. Með þeirra hjálp
og umhyggju gat hann til hinstu
stundar búið á því heimimli sem
Ásta eiginkona hans og hann höfðu
skapað svo fagurlega. Þar leið hon-
um best innan um minningar liðinna
ára.
Góður og vammlaus maður er
genginn. Við sem kynntumst hon-
um erum þekklát fyrir samfylgdina.
Innilegar samúðarkveðjur eru flutt-
ar aðstandendum öllum. Blessuð sé
minning Erlendar Jóhannssonar.
Hjalti Geir Kristjánsson
„Eidar kulna, allt er hljótt,
eymir þó í glóðum,
er sem steymi ylur frá
öllum vinum góðum.“
sem birtist í bókinni. Henni verður
dreift til allra stúdenta HÍ, auk
þess sem hún verður seld á al-
mennum markaði. Utgáfudagur
bókarinnar er 1. febrúar 1991, en
þá munu úrslit verða kynnt. Skila-
frestur • i - samkeppninni er til 1.
Ævidegi Ella er lokið, en ávallt
mun í huga gamalla skáta, sem
minnast hans, hljóma þessi gamla
skátavísa. Það er staðreynd, að eld-
ar okkar kulna, það verður hljótt í
kringum okkur, það fýkur í sporin
okkar, en skátaylurinn er samur
við sig. Hann hittir fyrir gömlu vin-
ina, skátaylurinn frá gömlu glóðinni
hittir í mark og umlykur gömlu vin-
ina.
Erlendur og Ásta, ætíð kölluð
Ásta og Elli, voru fyrstu skátarnir,
sem ég kynntist í Reykjavík. Það
var árið 1936, en á næsta ári eru
10 _ár síðan Ásta lést.
Ég komst fljótt að raun um, að
þeirra skátanöfn og skátaferill voru
ekki bara orðin tóm. Þar var hug-
sjón á bak við, þetta var þeirra
hjartans mál, kjarni hins daglega
lífs.
Það komu oft skátavinir á heim-
íli þeirra á kvöldin, og var þá mikið
rætt um skátamál — útilegur —
skátapróf — leit að týndu fólki —
blóðgjafir — þá var enginn blóð-
banki hér. Skátar fóru á sjúkrahús,
og blóð var gefið beint í blóðþegann.
Það var mikið rætt um að gefa
— leita — hjálpa — það lá eins og
rauður þráður í gegnum allt starfið.
Allt skátastarfið miðaði að því að
þroska sig, æfa sig svo hægt væri
að hjálpa bæði sjálfum sér og öðr-
um. Og útivistin stælti og örvaði —
alltaf gerðist eitthvað skemmtilegt,
oft var hlegið hjartanlega. Já,
skátalífið var dýrlegt líf. Ásta og
Elli voru miklir skátar og kröfu-
hörð, þar var ekki hægt að kasta
höndunum til neins í skátastarfi —
heilt og strangheiðarlegt skyldi það
vera.
Þau áttu bæði erfitt með að til-
einka sér breytingar með nýjum
viðhorfum og nýjum siðum, enda
var Elli búinn að draga sig í hlé á
margan hátt, en skátakjarnann átti
hann óspilltan, hann var alltaf sami
gamli, góði skátinn. Hann lifði fyr-
ir litlu vinina sína, eins og hann
sagði, og ljómaði allur, þegar hann
talaði um þá sonarsynina sína.
Og nú er Elli kominn heim. Um
ókomin ár, eða á meðan við vinir
hans dveljum héma megin grafar,
mun ylur vináttu hans streyma til
okkar, og minna okkur á skáta-
heitið. Slík er skátavináttan.
Við sem ennþá erum hér, þökkum
honum samfylgdina, og allar góðar
stundir, og allt hið góða, sem honum
auðnaðist að fá gert á skátaferli
sínum. Hann gekk ætíð heilshugar
til starfa, hvort sem það var að leið-
beina ungum skátum að huga að
skátaferli sínum eða að negla fyrir
glugga, þar sem rúða hafði brotn-
að. Allt skyldi vera vel gert og til
sóma. Við skátavinir óskum Ella
góðrar heimkomu og þökkum hon-
um árin, sem við áttum samleið.
Ástvinum hans vottum við innilega
samúð.
Með skátakveðju,
Hrefna Tynes.
Ekki tjóar að deila við skapanorn-
ir, þótt æskufélagi og vinur kveðji
þá orðið er kvöldsætt.
Árið 1907 fluttust hjónin Anna
Sigurðardóttir og Jóhann Erlends-
son til Stykkishólms og þá frá Ól-
afsvík, þar sem þau höfðu búið frá
því fyrir aldamót, en áður í Dal í
Miklaholtshreppi, — bæði voru þau
snæfellskra ætta.
Anna var dóttir Oddfríðar Jóns-
dóttur og Sigurðar Jónssonar, bú-
enda á Kálfárvöllum í Staðarsveit.
desember. Handritum ber að skila
til skrifstofu SHÍ í lokuðu umslagi
merktu dulnefni, en nafn og heim-
ilisfang skal fylgja með í lokuðu
ógegnsæju umslagi merktu sama
dulnefni og handrit.
Dómnefnd í ljóðasamkeppni
SHÍ skipa Matthías Johannessen,
ritstjóri og rithöfundur, Sigurður
Pálsson, rithöfundur og háskóla-
kennari og Steinunn Sigurðardótt-
ir. rithöfundur. ......
Sæmundur á Elliða, faðir Jóhanns
læknis og þeirra systkina, var bróð-
ir Önnu. Oddfríður ólst upp hjá
prestshjónunum á Helgafelli, séra
Jóni Guðmundssyni og Önnu Guð-
mundsdóttur. Eftir að hún missti
Sigurð bónda sinn giftist hún Jóni
Árnasyni borgara í Ólafsvík, og
með þeim var Anna uns hún flutt-
ist að Miðhrauni í Miklaholts-
hreppi, en þar var hún í tíu ár.
Föðurforeldrar Önnu voru Jón Sig-
urðsson, hreppstjóri á Hólkoti í
Staðarsveit, og kona hans Vigdís
Jónsdóttir.
Jóhann var einnig sunnanijalls-
maður, sonur Erlendar Jónssonar
og Ingibjargar Hreggviðsdóttur,
búenda á Fáskrúðarbakka. En Jó-
hann fór ungur í fóstur að Mið-
hrauni til hjónanna Þóru Þórðar-
dóttur og Þórðar Hreggviðssonar.
Frá Miðhrauni giftust þau fóstur-
systkinin, Anna og Jóhann, og byij-
uðu búskap í Dal.
Þegar þau settust að í Stykkis-
hólmi höfðu þau eignast sex börn,
fimm syni og eina dóttur, en þar
auðnaðist þeim einn sonur í viðbót,
en það var Erlendur, sem kvaddur
er í dag. Anna og Jóhann voru ötul
og vel samhent við að sjá barnahóp
sínum farborða, en með láti Erlend-
ar er hann allur genginn. Öll voru
þau systkini myndar- og dugandis-
fólk við margvísleg störf. Jóhann
hafði lært söðlasmíði og stundaði
þá iðn í Stykkishólmi, ásamt smá-
verslun nokkurn tíma, jafnframt því
sem hann hafði ávallt nokkrar
skepnur. Miðað við það algenga í
Hólminum framan af öldinni mátti
telja, að Anna og Jóhann kæmust
vel af.
Bræðurnir Torfi og Erlendur
urðu æskufélagar mínir, þótt ég
væri þeim nokkru yngri. Óg eftir
að við vorum allir fluttir suður slitn-
aði ekki samband okkar nema síður
væri. Við Erlendur áttum eftir að
vera í sambýli í fjögur ár ókvæntir,
svo að kynni mín af honum urðu
náin. Fór allar stundir vel á með
okkur, enda var hann stakur reglu-
maður, jafnlyndur og háttprúður í
öllu viðmóti og vildi í engu láta
standa upp á sig, þar sem hann kom
nærri.
Erlendur hafði flust til Reykja-
víkur 1928 og tók þá að nema hús-
gagnasmíði, en það var í úthall al-
þingishátíðarsumars 1930 að við
urðum sambýlismenn. Hann hafði
skamman tíma verið í Reykjavík
þegar hann gerðist skáti og hélt
óslitinni tryggð við þann félagsskap
til hinstu'stundar. Meðal stofnenda
Kvenskátafélags Reykjavíkur var
Ásta Þorgrímsdóttir. Með henni og
Erlendi tókust kynni og hrökk brátt
sem af tinnu neisti á milli þeirra
og varð af varðeldur, sem entist
lengi og vel. Ásta var Reykjavíkur-
barn á líkum aldri og Erlendur,
dóttir Sigurbjargar Illugadóttur og
Þorgríms Jónssonar, er lengi
bjuggu á Laugavegi 151. Ásta hafði
verið í Kvennaskólanum, lærði
síðan hatta- og skermagerð og
starfaði við á iðn þangað til Erlend-
ur og hún settu saman bú um mitt
sumar 1934. Hann hafði þá nýverið
Iokið sveinsprófi í sinni iðn hjá Þor-
steini Sigurðssyni á Grettisgötu 13,
sem hann sagði strangan kennara,
en valinn húsbónda og raungóðan
mann.
Ásta-ogKrlendur byijuðu búskap
(J.O.J.)
Stúdentaráð HÍ:
Efnt til ljóðasamkeppni nemenda
STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands hefur efnt til ljóöasamkeppni
meðal nemenda Háskólans, og hafa allir nemendur sem skráðir
"eru í HÍ rétt til þátttöku. Verðlaun verða veitt fyrir besta ljóðið
að mati dómnefndar, en jafnframt mun dómnefndin velja að
minnsta kosti tuttugu önnur ljóð, sem SHI áskilur sér rétt til að
birta í bók sem gefin verður út í tengslum við samkeppnina
á Öldugötu 16 og bjuggu þar í 12
ár. Hjá þeim var lengi eftirsóknar-
verður griðastaður ungs fólks, sem
allt var skátar, að mér undanskild-
um. Góðgerðir voru ekki skornar
við nögl. Margt var sér til gamans
gert, en á öllu var skátabragur.
Húsbændurnir voru motor primus
þessara gestaboða, en minningar
frá þeim orna vafalaust fleirum en
mér, þótt langt sé_ Um liðið.
Vináttan við Ástu og Erlend
depraðist ekki, þótt leiðir skildu,
því að ætíð voru gagnvegir milli
þeirra og okkar Helgu. Þau fýlgd-
ust því vel með okkur og við með
þeim, svo að segja mátti að það sem
andstætt var kærili við okkur öll
og jafnframt hið gagnstæða, eða
þegar hyllti undir gleðigjafa í
amstrinu. Meðal eftirtektarverðra
eiginda Ástu og Erlendar var
hversu vel þeim var ótamt að láta
andstreymi smækka sig.
Erlendur stundaði ætíð hús-
gagnasmíði eftir að hafa lokið námi
í þeirri grein og þótti hafa völundar-
hæfni, enda sá á, að honum var
ekki í kot vísað með störf, því að
hann iðjaði nær því alla ævi á sama
stað, eða hjá hinu kunna fyrirtæki
Kristjáns Sigurgeirssonar. Hann
kvað oft fast að orði, hversu kærir
honum væru húsbændurnir, og hef-
ur það vafalaust verið á báða bóga.
Ásta og Erlendur eignuðust þijá
syni. Eistur er Jóhann flugvéla-
virki, búsettur í Bandaríkjunum
með sambýliskonu sinni, Corinne
M. Van, Berg. Böm hans eru þijú,
tvö hérlendis, en eitt vestra. Hös-
kuldur er annar sonurinn, lærður
húsgagnasmiður, en vinnur hjá toll-
stjóraembættinu. Kona hans er
Ásta Kröyer og eiga þau tvo syni.
Yngsti sonur Astu og Erlendar var
Kjartan, lærður frá Vélskóla Is-
lands, og var lengi á skipum Eim-
skipafélagsins, en síðast á skipinu
Sandéy, og með því fórst hann á
sundunum í nánd við Reykjavík 28.
október 1983.
Ásta og Erlendur sýndu best
hvert manntak var í þeim, þá er
þau þurftu samtímis að lúta bilaðri
heilsu. Ásta veiktist 1975, eftir að
hafa unnið nokkur ár hjá Ríkisút-
gáfu námsbóka. Þrautagöngu
hennarlinnti ekkifyrren 1981, hún
lést þá 1. maí. Erlendur veiktist
1973, þá 65 ára, og var óvinnufær
upp frá því. Honum var ótamt að
fást um mikla raun, enda þolgóður
og bjartsýnn að eðlisfari.
Þá er fundum okkar bar saman
duldist ekki að honum var hugleik-
ið að riíja upp minningar frá æsku-
stöðvunum og reyndar einnig frá
veru sinni hér .syðra, er þá í senn
tengdust mönnum sem atvikum.
Jafnan þegar við Erlendur hittumst
var honum efst í huga þakklæti til
Höskuldar, konu hans og drengj-
anna fyrir elskusemi við sig seint
og snemma. Nærgætni úr þeirri átt
fór ekki fram hjá mér né öðrum sem
til þekktu.
Samfylgd sem varað hefur í rösk
70 ár er lokið, en margt er það sem
þá Ieitar eins og óboðið utan af
jaðarsvæðum vitundarinnar og
minnir á, að fátt er mætar en ævi-
löng óbrigðul, þelhlý vinátta. Slík
gjöf er meira en þakkarverð í hörð-
um heimi.
Lúðvík Kristjánsson
Erlendar Jóhannssonar verður
ávallt minnst hjá Skátafélagi
Hraunbúa í Hafnarfirði með mikilli
virðingu og þökk. Þegar skátafélag-
ið var endurreist eftir allmikla lægð
árið 1937 var það einmitt Erlendur
sem þá tók við félaginu. Skátaferill
hans hófst 1929 og Hraunbúar
nutu góðs af reynslu hans og mann-
kostum þegar hann tók við stjórnar-
taumum í félaginu. í apríl sl. birtist
viðtal við Erlend í blaði félagsins,
Hraunbúanum. Þar rifjar Erlendur
upp þann tíma sem hann starfaði
með hafnfirskum skátum. „Við vor-
um ekki margir i þá daga en ég
lagði kapp á að hjálpa þessum
drengjum að verða eins fullkomnir
skátar og frekast var unnt. Við
reyndum að starfa eins vel og við
gátum og drengirnir voru afskap-
lega duglegir." í viðtalinu kemur
víða fram viðhorf hans til æskunnar
og trú hans á mikilvægi skáta-
starfsins til þess að koma unglingn-
um til nokkurs þroska. Hann minnir