Morgunblaðið - 05.01.1991, Side 34

Morgunblaðið - 05.01.1991, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Þorbergur og Einar „njósna" í IMoregi Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari og Einar Þorvarðarson, aðstoðarmaður hans, fara til Noregs frá Spáni þar sem þeir ætla að taka leiki .í Lotto Cup upp á myndband og kortleggja væntanlega mótheija íslands í B-keppninni í Austurríki. Þar leika Norðmenn og Hollendingar, sem eru í sama riðli og íslendingar og írsaelsmenn í B-keppninni. Einnig Danir, sem verða væntanlegir mótheijar í milliriðli í Austurríki, og svo Aust- urríkismenn. „Það er gott að eiga sem mest- ar upplýsingar um mótheija okkar í B-keppninni,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson. Lotto-keppnin í Noregi stendur yfir frá 16. til 20. janúar. Mikil vinna fram- undan hjá Þorbergi LANDSLIÐ íslands íhandknatt- leik hefur verið mikið í sviðs- Ijósinu að undanförnu, en liðið stendur nú á tímamótum. Margir þungavigtarmenn fyrri ára eru hættir og ungir og óreyndir leikmenn hafa verið kallaðir fram í sviðsljósið. Mikl- ar breytingar hafa orðið á landsliðinu f rá því í heims- meistarakeppninni f Tékkósló- vakíu 1990. Það sést best á því að þegar landsliðið hélt á HM höfðu leikmenn liðsins samtals 2.182 landsleiki að baki, sem var 136,37 landsleik- ir að meðaltali á leikmann. Nú er landsliðið á leið til Spánar og hafa leikmennirnir sem halda þangað leikið samtals FráAtla Hilmarssyni á Spáni Spánverjar velja Spánveijar tefla fram sterku liði á fímm liða mótinu í smábænum Alcobendas, sem hefst í næstu viku. Þó vantar nokkra pósta frá HM í liðið, en þeir eru meiddir. Landsliðshóp- • urinn er þannig skipaður: Markverðir: Rico og Barru- fet, Barcelona, Gutierrez, Caja Madrid. Línumenn: Roman, Atletico Madrid og Ramos, Arrade. Hornamenn: Yrdiales, At- letico Madrid, Bardiedo og Car- rano, Barcelona, Cabanas, Teka. Skyttur: Masip, Barcelona, Hermida og Marin, Atletico Madrid, Alemany, Valencia, Melo, Teka og Ordonez, Map- ansa. SigmundurÓ. Steinarsson skrifar 1.260 landsleiki, sem er 78,75 landsleikir að meðaltali á mann. Kristján Arason er leikreyndasti leikmaður liðsins, en hann hef- ur leikið 223 a-landsleiki. Næstir á blaði koma þeir Jakob Sigurðsson með 200 leiki og Geir Sveinsson með 186 leiki. Þetta eru þeir þrír leikmenn sem eftir eru af landsliðshópnum sem lék í HM í Sviss 1986. Aðeins tveir aðrir leikmenn hafa náð að leika yfir 100 landsleiki; Guðmundur Hrafnkelsson, mark- vörður og Júlíus Jónasson, en þeir Bjarki Sigurðsson og Valdimar Grímsson eiga stutt í 100 leikja markið. Af þessum leikreyndustu leikmönnum okkar eru einn mark- vörður, þrír hornamenn, tvær skytt- ur og einn línumaður. Góðir hornamenn, en skyttur vantar Mesti styrkleiki landsliðsins í sóknarleiknum eru hinir sterku hornaleikmenn sem við eigum, en aftur á móti er mesti höfuðverkur landsliðsþjálfarans hvað fáar stór- skyttur og leikstjómendur hafa komið fram í sviðsljósð. Stórskyttur og leikstjórnendur eins og Alfreð Gíslason, Sigurður Gunnarsson, Páll Ólafsson, Sigurður Sveinsson og Atli Hilmarsson hafa hætt að leika með landsliðinu, en þetta voru allt leikmenn með hátt í 200 lands- leiki og þá er Héðinn Gilsson í lítilli æfingu. - Þegar litið er á sóknarhlið lands- liðsins sést að þar eru leikmenn með minnsta reynsluna. Aðeins tveir leikmenn eru þar sem hafa yfír reynslu að ráða; Kristján Ara- son og Júlíus Jónasson. Þess má geta að Júlíus hefur komið sterkur Knattspyrnuþjálfari óskast Óskum eftir að ráða þjálfara næsta keppni- æstímabil fyrir meistaraflokk. Upplýsingar í síma 93-61504 eftir kl. 17. Víkingur Ólafsvík. Staða frjaísiþrottatijalíara laus UMFA í Mosfellsbæ vill ráða frjálsíþróttaþjálfara nú þegar. Þjálfaranum er ætlað að sjá um frjáls- íþróttaæfingar félagsins og vinna að uppbygg- ingarstarfi ásamt öðrum. Góð kjör. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skulu sendar FrjálsíþróLtadeild UMFA, pósthólf 324, 270 Mosfellsbæ, fyrir 10. janúar. Bjarni (s. 666837) og Höskuldur (s. 667141) veita frekari upplýsingar um starfið. Landsliðshópurínn Hér er listi yfír leikmennina sem leik á Spáni og hvað marga landsleiki þe hafa leikið: Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, FH.11 2 1 Hrafn Margeirsson, Víkingi.... Bergsveinn Bergsveinsson, FH... Hornamenn: Jakob Sigurðsson, Val......... Konráð Olavson, KR............ Bjarki Sigurðsson, Víkingi.... Valdimar Grímsson, Val........ Línumenn: Geir Sveinsson, Granollers.... Birgir Sigurðsson, Víkingi.... Skyttur og leikstjórnendur: Júlíus Jónasson, Asnieres..... Sigurður Bjarnason, Stjörnunni.. Petrekur Jóhannesson, Stjörnurini Einar Sigurðsson, Selfossi... Gunnar Gunnarsson, Ystad...... Kristján Arason, Teka......... Stefán Kristjánsson, FH....... .20 . 3 . 9 . 9 .18 . 4 .13 . 2 . 1 . 1 . 1 .22 . 1 upp að undanförnu, eða eftir að hann varð fastamaður í landsliðinu. Hinir fimm leikmennirnir í skyttu- hlutverkum hafa ekki nema tólf til tuttugu og tvo landsleiki að baki. Leit að leikstjórnanda Leikstjórnun íslenska liðsins hef- ur ekki verið góð, enda hefur það verið höfuðverku landsliðsins und- anfarin ár hvað fáir sterkir leik- stjórnendur hafa komið fram. Páll Olafsson og Sigurður Gunnarsson léku það hlutverk með landsliðinu og síðan hafa margir verið reyndir. Óskar Ármannsson úr FH var að ná góðum tökum á þeirri stöðu en hann varð fyrir því óhappi að hand- arbrotna í vetur og hefur lítið sem ekkert getað leikið með FH undan- farna mánuði. Þess má geta að í síðustu landsleikjum hefur Konráð Olavson, hornamaður, þurft að Bjarki Sigurðsson leikur sinn hundraðasta leik á Spáni ef hann leikur alla þijá landsleikina þar. bregða sér í stöðu leikstjóranda - til að leysa vandann. Þorbergur Aðalsteinsson, lands- liðsþjálfari, hefur lagt mesta áherslu á varnarleikinn frá því að hann tók við liðinu sl. sumar. Einar Þorvarðarson, markvörður, hefur skilið eftir sig stórt skarð. Einar var á sínum tíma einn besti markvörður heims og sýndi mikinn stöðuleika. Því miður hafa þeir markverðir sem nú leika með lands- liðinu ekki náð eins góðu jafnvægi. Þeir eiga misjafna leiki. Þorbergur Aðalsteinsson á mikla vinnu fyrir höndum og það veit hann manna best. Efniviðurinn er fyrir hendi, en það þarf að herða hann og fínpússa fyrir B-keppnina sem verður í Austurríki eftir rúmt Landsliðið til Júgóslavíu Næsta verkefni landsliðsins eftir Spnarferðina verða þrír landsleikir í Reykjavík í lok maí. Enn er ekki ákveðið hver mótheijinn verður, en landslið S-Kóreu kemur til greina. ■Landsliðið heldur síðan til Júgóslavíu í júní, þar sem tekið verður þátt í sex til átta þjóða móti. ■ 21 árs landsliðið tekur þátt í HM í Grikklandi í september. ■í október verða tveir leikur gegn Sviss í Reykjavík og tveir gegn Aust- urríki í nóvember. ■ Stefnt er að því að taka þátt í fjögurra þjóða móti erlendis fyrir jól, en á milli jóla og nýárs koma Svíar og leika hér þijá landsleiki. ■ Landsliðið fer til-Austurríki í byrjun janúar og verður reynt að taka þar þátt í fjögurra þjóða móti. Ef það tekst ekki verður leikið gegn félags- liðum á þeim sióðum sem landsliðið kemur til með að leika í B-keppninni. ■Tékkar koma tii íslands í febrúar 1992 og leika hér tvo landsleiki, en eftir það verður landsliðið saman í þijár vikur til að undirbúa sig fyrir B-keppnina í Austurríki. Danir undir- búa sig vel Andreas Dahl-Nielsen, lands- liðsþjálfari Danmerkur, seg- ist vonast eftir að geta verið búinn að koma upp sterkum lands- liðskjarna fyrir B-keppnina í Aust- urríki, sem verður í mars 1992. Miklar líkur eru á að Danir og íslendingar leika þar saman í milli- riðli. Danir hafa ekki riðið feitum hésti frá landsleikjum sínum að undanförnum vikum. Þeir hafa aðeins unnið einn landsleik - gegn Bandaríkjunum,_ en gert jafntefli gegn Póllandi, íslandi og Noregi. Þá hafa þeir tapað fyrir Þýska- landi, Júgóslavíu, Tékkóslóvakíu, Frakklandi, Póllandi og Noregi. Danir taka þátt í mörgum sterk- um mótum fyrir B-keppnina. Um miðjan janúar taka þeir þátt í Lotto Cup í Noregi ásamt Norðmönnum, Þjóðveijum, Tékkum, Austurríkis- mönnum, Hollendingum og Norð- mönnum. í byrjun febrúar verður mót í Danmörku þar sem Rúm- enía, Ungveijaland og Finnland taka þátt í. Eftir það kemur lands- liðið ekki sarnan fyrr en í sumar og verður þá í æfingabúðum. í október taka Danir þátt í móti ásamt Þjóðveijum, JúgóslÖvum og Tékkum. Danir taka síðan þátt í fimm þjóða móti í Hollandi í nóv- ember og í fjögurra þjóða móti í Danmörku í desember. Þeir verða siðan með í World Cup í Svíþjóð í janúar 1992 og í febrúar leika þeir nokkra vináttulandsleiki gegn Svíum. Andres Dahl-Nielsen segir að lokaspunkturinn verði síðan tíu daga æfíngabúðir fyrir B-keppnina í Austurríki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.