Morgunblaðið - 06.11.1990, Side 46
MORGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990
46
Minning:
Birgir S. Bogason
framkvæmdastjóri
Fæddur 16. nóvember 1935
Dáinn 29. október 1990
„Hinn væni vinnumaður hefur
verið kallaður af velli heim, um
miðjan dag.“ Snögg umskipti verða
jafnan til þess að þeir sem eftir
standa fara að leita svara við spurn-
ingum svo stórum að ekki hæfir
nema þögnin.
Vald sköpunarverksins veitir og
tekur.
Okkar er að þiggja og þakka en
hér skilur eftir minningin um góðan
dreng. Hver góður dagur er sem
hleðsla í vegg, minningin óbrotgjörn
í hugsýn hins horfna. Tregi og eftir-
sjá mildast en tíminn breiðir blæju
huggunar á slóð þeirra, sem sorgin
hrjáir. Lýsi þeim ljósið og þoki frá
skýinu. Þessu reiðarslagi á miðjum
degi.
Birgir Sigmundur Bogason var
fæddur 16. nóvember 1935. Dauða
hans bar að á starfsdegi hér syðra.
Vísbending í þrautum fyrir bijósti
var meiri en svo að honum þótti
rétt að ganga á læknisfund áður
en héldi norður.
Vísbendingin reyndist fyrirboði
kallsins. Þetta var hinn 29. októ-
ber. Sólin var örlát því með fögrum
degi í vetrarbyijun lagði almættið
inn á reikning sinn. Sumarið hafði
reynst úrfellissamt.
Foreldrar Birgis eru Sigurlaug
Eggertsdóttir frá Nautabúi Jóns-
sonar Péturssonar frá Valadal.
Eggert stofnaði hrossaræktarbúið
á Kirkjubæ. Móðir Sigurlaugar var
Elín Sigmundsdóttir frá Vindheim-
um. Faðir Birgis var Bogi Sigurðs-
son frá Vestmannaeyjum. Hann lést
1980. Móðir Boga var Margrét Þor-
steinsdóttir frá Sámstöðum í
Fljótshlíð. Sigurður faðir Boga var
Ólafsson frá Gularáshjáleigu í
Landeyjum.
Sigurður og Margrét bjuggu all-
an sinn búskap í Vestmannaeyjum.
Sigurlaug og Bogi giftust þar. Börn
þeirra eru öll fædd í Eyjum. Bogi
var sýningarstjóri í Háskólabíói sem
áður var Tjarnarbíó.
Árið 1957 varð hjúskapur þeirra
Birgis og Svanhildar, kynni þeirra
þó eldri. Foreldrar hennar voru Jón
Gauti raffræðingur Jónatansson og
kona hans, Guðrún Kristjánsdóttir.
Þau hjón voru um tíma búsett á
ísafírði. Jón Gauti þá stöðvarstjóri
Rafmagnsveitunnar. Síðar bjuggu
þau í Kópavogi. Þar heitir Laufás.
Hann er látinn.
Systkini Birgis eru: Elín Jóhann-
esdóttir, gift, Páli Samúelssyni for-
stjóra, og albróðir hans, Eggert,
kvæntur Þórhildi Kristjánsdóttur.
Börn Svanhildar og Birgis eru: Sig-
rún Elín ritari í utanríkisráðuneyt-
inu, Kristján Einar kennari, sambýl-
iskona hans er Angela Berthold, Jón
Gauti bifvélavirki, sýningamaður í
Háskólabíói, Sigrún Ósk guðfræði-
nemi og Bögi Örn nemi. Elstur er
Albert sonur Birgis.
Þegar börnin komust á legg var
Birgir orðinn framkvæmdastjóri i
fyrirtækinu sem hann hafði unnið
hjá frá stofnun, Slátursamlagi
Skagafjarðar, og Svanhildur hóf
nám í Háskóla íslands. Stærðfræði-
deildarstúdentinn hafði.gert hlé á
námi sínu en vildi nú svipast um í
því húsi sem hún ung hafði fengið
lykil að.
Birgir Sigmundur Bogason var
maður rökrænn í hugsun. Honum
var gjarnt að láta hlutina ganga
upp. Komast að þeirri niðurstöðu
sem fengin er með réttum forsend-
um. Samvinnuskólamaðurinn bætti
við þekkingu sína og hófst upp i
starfinu að verðleikum.
Á krossgötum skilja leiðir. Þá
fyrst rifjast upp minningar úr sam-
verunni því áður voru hlutimir sjálf-
sagðir.
Tal okkar Birgis var jafnan utan
þeirra marka er viðmælendur fara
að ganga hart hvor að öðrum með
hlutskipti hins að umræðuefni. Þó
bar eðlilega það á góma er snerti
heimili hans. Raddblærinn einn
sagði hug Birgis því tónninn breytt-
ist og öllum mátti vera ljóst hvar
hann vildi draga skil milli góðra
vina funda og þess er var honum
heilagt.
Nokkmm sinnum áttum við Birg-
ir meinlaus viðskipti. Nær alltaf var
það sem verslað var með langt und-
an og ekki aðgengilegt til skoðun-
ar. Þetta var beggja gaman, en í
gildi haldið að orð urðu að standa
því hrekkur hlaut að koma niður á
þeim sem við hafði.
Alla umræðu um hesta og orð-
færið er að þeim laut sótti hann á
réttan stað, til Skagaijarðar.
Félagsmálamaður var Birgir á
sérstæðan hátt. Veg hestamannafé-
lags síns, Andvara, vildi hann sem
mestan. Var þar í stjóm, en hitt
vó þó meira að hann hélt uppi sér-
stæðri fjáröflun sem varð undir-
staða að góðu félagi og í fyrstu
hugsað sem lausn frá aðild að
stjórnun.
Hesthúsahverfið og samvistir við
hesta og hestafólk urðu hans
hlátraheimur. Sagt hefur verið að
gleðin sé nauðsynleg vegna sorgar-
innar.
Af viðkynningu og þessari vin-
áttu okkar, sem hvorugur lét beint
uppi en sló undirtóninn, þekkti ég
manninn BirgiBogason líklega ekki
fyrr en leiðarskil urðu.
Ungur gekk ég að stíflu sem við
bræður höfðum útbúið í bæjarlækn-
um. Vorleysingar höfðu brotið hana
og eftir var vatnslaust lónið. Eftir
stóð hvelfmg þakin gróðri og ég
leit ókunnan stað. Það sem áður
var hulið sjónum var nú augljóst.
Þannig ræður tíminn viðhorfum því
daginn áður stóð bunan af mishæð-
inni eins og hluti af landslaginu.
Svo fóru leikar í samskiptum
okkar að við hjónin báðum Birgi
bónar. Þetta varðaði verustað fyrir
hrossin vetrarlangt. Þetta var „tek-
ið til athugunar“, og næsta dag kom
svarið. Vísað á lykil að sínum hluta
en hann gekk einnig að hinum
skagfirska hluta hússins. Mótbára
í þá veru að lykillinn gengi að ann-
arra eigu var svarað með því að
við værum tekin í félagsskapinn án
skilyrða. Vináttan lá í því að okkur
var fijáls aðgangur „Skagafjarðar-
megin“.
Birgir Bogason þeytti aldrei lúðra
en var beðinn um að takast á hend-
ur hlutverk.
Nákvæmni hans og heiðarleiki
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
JÓNÍNA SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR,
lést á Landskotsspítala 3. nóvember.
Leifur Guðjónsson,
Margrét Guðjónsdóttir, Haukur Sveinbjörnsson,
Guðrún I. Guðjónsdóttir, Skúli Rúnar Guðjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Mágur minn, t LÁRUS KARLSSON, elliheimilinu Grund,
andaðist á Landakotspftalanum 4. nóvember. Fyrir hönd ættingja,
Hrafnhildur Þorbergsdóttir.
t
Systir mín og föðursystir okkar,
ANNA V. EIRÍKSS
fyrrverandi talsimakona,
er látin.
ívar Daníelsson,
Guðrún ína ívarsdóttir,
Anna Guðrún ívarsdóttir.
t
Maðurinn minn,
ÓSKAR GÍSLI GISSURARSON,
Bólstaðarhlíð 62,
Reykjavík,
andaðist á Borgarspítalanum 3. nóvember.
Hólmfríður Gunnlaugsdóttir.
t
Unnusta mín, fósturmóðir og systir,
MARÍA GÍSLÍNA BJÖRNSDÓTTIR,
Hagamel 45,
lést föstudaginn 2. nóvember.
Garðar Jónsson,
Sigríður Flosadóttir,
Þórunn Björnsdóttir.
t
Eiginkona mín,
HELGA FJÓLA PÁLSDÓTTIR,
Kleppsvegi 30,
Reykjavík,
andaðist laugardaginn 3. nóvember sl.
Sæmundur Sæmundsson.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi,
EINAR BJARNASON
loftskeytamaður,
Hjallavegi 68,
lést að morgni 3. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkj-
unni fimmtudaginn 8. nóvember kl. 13.30.
Hrafnhildur Einarsdóttir, Karl Sveinsson,
Viggó Einarsson, Sigurbjörg Hjálmarsdóttir,
Sigrún M. Einarsdóttir, Ásgeir S. Eirfksson,
Álfheiður B. Einarsdóttir, Ríkharður H. Hördal,
Ragna B. Færgeman og barnabörn.
t
Maðurinn minn og faðir okkar,
SIGHVATUR STEINDÓR GUNNARSSON,
húsgagnasmiður,
Hverfisgötu 96,
lést á Borgarspítalanum þann 4. nóvember.
Ása Guðlaug Gísladóttir,
Gunnar Sighvatsson,
Sigrún Sighvatsdóttir,
Ólöf Sighvatsdóttir,
Gisii Sighvatsson,
Ástrós Sighvatsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
MARÍAS BENEDIKT KRISTJÁNSSON
frá ísafirði,
Safamýri 39,
Reykjavík,
lést í Landakotsspítala sunnudaginn 4. þessa mánaðar.
Fanney Halldórsdóttir,
Kristján Ó. Maríasson, Helga Axelsdóttir,
Guðbjörg S. Maríasdóttir,
Guðmundur Geir Marfasson,Gladýs Mariasson,
Friðgerður K. Maríasdóttir, Jón Baldursson,
Halldór B. Maríasson, Áslaug Finndal,
Fanney M. Maríasdóttir, Heimir Finndal,
Nanna B. Maríasdóttir, Guðmundur I. Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
gagnvart sjálfum sér bar hann á
þá Ieið, sem samferðamenn kusu
■ honum. Sjálfum sér tíl heilla.
Blessuð veri minning hans og
skíni við sólu.
Björn Sigurðsson
Með láti Birgis Bogasonar, mágs
míns, yfirgaf góður drengur þetta
tilverustig. Kynni okkar stóðu í rúm
þijátíu ár og þótt ótrúlegt megi
virðast, þegar til þess er litið að
samskipti okkar voru mjög mikil,
minnist ég þess ekki að nokkum
tíma hafi borið þar skugga á. Þetta
lýsir ef til vill best hvernig maður
Birgir var. Hreinskiptni hans og
heiðarleiki voru mjög þekktir eigin-
leikar í fari hans.
Þegar ég fór til þess að rifja upp
minningar frá samskiptum okkar
fannst mér að ég gæti skipt þessum
33 árum í þijú tímabil sem tóku
mið af þeim aldri sem við vorum á,
á hveijum tíma. En þegar betur er
að gáð h.efur þessi tímaskipting
ekkert að segja. Það sem eftir situr
er að samskipti okkar byggðust
alltaf á sömu forsendum. Ef ég
gerði honum greiða t.d. með því að
passa börnin þeirra eða bóna bílinn
endurgalt hann það ævinlega ríku-
lega. Þannig skuldaði Birgir mér
aldrei nokkurn hlut. Ef hann gerði
mér hins vegar greiða, eins og t.d.
í öll þau skipti sem hann lánaði
mér bílinn, fyrstu árin eftir bílpróf-
ið, þá hafði hann lag á því að láta
mér finnast ég fara frá þeim við-
skiptum með reisn.
Birgir Bogason gerði aldrei kröfu
til þess að vera í sviðsljósinu, hann
vann sín verk hávaðalaust, vann
þau vel og fljótt. Þegar hann gerði
eitthvað fyrir samferðamenn sína,
vegna þess að þeir þurftu á því að
halda, þurfti hans vegna ekki að
ræða meira um það.
Það er ekki okkar að dæma hvort
dauðinn er tímabær eða ekki þegar
hann ber að garði, en það er ljóst
að við sem nutum þess að vera
Birgi samferða vildum svo gjarnan
að hann hefði mátt dvelja lengur.
Ég kveð hann með þakklæti og
virðingu og bið þess að góður guð
styrki Svanhildi systur mína og
bömin í sorg þeirra.
Jón Gauti Jónsson
Birgir kvaddi lífið eins og hendi
væri veifað og það var honum líkt,
allt sem hann gerði og sagði gerð-
ist hratt, hann var aldrei með orða-
skýringar eða afsakanir.
Hann var maður sem tekið var
eftir hvar sem hann fór, stór og
gjörvilegur, ekki bara að vallarsýn
heldur persónan sjálf við kynni, en
það tók langan tíma að kynnast
honum, hann var hvergi allra. Mín
fyrstu kynni við Birgi hófust fyrir
aldarfjórðungi þegar ég giftist mági
hans. Hann tók mér af kurteisi og
velvild sem hélst alla tíð. Fljótlega
sá ég hvern mann hann hafði að
geyma, hann kom alltaf til dyranna
eins og hann var klæddur. Aldrei
neinar málalengingar og allt stóð
eins og stafur á bók sem hann sagði
og þá hvort sem það líkaði betur