Morgunblaðið - 06.11.1990, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990
45
börn, Erlu og Þorvald Björn, sem
bæði eru látin, langt um aldur fram.
Við Erla vorum, fyrir utan að vera
náfrænkur, bestu vinkonur og átt-
um margar skemmtilegar og
ógleymanlegar stundir saman á
okkar yngri árum.
Að leiðarlokum er mér bæði skylt
og ljúft að þakka Margréti, móður-
systur minni, fyrir allt það sem hún
var mér og minni fjölskyldu.
Blessuð sé minning hennar.
Eva
í dag kveð ég elskulega ömmu
mína hinstu kveðju, en hún lést 28.
október sl., þá nýlega orðin níræð
að aldri. Þó að aldurinn hafi verið
orðinn hár og kraftar þrotnir, var
hugsunin skýr til hinstu stundar.
Sjálfsagt hefur amma mín blessun-
in verið hvfldinni fegin, þó að ein-
stök þrautseigja og sterk lífslöngun,
allt fram til síðustu vikna, hafi
ætíð gert henni kleift að sigrast á
veikindum, sem að mati okkar
hinna var varla mögulegt. Síðustu
3 árin sem amma lifði dvaldi hún
langdvölum á sjúkrahúsum vegna
versnandi hjartasjúkdóms. Er stund
gafst mili stríða komst hún heim
til sín, en þar þráði hún að fá að
vera í lengstu lög. í byrjun ágúst-
mánaðar síðastliðins fékk hún
hjartaáfall og átti ekki afturkvæmt
af sjúkrahúsi eftir það. Um sama
leyti fór sjóninni að hraka það mik-
ið, að hún hætti að geta lesið sér
til dægrastyttingar. Þá var mikið
frá henni tekið, því amma hafði
alla tíð mikla ánægju af lestri góðra
bóka.
Amma varð fyrir þeirri þungu
raun að missa bæði börnin sín, með
fárra ára millibili, en þau létust
bæði á besta aldri. Sjálf var amma
þá orðin öldruð og heilsulítil.
Eflaust hefði mörgum í hennar
sporum orðið um megn að rísa und-
ir slíku álagi. En það var ekki að
hennar skapi að gefast upp. Hún
æðraðist ekki, en bar harm sinn í
hljóði. Hún var sannkölluð hetja.
Henni fannst, að þrátt fyrir allt,
hefði hún svo margt að lifa fyrir,
og átti þar við okkur barnabörnin
sín og barnabarnabörn. Enda
reyndist hún okkur öllum ávallt
góð, og bar velferð okkar mjög fyr-
ir bijósti.
Margar af mínum bestu minning-
um frá bernskunni eru tengdar afa
og ömmu á Hólavallagötu 5. En
hjá þeim bjó ég um árabil, að vetr-
um, við gott atlæti. Frá þessum
árum eru minningarnar einstaklega
hlýjar. Ég mun alltaf minnast afa
og ömmu með þakklæti fyrir þá
umhyggju, hlýju og góðvild sem þau
sýndu mér þá, og á meðan þau
lifðu. Oft var mannmargt á heimili
þeirra hér áður fyrr, og í mörgu
að snúast hjá ömmu. Þá hafði hún
það fyrir sið að fara á fætur fyrir
allar aldir, en gekk þó alltaf síðust
til náða. Amma var myndarleg hús-
móðir, og átti afar fallegt heimili.
Þar var hver hlutur valinn af mik-
illi smekkvísi hennar. Oft var gest-
kvæmt hjá henni, enda var hún alla
tíð höfðingi heim að sækja, og öllum
leið vel í návist hennar. Hún var
vinamörg og ræktarsöm við vini
sína. Eitt var það í fari ömmu, sem
ég dáði öðru fremur. Það var henn-
ar létta Iundarfar. Hún virtist alltaf
geta verið í góðu skapi, sama hvað
á gekk. Og sannarlega gerði þessi
eftirsóknarverði eiginleiki, sem
fáum er gefinn, henni lífið léttbær-
ara, þegar á móti blés.
Ég minnist ömmu einnig frá
fýrstu búskaparárum okkar hjóna,
þegar við bjuggum ásamt lítilli dótt-
ur okkar í sama húsi og afi og
amma. Þá var gott að geta leitað
ráða hjá ömmu varðandi barnaupp-
eldið, matseldina og raunar hvað-
eina. Því hún var ráðagóð og alltaf
reiðubúin að aðstoða, ef með þurfti.
Ósjaldan gætti hún nöfnu sinnar
fyrir okkur, og taldi það síður en
svo eftir sér. Af hennar hálfu var
slíkt alltaf sjálfsagt. Fómfýsi henn-
ar og umhyggjan fyrir okkur var
einstök. Á þessum árum mynduðust
óijúfanleg og gagnkvæm tengsl
væntumþykju milli þeirra nafnanna.
Við hjónin og börnin okkar eigum
einnig ógleymanlegar minningar
frá heimsóknum ömmu hingað á
Norðurvanginn. Hún var hér alltaf
aufúsugestur og mikið tilhiökkun-
arefni hjá okkur að fá hana í heim-
sókn. Börnin nutu þess vel að vera
í návist lángömmu sinnar. Þau
fundu svo vel hlýjuna og góðvild-
ina, sem alltaf einkenndi hana. Þá
gaf hún sér alltaf góðan tíma til
að ræða við þau, spila, lesa eða
syngja með þeim. í þessum heim-
sóknum var margt rætt og mikið
hlegið. Amma fylgdist vel með öllu,
sem var að gerast í kringum hana.
Hún hafði ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum, og gat ver-
ið föst fyrir ef því var að skipta.
Hún var gamansöm, og var fljót
að koma auga á það spaugilega í
tilverunni, og hló þá innilega sínum
dillandi hlátri. Arnma mín hafði
yndi af því að gleðja aðra með gjöf-
um, en vildi sjaldnast þiggja neitt
sjálfri sér til handa. Við hjónin og
börnin okkar fengum svo sannar-
lega að njóta gjafmildi hennar. Hún
gaf okkur af rausn. En mest gaf
hún okkur þó af sjálfri sér.
Amma heimsótti okkur fyrir tæp-
lega mánuði, og var þá verulega
af henni dregið. Samt sem áður var
hún glöð í bragði, eins og endra-
nær. Hún lét ekki þverrandi krafta
aftra sér frá því að eiga með okkur
dagstund og spjalla við langömmu-
bömin sín. Heimsóknir elskulegrar
ömmu minnar verða ekki fleiri. Við
söknum hennar sárt, en yndislegar
minningar um hana, og sú fullvissa
okkar að henni líði nú vel, milda
söknuðinn. Amma var alla tíð trúuð
kona, og trúði á endurfundi ástvina
eftir dauðann. Ég efast ekki um,
að henni hefur orðið að trú sinni.
Við hjónin og börnin okkar kveðj-
um elsku ömmu mína með hjartans
þakklæti fyrir það sem hún var
okkur, og biðjum góðan guð að
varðveita sálu hennar.
Valdís
SPARIÐ - SETJIÐ SAMAN SJALF
B jöminn býður upp á gott og
íjölbreytt úrval efniviðar til
smíði á eldhús- og baðinnréttingum
og fataskápum.
Fagmenn okkar sníða efnið
eftir þínum þörfum.
Þú setur innréttinguna saman
sjálf(ur) og sparar þannig
peninga.
Komdu með þína hugmynd til
okkar - fagmenn aðstoða þig
við að útfæra hana.
BJORNINN
BORGARTÖNI28 S. 6215 66
AiÉC frév-eri ÓM«u<áás$
Vinningstölur laugardaginn
3. nóv. 1990
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 1 13.689.011
2. tStm 9 151.668
3. 4af 5 414 5.687
4. 3af 5 13.756 399
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
22.897.085 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
IMEFM
AðeinsMi w sekúndurheimshomaámilli
Þeir sem atvinnu sinnar vegna verða að senda bréf, graf ík
eða teikningu á milli staða komast vart lengur hjá því
ítrS nnta tolofaytaQlfi
Nú bjóðum við nýtt telef axtæki INFOTEC 6023
Öflugt, fallegt, einfalt í notkun og ódvrt
Þetta nýja tæki hefur yfirað ráða flestum
þeim kostum stóru tækjanna,
s.s. íslenskur texti á skjám tækjanna,
gráskala, 80 númera minni ofl. ofl.
- Verðið kemur þér á óvart.
Hafið samband við sölumenn okkar í síma 691500 - TÆKNIDEILD
ttmHv'
pega'
HeimilistæKi hf
Tæknideild. Sælúni 8 SÍMI69 15 00
sanotútguM'