Morgunblaðið - 06.11.1990, Síða 48

Morgunblaðið - 06.11.1990, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990 ' 48 44. leikvika - 3. nóv. 1990 Röðin : 121-111-1XX-12X HVERVANN? 1.003.754- kr. 12 réttir: 14 raöir komu fram og fær hver: 35.875- kr. Hréttir: 332 raöir komu fram og fær hver: 1.511- kr. 10 réttir :2361 raöir komu fram og fær hver: 0 h- kr. a þar sem 10 réttir leikir gáfu undir 200 kr. færist upphæðin á 11 rétta leiki._ K Dags. 6.11 1990 NR. 181 VAKORT Númer eftirlýstra korta 4507 4200 4507 4300 4507 4500 4507 4500 4543 3700 4543 3700 4929 541 Kort frá Kuwait 4506 13** 4966 4507 13** 4921 4547 26** 4552 4508 70** 4507 0000 8391 0003 4784 0008 4274 0014 4003 0000 2678 0001 5415 675 316 sem byrja á nr.: 66** 4509 02** 04** 4921 90** 41** 4560 31** 77** 4966 82** Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. VISA ISLAND -K- >1 vAkortausti Dags. 6.11.1990 Nr. 16 Kort nr. 5414 8300 1024 2104 5414 8300 1486 2105 5414 8300 1564 8107 5414 8300 2283 0110 5414 8300 2460 7102 5414 8301 0314 8218 5414 8301 0342 5103 Erlend kort (öll kort) 5411 07** **** **** 5420 65** **** Ofangreind kort eru vákort sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN KR. 5.000,- fyrir þann sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. Úttektarleyfissími Eurocards er 687899. hjónusta allan sólarhringinn. Klippið auglýsinguna út og geymið. fclk í fréttum Morgunblaðið/Karl Bjömsson Sljórn Landssambands Stangaveiðifélaga, f.v.: Grettir Gunnlaugsson, Hjörleifur Gunnarsson, Rafn Hafn- fjörð, Guðmundur Halldórsson, Sigurður Sveinsson, Matthías Einarsson og Jón Bjarnason. A myndina vantar Sigurð Bjarnason. Var hinn ágætasti fundur VEIÐIMENN Árni ísaksson veiðimálastjóri var meðal gesta á ársþingi LS. Með honum er Grettir Gunnlaugsson formaður. etta var í alla staði hinn ágæt- asti fundur, öll heitustu málin voru rædd fram og aftur og víðtæk samstaða náðist í mikilvægum mál- um,“ sagði Grettir Gunnlaugsson formaður Landssambands Stanga- veiðifélaga í samtali við Morgun- blaðið, en um síðustu helgi hélt LS sitt árlega þing og að vanda var það í Munaðarnesi í Norðurárdal, á bökkum einnar af bestu og falleg- ustu laxveiðiám landsins, Norðurár. Grettir sagði ennfreinur, að þetta hefði að auki verið fertugasta árs- þing LS, og í tilefni stórafmælisins hefði verið hátíðarblær á mótshald- inu. Grettir var spurður um helstu málaflokkana og hann svaraði: „Segja má að tveir málaflokkar hafi verið stærstir að þessu sinni. Fyrst má nefna verðlag á veiðileyf- um í laxveiði. Menn hafa almennt miklar áhyggjur af þeirri þróun sem þar hefur verið hin seinni ár og langt er síðan að menn töldu bog- ann fullspenntan. Samt hafi dunið yfir hækkanir ár eftir ár og oft í litlu samræmi við veiðina sem feng- ist hefur hvequ sinni. En ýmis teikn eru á lofti um að nú sé nóg komið. Gott dæmi er Norðurá í Borgar- firði. Þrátt fyrir að hún hafi gefið betri veiði en 1989 og virðist í upp- sveiflu, gekk illa að selja í hana veiðileyfi. Á sama hátt eru ýmsar minna þekktar ár og jafnvel slakari orðnar allt of dýrar þótt sumar gefi betri nýtingu vegna þess að þær bera færri stangir. Þetta var ef til vill óvænt staða, að ýmis félög sátu uppi með hluta af veiðileyfum óseld. Þetta er vont mál, því við- komandi félög hafa beðið mikinn skaða af.“ En er nokkur leið út úr þessum vítahring? „Sumar ár eru í föstum samningum og hækka samkvæmt þeim. Áðrar eru að losna og um það náðist samstaða að freista þess að halda verðlaginu niðri er gengið verður til samninga við landeigend- ur. Einnig að efna til samvinnu félaga í miili um nýtingu svæða. Slíkt hefur raunar verið gert í vax- andi mæli síðustu ár, smærri félög hafa þá gengið til samnýtingar á svæðum með Stangaveiðifélagi Reykjavíkur sem er lang stærsta félagið.“ En tapa félögin ekki ánum í hendur einstaklinga ef þau ætla að halda að sér höndum í tilboðum? „Ef til vill gerist það, oft hafa kapp- hlaup nokkurra aðila um einstakar ár hækkað þær fram úr hófí, en félögin innan LS voru samtaka um að reyna bæri nýja stefnu og ef einhvér svæði tapast til móttilboða, þá verður að hafa það. Félögin mega ekki kollkeyra sig og þá er betra að hafa minna undir. Það má heldur ekki gleyma í þessu sam- bandi, að við keppum ekki einungis innbyrðis, heldur eru útlendingar einnig með í spilinu. Þess eru dæmi að þeir hafi hér umboðsmenn sem í eigin nafni eða annarra taka á leigu heilu árnar. Þessir menn þurfa ekki að spekúlera mikið í hvað þetta og hitt kostar.“ En hvað var hitt stóra málið? „Jú, það tengist erindi sem Svend Aage Malmberg frá Hafrannsókn flutti, en það fjallaði um hafið, að- stæður þar, strauma, átu og fleira. Þessi mál voru skoðuð í nýju ljósi ef það gæti varpað einhveiju ljósi á hinar miklu sveiflur sem verða á laxastofninum á milli ára eins og dæmin sanna. Sem dæmi um áleitna spurningu sem vaknaði í þessu er- indi varðar hafbeit villtra laxa. Nú var síðasta veiðisumar yfirleitt lé- legt og við ímyndum okkur og vitum raunar, að lax úr ám á Suðvestur-, Vestur- og Norðvesturlandi gengur meira og minna til Grænlands, en lax úr ám á Norðaustur- og Austur- landi fremur á Færeyjamið. En hvernig er hægt að útskýra jafn gífurlegar heimtur og urðu í Rang- ánum sem margfölduðu fyrra lax- veiðimet sitt. Hvar er sá lax í haf- beit? Varla á sömu slóðum og lax úr öðrum landshlutum sem kemur bæði liðfár og rýr til baka, en Rang- árlaxinn er í stórum torfum og ótrú- lega vænn. Spurningunni hvar Rangárseiðin næri sig er ósvarað. Þetta er skemmtilegt innlegg og umræðurnar urðu miklar og fjörug- ar,“ segir Grettir. Um ársþingið er það annars helst að segja, að stjórnin var öll endur- kjörin, utan að Guðmundur Hall- dórsson tók stöðu Rósars Eggerts- sonar. Þtjú ný aðildarfélög bættust í hópinn, Flugan á Akureyri, Vopni á Neskaupstað og Dorgveiðifélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.