Morgunblaðið - 30.12.1990, Page 24

Morgunblaðið - 30.12.1990, Page 24
24 B 'MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990 HRÚTURINIM 21. mars - 20. apríl Einstaklingar f ýmsum öðrum merkjum eru úndir alls konar þrýst- ingi á árinu 1991. En ekki hrúturinn. Honum gefast óvenjulega mörg tækifæri bæði í einkalífi og ekki síður í starfi. Hrúturinn skyldi ekki láta það á sig fá þó janúarmánuður gefi ekki vísbendingu um þessa velgengni og getur þá reynt á þolinmæðina því honum þykir sem verið sé að prófa sig og hæfni sína. Hann telur sig vita manna best að á því er engin þörf. Og svo fer að birta til og staða hrútsins mun nú vænk- ast vel og hressilega. Hrúturinn er mikið á ferðinni allt árið, einlægt önnum kafrnn að fullnægja þörf sinni til að vita meira og meira. Fólk sækist eftir ná- vist hans og leiðbeiningum og þó það sé ekki sterkasta hlið hrútsins að taka vandamál annarra inn á sig verður ekki hjá því komist að hann bregði stundum yfir sig skikkju sálusorgarans. Og tekst bara vel. Það er einmitt ljóður á ráði margra hrúta hversu tregir þeir eru að tjá sig og virðast því oft hranalegir og kaldir. Þeir hafa einhvers staðar á leiðinni talið þörf á að brynja sig en þeir mega gæta sín; það er hreint afleitt þegar brynjan er orðin þeim svo samgróin að þeir eiga örðugt með að losa sig við hana. Hrútar eru miklu blíðlyndari en þeir vilja vera láta og það ættu þeir að láta í ljósi. Fyrir fullorðna hrúta er sérstaklega áríðandi að þeir leggi ekki allt- af allt upp úr þvf að vera kappsamir og töff, þeir mega einnig til með að láta fólk finna sínar mýkri hliðar. Hrútar sem eru vinnuveitendur eða yfirmenn ættu umfram aðra að taka þetta til sín. í janúarmánuði mun eitthvað koma upp á hjá eldra fólki kunnugu hrútnum, líklega fæddu f Nauts-, ljóns- eða sporðdrekamerki. Hrútur- inn mun víkka út sjóndeildarhring sinn og hugmynd sem sprettur upp meira í gríni gæti orðið að arðvænlegu verki ef tekst að hrinda því skipulega í framkvæmd. Hrúturinn mun hagnast í febrúar á einhvers konar skrifum og viðurkenning er ekki langt undan. Breytingar innan heimilis kynnu að koma upp á þegar vorar, annað hvort hjónaband eða bústaðabreyting nema hvort tveggja sé. Flest virðist hníga í þá átt að hrútnum snúist flest til láns og lukku á nýja árinu. Talan 3 er happatala hrúts næstu mánuði. KRABBINN 21. júní - 22. júlí Krabbinn þarf á öllu sjálfstrausti sínu að halda þetta árið og hann verður að standast alls konar andstreymi sem er afar þungbært fyrir þessa brothættu manneskju. Hann þarf líka að æsa upp í sér keppnis- skapið; ef ekki verður hann bara einfaldlega kaffærður. Væntanlega gæti þessi hvatning orðið til að krabbinn brettir strax upp ermamar og ef hann hefur vit og þor til að verða fyrri til að blása til atlögu getur hann búist við betri árangri. Krabbar eru margir skapandi og sá eiginleiki fær ekki að 'njóta sín eins og skyldi fram eftir árinu vegna þess argaþras sem hann verður nauðugur viljugur að standa í. Það er á huldu hvort hann nær þeim árangri sem hann hefði kosið en hann getur þó að minnsta kosti ekki kennt því um að hann hafi hlaupist undan merkjum. Árið færir krabbanum alls konar skemmtilegar uppákomur og hann er sem fyrr til í tuskið og vílar ekki fyrir sér að taka þátt í samkvæm- islífinu af meiri krafti en flestum er gefmn. Á hinn bóginn gæti verið að það tæki sinn toll og krabbinn verður að muna að ofbjóða ekki næmu taugakerfí sínu. í febrúar gæti eitthvað rekið á fjörur krabbans sem reyndist hið mesta gróðafyrirtæki þegar lengra líður og skyldi krabbinn í því hafa hugfast að hika er sama og tapa. Einhveijar breytingar eða flutningur hefur orðið á gamla árinu eða stendur fyrir dyrum. Krabbinn lagar sig að því en einhveijar fórnir eru færðar. í mars má búast við að krabbinn fái tilboð sem gæti leitt til enn frekari 'ferðalaga eða breytinga og allt árið er mikill hreyfanleiki í kringum krabbafólkið sem það unir misjafnlega vel. En þó krabbinn þurfi að ganga í gegnum nokkrar þrengingar, bæði ( einkalífi og starfi og í samskiptum almennt við annað fólk mun seinni • hluti ársins verða öllu hugnanlegri. Tækifærin hafa ekki gengið honum úr greipum, hann er það eftirsóttur og vél gerður að þau bjdðast á ný eða jafnvel hefur verið beðið uns hann væri reiðubúinn. Krabbinn á það til eins og fleiri að hafa vantrú á fólki og hann hefur að sumu leyti ástæðu til þessara efasemda. Fólk í hrútsmerki kemur honum þægilega á óvart og Ijónið er ekki eins yfirborðskennt og yfir- lætisfullt og hann hefur haldið. Talan fjórir kemur hvað eftir annað fyrir í korti krabbans fyrir næsta ár. Þá er áberandi að ungir eða ógiftir krabbar munu margir festa ráð sitt á árinu eða kynnast þeim sem munu verða þeirra lífsförunautar. NAUTIÐ 21. apríl - 20. maí Árið verður annasamt hjá mörgum nautum, öilu meira en þau kæra sig um. Endurmat, ný viðhorf og nýjar vinnuaðferðir; allt þetta útheimt- ir orku og einbeitni en áendanum mun nautið uppskera laun erfiðis síns í meira innra jafnvægi og í því sem skiptir mörg naut meira máli en aðra í stjömuhringnum, fjárhagslegum ávinningi. Á þessu síðasta ári hafa mörg naut verið að veikjast í vafa um hvert skuli stefnt, en árið nýja ætti að bjóða upp á tækifæri til að það geti gert upp sinn hug. Á þessu ári virðist fólk fætt ( sama merki, svo og í sporðdrekanum koma mest við sögu. Sérstakt nýtt samband hefst með öðrum einstakl- ingi í merkinu, en á viðskipta-sviðinu er við sporðdreka að eiga og þá gæti verið að nautið þyrfti á allri íhaldssemi sinni og gætni að halda. Ekki vegna þess að sporðdrekinn ætli að svíkja eða svindla, hans hugmyndir eru bara svo miklu djarfari en svo að nautið fái ráðið við þær átakalaust. Það gæti skilað miklu í öllu tilliti að taka áhættu. I apríl virðast einhver tímamót vera hjá mörgum giftum nautum og ógefin naut kynnast þá aðila sem á eftir að hafa mikil áhrif á næstu framtíð. Ef einhver vafaatriði koma upp sem valda hugarangri er manneskja í steingeitarmerkinu ekki langt undan og reynist betur en engin ekki síst ef nautið sýnir trúnað og leitar leiðsagnar í fullri alvöru. Seinna á árinu virðist sem naut séu losuð undan skuldbinding- um sem hafa reynt nokkuð á þau. Hafa skyldi í huga 19. og 27. maí. Talan átta er lukkutalan. Alltaf öðru hverju út árið eru að koma upp óvænt atvik sem nautið verður að takast á við. En nautið er betur á sig komið andlega en á árinu sem er að líða. Og það er ekki lengur reiðubúið að sætta sig við að vera ekki alltaf og alls staðar númer eitt. LJÓNIÐ 23. júlí - 22. ágúst Ljónið mun ekki aðeins uppgötva að ekki er allt sem sýnist og ein- hveijir hafa reynt að blekkja það heldur einnig hvemig á að bregðast við því og er þá enginn öfundsverður. Það fær aðgang að mikilsverðum upplýsingum og innsæi og skarpur skilningur sem Ijón eru að öðru jöfnu ekki þekkt fyrir koma mörgum á óvart. Fólk úr fiska og jómfrúrmerkjum munu skipta miklu máli þetta árið en einnig kemur vatnsberi við sögu og reynist betur en enginn. Ljónið skyldi hafa allan varann á gagnvart fólki í tvíburamerki og hrúts- merki; þar er ekki allt sem sýnist. Janúar getur orðið magnaður mánuður svo fremi Ijónið átti sig strax á kjarna málsins og gleymi sér ekki í smáatriðunum. Ekki skyldi ljónið þó vanrækja tilfinningasamband sem er í burðarliðnum og hefur mögu- íeika ef hlúð er að því. Árið býður upp á tækifæri til að menn átti sig á hvað fyrir ljóninu vakir en stundum eru hugmyndir þess of sveiflukenndar til að mark sé tekið á þeim. Sumu býsna fjarsta-ðukenndu tekst því að koma í framkvæmd. Á heimilíshögum sumra ljóna hafa orðið miklar breyting- ar og gengið á ýmsu en nú er tímabært að Ijónið takist á við þær og slíti sig laust úr sjálfsvorkunnsemi og geri upp sinn hug. Jafnskjótt og ljónið hefur ákveðið að það líði ekki að aðrir hefti það tilfinninga- lega eru því flestir vegir færir. I febrúar gæti verið að til úrslita dragi í ofangreindu máli. Það er erfitt viðureignar en trúlegt að Ijónið geti fundið á því viðunandi lausn sem mun þegar fram í sækir verða þeim til góðs sem eiga hlut að máli. Síðan byijar nýr hringur í mars og þá gætu ástamálin enn komist í brennidepil. Alls konar erfiðleikar í fjármálum eru sömuleiðis ekki langt undan en í maí fer að rofa til og ljónið kemur auga á nýjar ieið- ir sem verða happadijúgar. Ljónið á einnig framavon, nokkuð óvenju- lega í vændum. Þó það sé ljóni á móti skapi að vera ekki ailtaf í sviðs- ljósinu gæti það haft dálítið gaman af um hríð að minnsta kosti að vera sá sem öllu ræður bak við tjöldin. f júlí kemur eitthvað óvænt uppá á vinnustað en það er líklegt að ljónið eigi nógu marga sem styðja það svo það standi uppi sem sigur- vegari í því uppgjöri sem í vændum er. Ef ljónið hemur skapsmuni sína þarf það ekki að kvíða. Þetta gæti því orðið dálítið merkilegt ár fyrir Ijónið vegna þess hve margt þarf að hugsa upp á nýtt, hve ástamálin geta verið flókin og vinnan marg- þættari en fyrr. Flest er undir því komið sem vikið var að í upphafi að brugðist sé við með skynsemi í stað skapsmuna. Það gæti verið snúið fyrir mörg Ijón en forsenda þess að árið verði gjöfult og sérstakt. TVÍBURINN 21. maí-20. júní Spakvitrir menn um stjömumerki halda því fram að innan tvíbura- merkisins sé ólíkara fólk en í öllum hinum merkjunum samanlagt, þar með taldir fískamir. Tvíburamerkið hefur innan sinna vébanda einstakl- inga með mestu kostina og stærstu gallana og allt þar á milli. Samt em ákveðin einkenni sameiginleg svo sem að maítvíburar eru margir nærri nautinu einkum hvað varðar þijóskuna en þeir sem em fæddir í síðari hluta merkisins sækja hitt og annað til krabbans. Maítvíburarnir hafa margir hveijir tekið stórar ákvarðanir á gamla árinu og nú er að fást við afleiðingar þeirra - bæði hinar betri og verri. Þeir em margir óþolinmóðir og vilja að allt gerist í einum hvelli og hugsa ekki nógu rækilega um að þessar sviptingar hafa reynt mikið á andlegt og líkamlegt þrek og því þarf að byggja upp hægt og rólega. Janúarmánuður er heldur hversdagslegur en einhver ágreiningur sem tvíbura þykir sár og vondur kemur upp á. Það fer að létta til þegar kemur fram í mars og þá fer maítvíburinn að rétta úr kútnum. Eftir því sem lengra líður sér tvíburinn að allt er á góðri leið og stefnan hefur verið rétt stungin út og þá er mikilsvert að þeir fari ekki um leið á fleygiferð, þá geta þeir bara kollsiglt sig. Júnítvíburamir hafa frísklegri afstöðu til alls. Þeir taka ekki mót- læti eins þunglega og em þvf sæmilega undir það búnir að það geng- ur ekki allt eins og þeir hefðu kosið á nýja árinu. Þó bjóðast þeim kostir sem er rétt að velta fyrir sér því það gefur þeim ánægju og uppfyllir metnaðarþörf þeirra að fá viðurkenningu sem er innan seiling- ar. Tvíburarnir eru opnir gagnvart nýjum hugmyndum, nýjum vinum og þeir ættu ekkert að vera að tvínóna við að grípa gæsina þegar hún gefst. Á hitt ber og að líia að tvíburinn má ekki láta eigingirni og efnalega græðgi ráða of miklu; þá er vinátta sem þeir hafa metið mikils í voða. Tvíburinn er oft kvíðinn fyrstu mánuði ársins og hefur orðið þess áskynja að ekki em allir viðhlægjendur vinir. Hann getur reitt sig á fólk í krabba og bogmannsmerki og mætti leita ráða hjá steingeit. Það mun koma honum illilega á óvart að nákominn ættingi sem hann hef- ur talið að væri sér hollur hefur um langa tíð misnotað traust hans og því hefur nánast farið í vaskinn samband tvíbura við annaðhvort maka eða afkvæmi. Það er því ekki seinna vænna en reyna að snúa blaðinu við en hvort það tekst virðist í lausu lofti að svo komnu. Mörgum tvíbumm verður þetta næsta ár þvf nokkuð örðugt en þeir dugmestu og kjörkuðustu munu þó finna að sú barátta sem þarf að heyja getur skilað sér í dýpri og sannari lífsánægju. MEYJAN 23. ágúst - 22. september Árið nýja verður annasamt hjá jómfrúnni. Það hefst með alls konar boðum ög fundum og menningarviðburðum og jómfrúin er á þvf að hún þurfi alls staðar að vera svo að vel takist til - og er raunar nokkuð til í því. Síðan hægist um og jómfrúin sinnir sínum daglegu störfum en það er engu líkara en hún sé fúsari en oft til að fitja upp á nýjungum en oft áður og á það einkum við karlmenn í þessu merki. í janúar munu einstaklingar úr hrúts og vogarmerkjum koma við sögu þegar. leitað er eftir að greiða úr peningaflækju sem jómfrúin hefur lent í og hagstæð ráð verða gefin. Vogin mun luma á frábærum hugmyndum sem allar hafa möguleika til að jómfrúin hafi af sumum fjárhagslegan ávinning. Árið allt setur rómantík og sterkar tilfinningar svip sinn á gerðir og viðbrögð jómfrúr og það er sömuleiðis óvenjulegt því jómfrúr eru þekktar fyrir annað en draumóca og tilfinningasemi. Á hinn bóginn mun þetta hafa örvandi áhrif svo að jómfrúnni tekst að koma í fram- kvæmd mörgu því sem hana hefði naumast órað fýrir. Tilfinningar og rómantík eru ekki alvondar eins og jómfrúin mun verða vísari. Einhveijir samningar eru á næsta leiti líkast til í febrúar, jómfrúin verður að íhuga vel sinn gang en hún skilur að þessi gerð getur haft dijúg áhrif á lífshlaup hennar næstu árin. Jómfrúin hefur löngum verið talin reglusöm og smámunasöm í peningamálum og nokkuð er til í því. Hún mun þvf kætast þegar hún eygir allgreiðfæra leið til að stórauka tekjur sínar og ekki með sérlega mikilli fyrirhöfn. I aprílmánuði gætu ferðalög eða einhveijar breytingar verið á döf- inni og alit víkkar það sjóndeildarhring jómfrúr og veitir stundum ekki af. Þá er að leita eftir samskiptum við rétta menn til að þetta verði jákvætt og ábatasamt. Jómfrúin er sinnar gæfu smiður í ríkara mæli en fólk í mörgum hinna stjömumerkjanna. Jómfrú verður að temja sér að líta ekki alltaf tortryggin á aðra og vera með skilgreininguna á öllu tilbúna. Hún kemst að því á árinu að fólk í nauts og sporðdrekamerkjum er ekki eins fjarri henni og hún hefur haldið og þaðan geta komið holl ráð og jafnvel verður stofnað til tengsla þó ekki sé það alveg ljóst f stjöm- unum nú hversu langt þau ganga. Almennt séð verður þetta eftirminnilegt ár; eitt fárra ára þegar rómantíkin fær að ráða yfir raunsæinu - eða svona eftir því sem hægt er að búast við af jómfrú.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.