Morgunblaðið - 06.11.1990, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990
55
Geir Gunnarsson á aðalfundi kjördæmisráðs Alþýðu-
bandalagsins á Reykjanesi:
Bæði mér og* flokknum
fyrir bestu að ég flytji mig
af þingmannsbekkimm
Keflavík.
GEIR Gunnarsson alþingismaður
lýsti því yfir á aðalfundi kjör-
dæmisráðs Alþýðubandalagsins á
Reykjanesi sem fram fór í
Keflavík á laugardaginn að hann
gæfi ekki kost á sé í framboð til
þingmennsku við komandi Al-
þingiskosningar. A fundinum
komu fram tvær tillögur — frá
félögunum í Garðabæ og Mos-
fellsbæ — um að Ólafur Ragnar
Grímsson gæfi kost á sér í 1.
sætið. Ólafur Ragnar óskaði eftir
að tillögunum yrði vísað til kjör-
dæmisráðs sem gekk eftir og fær
ráðið það verkefni að stilla upp
framboðslista flokksins.
í ávarpi sínu við upphaf aðal-
fundarins sagði Geir Gunnarsson
að hann hefði nú átt sæti á Alþingi
fyrir Alþýðubandalagið í Reykja-
neskjördæmi í ríflega 30 ár og að
hann teldi að það væri bæði sér og
flokknum fyrir bestu að hann flytti
sig af bekknum þar sem þingmenn
flokksins sætu, yfir á bekkinn þar
sem allir aðrir flokksmenn sætu og
væri þar ekki á kot vísað. Geir sagði
að þessi ákvörðun væri ekki tekin
vegna ágreinings um stefnu flokks-
ins á þessu kjörtímabili, þótt' hann
væri fyrir hendi í mikilvægum atrið-
Ný hljóm-
plata kórs
Óldutúns-
skóla
NÝLEGA sendi kór Öldutúns-
skóla í Hafnarfirði frá sér hljóm-
plötu, þar sem er að finna 16 lög
og kórverk eftir innlenda og er-
lenda höfunda auk þjóðlaga, m.a.
nýtt verk eftir Hjálmar H. Ragn-
arsson, Barnagæla, við ljóð Vil-
borgar Dagbjartsdóttur sem
Hjálmar samdi sérstaklega fyrir
kórinn.
Platan er gefin út í tilefni 25 ára
afmælis kórsins, en hann var stofn-
aður 22. nóvember 1964.
Stofnandi og stjórnandi kórsins
er Egill R. Friðleifsson.
Ferðaþjónusta
bænda:
Nýtt gæða-
flokkunarkerfi
FERÐAÞJÓNUSTA bænda hef
ur tekið í notkun nýtt gæðaflokk-
unarkerfi, sem veitir á aðgengi-
legan hátt nákyæmar upplýsing-
ar um aðstöðu og þjónustu á 126
sveitabæjum um allt land.
Bæklingur Ferðaþjónustu bænda á
ensku fyrir árið 1991 er kominn
út, og er í honum stuðst við gæða-
flokkunina. Þar er meðal annars
getið um fjölda gistirýma á hveijum
bæ og þau flokkuð eftir gerð, og
tekið er fram hvort eldunaraðstaða
er fyrir hendi og þá hvernig hún
er, en auk þess er tekið fram hvort
gestir eigi þess kost að fá fram-
reiddan morgunverð, hádegismat
eða kvöldverð. Auk þess eru í bækl-
ingnum tíundaðar ýmsar haldgóðar
upplýsingar fyrir ferðalanga um
landið.
um — heldur væri jafngömul
kjörtímabilinu.
Kjördæmisráð er skipað 7 mönn-
um og sagði Ásmundur Ásmunds-
son úr Kópavogi sem er formaður
ráðsins að hann vonaðist til að
hægt yrði að tilkynna framboðslista
flokksins í Reykjaneskjördæmi ekki
síðar en í janúar.
í ályktun kjördæmisráðsfundar-
ins sem ber yfirskriftina „Árangur
í efnahagsmálum og bætt lífskjör“
segir að ráðið undirstriki „að náist
viðunandi samningar um byggingu
álvers hér á landi varðandi orku-
verð, mengunarvarnir og öryggisá-
kvæði, geti bygging þess og tilheyr-
andi orkuvera gengt jákvæðu hlut-
verki við að auka hagvöxt, bæta
lífskjör og tryggja atvinnuna í
landinu." I álykuninni kemur fram
stuðningur við baráttu Dagsbrúnar
gegn hækkun vaxta.
- BB
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Geir Gunnarsson alþingismaður
ávarpar aðalfund kjördæmisráðs
Alþýðubandalagsins á Flughóteli
í Keflavík á laugardaginn þar
sem hann tilkynnti að hann gæfi
ekki kost á sér á framboðslista
flokksins í komandi Alþingis-
kosningum.
Alþýðubandalagið á Reykjanesi:
Ekki tímabært að
ræða framboðsmál
- segir Ólafur Ragnar Grímsson
ÓLAFUR Ragnar Grímsson segir
ekki tímabært að ræða framboðs-
mál sín fyrir næstu alþingiskosn-
ingar. Á aðafundi kjördæmisráðs
Alþýðubandalajgsins í Reykjanesi
var skorað á Olaf að taka efsta
sæti lista flokksins.
Geir Gunnarsson alþingismaður
hefur skipað efsta sætið um árabil,
en lýsti því yfir á fundinum að hann
ætlaði ekki að gefa kost á sér til
frekari þingmennsku. Ólafur Ragn-
ar skipaði 2. sæti listans fyrir
síðustu kosningar, og á fundinum
um helgina skoruðu alþýðubanda-
lagsfélögin í Garðabæ og Mosfells-
bæ á Olaf Ragnar að taka efsta
sætið á listanum nú.
Ólafur Ragnar Grímsson sagði
við Morgunblaðið að það væri alls
ekki tímabært áð ræða framboðs-
mál. Skipuð hefði verið kjörnefnd
og það væri í hennar verkahring
að ákveða með hvaða hætti staðið
yrði að framboði Alþýðubandalags-
ins í Reykjanesi.
Framsóknarfélögin á Vesturlandi:
Ólafur fékk flest atkvæði
Ólafur Þ. Þórðarsson, alþing-
ismaður, fékk langflest atkvæði
í skoðanakönnun framsóknar-
manna á Vesturlandi um upp-
röðun á framboðslista fyrir
næstu Alþingiskosningar. Af
478 gildum atkvæðum greiddu
409 Olafi atkvæði sitt. Þar af
greiddu 292 honum atkvæði í
fyrsta sæti á listanum.
Annar á lista framsóknarmanna
var kosinn Pétur Bjarnason
fræðslustjóri. í þriðja sæti varð
Katrín Marísdóttir skrifstofumaður
og í fjórða sæti Magnús Björnsson
skrifstofustjóri.
Pétur fékk 246 atkvæði í fyrsta
og annað sæti, Katrín 246 atkvæði
í fyrsta, annað og þriðja sætið og
Magnús 196 atkvæði í fyrsta, ann-
að, þriðja og Ijórða sætið.
Kjördæmissamband flokksins
mun fjalla um miðurröðun listans
um næstu helgi en úrslit skoðana-
könnunarinnar eru ekki bindandi.
Framsóknarfiokkur á Reykjanesi:
Báðir þingmenn flokks-
ins gefa aftur kost á sér
ÞINGMENN Framsóknarflokks-
ins á Reykjanesi, Steingrímur
Hermannsson og Jóhann Ein-
varðsson, lýstu því báðir yfir á
aðalfundi kjördæmisráðs flokks-
ins um helgina, að þeir gæfu
kost á sér til áframhaldandi þing-
mennsku.
Að sögn Ágústs Karlssonar
formanns kjördæmisráðsins var á
fundinum kosin framboðsnefnd sem
á að leita eftir umsækjendum til
framboðs fyrir flokkinn í kjördæm-
inu, og leggja fram nafnalista fyrir
framhaldsaðalfund, sem haldinn
verður innan mánaðar. Þar hafa
rúmlega 400 manns atkvæðisrétt
og kjósa þá frambjóðendur í efstu
þijú sætin.
Þessi háttur hefur verið hafður
á við val á framboðslista Framsókn-
arflokksins í Reykjanesi fyrir
þrennar síðustu kosningar.
SPECK
Lensi-, slor-, skolp-,
sjó-, vatns- og
holræsa-dælur.
Útvegum einnig dælu-
sett meö raf-, Bensín-
og Diesel vélum.
iföuiffílsiaöiyir QDémm@uD íhiífo
Vesturgötu 16 - Simar 14680-13280
REX
skrifstofuh úsgögn
fyrir heimilið
og fyrirtækið
SMIÐJVVEGI9, KÓPA VOGl,
SÍMI 43500.
Inlin-.oit & h.i.ilny hf
SlMI: 91 -24000
Fyrirþásemspá
í verð og gæði
m
Ljósmyndastofurnar :
Ljósmyndastofa Kópavogs
sími: 43020
Barna- og fjölskyldumyndir
Reykjavík
Simi: 12644
•
Mynd Hafnarfirði
sími: 54207
•
Öilum okkar tökum fylgja tv»r
prufustækkanir SOxSS cm.
Óhiéyil verð í heilt ár
Líkörkonfckt:
KðNtLSlMOLAÍ
fylUif' Hicó
rot tti ii K i rs ubc 11Q
Og kun iu /• ‘ I i k j O t
SklYVMM
steinsteypu.
Þ.ÞORGRfNISSON&C0
Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640