Morgunblaðið - 30.12.1990, Síða 40
40 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990
Vestmannaeyjar:
Sparisjóð-
urmnveitir
styrki
Vestmannaeyjum.
A Þorláksmessu var veittur
styrkur úr Styrktar- og menning-
arsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja
til minningar um Þorstein Þ.
Víglundsson. Þetta var í þriðja
sinn sem styrkur var veittur úr
sjóðnum en sjóðurinn var stofnað-
ur til minningar um Þorstein Þ.
Víglundsson, fyrsta sparisjóðs-
stjórann í Eyum.
Styrknum var að þessu sinni skipt
milli tvegja aðila, sem hvor um sig
hlaut eitthundrað þúsund krónur.
Þeir sem hlutu styrkinn voru Jóhann
Jónsson, listmálari, sem hlaut hann
vegna kynningar á vestmanneyskri
list í Borlange í Svíþjóð sl. sumar
og Leikfélag Vestntannaeyja sem
varð 80 ára á árinu.
Sigurgeir Kristjánsson, formaður
stjórnar Sparisjóðsins, afhenti styrk-
inn og í stuttu ávarpi sem hann
flutti við afhendinguna kom fram
að stjórn Sparisjóðsins teldi þá aðila
er styrkinn hlutu vel að honum
komna vegna góðra starfa að menn-
ingar- og félagsmálum í Vestmanna-
eyjum. Grímur
Málfregiiir
komnar út
SÍÐARA tölublað Málfregna
1990, tímarits íslenskrar mál-
nefndar, er komið út.
í tímaritinu er meðal annars sagt
frá samþykktum háskólaráðs um
íðorðastörf í Háskóla íslands. For-
maður málnefndarinnar, Kristján
Árnason, dósent, ritar greinina „Is-
lensk málrækt á því herrans ári
1990“. Þá er birt umsögn íslenskrar
málnefndar „Um frumvarp til laga
um mannanöfn" sem nú er til með-
ferðar á Alþingi. Ari Páll Kristinsson
skrifar grein sem nefnist „Skvass
eða squash. Nýyrði eða slettur".
Loks eru í bláðinu ritfregnir o.fl.
Ritstjóri Málfregna er Baldur
Jónsson prófessor.
Morgunblaðið/Jón Gunnnr Gunnarsson
Andey SU-210 við bryggju á
Höfn.
óskar landsmönnum árs og friðar.
Þökkum viðskiptavinum
gott samstarf á árinu.
FALKIN N
ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA
Andey SU
210 kom-
in til Hafnar
FRYSTISKIPIÐ Andey kom fyrir
nokkru til nýrrar heimahafnar í
Hornafirði, en nýr eigandi skips-
ins er útgerðarfyrirtækið Garðey
hf. á Höfn.
Andey er 211 tonn að stærð og
kom til landsins á síðasta ári og var
gert út frá Breiðdalsvík. Samfara
kaupunum á Andey 'ráðgera eigend-
ur Garðeyjar hf. að selja báta sína,
Garðey SF-22 sem er 117 tonn að
stærð og Akurey SF-52 sem er 86
tonn. Kaupverð Andeyjar mun vera
340 milljónir króna og því fylgir 897
tonna þorskgilda kvóti. Skipstjóri
verður Þór Einarsson er var stýri
maður hjá fyrri eiganda skipsins.
Helstu eigendur Garðeyjar hf. eru
bræðurnir Orn Þór og Ágúst Hilmar
Þorbjörnsson á Höfn.
- JGG.