Morgunblaðið - 30.12.1990, Page 16

Morgunblaðið - 30.12.1990, Page 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990 eftir Jón Stefónsson myndir: Einar Falur ÞETTA ERU engar ýkjur. Veður var með eindæmum gott. Himininn ekkert nema sól og föt virtust hafa misst nota- gildi sitt. Það eru slæm örlög að þurfa að ferðast í bíl á svona morgni. En stundum verður maður og brátt var höfuðborgin að baki. Þá Hveragerði, Selfoss og áfram var ekið. Ákvörðunarstaðurinn var Kjölur; hálendið sem skart- ar Langjökli, Kerlingarfjöllum og Hveravöllum. Og Hvítár- nesi. Erindið var einhent döpur kona. Ég þekki hvorki nafn né uppruna. Hún er sögð búsett í Hvítárnesi. Þó veit enginn fyrir víst. Þessi einhenta kona er draugur. AF MÖNNUM OG DRAUGUM IHYÍTÁRNESI Oréttlæti heimsins eru engin takmörk sett; sumir draug ar strita i sveita síns andlits, ganga ljósum logum um hýbýli manna, en ná samt aldrei umtalsverðri frægð. Það er í mesta lagi að þeir fá hálfa síðu í þjóðsögum Jóns Arnasonar. Svo eru það aðrir draugar sem hljóta undraverða frægð. Hvar sem þú kemur, hvern sem þú spyrð: all- ir kannast við þá. Reynistaðabræð- ur og Jón Austmann eru í síðari hópnum en einhenta dapra konan í Hvítárnesi verður að iáta sér nafn- leysi lynda og það litla frægð að jafnvel þjóðsögurnar láta sem hún sé ekki til. Mönnum ber jafnvel ekki saman um hvort hún sé yfir- leitt einhent og döpur. Sumir segja hana tvíhenta og það- gusti af henni. Oréttlæti heimsins lætur ekki að sér hæða. Skýringin á þessum mismun ligg- ur í forsögunni. Enginn veit hver þessi Hvítárneskona er eða hvaðan hún kemur. Og þeir eru ófáir sem fullyrða að hún sé jafnvel ekki til, hafi aldrei verið til. Um Reynistaða- bræður gegnir hinsvegar öðru máli. Þeir voru til og þeir urðu úti. Og skáld hafa ort kvæði um helför þeirra: Októberlok árið 1780. Fimm manns þiggja gistingu í Tungufelli í Hrunamannahreppi. Einn þeirra heitir Jón Austmann, sagður mikið karlmenni. Tveir bræður eru í för með honum; Bjarni Halldórsson, Karvel Karvelsson á hlaðinu í Hvítárnesi. tvítugur að aldri, og Einar Halldórs- son, ellefu ára barn. Húsfreyjan býður Einari vetursetu á bænum, fannst — sem von er — að hálendi í vetrarbyrjun væri ekkifyrir böm. Eldri bróðirinn afþakkar boðið. Og 28. október leggja þeir á Kjöl; fimm menn, sextán hestar og 180 kind- ur. Næst þegar þeir sáust voru þeir ekki af þessum heimi. Lík Austmanns fannst aldrei, fyrir utan önnur höndin. Sextíu árum síðar fundust bein sem talin vora af bræðrunum. Fjármunir þeir sem Bjarni hafði í fórum sínum komu aldrei fram. En síðan er sagt vera reimt á Kili. Eða eins og Hallgrím- ur Jónasson orðaði það: Einhver draugalýsulog leika um jðkulrætur; nú er kalt á Kili og kannski reimt um nætur. Hver er þessi kona? í Biskupstungum gengur meðal annars sú saga að konan hafi verið húsfreyja á bæ sem eitt sinn var í Hvítárnesi. Til að treysta afkomuna hafði bóndinn þann sið að fara á vertíð á einhveija verstöðina á Suð- urlandi. Var hann kannski burtu vikum, jafnvel mánuðum saman. Einn vinnumann höfðu þau hjónin sem sá um rekstur búsins meðan bóndinn barðist við sjóinn. Konan sat hinsvegar við sauma, þurrkaði af og saknaði bóndans innan um öll þessi fjöll. Og þarna voru þau þá, húsfreyjan og vinnumaðurinn. Alein lengst inn á hálendinu um- kringd myrkri og kulda, öllu þessu myrkri og öllum þessum kulda sem býr í íslenskum vetri. Hún var kona og hann var maður og mikið getur maður verið einmana; ekkert til að dunda sér við í þessari miklu þögn hálendisins. Það er kalt og kannski eru draugar á sveimi og þá er slæmt að liggja einn. En svo, eina nóttina, kom bóndinn heim og hafði marga hesta til reiðar. Þreyttur, eftir langa reið, staulaðist hann í átt að rúminu til þess að uppgötva að vinnumaður- inn var á þeim stað og í þeirri stöðu sem honum einum bar samkvæmt guðs og manna lögum. Bóndi reidd- ist, dró upp sax og hjó annan hand- legginn af konu sinni. Sem blæddi til ólífs. Era þá bóndi og vinnumað- ur úr sögunni og veit enginn hvem- ig viðskiptum þeirra lauk. En síðan hefur húsfreyjan reikað um, döpur og einhent. Og nú er ég hér, mörg- um, mörgum árum síðar. Þetta er ein útgáfan af uppruna hennar. Og ýmsir Tungnamenn segjast hafa orðið varir við hana. Einu sinni sem oftar gistu gangna- menn í skálanum um haust. Var þar margt um manninn og er ég ekki frá því að vín hafi verið haft við hönd. Menn sungu, sögðu sögur og kannski var kveðist á. Islending- ar bera miklu virðingu fyrir draug- um og hafa þá sjaldnast í flimting- um. Sérstaklega ekki á stað þar sem slíkt fyrirbæri er talið vera á sveimi. Ég þori næstum að fullyrða að landinn tali fremur galgopalega um sjálfan drottinn guð, og alla hans bandamenn, en afturgöngur. Enda virðast þeir síðarnefndu bregðast skjótar við en almættið, sem kannski nennir ekki að leggja eyrun við svo frumstæðum húmor. Nema hvað, þarna voru gangnamennirnir og drukku og sungu og sást ekki draugahræðsla á nokkrum manni. En þá leið að því að menn reyndu að sofna. Settist þá einn þeirra á flet sitt, saup á, og hrópaði yfir félaga sína að ekki væri ónýtt að hafa kvenmann við höndina. Kannski að sú einhenta vildi hlýja honum, hún ætti nú að kunna það! Maðurinn hafði varla sleppt síðasta orðinu þegar hann greip um háls- inn, andlitið blánaði og það korraði í honum; einhver var að kyrkja hann en þó var næsti maður í i tveggja metra fjarlægð. Félagamir brugðust skjótt við og drógu hann út fyrir húsið. Þá loks náði maður- inn að anda á ný, nær dauða en lífi. Sagt er að hann hafi aldrei spaugað með drauga eftir þetta. 900 ára gamall draugur? Almennt er talið að draugar nái að reika um í tóminu milli þessa heims og annars í 120 ár, eða þeir fylgi ætt í níu ættliði. Ef við skoðum þennan tíma nánar, á draugurinn að vaxa fyrstu 40 árin, standa í stað næstu 40 og loks dregur úr honum síðustu 40 árin. Þá deyr hann væntanlega hinum algera dauða. Ekki veit ég hvers vegna þessi meðalaldur sé talinn algildur meðal drauga. En það má glotta út í annað og koma með einfalda og jarðbundna skýringu: 40 ár tekur að festa drauginn í sessi með sög- | um, næstu 40 nýtur draugsi viður- kenningar en síðan taka menn að gleyma honum. Og eins er með guðina; þeir eru ekki til ef enginn trúir á þá. 1930 reisti Ferðafélagið sæluhús í Hvítárnesi. Við austurgafl hússins eru fornar bæjatóftir. Enginn veit hver bjó þarna, en ósjálfrátt kemur Bjartur í Sumarhúsum upp í hug- ann; góð sólarhringsreið ertil næsta bæjar. 1949 átti Dr. Sigurður Þór- arinsson leið um Hvítámes. Hann rannsakaði tóftimar og kvað upp með að bærinn hafi farið í eyði í Heklugosinu 1104. En þegar maður virðir tóftirnar fyrir sér núna, tæp- um 900 árum síðar, þá virðist liggja í augum uppi að einhveijir hafi haldið þeim við. Kannski reist þar sel eða veiðihús. En ég leyfi mér að draga stórlega í efa að einhenta konan hafi hokrað í ríki dauðra frá því á elleftu öld í Hvítámesi. Við þurfum auðvitað ekki að taka fyrr- greinda munnmælasögu bókstaf- lega; um reiði kokkálaðs eigin- manns og hvininn í sveðjunni. For- sagan getur verið hver sem er.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.