Morgunblaðið - 05.02.1991, Síða 2

Morgunblaðið - 05.02.1991, Síða 2
2 MÖRGUNBLAÐI® ÞRIÐJUDACHJR 5. FEBRUAR Í991 Klukkan þrjú á sunnudag var lægðarmiðjan við Vestíirði um 943 millibara djúp. Þá var vindur suðvestíægur viðast á landinu og veðurhæðin mest á beltinu Breiðafjörður að Vestmannaeyjum og norðaustur yfiir landið að Húnaflóa og Skagafirði. Mesti vindhraði sem mælst hefiir á landinu Veðurstofan spáði svo vel sem kostur var eftir fyr- irlig-gjandi upplýsingum, segir veðurstofustjóri MES'ft vindhraði sem mælst hefur hér á landi kom fram á vindmæli í Vestmannaeyjum á sunnudag, þegar 10 mínútna meðalvindhraði mældist 110 hnútar. Trausti Jónsson veðurfræðingur á veðurfars- deild Veðurstofu íslands segir það þó að ölium líkindum sambæri- legt við 108 hnúta vindhraða sem mSeldist á mæli annarrar gerðar í Vestmannaeyjum 1963. Vindhraði í Reykjavík mældist 68 hnútar þegar mest var og sló upp í 78 hnúta í verstu hviðunum. I Reykjavík tók að hvessa verulega um klukkan átta á sunnudagsmorgun og náði veðrið hámarki um hádegisbil. Lægðin, sem olli veðrinu, gekk yfir landið á um 100 kílómetra hraða á klukkustund og var veðrið því um þremur tímum síðar á ferðinni nyrst á landinu. Páll Bergþórs- son veðurstofustjóri segir lægðina ekki hafa komið fram á spákort- um fyrr en klukkan sex á sunnudagsmorgun. Hann segir að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar hafi veðurfræðingar Veðurstofunnar spáð svo vel sem kostur var og reyndar meira en svo, þar sem þeir hafi ítrekað varað við hugsanlegu hvassviðri bæði á föstudag og laugardag. Vindhraði í Reykjavík, mældur á Veðurstofunni, var 35 hnútar klukkan 7 á sunnudagsmorgun. Klukkan átta var hann 43 hnútar og gustaði í 58. Klukkan 11 var meðalvindur kominn í 68 hnúta og sló upp í 75. Milli klukkan 12 og 13 snérist vindáttin þegar skil gengu yfir úr suðaustan í suðvestan og lægði nokkuð á meðan, en þó hélst vindur um og yfír 40 hnútar. Á Reykjavíkurflúgvelli mældust hins vegar 25 hnútar á tímabili um klukkan 13.30. Klukkan 14 var meðalvindur 64 hnútar og fór í 78 í hviðunum. Veðrið var siðan að mestu gengið niður klukkan 18 en þá var vindur 38 hnútar. Lægðin var ekki til á föstudag Páll Bergþórsson veðurstofu- stjóri var spurður hvað hefði valdið þessu veðri og hvort ekki hefði mátt sjá það fyrir fyrr og vara við því. olli þessu óveðri ekki til. Ekki farin að myndast," sagði Páll. „Hins veg- ar var búist við því á föstudag að hún mundi myndast á laugardag og var spáð um 1.500 kílómetra suður í hafi, en hins vegar sagt að það væri mjög óvíst hvað yrði úr henni síðar meir, þó væri hún mjög varhugaverð og gæti orðið hvasst á sunnudag af henni. í Sjónvarpinu á föstudag var sagt að þetta mundi skýrast á laugardag. Svo kemur laugardagurinn og, mikið rétt, lægðin myndast og er kannski heldur lengra suður í hafí en hafði verið spáð, gríðarlega langt suður í hafí og alls ekki djúp að því er séð varð. Þá eru enn tölvu- spár um það að það verði hægviðri vestanlands á sunnudag en nokkuð hvöss sunnanátt á Austurlandi og veðurfræðingurinn sem kom í Sjón- varpið á laugardagskvöld hélt sig við þetta, en benti á að það mætti litlu muna hvort hún færi austar eða vestar og ef hún til dæmis færi vestur þá yrði þessi sunnanátt um allt landið. Svo líður og bíður og það koma engar nýjar bendingar um þetta á laugardag. Tölvuspámar gera alltaf ráð fyrir því sama, þangað til loks- ins um þijú eða fjögurleytið aðfara- nótt sunnudagsins, þá kemur ný tölvuspá, sem bendir til þess að það múni verða stormur eða rok um allt land. Þá er strax gefin út aðvör- un eins og gert er alltaf í byijun spár, búist er við stormi eða roki á_ þessum og þessum stöðum. Veðurdufl klukkan sex á sunnudagsmorgun Svo skiptir engum togum að klukkan sex morguninn þá kemur fram á veðurdufli um 150 kílómetra suðvestur af landinu að þar fellur loftvogin gífurlega mikið og er þá byijað að hvessa. Það herðir svo meira og verður enn hvassara held- ur en hafði verið búist við þá um nóttina. Spáð hafði verið 9 til 10 vindstigum en verða 11 og sums staðar 12. Raunar mest um yestan- vert landið þvert á móti því sem hafði verið búist við. Má reyndar segja það að á laugardag þegar lægðin var lengst suður í hafi, þá mátti ekki muna nema um 10 gráð- um í stefnu á ísland hvort hún færi yfír landið eða fyrir vestan það svo að maður sér á því hvað þetta er viðkvæmt." Spár voru eins og hægt var að búast við —Hefði Veðurstofan átt að geta séð þetta fyrr? „Eg get ekki séð betur, eftir að hafa skoðað þessi kort öll sömul, en að þeir hafí á hveijum tíma gert í rauninni það sem hægt var að búast við og kannski heldur meira, eins og þetta, að benda á hvað mætti litlu muna með stefnuna á lægðinni og að hún gæti verið var- hugaverð, þó að hún væri ekki orð- in djúp og ég tala nú ekki um þeg- ar hún var ekki orðin til. Mér fínnst að þeir hafi gert þetta þama á föstudag og laugardag eftir þeim gögnum sem þeir höfðu í höndunum og vel það.“ —Vantar eitthvað í upplýsinga- kerfi Veðurstofunnar til að bæta spámar? „Já, það er enginn vafi að það em allt of stijálar veðurathuganir á sjónum og við liðum töluvert fyr- ir það, en hitt er annað mál að þessi lægð fór að því er virðist ekki að dýpka svona ofsalega fyrr en mjög snögglega um nóttina og jafn- vel um morguninn." Ekki fellibylur —Er þessi lægð eitthvað í líkingu við fellibylji? „Nei, hún er það nú ekki. Þetta er í rauninni alveg ósvikin vetrar- lægð á okkar slóðum og alls ekki með einkenni fellibyls. Hitt er ann- að að þær geta verið skæðar,“ sagði Páll Bergþórsson. Trausti Jónsson tók í sama streng. „Það er nú ekki,“ sagði hann, „ekki miðað við það sem verst er í fellibyljum. Þetta sem mældist í Vestmannaeyjum er ekkert ósvip- að því sem mælist gjarnan í fellibylj- um, en þeir geta orðið ennþá verri.“ 110 hnútar í Eyjum Trausti sagði að aldrei hefði mælst jafn mikill meðalvindhraði í Vestmannaeyjum eins og nú, hann fór í 110 hnúta. „Aftur á móti er þess að geta að þar var skipt um vindhraðamæli líklega 1966 eða 1967, á þeim mæli er til mæling frá október 1963 upp á 108 hnúta og það munar svo litlu að ég held að það hljóti að vera sambærilegt. Þá varð mjög mikið tjón í Vest- mannaeyjakaupstað. Þessar lægðir eru að mörgu leyti mjög svipaðar, en hún fór aðeins austar sú lægð og það munaði því að þá slapp höfuðborgarsvæðið og þéttbýlið að mestu leyti. Þetta stendur svo glöggt að 50 kílómetrar til eða frá munar svo miklu. Þessi belti, þar sem aðalfárviðrið er, eru svo mjó.“ Ekki eins hvasst í Reykjavík eins og 1981 Trausti sagði að í Reykjavík hefði tvisvar áður á undanförnum 20 árum mælst meiri vindhraði. Þar hafí mælst talsvert meiri vindur heldur en nú þann 16. febrúar 1981, 77 hnúta meðalvindhraði. Vindáttir voru mjög svipaðar, en suðaustan- áttin var hvassari. í september 1973 mældist 72 hnúta vindhraði. Á sunnudag mældist mest 68 hnúta 10 mínútna vindhraði. Trausti sagði að tjónið nú benti til þess að þetta veður væri sam- bærilegt því versta sem búast mætti við á landinu þegar á heildina er litið. í Reykjavík mætti búast við slíku veðri á fimm til tíu ára fresti. Á Suðurlandi og Norðurlandi vestra líði lengri tími á milli. Hann sagði að miðað við líkur ætti ekki að vera að vænta svo sterkra vindhviða að þær taki til dæmis fjárhús og gjö- reyðileggi nema á nokkurra áratuga fresti. I Vestmannaeyjum mætti gera ráð fyrir svona veðri á um 50 ára fresti. í Reykjavík steig loftvog steig um 30 millibör á þremur klukku- stundum og hefur ekki áður stigið jafn mikið á svo skömmum tíma í þau rúmu hundrað ár sem mæling- ar hafa staðið. 8. febrúar 1959 skall á fárviðri suður og vestur af Grænlandi sem enn er í margra minni. í því veðri fórst togarinn Júlí frá Hafnarfírði og togarinn Þorkell Máni frá Reykjavík var hætt kominn. Trausti segir að þetta veður á sunnudag hafí borið að með mjög svipuðum hætti og veðrið- á miðunum þá, en það veður náði landinu tveimur dögum eftir að það geysaði á mið- unum og hafði þá dregið töluvert úr kraftinum. Síðan komu aðrar fárviðrislægðir í kjölfarið, 12., 14., 15. og 17. febrúar. Trausti vildi ekki halda því fram að nú væri að vænta svo margra lægða með svo skömmu millibili, en þó væri allra veðra von. „Það er alveg geysilegur sunnanstrengur í háloftunum og búinn að vera yfir landinu núna í nokkra daga og verð- ur í tvo, þijá daga til viðbótar. Á meðan það er getum við sagt að sé allra veðra von þó maður eigi varla von á að það verði eins og á sunnudag," sagði Trausti Jónsson. Á föstudag er þessi lægð sem * Þórður Þórðarson, VIS: Kemur á óvart hve margir eru ótryggðir Viðlagatrygging bætir ekki foktjón ÞÓRÐUR Þórðarsonar hjá Vátryggingafélagi íslands sagðist í sam- tali við Morgunblaðið í gær telja, að um þriðjungur tjónþola í óveðr- inu á sunnudag megi bera skaða sinn bótalaust, þar sem þeir hafa ekki tryggt hús sín. Skyldutrygging húsa nær ekki yfir tjón af völd- um veðurs, heldur einungis af völdum bruna. Kaupa þarf sérstakar tryggingar fyrir tjóni á húsum og innbúi af völdum veðurs. Tjón á bílum fæst bætt, ef þeir eru kaskótryggðir. Viðlagatrygging íslands bætir ekki foktjón, þar sem sú trygging nær samkvæmt lögum ein- ungis yfir tjón af völdum jarðskjálfta, eldgosa, snjóflóða og skriðu- falla og af völdum flóða af hafi. Ljóst er að tjón nemur að minnsta kosti hundruðum milljóna króna í veðrinu, en ekki lágu í gær fyrir upplýsingar hjá tryggingafélögum um hve mikið það er í heildina og voru tilkynningar að berast inn stanslaust allan daginn. Morgunblaðið leitaði til tveggja stærstu tryggingafélaganna eftir upplýsingum um hvers konar trygg- ingar bæta tjón af völdum veðurs. Fram kom að þegar tjón verður í veðri, sem er 11 vindstig eða meira, er almennt ekki litið á þann sem tjónvald, sem á eign sem fýkur eða til dæmis plötur fjúka af. Þó sé hægt að reýna að krefja menn bóta, ef sýnt þyki að þeir hafí gengið illa eða kæruleysislega frá eigum sínum, þannig að augljós hætta stafí af í hvassviðri. Guðmundur Jónsson, deildar- stjóri í tjónadeild Sjóvár-Almennra og Þórður Þórðarson, hjá Vátrygg- ingafélagi íslands, sögðu að þær tryggingar sem ná yfír veðurtjón eins og víða varð um helgina séu fasteignatrygging og húseigenda- trygging, sem bæta tjón á húseign- um. Þær tryggingar þarf að kaupa sérstaklega, þær eru ekki svokall- aðar skyldutryggingar. Undir þess- ar tryggingar fellur tjón til dæmis þegar þök fjúka og gluggar brotna. Innanstokksmuni sem skemmast vegna þessa þarf að tryggja með ljölskyldutryggingu, sem sömuleið- is þarf að kaupa sérstaklega. Tjón á bílum eru bætt, ef bíllinn er kaskótryggður. Hins vegar er brotin framrúða greidd út úr fram- úðutryggingu, þótt bíllinn sé ekki kaskótryggður. Þórður Þórðarson sagði að ótrú- legur fjöldi tilkynninga hefði borist um tjón af völdum veðursins. í sum- um sveitum væri jafnvel tjón á hveijum bæ. Hann sagði að til aðal- skrifstofu hefðu komið um 400 til- kynningar og þá er ótalið það sem tilkynnt er á umboðsskrifstofum um allt land. Hann sagði engar upplýs- ingar enn liggja fyrir um heildar- tjón, en kvaðst telja að það næmi hundruðum milljóna króna. Hann taldi ljóst að meðal stærstu tjóna einstakra aðila væri þar sem gróð- urhús og allur gróður í þeim hefði eyðilagst. Þórður sagði koma á óvart hve margir væru ótryggðir, og væri það áhyggjuefni. Miðað við fyrirspurnir í gær mætti ætla að um þriðjungur tjónþola væri ótryggður. í atvinnuhúsnæði er húseigenda- trygging einnig helsta tryggingin, en menn verða að hafa sérstaka foktryggingu á lausamunum eigi þeir að fást bættir. Viðlagatrygging bætir ekki foktjón Tjón af völdum veðurs er. ekki bætt af viðlagatryggingu. Að sögn Geirs Zoéga, framkvæmdastjóra Viðlagatryggingar íslands, bætir tryggingin tjón af völdum eldgosa, jarðskjálfta, snjóflóða og skriðufalla og tjón af völdum flóða þegar ár og lækir flæða yfir bakka eða ef flóðbylgjur frá hafi eða vötnum ganga á land. Geir segir fyrirspurn- ir hafa komið um þijú tjón sem urðu í veðrinu um helgina á hafna- mannvirkjum á Sauðárkróki, Hólmavík og Reykhólum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.