Morgunblaðið - 30.12.1990, Side 29

Morgunblaðið - 30.12.1990, Side 29
B 29 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990 Búnaðarbankinn opnar nýtt útibú Akraiiesi. BÚNAÐARBANKI íslands opnaði bankaútibú á Akranesi mánudag- inn 17. desember sl. en það kemur í stað útibús Samvinnubankans sem starfrækt hefur verið í bæn- um frá árinu 1964. í tilefni af opnun útibúsins fór fram stutt athöfn áður en útibúið var opnað fyrir viðskiptavini. Búnaðarbanki íslands keypti úti- búið á dögunum af Landsbanka ís- lands. Útibúið var það stærsta í eigu Samvinnubankans og mjög vel að því búið. Það er í glæsilegu eignar- húsnæði og hýsir auk þess bæði bæjarskrifstofur Akurnesinga og skrifstofu skattstjóra Vesturlands. Útibúið hefur eflst og dafnað í tímans rás, enda alla tíð haft frábært starfs- fólk og góða stjórnendur. Allir starfs- menn flytjast yfir í hið nýja útibú við eigendaskiptin. Við opnunarathöfnina flutti Guðni Ágústsson, alþingismaður og form- aður bankaráðs Búnaðarbankans, ávarp og rakti aðdraganda að kaup- um útibúsins og taldi það góðan áfanga hjá bankanum að setja upp útibú á Akranesi. Hann notaði tæki- færið og afhenti Dvalarheimilinu Höfða málverk að gjöf sem hann sagði að mætti tákna virðingu og þökk til eldra fólksins í bænum sem byggt hefði upp öflugt bæjarfélag. Ásmundur Ólafsson, forstöðumaður Dvalarheimilisins Höfða, tók við gjöf- inni og flutti þakkarorð. Guðni gat þess einnig að þeim Búnaðarbanka- mönnum fyndist það afar slæmt að Akurnesingar væru ekki lengur í I. deild í knattspymunni og úr því þyrfti snarlega að bæta og hét Akur- nesingum góðum stuðningi við það. Geir Magnússon, bankastjóri Sam- vinnubankans, ávarpaði viðstadda og þakkaði sérstaklega starfsfólki úti- búsins störf þess í þágu Samvinnu- bankans og fullvissaði það um að það væri í góðum höndum hjá Búnað- arbankanum. Ilann sagði það sárt að horfa á eftir 17 starfsmönnum í einni svipan en fullvissaði hina nýju vinnuveitendur um að þeir fengju frábæra starfsmenn. Hann sagðist líka sjá á bak þessu stóra útibúi með miklum söknuði. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, kvað það fagnaðarefni að nú væri komið útibú Búnaðarbankans á Akranesi og óskaði hann stjórnar- mönnum og starfsfólki til hamingju með það. „Við Akurnesingar höfum góða reynslu af Samvinnubankanum og ósk okkar er sú að reynslan verði ekki síðri þegar Búnaðarbanki ís- lands tekur við,“ sagði Gísli. Sveinn Guðmundsson, fyrsti úti- bússtjóri Samvinnubankans á Akra- nesi, sagði nokkur orð og rakti sögu útibúsins í stuttu máli, þau ár sem hann starfaði þar, eða frá 1964 til 1981. Hann sagðist ekki sammála því sjónarmiði að sala SÍS á hluta- bréfum sínum í Samvinnubanka ís- lands væri nauðsyn. Þó væri þetta orðin staðreynd og hann fagnaði því sérstaklega að það hefði orðið Bún- aðarbanki íslands sem tæki við úti- búinu. á Akranesi og hann væri þess fullviss að útibúið væri í góðum hönd- um og ætti bjarta framtíð. Örnólfur Þorleifsson útibússtjóri þakkaði hlý orð í garð starfsfólksins og sérstaklega beindi hann orðum sínum til Geirs Magnússonar og sam- starfsfólks hans og þakkaði þeim ánægjulegt samstarf á undanförnum árum. t Útför móðursystur minnar SIGRÍÐAR KRISTJÁIMSDÓTTUR frá Sauðárkróki fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. janúar kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna, . ___ Arni Elfar. t Móðir okkar og tengdamóðir VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Droplaugastöðum áður Grœnuhlfð 3, Reykjavfk, lést 29. desember. Björgvin R. Hjálmarsson, Guðný K. Eiríksdóttir, Guðmundur Hjálmarsson, Marfa Kristmundsdóttir. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Frá vinstri eru Stefán Páisson, Sólon Sigurðsson, Örnólfur Þorleifsson og Jón Adolf Guðjónsson við opnun útibús Búnaðarbankans á Akranesi. Mikil örtröð fólks var í útibúinu á opnunardaginn og var greinilegt að bæjarbúar vildu kynnast því sem til boða stóð í viðskiptum við bankann. í stuttu samtali við Örnólf útibús- stjóra kom fram að hann væri án- ægður með þróun mála. Það hefðu ríkt óvissutímar og ekki var vitað hvert stefndi. Sú óvissa væru nú lið- in tíð og hann og starfsfólk hans væru þess albúin að takast á við að byggja upp öfluga bankastofnun. „Við höfum orðið mjög vör við ánægju fólks þessa fyrstu daga sem við fiöfum haft opið og jákvæð við- brögð þess gefa okkur byr undir báða vængi,“ sagði Örnóifur að lok- um. - J.G. Starfsfólk í BÓNUS óskar viðskiptavinum sínum svo og landsmönnum öllum árs og friðar. Gleðjumst yfir lækkuðu vöruverði og vinnum saman að enn lægra verði á árínu sem nú rennur upp. BÓNUS ^kútuocql ^J-axafoení TZeykjavLkuÝoegi ^kenmmoeqi Wélagslíf FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Sunnudagur30. des. Blysför um Elliðaárdalinn Brottför kl. 16.30 frá Sprengisandi Stutt og skemmtileg fjölskyldu- ganga tll að kveðja gott ferðaór. Það vantar rétt innan við 100 upp á að fjöldi þátttakenda I dagsferðum ársins nái 4000. Maetið því vel í gönguna svo því takmarki verði náð. Ekkert þátt- tökugjald, en blys seld á kr. 150. Maating við veltlngastað- inn Sprenglsand, Bústaðavegi 153, og genglnn hrlngur um dallnn. Áætlaður göngutlmi 1,5 tll 2 klst. Ath. breytta tlmasetn- ingu frá því sem auglýst er I nýútkomnu fréttabréfi Ferðafé- lagsins. I fréttabréflnu eru kynnt- ar fyrstu ferðir árslns. Það hefur verlð sent öllum fólag9mönnum, en þelr, sem ekki eru félags- bundnir, geta fenglð það pósts- ent. Fyrsta ferð nýja ársins er þrettándaganga á álfa- og huldu- fólksslóðum sunnudaginn 6. jan- úar. Ferðafélag fslands óskar félagsmönnum, þátttakendum í Ferðafélagsferðum og öðrum velunnurum farsæls komandi árs og þakkar gott starf á árlnu sem er að líða. Takið þátt í starfi Ferðafélags- Ins á nýju ári. Velkomin f hóplnn! Ferðafélag Islands. I dag kl. 14.00: Jólafagnaöur sunnudagaskólans. Öll fjölskyldan velkomin. Nýársdag kl. 16.00: Nýársfagn- aður. Hugvekja: Majór Danlel Óskarsson. Flmmtudag 3. janúar kl. 20.00: Norrænn jólafagnaður. Skóla- stjóri og nemendur frá lýðhá- skólanum á Jelöya taka þátt I hátlðinni. fítmhjólp Samkoman fellur niður I dag. Almenn samkoma verður á morgun, gamlársdag, kl. 16.00. Vitnisburðir verða fluttir, Sam- hjálparkórinn syngur. Ræðumaður Óll Ágústsson. Barnagæsla. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Safnaðarsamkoma kJ. 11.00. Ræðumaður: Hafliði Kristins- son. Almenn samkoma kl. 16.30. Vitnlsburðir. Barnagæsla. Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18.00. Nýársdagur: Hátlðarsamkoma kl. 16.30. Ræðumaður: Hafliöi Kristinsson. Kór safnaðarins syngur. Barnagæsla. Allir hjartanlega velkomnlr. Ffladelffusöfnuðurlnn þakkar stuðnlng og samstarf á árlnu sem er að llða og óskar lands- mönnum blessunarrfks nýs árs. Trú og líf Samkoma I dag kl. 12.00 (á há- degi). Mikill söngur. Liz Griffin prédikar. Allir Hafnfirðingar sérstaklega velkomnir. Gleöilegt nýtt ár, þökkum liöiö. KFUK KFUM KFUMog KFUK Nýórsdagur: Nýárssamkoma fé- laganna verðu 1. janúar 1991 á Háaleitisbraut 58 kl. 20.30. „Lát það standa enn þetta ár" Lúkas 13,6-9. Ræöumaður: Séra Ólaf- ur Jóhannsson. Söngur: Laufey Geirlaugsdóttir. Allir velkomnir. þlys á lofti eins og venja hetur veriö I síðustu göngu ársins. Á Grófartorgi verður efnt til mið- bæjargleöi (um kl. 17.00) fyrir utan skrifstofu Útivistar. Þar veröur meðal annars dansað I kringum jólatréð viö dynjandi harmónikumúsik og boðið upp á léttar veitingar. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. (Boðiö upp á rútuferð frá BSl-bensin að Árbæjarsafni kl. 12.30). Útivist óskar öllu útlvistarfólkl svo og öðrum velunnurum sfnum farsældar á komandi árl. Þökkum samfylgdina á árinu, sem er að líða. Sjáumstl Útivist. ÚTIVIST Miðbæjargleði Sunnud. 30. des. Lagt verður af stað frá Árbæjar- safni kl. 13.00 og genglö eftir Elllðaárdal, Fossvogsdal, um Öskjuhllö og nlður I Gróflna. Fré Vlkurgaröl verður gengið með ^ VEGURINN v Kristið samfélag Smiðjuvegi 5 Sunnudag kl. 14.00: Samkoma og barnaklrkja. Nýórsfagnaður 31. des. frá kl. 01.00-03.00 eftlr mlðnættl. Nýársdagur 1. jan. kl. 20.30: Stórsamkoma. „Hver sem ákall- ar nafn Drottins,. mun frelsast". Fögnum nýju árl - verlð velkomin. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindlsins. Almennar samkomur I kvöld kl. 20.00, nýársdag kl. 16.00 og miövikudag kl. 20.00. AiaWcfika 2 . Kdpm'Odur Sunnudagur: Samkoma I dag kl. 16.30. Gamlársdagur: Brotnlng brauðslns kl. 14.00. Nýársnótt: Áramótafagnaður kl. 1 eftir mlðnætti I Félagshelmlll Kópavogs. Nýársdagur: Hátlðarsamkoma kl. 20.30. Gleðllegt nýárl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.