Morgunblaðið - 06.11.1990, Blaðsíða 54
54
MOKGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990
Yfirheyrslur hafnar í sakadómi vegna morðsins á bensínafgreiðslumanninum í Stóragerði:
Hinir ákærðu bera hvor annan
sökum um atlöguna að hinum látna
Lögreglumenn að störfum á morðstaðnum, bensínstöð Esso við Stóra-
gerði, að morgni miðvikudagsins 25. apríl síðastliðins.
YFIRHEYRSLUR hófust í saka-
dómi Reykjavíkur í gær yfir Guð-
mundi H. Svavarssyni, 28 ára, og
Snorra Snorrasyni, 34 ára, sem
ákærðir eru fyrir að hafa orðið
Þorsteini Guðnasyni bensínaf-
greiðslumanni að bana þann 25.
apríl síðastliðinn á bensínstöð
Esso við Stóragerði. Mennirnir
voru yfirheyrðir hvor í sínu lagi
,í gær. Þeir játuðu báðir að hafa
verið á staðnum er ódæðið var
framið, könnuðust við hafa tekið
þátt í að ræna peningum úr
bensínstöðinni og að hafa farið á
brott í bíl Þorsteins hcitins en
bera hvor annan sökum um að
hafa unnið á Þorsteini enda hafi
það ekki verið þáttur í áætlunum
þeirra. í dag verða mennirnir sam-
prófaðir í því skyni að varpa ljósi
á það sem á milli ber.
Snorri Snorrason þekkti Þorstein
heitinn og kvaðst hafa viljað fara á
staðinn til að ræna peningum úr
peningaskáp stöðvarinnar þegar Þor-
steinn væri á vakt og sagði fyrir
dómi að ástæðan væri sú að sá sem
^vstaðið hefði vaktir sem afgreiðslu-
stjóri á móti Þorsteini væri það gam-
all að ekki hefði verið þorandi að
rota hann. Guðmundur sagði hins
vegar að Snorri hefði undirbúið för-
ina og talað um að hann þyrfti að
hitta á vin sinn á bensínstöðinni, sem
mundi láta þá fá peningana; Snorri
hefði þekkt Þorstein í 6 ár og sagð-
ist Guðmundur hafa skilið Snorra
þannig að þeir Þorsteinn hefðu kom-
ist að samkomulagi um að Þorsteinn
léti peningana af hendi. Snorri sagði
að áður en farið var af stað hefðu
— • þeir Guðmundur báðir gert sér grein
fyrir því að þeir yrðu teknir fastir
innan nokkurra daga en þeim hefði
verið sama um það eins og allt ann-
að. Upphaflega hefðu þeir ætlað í
ránsförina á þriðjudagsmorgni en
frestað förinni þegar í Ijós hefði kom-
ið að Þorsteinn yrði ekki á vakt fyrr
en á miðvikudagsmorgun. I máli
beggja mannanna kom fram að þeir
hefðu verið undir áhrifum áfengis
og ýmissa efna. Guðmundur kvaðst
hafa sofnað um klukkan fjögur að
morgni miðvikudagsins eftir að hafa
sprautað sig með lyfjum en Snorri
hefði vakað alla nóttina og vakið sig
um klukkan hálfsjö og sagt að þeir
skyldu leggja af stað.
Guðmundur kvaðst hafa tekið með
sér að heiman sprautu og efni til að
sprauta sig með en Snorri hefði tek-
ið með sér morðvopnið, melspíru, sem
hann hefði sjaldan skilið við sig og
oftsinnis notað við innbrot. Snorri
kvaðst hafa tekið melspíruna með
sér þar sem hann hafi ætlað að
spenna upp sjálfsala við bensínstöð-
ina. Mennimir fóru frá heimili sínu
við Smiðjustíg laust eftir klukkan
hálfsjö að morgni miðvikudagsins 25.
apríl. Báðir höfðu hanska á höndum.
Þeir gengu að Hlemmtorgi þar sem
þeir tóku strætisvagn númar 11. í
vagninum segir Snorri að þeir hafi
rætt um að nota melspíruna til að
rota Þorstein. Þeir fóru úr vagninum
við Grensásveg, móts við Almgerði,
og gengu í átt að bensínstöðinni. A
leiðinni námu þeir staðar, að sögn
Guðmundar, og neyttu adrenal-
índufts úr bauk sem Snörri var með.
Þeir komu að bensínstöðinni um
klukkan fimm mínútur yfir sjö og
var hún þá mannlaus og læst. Þeir
biðu og Guðmundur segist hafa náð
að reykja eina sígarettu áður en
Þorstein bar að í bíl sínum. Þorsteinn
og Snorri heilsuðust og sagði Snorri
Þorsteini að bíll þeirra félaga hefði
bilað á Bústaðaveginum og bað um
að fá að hringja. Þegar þar var kom-
ið sögu segist Guðmundur hafa séð
að eitthvað væri það málum blandið,
sem Snorri hafði sagt, að þessi kunn-
ingi hans mundi láta þá fá pening-
ana. Báðir segja að Þorsteinn hafa
tekið vel í að leyfa þeim að hringja,
hann hafi opnað dyr bensínstöðvar-
innar, boðið þeim inn og spurt hvort
þeir vildu ekki kaffísopa. Síðan hafí
hann gengið að þjófavamakerfínu
. u og aftengt það og segir Guðmundur
að Þorsteinn hafí grínast með að
hann hefði naumlega náð að af-.
tengja þjófavarnakerfið áður en það
fór að sendá frá sér merki.
Bæði Snorri og Guðmundur bera
að Þorsteinn hafí gengið inn í eldhús-
skot á bensínstöðinni, Snorri hafí
fylgt eftir í humátt en Guðmundur
hafí staðið hjá. Síðan skilur algjör-
lega á milli um framburð þeirra og
greinir þá í öllum atriðum á um
hvernig atlagan að Þorsteini Guðna-
syni átti sér stað.
Snorri segir að Þorsteinn hafí
gengið inn í eldhúskrókinn, kveikt á
kaffívél, sett nestisbox sitt í ísskáp
um leið og þeir spjölluðu saman.
Guðmundur hafi staðið hjá en
skyndilega pikkað í bakið á sér og
beðið um melspíruna. Snorri segist
hafa haft melspíruna í buxna-
strengnum og kvaðst hafa lyft jakk-
anum til merkis um að Guðmundur
gæti tekið verkfærið. Guðmundur
hafi þrifíð melspíruna, tekið um
mjórri endann, gengið að Þorsteini
og slegið hann ofan við hægra eyr-
að, þannig að blæddi úr. Þorsteinn
hafi gripið í Guðmund, ruðst út úr
skotinu og fram í afgreiðslu og Guð-
mundur hafi fylgt á eftir. Snorri
kvaðst hafa staðið hjá í fyrstu en
síðan reynt að hlaupa út. Dyrnar
hafi verið læstar og hann hafi því
hrökklast inn aftur þar sem Guð-
mundur hafí þá haldið vinstri hendi
um háls Þorsteini en mundað
melspíruna með þeirri hægri og hót-
að að slá Þorstein aftur, afhenti hann
sér ekki lykla að peningaskáp stöðv-
arinnar. Snorri segir að Þorsteinn
hafí þá ávarpað sig og spurt hvers
vegna hann væri að þessu og beðið
um að hann yrði ekki sleginn aftur.
Snorri kvaðst engu hafa svarað og
skömmu síðar hafí Þorsteinn rétt
fram lykla sem Snorri kveðst hafa
hrifsað og hlaupið með þá niður stiga
og inn í skrifstofu í kjallara bensín-
stöðvarinnar. Þar hafi hann tekið
plastpoka til handargagns og hafist
handa við að fylla hann af peningum,
seðlum og mynt úr peningakassa
stöðvarinnar. Einnig hafi hann tekið
peningaskjóðu úr skápnum. A meðan
hafi Guðmundur beðið með Þorsteini
og á leið niður stigann kvaðst Snorri
hafa heyrt Guðmur.d skipa Þorsteini
að vera rólegum. Snorri kvaðst ekk-
ert hafa heyrt tii þeirra meðan hann
var niðri á skrifstofunni, nema einu
sinni hvell eins og járni væri slegið
við járn. Hann hafí lagst fjóra fætur
á gólf skrifstofunnar og verið að
troða peningum í pokann þegar Guð-
mundur hafi skyndilega birst í gætt-
inni alblóðugur og spurt hvort hann
væri ekki að koma. Snorri kvaðst
skömmu síðar hafa farið úr skrif-
stofukompunni og fram á kjallara-
gang og séð Þorstein liggja þar á
gólfinu. Guðmundur hafi þá staðið
yfir Þorsteini og haldið um melspír-
una miðja. Snorri kvaðst ekki hafa
litið á Þorstein og ekki hafa séð
áverka á honum en kvaðst hafa séð
blóðpoll við höfuð hans. Hann kvaðst
hafa klofað yfir fætur Þorsteins og
hlaupið upp stigann, upp í afgreiðslu
bensínstöðvarinnar, án þess að taka
eftir hvort Þorsteinn væri með
lífsmarki. Guðmundur hafi komið
upp á eftir sér og spurt hvort Snorri
væri með lykla að bíl Þorsteins. Svo
hafí ekki verið og hafí Guðmundur
þá snúið niður aftur til að ná í bíllykl-
ana enda hafi verið ákveðið að fara
á brott í bíl Þorsteins. Snorri kvaðst
þá hafa staðið við bakdyr bensín-
stöðvarinnar og litið niður stigann
og séð hvar Guðmundur kraup yfír
Þorsteinu og hélt melspírunni á lofti
með báðum höndum. Síðan hafí hann
risið upp með bíllyklana, komið upp
og þeir hafi farið út og á brott í bíl
Þorsteins, sem Guðmundur ók.
Guðmundur segir þannig frá að
hann hafi ekki haft Þorstein í sjón-
máli þegar hann var í eldhúskróknum
en hins vegar hafi hann séð í bakið
á Snorra, Guðmundur kvaðst ekki
hafa heyrt hvað Snorra og Þorsteini
fór á milli en kvaðst hafa verið að
hugsa með sjálfum sér að sennilega
væri hægt að gefa það upp á bátinn
að fá þarna peninga, Þorsteinn væri
miklu eldri en Snorri og alls ekki
líklegur til að taka þátt í neinu slíku
með þeim. Þá hafí hann skyndilega
séð útundan sér hvar Snorri tók
snöggt viðbragð. Síðan hafí hann
heyrt smell og þá hafi Þorsteinn
komið hlaupandi fram úr króknum
og beint í fangið á sér, haldandi um
vinstra gagnaugað. Guðmundur
kvaðst í fyrstu ekki hafa vitað hvað
væri að gerast en þá hafí Þorsteinn
gripið í hönd sér og þá segist Guð-
mundur hafa séð að honum blæddi.
Guðmundur sagðist hafa hrokkið við
og slegið til Þorsteins með vinstri
hendi. Þorsteinn hafi þá snúist á
fæti og leitað aftur inn í eldhúskrók-
inn. Þar hafi Þorsteinn æpt á Snorra
að hann skyldi láta þá hafa pening-
ana. Hann hafi beðið þá að drepa
sig ekki heldur hringja á sjúkrabíl.
Guðmundur kvaðst hafa séð hvar
Þorsteinn hélt á brúnu lyklaveski og
otaði því að Snórra, sem hafi sagst
mundu hringja á sjúkrabíl ef Þor-
steinn kæmi með þeim niður í kjall-
ara þar sem hann sæist ekki frá
götunni. Guðmundur kvaðst hafa
tekið undir það með Snorra. í sama
mund hafi Snorri þrifið lyklaveskið
og um leið slegið Þorstein aftur í
höfuðið svo small í. Guðmundur
kvaðst þá hafa tekið í hönd Þorsteini
og sagt honum að koma niður svo
þeir gætu hringt á sjúkrabíl. Síðan
hafi þeir teymt hann niður stigann
þannig að Guðmundur fór fyrstur,
þá Þorsteinn, alblóðugur, veinandi
af kvölum, og haldandi um höfuð
sér, og loks Snorri. í miðjum stigan-
um kvaðst Guðmundur hafa heyrt
annan smell og talið að Snorri hefði
slegið Þorstein aftur. í sama mund
hafi Þorsteinn fallið utan í sig og
síðan á kjallaragólfíð. Guðmundur
kvaðst hafa litið á Þorstein, kropið
hjá honum, og séð að enginn vafi
væri á. því að maðurinn væri að
deyja. Á meðan hafi Snorri hlaupið
inn á skrifstofuna í kjallaranum og
lagst þar á fjóra fætur og fyllt plast-
poka af peningum.
Guðmundur kvaðst hafa þrifið í
Snorra og sagt að þeir skyldu forða
sér en Snorri hafí ekki haggast og
haldið áfram að safna saman pening-
um. Guðmundur kvaðst hafa gripið
pokann og hlaupið upp stigann og
ætlað út en kvaðst hafa snúið við
þar sem hann hafi orðið hræddur um
að mæta vinnufélögum Þorsteins
sem von var á til vinnu á hverri
stundu. Hann hafi því farið að bak-
dyrum stöðvarinnar og bisað við að
losa slagbrand sem var fyrir þeim.
Þá hafi hann að nýju heyrt dynk,
eða smell eins og fyrr, litið niður og
séð að Snorri var byrjaður að ganga
í skrokk á Þorsteini. Snorri hafi stað-
ið yfir honum, haldið um melspíruna
báðum höndum og stungið Þorstein
í búkinn. Guðmundur kvaðst hafa
hlaupið niður stigann, segist telja að
hann hafi ætlað að reyna að stoppa
Snorra sem þá hafi litið upp og rétt
sér bíllykla. Guðmundur kvaðst hafa
hiaupið af stað, út um bakdyrnar og
að bíl Þorsteins. Hann hafi opnað
bílinn, sest undir stýri og ræst vélina
en síðan beðið nokkra stund eftir að
Snorri kæmi út.
Guðmundur ók bíl Þorsteins að
heimili þeirra Snorra og sambýlis-
kvenna þeirra við Smiðjustíg. Hann
segist hafa neitað ósk Snorra um að
þeir færu saman að losa sig við bílinn,
og kvaðst hafa neitað að taka með
sér peninga inn. Guðmundur sagðist
hafa fyllst viðbjóði og orðið veikur.
Hann hafi flýtt sér inn, farið úr al-
blóðugum fötum í anddyrinu, beðið
sambýliskonu sína að fleygja fötun-
um, farið inn á bað, kastað upp og
síðan farið beint í bað. Guðmundur
segir að Snorri hafi komið inn í hum-
átt á eftir sér en síðan farið út að
losa sig við bílinn og melspíruna.
Snorri segir að Guðmundur hafi far-
ið inn á heimili þeirra og talað um
að Snorri skyldi losa þá við bílinn
og melspíruna. Sjálfur hafi hann rak-
leiðis sest undir stýri á bílnum, þeg-
ar Guðmundur var farinn inn, þurrk-
að blóð af stýrinu og ekið burt og
skilið bílinn eftir á bílastæði við Vest-
úrgötu og í honum uppgjörstösku
úr bensínstöðinni og tékka sem í
henni voru. Frá Vesturgötu hafi hann
gengið niður að höfn og kastað
melspírunni og bíllyklunum í sjóinn.
Síðan hafi hann tekið strætisvagn
frá Steindórsplani að Þjóðleikhúsinu
þaðan sem hann hafí gengið niður á
Smiðjustíg.
Eftir að heim var komið skiptu
mennirnir á milli sín ránsfengnum.
Guðmundur segir að 60 þúsund hafi
komið í hlut hvors auk um 17 þús-
und króna í skiptimynt sem Snorri
hafí beðið sig um að reyna að skipta
næstu daga. Snorri segir að 80 þús-
und hafi komið í hlut hvors auk þess
sem Guðmundur hafi fengið alla
skiptimynt. Guðmundur segist hafa
eytt peningunum á skömmum tíma
í áfengi og fíkniefni, Snorri segist
einnig hafa drukkið/inestalla pening-
ana út en kveðst einnig hafa keypt
sér föt, þar á meðal jakka þann sem
hann klæddist í dómsalnum.
Aðalleikarar myndarinnar
„Góðir gæjar“ sem sýnd er í
Bíóborginni.
Bíóborgin
sýnir myndina
„Góðir gæjar4<
BÍÓBORGIN sýnir myndina
„Góðir gæjar“. Með aðalhlut-
verkin fara Robert DeNiro, Joe
Pesci og Ray Liotta. Leikstjóri
er Martin Scorsese.
Henry Hill er fæddur og uppal-
inn í Brooklyn-hverfi í New York
en þar búa að mestu verkamenn
og fjölskyldur þeirra. Mesti
áhrifamaðurinn þar er Paul Cic-
ero sem ræður meðal annars lög-
um og lofum í hverfinu. Innan
umdæmis þess er Idlewild-flug-
völlur. Vegna sambanda sinna á
vellinum fær Paulie að vita að
Air France eigi von á 420.000
dala peningasendingu. Það er
öryggisvörður Air France sem
lætur vita og stela menn Paulies
sendingunni eins og hún leggur
sig.
Sauðfjár-
slátrun lok-
ið á Höfn
Höfn.
26.277 fjár var slátrað á Höfn
og 24.736 dilkar lagðir inn hjá
Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga í
þessari sláturtíð. Slátrað er frá
bæjum í Oræfum og austur um
að Hamarsá í Álftafirði. Þá er líka
slátrað á Breiðdalsvík á vegum
kaupfélagsins.
Þar var nú slátrað 4.151 íjár og
innlagðir dilkar voru 3.881. Vænsta
féð kom frá Siguijóni A. Bjarnasyni,
Hofskoti í Öræfum, og var meðal-
þungi dilka hans 16,01 kg. Miðað
er við innlegg að minnsta kosti 100
dilka.
Á Breiðdalsvík átti bestu dilkana
Bragi Gunnlaugsson Berufirði 16.44
kg. Þyngsti dilkur kom frá Gerði í
Suðursveit 30,9 kg. og þyngsta dilk
fyrir austan átti Olafur Eggertsson
á Berunesi en hann vó 25,1 kg. AU-
ar tölur eru miðaðar við þurrvigt.
Jafnframt slátrun voru_ nokkur
líflömb seld austur á land. Úr Öræf-
um fóru 1.337 lömb og úr Suður-
sveit 511. Þá mun eitthvað hafa verð
flutt af líflömbum úr landi.
Sláturhússtjóri á Höfn er Einar
Karlsson. _ jgg.
Borgarnes:
Rætt um inn-
flutning á land-
búnaðarvörum
NEYTENDAFÉLAG Borgarfjarð-
ar og Verkalýðsfélag Borgarness
halda borgarafund fimmtudaginn
8. nóvember 1990 kl. 20.30 á Hót-
el Borgarnesi.
Fundarefni að þessu sinni er „Á
að leyfa innflutning á landbúnaðar-
vörum?“ Frummælendur verða:
Steingrímur J. Sigfússon, landbúnað-
arráðherrra, Jón Magnússon, fonri-
aður Neytendafélags höfuðborgar-
svæðisins, Ásmundur Stefánsson,
forseti ASÍ, og Haukur Halldórsson,
formaður stéttarfélags bænda. Að
loknum framsöguræðum verða
fijálsar umræður og fyrirspurnir.
Gert er ráð fyrir að hver framsögu-
maður hafi 10-15 mínúturtil umráða
í upphafi. í fijálsum umræðum 5-7
mínútur á mann.