Morgunblaðið - 05.01.1991, Qupperneq 36
VZterkur og Ll hagkvæmur &
auglýsingamiðill! /Zv™>7
JHwgniiMftfeffe /17777') 4 \
LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Starfsmenn Hitaveitunnar kanna skemmdir á rörinu sem tæring
komst í við Höfðabakkabrú í gær.
Um þriðjungnr íbúa
höfuðborgarsvæðis-
ins án heits vatns
TÆPLEGA þriðjungur íbúa
höfuðborgarsvæðisins var án
heits vatns frá því um miðjan
dag í gær og fram á nótt. Gat
kom á heitavatnsæð í Höfða-
bakkabrúnni, sem flytur vatn
til notenda í Hafnarfirði,
Garðabæ, Bessastaðahreppi og
stórum hluta Kópavogs, og
þurfti að loka fyrir rennslið
meðan bráðabirgðaviðgerð fór
fram.
Að sögn Gunnars H. Kristins-
sonar, hitaveitustjóra, uppgötvað-
ist í gærmorgun að gat var á
æðinni og um klukkan 16 var lok-
að fyrir rennslið til að hægt væri
að gera við hana til bráðabirgða.
Segir Gunnar að orsakir þessara
skemmda megi rekja til þess, að
vatn hafi komist ofan í hitaveitu-
stokkinn niður um þenslurauf á
brúnni og tært gat á lögnina.
Samkvæmt upplýsingum frá
stjórnstöð Hitaveitunnar í gær-
kvöldi gekk viðgerð á æðinni vel
eftir atvikum og var stefnt að því
að vatni yrði hleypt á hana aftur
um miðnætti.
Fjármálaráðuneytið:
Vextir á ríkisvíxlum
hækka í 11 prósent
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTI hef-
ur ákveðið að hækka vexti
ríkisvíxla og gildir hækkunin
frá og með síðastliðnum
fimmtudegi, 3. janúar. Ríkis-
víxlar bera nú 11% forvexti, en
þeir voru áður 10%. Viðbótar-
vextir, allt að 1%, eru greiddir
ef sami kaupandi kaupir í einu
lagi víxla fyrir umtalsverðar
fjárhæðir. I greinargerð frá
Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa
segir að nauðsynlegt sé talið að
hækka þessa vexti vegna þess
að hækkun vaxta hjá bönkum
og sparisjóðum sé orðin almenn.
Almenn ársávöxtun ríkisvíxla
er nú á bilinu 11,71% til 11,86%,
en var á bilinu 10,59% til 10,71%.
Sé keypt fyrir 50 milljónir króna
eða meira hækka vextirnir og sé
keypt fyrir 300 milljónir króna eða
meira fæst hámarks vaxtaauki og
eru þá víxlarnir með 12% forvöxt-
um, sem gefa ársávöxtun á bilinu
12,78% til 13,03%.
í lok ársins 1990 nam fjárhæð
ríkisvíxla um 8 milljörðum króna
og höfðu þeir því selst fyrir rúma
tvo milljarða umfram innlausn
eldri víxla á árinu. í greinargerð
Þjónustumiðstöðvar segir að
ríkisvíxlar hafi átt verulegan þátt
í að fjármagna fjárþörf ríkissjóðs
innan ársins, þar sem ríkisvíxla-
stofninn náði 11 til 13 milljörðum
króna þegar mest var.
Þá segir í greinargerðinni að
þar sem nafnvextir hjá bönkum
og sparisjóðum hafi verið að
hækka á undanfömum vikum, sé
hækkun vaxta ríkisvíxla ákveðin
Sovétmenn hafa aflýst afhend-
ingu gasolíufarms hingað til lands
sem átti að afhenda nú í byijun
árs.
Sú skýring var gefin að ekki
hefði samist um nýja verðskrán-
ingu milli íslendinga og sovéska
til þess að halda samkeppnisstöðu
þeirra gagnvart öðrum óverð-
tryggðum skuldbindingum.
Almennum forvöxtum ríkisvíxla
var síðast breytt 19. september
síðastliðinn, er þeir voru lækkaðir
úr 12% í 10%. Síðustu tvo við-
skiptadaga nýliðins árs voru stærri
kaupendum boðnir 12,5% vextir
af ríkisvíxlum.
olíufélagsins Soyuznefteexport.
Um miðjan mánuðinn á að af-
henda farm af svartolíu og ræðst
væntanlega af því hvort semst um
verðviðmiðun hvort staðið verður
við afhendingu hans.
Sovétmönnum sent
gagntilboð um olíuverð
Sovétmenn aflýsa afhendingu olíufarms
VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ hefur sent svar til sovéska olíufélags-
ins Soyuznefteexport um verðviðmiðun olíu. Björn Friðfinnsson
ráðuneytisstjóri segir að í gær hafi verið sent gagntilboð til Sovét-
manna eftir fund með fulltrúum olíufélaganna og var óskað svars
í næstu viku. Hann vildi ekki staðfesta hvað fólst í tilboðinu.
Morgunblaðið/KAX
Fjölskyldurnar tvær sem dvöldust um borð í skuttogaranum Orvari þar sem hann lá við festar^í höfninni á Skagaströnd..Yngsti
fjölskyldumeðlimurinn lengst til hægri á myndinni er tveggja mánaða gamall.
_ ••
Flúðu um borð í Orvar vegna kulda
TVÆR fjölskyldur frá Skaga-
strönd höfðu Húið kaldar stofur
heimila sinna og komið sér fyr-
ir í hlýjum matsalnum í togar-
anum Orvari þegar blaðamenn
Morgunblaðsins fóru um
Skagaströnd í gær.
Aimannavarnanefnd staðarins
setti upp stjórnstöð sína um borð
í Örvari, en skipið er búið farsím-
um og talstöðvum. Hjá Kaupfélagi
Húnvetninga hafði gengið mjög á
ýmsar vörur og mjólk var þar
uppurin í gærmorgun.
Björn Viðar Hannesson og kona
hans voru að orna sér við kaffi-
sopa og piparkökur í lúkarnum
ásamt börnum sínum þremur og
létu vel af vistinni um borð. „Við
erum hérna vegna rafmagns- og
símaleysis, eða bara allsleysis, því
ekkert höfum við vatnið heldur,"
sagði Björn. „Annars hefur snjór-
inn bjargað okkur, við höfum
brætt hann á gasprímus sem við
höfum líka notað við matseldina,
sagði Björn. Kona hans varð strax
sjóveik þegar hún steig um borð
í Örvar, enda með afbrigðum sjó-
veik, að eigin sögn.
Sjá miðopnu og bls. 21..
Landspítalinn:
Ekki hægt að
fjölga hjarta-
aðgerðum eins
og áætlað var
EKKI hefur verið hægt að
fjölga hjartaaðgerðum á Lands-
pítalanum, eins og áformað
hafði verið um áramótin. Er
ástæða þessa kjaradeila aðstoð-
arlækna við ríki og borg. Þórar-
inn Ólafsson, yfirlæknir svæf-
ingadeildar Landspítalans, seg-
ir að svæfingalæknar geti ekki
annað fleiri en þremur aðgerð-
um á viku nú, en stefnt hafi
verið að því að hægt yrði að
framkvæma fjórar á viku.
Þórarinn Ólafsson segir að í
september hafi verið ákveðið að
fjölga hjartaaðgerðum á Land-
spítalanum, þannig að hægt yrði
að framkvæma þrjár eða jafnvel
fjórar á viku.
Jafnframt hafi verið áformað
að fjölga aðgerðum enn frekar upp
úr áramótum.
Hann segir að málið sé nú hins
vegar í biðstöðu enda treysti svæf-
ingalæknar sér ekki til að fjölga
þessum aðgerðum. Meðal þeirra
gæti nú þreytu vegna aukins
vinnuálags, þar sem þeir hafi
þurft að ganga í störf aðstoðar-
lækna.
Þórarinn segir hins vegar að
búast megi við að hjartaaðgerðum
verði fjölgað strax og kjaradeila
þeirra ieysist.