Morgunblaðið - 06.11.1990, Síða 44

Morgunblaðið - 06.11.1990, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990 MargrétH. Steindórs- dóttir - Minning Fædd 6. september 1900 Dáin 28. október 1990 Dagur hefur liðið að kvöldi. í dag er er elskuleg amma okkar, Margr- ét Steindórsdóttir, lögð til hinstu hvíldar. Hún kvaddi þennan heim um leið og sumarið. Við viljum gjarnan senda henni okkar lokakveðju, þó að sjálfsögðu verði hún í huga okkar um ókomna framtíð. Við minnumst Margrétar ömmu frá því við vorum strákpattar á erf- iðum aldri á Hólavallagötu. Hún þurfti oft í mörg horn að Iíta er við dvöldum hjá henni um langa eða skamma hríð. Alltaf var hún tilbúin að skerast í leikinn ef í harðbakka sló og gerði hún það á sinn rólega en ákveðna hátt. Það var oft glatt á hjalla hjá ömmu og afa þegar öll bamabörnin voru samankomin þar og voru þau mörg á svo líkum aldri. Aldrei æðr- aðist amma þó og óskaði frekar eftir nærveru barnabamanna sinna en hitt. Við minnumst ömmu sem mann- eskju sem raunverulega lét sig aðra skipta og alltaf hefur okkur fundist gagnlegt að leita í smiðju hennar um ráð við lífsins vandamálum. Amma var svo raunsæ og sá hlut- ina á sinn rétta hátt. Hún náði með sinni ótrúlegu þrautseigju níræðisaldri rétt fyrir tveimur mánuðum og var svo ótrú- lega hress og falleg og þánnig munum við minnast hennar. Megi hún hvíla í friði. í Jesú nafni ég vil sofa, Jesú vakir nú hjá mér, önd mín Jesú æ þig lofar, allt mitt Jesú fel ég þér. Axel Björnsson, Karl D. Björnsson og fjölskyldur þeirra. Margrét Steindórsdóttir er látin í hárri elli. Dauði hennar kom eng- um að óvömm, en þó bregður okk- ur flestum jafnan við, þegar ástvin- ir hverfa, því þannig erum við minnt á það að öllum er okkur búin hvíld á sama næturstað. Á slíkum stund- um er mönnum tamt að rifja upp samfylgd á liðnum dögum. Ég kynntist henni fyrir um það bil tólf árum, eftir að ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir dótt- urdóttur hennar, Ingveldi. Þau kynni urðu svo enn meiri, þegar við hófum bústang okkar í risinu fyrir ofan íbúðina hennar og góð að sama skapi. Margrét fæddist á Siglufirði sjötta september árið 1990. For- eldrar hennar voru þau sæmdar- hjónin, Steindór Jóhannesson kenn- ari og kaupmaður og Guðrún Páls- dóttir húsfreyja. í stórum og sam- heldnum systkinahópi átti hún yridi sitt og hamingju. Þeir sælu dagar þegar heiðríkja bernskunnar varp- Blómastofa Friöfinns Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- elnnig um helgar. Skreytingar við ölttiiefni. Gjafavörur. aði ljóma á heiminn voru henni afar kærir enda minntist hún þeirra með sérstakri hlýju. Hún var gædd ein- stakri frásagnargáfu og vakti oft liðinn tíma til lífs, er hún dró upp myndir af mönnum og atburðum frá því hún dvaldi í föðurgarði. Tæplega tvítug hleypti hún heim- draganum og fór að reyna fyrir sér á eigin spýtur í höfuðstaðnum. Hún vann í fyrstu við afgreiðslu í brauð- gerðarhúsi en hóf svo störf við ís- landsbanka hinn eldri og síðar Ut- vegsbankann. Þar hófust kynni hennar af ungum og glæsilegum bankafulltrúa, Axeli Böðvarssyni. Þau gengu í hjónaband og deildu kjörum í hálfa öld eða allt þar til hann andaðist á 85. aldursári 1975. Með eljusemi og ærinni fyrirhöfn tókst þeim að búa sér og börnunum sínum tveimur, Erlu, f. 19. apríl 1924, d. 25. ágúst 1985, og Þor- valdi Birni, f. 6. apríl 1930, d. 4. maí 1982, fallegt heimili á Hóla- vallagötu 5. Þar bjuggu þau sín manndómsár og þar var þeirra skjól í ellinni allt til endadægurs. Margrét hafði lengstum ærinn starfa, því auk þess að sinna verk- um sínum í bankanum af einstakri kostgæfni, hélt hún rausnarlegt heimili og var þar oft gestkvæmt, því þau hjón voru bæði frændrækin og vinamörg; enn jókst svo amstur Margrétar þegar barnabörnin tóku að tínast í heiminn, enda áttu þau víst athvarf í skjóli hennar. Vitan- lega þurfti röggsemi við í öllum þessum önnum ög hæfilegan aga á svo mannmörgu heimili og þá kom oft til hennar kasta. Flest barna- börnin dvöldu hjá henni um langa hríð eða skamma og sonarson sinn, Böðvar, fóstraði hún frá því að hann var hvítvoðungur í vöggu. Ekkert var henni kærara en bömin, enda áttu þau trúnað' hennar og ást. Hún var sjálf barn í hjarta sínu, einlæg og viðkvæm og barnatrú sinni hélt hún hvað sem bar að höndum. Hún hafði mörgu að miðla börnunum, meðan þau voru að stíga fyrstu skrefín inn í síunga veröld, og sá fararbeini hefur orðið þeim æði dijúgur. En hún sleppti ekki af þeim sjónum, þótt þau yxu úr grasi heldur fylgdist grannt með niðjum sínum öllum. Gladdist með þeiní á góðum stundum, styrkti þá og huggaði í armæðu og sorgum og reyndist þeim í öllum hlutum hollráð og raungóð. Þannig verður hún ævinlega í mínum huga fyrst og fremst hin trausta og mi.lda ættmóðir sem allar stundir var vak- in og sofin yfir velferð afkomend- anna. Oft sat ég á skrafí við Margréti í dagstofunni hennar og naut þess er hún minntist liðinna stunda. Þá léku stundum síðustu glæður kvöld- sólarinnar, sem var að hverfa bak við Kristkirkjuna, í gömlu andlitinu og hárinu þykku og gráu. Þær stundir voru seiðmagnaðar. Hún var stálminnug og margfróð um menn og nmálefni, hafði enda Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI48. SlMI 76677 margt séð og margt reynt á langri og viðburðaríkri ævi. Það mátti einu gilda hversu harmrænt eða drunga- legt umræðuefnið var í upphafí, alltaf tókst henni að sveigja talið að hinu spaugilega og gleðilega í tilverunni, því hún var svo glaðsinna og bjartsýn að eðlisfari að hún ent- ist illa til að sökkva sér niður í bölsýni og þunglyndi. Lífíð í allri sinni margbrotnu dýrð var henni meira virði en svo að hún tímdi að sóa því í barlóm og harmakvein. Hún þráði birtu, yl og gleði. Hún gladdist í einlægni ef henni lánaðist að gleðja aðra og það var oft. Ég minnist þess hversu áhugasöm og spennt hún var, þegar hún var að ráðgera hvað gefa ætti barnabörn- unum eða börnum þeirra á afmæli þeirra eða jólum. Gestum sínum veitti hún af rausn og lagði sig í framkróka við að gera þeim til hæfís og fóru engir soltnir frá henn- ar borðum. Hún hafðr mikið yndi af að hlýða á fagra tónlist, lék raun- ar sjálf á slaghörpu og oft mun söngurinn hafa ómað á heimilinu á árum áður. Þá hafði hún unun af skáldskap, einkum ljóðum róm- antisku skáldanna, enda áttu þau hjónin gott safn bóka. Hún átti þá fijóu lífsnautn sem er eilíf upp- spretta kyrrlátrar gleði og henni deildi hún óspart með öðrum. En vitaskuld kynntist Margrét einnig dauðanum og sorginni á sinni löngu vegferð. Á unga aldri missti hún elskulegar systur sínar tvær, síðar foreldra og eiginmann og í ellinni mátti hún þola þann sára harm að missa börnin sín bæði, sem voru henni svo hjartfólgin. En þrátt fyrir þetta mótlæti lét hún ekki bugast, sveigði að vísu af um stund, en rétti ævinlega við á ný, því trúin var hennar trausta kjölfesta í ólgu- sjó lífsins og vonin sú leiðarstjarna sem aldrei brást. Hún óttaðist ekki dauðann því hún vissi að dauðinn var nýtt upphaf en ekki endalok alls. Samt sem áður barðist hún af öllu afli gegn dauðanum, því lífið var henni kært. Enda þótt heilsu hennar hrakaði ört hin síðari miss- eri var hugsun hennar skýr, viljinn óbugaður og lífslöngunin alltaf jafn sterk. En enginn ræður sínu skapa- dægri og aðfaranótt 28. október beið hún lægri hlut fyrir ofurefli dauðans, hlaut hægt andlát í svefni. En þótt hún sé horfín á braut lifír hún áfram með afkomendum sínum, því allar þær gjafír sem hún veitti þeim af örlæti hjartans geyma þeir með sér og ávaxta áfram kyn- slóð af kynslóð. Góð vinkona er kært kvödd. Ársæll Friðriksson Tengdamóðir min, Margrét Helga Steindórsdóttir, eins og hún hét fullu nafni, til heimilis á Hola- vallagötu 5, Reykjavík, andaðist á öldrunarlækningadeild Landspítal- ans í Hátúni 10B, aðfaranótt 28. október sl., eftir alllanga líkamlega vanheilsu, rúmlega 90 ára að aldri. — Langar mig hér að minnast þess- arar góðu konu með nokkrum orð- um, nú að leiðarlokum, því um hana á ég ótalmargar minningar og allar góðar frá meira en 40 ára kynnum okkar, sem hófust, þegar ég kynnt- ist og kvæntist síðan Erlu dóttur hennar. Má segja að upp frá því hafí ég nálega verið sem heimilis- maður á heimili hennar og manns hennar, Axels Böðvárssonar, enda bjuggum við Erla fyrstu búskaparár okkar á því heimili og síðar varð Hólavallagata 5, hjá ömmu og afa, sem annað heimili bama okkar, þegar þau uxu úr grasi. — Allt þetta og ótalmargt fleira kemur upp í hugann nú þegar Margrét er kvödd. Margrét Helga Steindórsdóttir, eins og hún hét fullu nafni, eins og áður er getið, fæddist 6. sept- ember 1900 á Siglufirði, en þar bjuggu foreldrar hennar þá, þau Steindór Jóhannesson, ættaður úr Þingeyjarsýslu og Guðrún Pálsdótt- ir, ættuð úr Skagafírði, fyrstu ævi- ár hennar. Á bamsaldri fluttist hún með foreldrum sínum til Sauðár- króks þar sem faðir hennar stund- aði kennslustörf um nokkurra ár skeið, en síðar lá leið fjölskyldunnar til Vopnafjarðar, þar sem Margrét ólst upp til tvítugsaldurs með systk- inum sínum (þremur systrum og þremur bræðmm). Á Vonafirði stundaði faðir hennar verzlunar- störf meðan hann bjó þar með fjöl- skyldu sinni. — Stuttu fyrir 1920 fluttist svo Margrét til Reykjavíkgr þar sem hún vann fyrst við af- greiðslustörf í Bernhöftsbakaríi í Bankastræti, en 1. janúar 1920 réðst hún síðan til Islandsbanka, síðar Útvegsbanka íslands, en þar starfaði hún í meira en 30 ár, eða til ársins 1953 að hún lét af störf- um. Á löngum starfsferli sínum í bankanum aflaði hún sér trausts og virðingar, bæði yfirboðara sinna, annars samstarfsfólks og viðskipta- vina, sem mátu mikils lipurð henn- ar, hæfni við störf sín og kannske síðast en ekki síst hlýlegt viðmót hennar, jafnt við háa sem lága. Oft ræddi Margrét, sérstaklega á efri árum sínum, um störf sín í bankan- um við þann sem þetta ritar, sýni- lega af ánægju og upprifjunargleði, enda var minni hennar til hins síðasta óskert og traust. Af yfirboð- urum sínum mat hún mest Eggert Claessen, bankastjóra, fyrir heiðar- leika hans og réttlætiskennd í garð starfsfólks og viðskiptavina. Mun hún einnig í störfum sínum hafa aflað sér trausts hans og trúnaðar. Við upphaf starfsferils síns í Is- landsbanka var þar fyrir við störf sem bankaritari ungur maður, Axel Böðvarsson frá Akranesi, sonur Böðvars Þorvaldssonar kaupmanns þar og konu hans, Helgu Guð- brandsdóttur. Felldu þau hugi sam- an og giftust síðar. Varð þeim tveggja barna auðið, þeirra Erlu, húsfrúar, konu þess er þetta ritar, f. 1924, og Þorvaldar Bjöms, mat- reiðslumanns, f. 1930. — Þrátt fyr- ir að Margrét heitin ynni áratugum saman fullan vinnudag utan heimil- is hélt hún heimili þeirra Axels með rausn og myndarskap, þar sem gestkvæmt var oft vina og vanda- manna. Bjuggu þau hjón fyrst í leiguíbúðum í vesturborg Reykjavíkur en árið 1936 fluttust þau í nýtt og glæsilegt hús á Hóla- vallagötu 5, sem þau hjón komu sér upp og áttu að hálfu. Þar bjuggu þau upp frá því til dauðadags beggja. — Þegar tímar liðu fram og börn þeirra Margrétar og Axels, Erla og Björn, höfðu fest ráð sitt og eignazt afkomendur fjölgaði oft mjög á heimili þeirra ömmu og afa á Hólavallagötunni, enda dvöldu bömin oft langtímum saman á heimilinu og var einn sonur Björns, Böðvar, raunar alinn upp þar í skjóli ömmu og afa. — Öll böm, sem nokkuð höfðu af Margréti að segja og nutu samvistar við hana, hænd- ust mjög að henni og þá þau mest, sem voru henni nákomnust. Kom þar margt til, svo sem hlýleiki henn- ar, blítt viðmót hennar gagnvart börnum og traust handleiðsla sem börnin fundu svo greinilega fyrir í návist ömmu Margrétar. Og með- hæfilegri ögun og innrætingu guðs- trúar og góðra siða, sem og fyrir- bænum, lagði hún blóm á veg þeirra bama sem umgengust hana mest. Margrét var á sínum yngri árum og lengi fram eftir ævi fríð kona sýnum, í lægra meðallagi og nokkuð hnellin, þegar aldur færðist yfir, en bar sig vel meðan líkamskraftar hennar voru óskertir. Hún var hlý í viðmóti, svo sem áður getur, mannblendin í eðli sínu og skemmti- leg í viðræðu. Fróð var hún og minnug á það,.sem á daga hennar hafði drifíð á langri ævi. Hún hafði frábærlega gott hjartalag og gjafmildi hennar voru lítil takmörk sett. Sást hún stundum í gæzku sinni og gjafmildi lítt fyrir um eigin hag, þegar því var að skipta. Síðasti áratugurinn sem Margrét 1 ifði varð henni að mörgu leyti þungur í skauti vegna ástvinamissis og all-hratt hnignandi heilsu. Mann sinn, Axel, hafði hún misst á árinu 1975, og var hann þá að vísu orð- inn aldraður maður, (f. 1890). Einkason sinn, Þorvald Björn, missti hún vorið 1982, þá enn á bezta aldri. Varð það henni þungt áfall, þótt hún léti ekki mikið á því bera, en tók því sem að höndum bar með jafnaðargeði og æðruleysi. Einkadóttir hennar, Erla, lézt sumarið 1985, langt um aldur fram. Bar Margrét enn sem fyrr harm sinn í hljóði, þótt hún syrgði dóttur sína mjög. — Hafði hún þá á rúm- lega 10 árum misst mann sinn og börn sín bæði. Ekki varð þó séð, að hún bugaðist andlega af þessum áföllum og mun hún hafa sótt styrk sinn í einlæga trú sína á hand- leiðslu Guðs og von sína og raunar vissu um endurfundi við horfna ástvini sem hún unni. En jafnhliða þessu tók nú líkamlegt þrek Mar- grétar heitinnar mjög að dvína og varð ekki lát á því unz yfír lauk. Ekki hefí ég trú á því, því mið- ur, að ég geti fundið tengdamóður minni, Margréti H. Steindórsdóttur, sem ég mat svo mikils, verðuga grafskrift, né fundið orðum mínum réttan búning, nú á þessari stundu þegar hún er kvödd. Ég vil þó að lokum taka mér í munn svipuð orð og merkur maður lét falla fyrir nær þúsund árum um annan merkan mann, vin sinn og velgjörðarmann, — að þá kæmi mér hún jafnan í hug er ég heyrði góðr§.r konu getið. Fari hún svo vel á Guðs síns fund. Hafí hún hjartans þökk mína og minna fyrir allt og allt. Einar Ingimundarson Mig langar í örfáum orðum að minnast móðursystur minnar, Margrétar Steindórsdóttur, sem fædd var 6. september árið 1900, en hún lést 28. október síðastliðinn. Útför hennar fer fram í dag, ná- kvæmlega tveimur mánuðum eftir níræðisafmælið. Okkur, sem voru með henni þann dag, verður minnis- stætt hve glöð og ánægð hún var þá, þótt sjuk væri. Sérstaklega gladdi það hana a sjá fyrrum sam- starfsmenn sína úr Útvegsbanka íslands. Við fráfall hennar hrannast upp endurminningar. Ein er sú bernsku- minning, sem tengist komu strand- ferðaskipsins Súðarinnar til Seyðis- fjarðar rétt fyrir jólin, en þá var von á jólapakka til okkar systkin- anna frá Möggu frænku, eins og við ætíð kölluðum hana. Aldrei brást þetta, en þannig var hún frænka mín alla tíð bæði hjálpsöm og greiðvikin. Haustið 1940 kom ég á heimili hennar og bjó þar til ársins 1950 er ég stofnaði mitt eigið heimili. Margs er að minnast frá þessum árum og þá fyrst og fremst allrar þeirrar góðvildar og umhyggjusemi sem hún sýndi mér öll þessi ár. Margrét frænka mín var mikil hannyrðakona og eftir hana liggja margir fallegir munir, enda hafði hún það ætíð á orði að vanda skyidi hvert verk því ekki væri spurt hve langan tíma það hefi tekið heldur hver hefði unnið það. Þá minnist ég þess, að hún átti það til að setj- ast við píanóið sitt og fannst mér, unglingnum, hún hafa mikla unun af því að spila. Álla tíð vann hún utan heimilis, en hóf störf í íslandsbanka, síðar Útvegsbanka, 1. janúar 1920. Þar vann einnig Axel, maður hennar, sem látinn er fyrir allmörgum árum, en þau voru samhent og samstillt í lífi og starfi. Þau eignuðust tvö

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.