Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990
B 9
ERLEND ERLEND ERLEND ERLEND ERLEND ERLEND ERLENT ERLEND ERLEND ERLEND ERLEND
^ ganga í gallabuxum og stutt-
ermabolum á almannafæri.
C. Ákveðið var að leikritið Ham-
let eftir Shakespeare yrði ekki
leng^ur til prófs í fyrsta bekk
vegna þess að danski knattspyrn-
umaðurinn Martin Oleson skor-
aði sigurmark Juventus gegn
Eton United í meistaramóti Evr-
ópubandalagsins.
D. Margaret Thatcher þáverandi
forsætisráðherra var fyrst
kvenna sæmd heiðursdoktors-
nafnbót við skólann.
19.
au tíðindi voru flutt á útmájiuð-
um að sinfóníuhljómsveitir
I gætu verið hættulegar og kæmi til
greina að breyta skipan þeirra og
uppbyggingu. Hvað veldur?
I A. Ærandi hávaðinn úr málm-
blásturshljóðfærum skaðar
heyrn annarra hljómsveitar-
manna. Þess vegna er brýnt að
setja þau út í ysta hring eða ein-
angra á annan hátt.
B. Þrotlaus vinna undir harð-
stjórn hljómsveitarstjóra getur
skaðað félagslegan þroska
hljómsveitarmanna og er því
brýnt að auka lýðræði og áhrif
þeirra á verkefnaval og upp-
færslu.
C. Fagottleikarar, sem löngum
hefur þótt hlutur sinn fyrir borð
borinn við flutning nútímaverka,
eiga það til á hljómleikaferðalög-
um að þjarma að klásúluleikur-
! um sem gegna æ mikilvægara
hlutverki sérstaklega í verkum
síðpóstmeistara.
' D. Náin samvinna fólks sem ekki
hefur annað markmið en list-
ræna sköpun í atvinnuskyni get-
I ur haft varanleg og óbætanleg
áhrif á hjónabandið.
20.
ér hlýtur annaðhvort að vera
um misskilning að ræða eða
þá að Arafat hefur verið að leiða
forsætisráðherrann á villigötur,"
sagði Peter G. Naschitz, ræðis
maður íslands í Tel Aviv í samtali
við Morgunblaðið. Hvert var tilefni
þessara ummæla ræðismannsins?
A. Steingrímur sagði eftir heim-
sókn til Arafats að það væru
borðsiðir í arabalöndum að borða
, með guðsgöfflunum.
B. Steingrímur sagði eftir heim-
sókn til Arafats að arabar væru
l svona miklir mannvinir vegna
þess að þær ætu heilann úr sauð-
fé sínu.
^ C. Steingrímur sagði eftir heim-
sókn til Arafats að Israelar hefðu
gefið út pening með korti af
Stór-ísrael sem næði yfir megin-
hlutann af Jórdaníu, írak og
Palestínu og vekti þetta tor-
tryggni í arabaheiminum.
D. Steingrímur sagði eftir heim-
sókn til Arafats að Gísli gísl
væri í raun gísl ísraelsku Ieyni-
þjónustunnar.
21.
Landssamtök útivinnandi kvenna
í Bandaríkjunum (9 - 5)efndu
til nýstárlegrar keppni í vor sem
I hét „Sagnasamkeppni um verstu
yfirmenn Bandaríkjanna“. Spurt er
hvaða saga vakti mesta athygli.
I A. Sagan af fjármálamanninum
í Fíladelfiu sem vildi nota tímann
sem best og skipaði einkaritara
sínum að fara á næstu krá með
friðþjóf sér við hönd og nota
boðtækið ef falleg kona kæmi
þangað.
B. Sagan af forsljóranum í Kans-
as sem kom fyrir kvikmyndavél-
um á salernum til að geta sann-
reynt að undirmennirnir væru
ekki að slóra í vinnunni.
C. Sagan af yfirmanni ríkisfyrir-
tækis í Wisconsin sem neitaði
starfsmanni um frí til að heim-
sækja móður sína á sjúkrahús á
þeirri forsendu að fyrirvarinn
væri of skammur.
D. Sagan af yfirmanni verðbréfa-
fyrirtækis í Idaho sem lét skrif-
stofustúlkurnar keppast um hver
væri best í að falsa Undirskriftir
viðskiptavina á verðbréf.
22.
andarískur auðkýfingur komst
í greiðsluþrot í júní. Hvað heit
ir hann?
A. John Dollar.
B. Alan Silver.
C. Donald Trump.
D. Richard Ace.
23.
resk kona sem lést í borginni
Hull á árinu valdi sér óvenju
legan erfingja að 2,6 milljónum
króna. Hver var erfinginn?
A. Krókódíllinn Villi
B. Sæfíllinn Júmbó.
C. Skjaldbakan Fred.
D. Sauðnautið Svavar.
25.
örlum, sem starfa á skrifstofu
menningarmálaráðuneytis
Neðra-Saxlands í Vestur-Þýska-
landi, var heitt í hamsi í sumar er
yfirmaður þeirra, kona, bann aði
hálsbindi á vinnustaðnum. Hvers
vegna voru bindin bönnuð?
A. Vegna þess að bindi eru tákn
um kraft og karlmennsku.
B. Vegna hitabylgju.
C. Yfirmaðurinn sagði bindin
tákn um kynfæri karla.
D. Hún vildi samhæfa klæðaburð
karla og kvenna á skrifstofunni.
26.
Bækurnar um Dodda eftir Enid
Blyton voru umskrifaðar á
árinu þar sem Bretum þóttu þær
ekki hæfa lengur sem lesefni fyrir
börn. Hvers vegna?
A. Lási lögga þótti of klámfeng-
inn.
B. Bækurnar þóttu ýta undir
kynþáttafordóma- og ala á rang-
hugmyndum um hlutverk kynj-
anna.
C. Lýsingar á Eyrnastóra þóttu
ala á fordómum í garð fólks með
líkamslýti.
D. Einelti þótti einkenna um of
leiki fólksins í Leikfangalandi.
27.
ularfullir hringir hafa myndast
á kornökrum í Englandi í
aldaraðir og hafa lengi verið mönn-
um ráðgáta. Alþjóðleg sveit vísinda-
manna tilkynnti í júlí að henni hefði
loksins tekist að kvikmynda mynd-
un slíkra hringja eina nóttina. Hvað
var það sem þeir mynduðu?
A. Fjjúgandi furðuhlutir utan úr
geimnum sem höfðu lent á akrin-
um.
B. Hringvindar sem urðu til þess
að kornið lagðist niður.
C. Litlar grænar geimverur sem
dönsuðu hringdans á akrinum.
D. Stöfunarborð og krossar
galdratrúarmanna, sem ein-
hveijir bragðarefir höfðu komið
þarna fyrir.
28.
Vísindamenn fundu í sumar
sönnun þess að hvalir, sem
lifðu fyrir 40 milljónum ára, höfðu
fætur, með hnéskeljar, ökkla og litl-
ar tær. Vísindamenn greinir á um
til hvers hvalirnir notuðu fæturna,
en hvað þótti helst koma til álita?
A. Hvalirnir hefðu notað fæturna
til að knýja sig áfram á sundi
eða koma"ser í réttar stellingar
við mökun.
B. Til að ganga eða þrýsta sér
saman við mökun.
C. Til að synda og klóra sér.
D. Til að ganga og verja sig.
29.
rænlendingar gerðu í júlí samn-
ing við kanadískan kaupsýslu
mann um sölu á nýrri sjávarafurð.
Þeir hófu þar með útflutning á:
A. Þorskroði, sem nýtt verður á
svipaðan hátt og leður.
B. Signum marhnútum, sem Jap-
önum þykja lostgæti.
C. Kynfærum sela.
D. Eldissteinbíti.
30.
reska sunnudagsblaðið Inde-
pendent on Sunday birti í sum
ar kafla úr niðurstöðum ráðstefnu
um Þýskaland, sem Margaret That-
cher, þáverandi forsætisráð herra
Bretlands, sótti ásamt ýmsum sér-
fræðingum. Kaflinn olli miklu fjaðr-
afoki í Bretlandi, en hvers vegna?
A. Varað var við hættunni á því
að Þjóðverjar legðu heiminn
undir sig.
B. Helmut Kohl var sagður
„klunnalegur bóndadurgur".
C. Varað var við því að íþrótta-
menn Þjóðveija, einkum knatt-
spyrnumenn, yrðu ósigrandi.
D. Þjóðareinkenni Þjóðveija
voru sögð ótti, árásargirni, ofrí-
ki, sjálfsdýrkun, minnimátt-
arkennd og tilfinningasemi.
32.
••
llum fertugum Dönum var í lok
septembermánaðar sent bréf
þar sem þeir voru hvattir til að
forðast ákveðinn ,;ósóma“ fyrstu
vikuna í október. „Osómi" þessi er:
A. Áfengi.
B. Eiturlyf.
C. Kynlíf.
D. Sjónvarpsgláp.
SJÁ NÆSTU SÍÐU
31.
Skosk geit komst í fréttirnar í lok júlí er Steingrímur Hermanns son
forsætisráðherra var í einkaheimsókn í Skotlandi í boði Davids
Steels, þingmanns og fyrr um leiðtoga Fijálslynda flokksins. Hvað
hefur geitin til síns ágætis?
A. Hún hefur sérlega verðmikla ull og fóðrast einkar vel af loðdýr-
um og eldislaxi.
B. Hún er af geitarkyni sem ræktað er til framleiðslu á kasmír-
ull og fást gæði hennar með því að blanda saman mjúkri ís-
lenskri ull og skoskri.
C. Hún er af íslensk-belgísku geitarkyni, vann til verðlauna á
landbiinaðarsýningu í Edinborg og sannfærði Margaret Thatcher
endanlega um ágæti ríkisstyrkja til landbúnaðarins.
D. Hún er forystugeitin í hópi 750 geita, sem ganga eiga sjálfala
á skoska hálendinu í vor vegna offjölgunar. Samband skoskra
skotveiðimanna hyggst selja þeim veiðileyfi, sem vilja skjóta gei-
turnar. Þetta átak í að leysa vanda bænda vakti einkum athygli
vegna þess að Karl Bretaprins er verndari þess, ásamt Steingrími
Hermannssyni.