Morgunblaðið - 06.11.1990, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NOVEMBER 1990
Mer dcitt l hug /t>a% i/tgrir þó."
Aðdragandinn — það get
ég sagt þér. Eg verð
reyndar að byrja frásögn-
ina fyrir 25 árum ...
Þeir segjast alltaf vera að
framleiða úrvalsefni, þess-
ir sjónvarpskallar. Af
hverju senda þeir ekki út
eitthvað af þessu efni?
HÖGNI HREKKVÍSI
Öryggi barna í bílum
Til Velvakanda.
Oft hefur verið talað um öryggi
barna í umferðinni. Nú hafa verið
sett lög um að böm í aftursæti bif-
reiða eigi að vera í öryggisbelti eða
í stólum sem eru sérstaklega útbún-
ir þannig að barnið sé öruggt.
En þó svo að lög hafí verið sett,
eru ekki margir sem taka mark á
þeim, hvað þá að farið sé eftir
þeim! Foreldrar sem leyfa bömum
sínum að standa á milli framsæ-
tanna gera sér ekki grein fyrir því
hvaða afleiðingar það hefur í för
með sér ef bílinn lendir í árekstri.
Oft og mörgum sinnum hefur það
verið sýnt í sjónvarpi hvernig farið
getur fyrir þessum bömum sem
standa laus á miili sætanna.
Börnin eru eitt það dýrmætasta
sem við eigum og það er á okkar
ábyrgð að sjá til þess að ekkert
hendi þau.
Flest allir bílar sem aka um göt-
ur borgarinnar í dag hafa öryggis-
belti í aftursæti. Það er ekki nóg
að þið sjálf séuð með öryggisbelti
í framsætinu — hvað með börnin
ykkar sem sitja í aftursætinu? Þeir
foreldrar sem orðið hafa fyrir þeirri
reynslu að sjá barnið sitt kastast
út um framrúðuna í árekstri eru
mér örugglega sammála.
Nú spyr ég. Á ekkert að gera í
þessum málum? Lög eru lög og
allir sem einn eiga að fara eftir
þeim, þó svo að í mörgum tilfelium
geri margir eins og þeim sýnist.
Ég neita að trúa því að foreldr-
ar, sem leyfa börnum að vera laus-
um í bílnum, að þeim sé alveg sama
hvað verður um þau. Oryggisbeltin
voru ekki sett í aftursæti í bílunum
ykkar svo að þau gætu hangið
þarna til skrauts. Það er fyrst og
fremst verið að hugsa um öryggi
farþeganna sem sitja í aftursæti.
Mörgum finnst sjálfsagt óþægilegt
að þurfa að vera spenntur niður í
sætið. En hvað gerum við ekki til
þess að vernda okkur! Spennum
beltin í aftursæti jafnt sem fram-
sæti.
Rósa
Margir
róaá
Keilis-
nesmið
Til Velvakanda.
„Fátt er nú í fréttum nýtt.“
Þessi vísuorð hvarfla líklega að
notendum íjölmiðla, því nú má
„miðla“ okkur sömu fréttinni allt
að tíu sinnum á sólarhring. Þá
kynni margur að verða ónæmur
fyrir því hvað er frétt og hvað er
ekki frétt. Þetta á við um suma ljós-
vakamiðla. En þegar fátt er í frétt-
um nýtt leggst líkn með þraut. Síð-
ustu vikurnar álið, prófkjör, flokks-
þing og kossinn rándýri. Utganga
hinna sjö þegar allaballaþingið vildi
ekki 'mótmæla samningssvikum
formannsins. Og tii uppfyllingar
hvert kvöld geta ljósvakamiðlarnir
(og aðrir) gripið til Jóns formanns,
Jóns í álinu eða þá Ólafs skatt-
manns, ef þeir þá eru hérlendis.
Þá eru prófkjörin um garð geng-
in. Þetta hefur verið skemmtilegur
tími. Framboðsmenn hafa í góðsemi
vegið hver annan. Og nú söknum
við fallegu litmyndanna af fram-
bjóðendum og gleymum fljótt öllu
því góða sem þeir ætla að gera (eða
ætluðu að gera) í þinginu. Prófkjör
er hið fullkomna lýðræði er okkur
tjáð. Nokkrir menn segja sisvona:
Við ætlum í prófkjör. Um aðra er
þá ekki að velja.
Nú vilja margir róa á Keilisnes-
mið. Þess vegna þurfti Jón í álinu
að ryðja Karli „verkalýðsforingja"
úr fyrsta sæti sem hann hafði áður
helgað sér. Bæjarstjórinn sagði með
þunga: Annaðhvort fyrsta eða ekk-
ert. Hann lét fíra sér niður í 4.
Steingrímur var máturlega búinn
að flytja færur sínar af Ströndum
á Suðurnes. Og einhverstaðar verð-
ur Ólafur Ragnar að hola sér nið-
ur, búinn að fínna miðjuna í Flokkn-
um. „Ólafur muður, ætlarðu suð-
Víkveiji skrifar
Mengun í stórborgum erlendis
er að verða óhugnan Iega
mik il. Víkveiji var nýlega á ferð
í Parísarborg og komst að þeirri
niðurstöðu, að samgöngukerfí
þeirrar borgar væri að brotna nið-
ur. Þar er ekki lengur hægt að
vera á ferð í einkabifreið á suraum
tímum dagsins. Umferðin er svo
gífurleg, að þeir, sem eru svo
óheppnir að vera á ferð í bíl kom-
ast ekkert áfram. Þeir eru innilok-
aðir í bílamergð og umferðaröng-
þveiti.
Ekki er hægt að opna glugga
á bílnum vegna þess, að mengunin
úti fyrir er svo óskapleg af völdum
bílaumferðar, að því verður ekki
lýst með nokkrum orðum. Inni í
bílnum er heldur ekki hægt að
vera, ef heitt er í veðri. Þar bland-
ast saman hitasvækja og mengun-
aróþefur, sem smýgur alls staðar
inn í bílinn.
Strætisvagnar komast ekkert
betur áfram en einkabílar og hið
sama á að sjálfsögðu við um leigu-
bíla, sem þar að auki er útilokað
að ná í á mesta umferðartíma
dagsins. Þá eru eftir neðanjarðar-
lestir, sem eru eina samgöngutæk-
ið, sem gerir Parísarbúum kleyft
að komast ferða sinna en hit-
asvækja og óþefur neðanjarðar
freistar ferðamanna ekki til þess
að ferðast með því farartæki.
í raun og veru er ekki hægt
að fara um Parísarborg nema
gangandi enda gera borgarbúar
mikið af því að ganga en ekki
sleppa þeir við óþægindi af meng-
un með því. Ef ástandið í París
er vísbending um það, sem koma
skal í öðrum borgum hins vest-
ræna heinms, þar sem bílaeign er
orðin mikil er ekki við góðu að
búast.
xxx
Prófkjör Sjálfstæðismanna í
Reykjavík er nýafstaðið en
framundan er prófkjör Sjálfstæð-
ismanna í Reykjaneskjördæmi.
Þessi prófkjör eru komin í fastan
farveg: auglýsingar, dreifibréf og
hringingar frá kosningaskrifstof-
um sumra frambjóðenda en ekki
allra. Samkvæmt upplýsingum
Víkveija munu sumir frambjóð-
endur í prófkjörinu í Reykjavík
hafa ákveðið að ónáða kjósendur
I '
ekki með símhringingum. En það
á ekki við um alla. Og því miður
hefur Víkveiji orðið þess var, að
hringt hefur verið heim til látins
fólks og aðstandendur spurðir,
hvort ekki væri tryggt, að viðkom-
andi mundi kjósa. Ekki þarf að
hafa mörg orð um slíka framkomu
og er nauðsynlegt, að skrifstofa
Sjálfstæðisflokksins finni leiðir til
þess að slíkt endurtaki sig ekki.
xxx
Víkveiji hefur haft spurnir af
því, að starfsfólk
Flugleiða á Keflavíkurflug-
velli hefur orðið fyrir óþægindum,
þegar það hefur afgreitt farþega
á fyrri flugleiðum Arnarflugs.
Farþegar hafa látið neikvæð orð
falla um einokunarfyrirtæki o.sv.
frv. Það er auðvitað fráleitt, að
fólk Iáti reiði sína bitna á saklaus-
um starfsmönnum, sém hafa að
sjálfsögðu ekkert með þetta mál
að gera en hins vegar gefur það
nokkra vísbendingu um hug fólks
til samgöngumála, að slíkir at-
burðir skuli gerast.