Morgunblaðið - 05.02.1991, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.02.1991, Qupperneq 4
morgunBlaðíð- þíriðjuöa'gur r>’ !f^bi^ar: -1«!U Jóhann Briem látinn JÓHANN Briem, listmálari, lést 1. febrúar. Hann fæddist á Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi 17. júlí 1907. Eftir stúdentspróf frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1927 hélt Jóhann til Þýskalands þar sem hann stundaði nám hjá Woldemar Winkler í Dresden 1929-31 og Max Feldbauer og Ferdinand Dorsch í Staatliche Kunstakademie í sömu borg. Að námi loknu kom Jóhann heim til íslands þar sem hann starf- aði að myndlist og kenndi myndlist- amemum. Hann var formaður Bandalags íslenskra listamanna 1941-44 og einn af stofnendum Nýja myndlistarfélagsins 1952. Jó- hann teiknaði myndir í fjölda bóka, m'álaði veggskreytingar og fjölda altaristaflna. Hann hefur haldið margar listsýningar og tekið þátt í mörgum sýningum erlendis. Þá hef- ur hann ritað margar greinar í blöð og tímarit. Fyrri kona Jóhanns var Eleonore Hertha, dáin 24. júlí 1941. Seinni kona hans er Elín Briem og eiga þau þijár dætur, Katrínu Briem, skólastjóra Myndlistarskólans í Reykjavík, og Ólöfu og Brynhiidi Briem, lyfjafræðinga. Jóhann Briem Flug fór verulega úr skorðum um helgina BÆÐI millilandaflug og innanlandsflug Flugleiða fór verulega úr skorð- um um helgina, fyrst og fremst vegna veðurs, að sögn Einars Sigurðs- sonar blaðafulltrúa Flugleiða. „Bæði Ameríku- og Evrópuflug fór úr skorðum á laugardag og sunnudag vegna veðurs. Einnig bættust við tafir vegna bilunar, sem tók lengri tíma að ganga frá í Keflavík en ætlað var. Vegna þessarar bilunar var tekin vél á leigu frá Banda- ríkjunum fyrir eina ferð hingað. Áður hafði verið tekin vél á leigu frá Bandaríkjunum vegna reglubundinnar, langrar skoðunar á Flugleiða- vél.“ Flug klukkan 11 á sunnudags- inni, þegar það gerði heiftarlegt veð- morgun frá Keflavík tafðist svo vélin ur og hún var tvo klukkutíma að komst ekki af stað fyrr en klukkaji komast frá stöðinni. Þá um morgun- 14. Vélin var rétt komin frá flugstöð- in kom einnig leiguflugvél með far- þega frá Bandaríkjunum og mjög illa gekk að koma henni að flugstöðinni. Þessi vél var tekin á leigu vegna þess að fara þurfti út í tímafrekari mótorviðgerðir á vél, sem við vorum með í skoðun. Ekki er Ijóst hver bil- unin er, þannig að skipta verður um mótor en viðvörunaijós kviknaði um olíusmit." Einar segir að Evrópuflugið hafi einnig farið allt meira og minna úr skorðum á sunnudag vegna veðurs- ins. VEÐUR ■ IJ ’■ k ■ .. ■ w ■ "j"" VEÐURHORFUR I DAG, 5. FEBRUAR YFIRLIT í G/ER: Á Grænlandssundi er 984ra mb tægð sem þokast norðnorðvestur, en 970 mb lægð um 700 km suðvestur af Reykja- nesi hreyfist norðaustur. SPÁ: Hvöss sunnanátt eða stormur og rigning eða slydda með 3ja ti! 8 stíga hita um austanvert landið. Vestanlands verður hvöss suðaustan átt og rigning eða slydda með 1 til 4ra stiga hita í kvöld, en kólnar aftur með suðvestan stinningskalda og allhvössum éijum f nótt og á morgun. TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus -(^)- Heiðsk/rt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. • V V Skúrir Él Þoka •Qj Léttskýjað / / / / / / / Rigning Hálísl<^a® / / / * / # ? ? Þokumóða Súld / * r * Slydda / * / oo Mistur Skafrenningur lil"**8 * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍDA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 3 aiskýjað Reykjavík 2 alskýjað Bergen 1 léttskýjað Helsinki *4 léttskýjað Kaupmannahöfn 1 skýjað Narssarssuaq +23 léttskýjað Nuuk +20 skafrenningur Osló 6 iéttskýjað Stokkhólmur 1 léttskýjað Þórshöfn 0 léttsksýjað Algarve 14 léttskýjað Amsterdam 4-3 mistur Barcelona 12 mistur Berlín *2 snjókoma Chicago vantar Feneyjar 4 þokumóða Frankfurt •5*1 mistur Glasgow 0 snjókoma Hamborg i skýjað Las Þalmas vantar London 1 mistur LosAngeles 12 þokumóða Lúxemborg 0 mistur Madrfd 8 hálfskýjað Maiaga 16 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Montreal +4 skýjaö NewYork vantar Oriando vantar Parls 1 skýjað Róm ð þokumóða Vín 4 þokumóða Washíngton vantar Winnipag 2 skýjað Langbylgjumastríð á Vatnsendahæð hrundi í veðurofsanum: Ný langbylgjustöð gæti kostað 7-800 milljónir - segir útvarpsstjóri LANGBYLGJUSENDINGAR Ríkisútvarpsins féllu út í óveðrinu á sunnudag þegar annað stórmastrið á Vatnsendahæð hrundi í storminum kl. 13.20. Mastrið var orðið meira en 60 ára gamalt og hefur oft verið varað við að það stæðist ekki kröfur um styrkleika auk þess sem sendar í stöðinní eru löngu úr sér gengnir. Að sögn Markúsar Arnar Antons- sonar, útvarpsstjóra, var rætt um neyðarráðstafanir á fundum í stofnun- inni í gær. Er verið að kanna hvort það mastur sem enn stendur er nýtanlegt fyrir langbylgjusendingar. „Ástand þess er mjög slæmt og spurning hvort ætti að rífa það niður. Greinargerð sérfræðinga um þetta mun liggja fyrir innan fárra daga,“ sagði Markús. Markús sagði að ef ekki reyndist kleyft að nýta mastrið sem eftir stendur sé til athugunar að koma upp loftnetsmöstrum til bráðabirgða sem eru til hjá Pósti og síma ög hefja útsendingar um loftnet sem yrði strengt á milli þeirra. „Þetta er auðvitað mjög bagalegt fyrir sjómenn á hafi úti og við erum að kanna leiðir til að endurvarpa fréttum, veðurfregnum og öðrum nauðsynlegum tilkynningum hjá strandstöðvum. Það verður engin lausn endanleg fyrr en búið er að byggja nýja stöð og mér heyrist á umræðum á alþingi að fullur vilji sé til að taka á þessu máli. Geri ég ráð fyrir að undirbún- ingur þess verði settur af stað og fjármagn til þess verði tryggt. Þá ætti að sjá fyrir endann á því á tveim- ur til þremur árum,“ sagði Markús. Hann sagði að verð væri breytilegt á búnaði fyrir nýja endurvarpsstöð. „Menn eru þó þeirrar skoðunar að ef á að byggja nýja stöð með 500 kílóvatta sendi, sem eigi að geta tek- ið við hlutverki beggja stöðvanna á Vatnsenda og Eiðum og ná um landið allt og út á hafsvæðin, gæti sú fram- kvæmd kostað á bilinu 7 - 800 millj- ónir,“ sagði hann. I veðurofsanum á sunnudag brotn- aði einnig mastur í Langholti í Hrunamannahreppi og er unnið að bráðabirgðaviðgerðum svo hægt verði að helja útsendingar þar að nýju en FM sendingar og sjónarpsút- sendingar féllu þar út. Sagði Markús að tjónið næmi um 2 milljónum. ísing olli símatruflimum fyrir vestan og norðan TRUFLANIR voru enn á örbylgjusamböndum Pósts og sírna í gær vegna ísingar en starfsmenn unnu að viðgerðum í allan gærdag. Fjar- skipakerfi Pósts og síma stóðust veðurofsanum nokkuð vel á sunnu- dag, að sögn Þorvarðar Jónssonar, framkvæmdasljóra tæknisviðs Pósts og sima. Orbylgjusambönd til Vesturlands, Vestfjarða og Norðurlands urðu þó fyrir miklum truflunum vegna ísingar og var simasamband lélegt til Vesturlands og Vestufjarða frá kl. 13 - 17 á sunnudag og frá kl 13 - 22 til Norðurlands en gripið var til þess ráðs að umtengja 120 tallínur yfir á ljósleiðarastrenginn til Norðurlands og því rofnaði sima- sambandið ekki. Meiri truflanir urðu á talsímasambandi út úr Iandinu þar sem jarðstöðin Skyggnir snérist í hvassviðrinu. Varaloftnet kom þó á sambandi að hluta við umheiminn. Þorvarður sagði í samtali við Morgunblaðið að ástandið hefði verið verst á Snæfellsnesi og Vestfjörðum. „Það var þó aldrei um algert sam- bandsrof að ræða vegna ísingar, þar sem einstaka símtöl fóru í gegn. Rafmagnsleysið'olli því líka að tæmd- ist af rafhlöðu í Sangerðisstöðinni og rofnaði sambandið þangað í einn og hálfan klukkutíma þar til varavél var tekin í notkun,“sagði hann. Þorvarður sagði að töluvert álag hefði verið á símkerfinu á meðan Leiðréttiiig- Á baksíðu Morgunblaðsins á föstudag birtist frétt um að troll frystitogarans Vestmannaeyjar hefði bráðnað er hún var að veið- um í Breiðamerkurdýpi. Nú hef- ur komið í ljós að frétt þessi var röng. Birgir Þór Sverrisson, sem var skipstjóri í þessari veiðiferð, stað- festi þetta í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Hann sagði að atburður þessi hefði átt að eiga sér stað er hann var í koju og er hann kom á vaktina hafi honum verið sögð þessi tíðindi og sýnd vegsum- merkin. Hann sagðist ekki hafa haft frumkvæði af að koma þessu í fjölmiðla en hefði svarað spurning- um þeirra um málið, þegar á hann var gengið. Hann hafi gert það eft- ir bestu samvisku, en nú hafi hins vegar komið í ljós að áhöfn skips- ins, eða alla vega hluti hennar, hafí staðið saman um að útbúa þessa sögu og ljúga henni í sig og reyndar fleiri. Morgunblaðið biður lesendur sína afsökunar á því að það skuli hafa verið notað með þessum hætti í gálgahúmor fyrmefndrar áhafnar. veðurofsinn stóð yfir. „Við vorum famir að óttast að geymarnir í Landsímahúsinu myndu ekki duga þar sem stöðin varð útundan í raf- magnsskömmtuninni og stóð það yfir á sjötta tíma á sunnudag sem hefði getað valdið truflunum á símstöðv unum. Við höfðum þó út- vegað varavél fyrir Landsímahúsið þegar rafmagnið kom aftur inn,“ sagði hann. Jarðstöðin Skyggnir snérist til í vindhviðunum og missti gervitungla- sambandið. Olli það miklum truflun- um á fjarskiptum út úr landinu frá kl. 9 - 19 á sunnudag. Samband um varaloftnet komst þó á kl. 13.20 og tókst að halda símasambandi við útlönd að hluta til. ------' Leiðrétting: Eignaraðild Shell að Skeljungi í frétt í blaðinu síðastliðinn laug- ardag um eignaraðild útlendinga að íslenskum fyrirtækjum urðu mistök við lestur úr töflu til þess að ýkja stórlega eignaraðild út- lendinga að Olíufélaginu Skelj- ungi. Rétt er að í lok ársins 1989 átti Shell Petrol Company 20% hlutafjár í Skeljungi og var sú eign metin á um 361 milljón króna og Shell As- iatic Petrol átti á sama tima 4,11% hlutafjár í Skeljungi og var sú eign talin um 74 milljón króna virði. Beðist er velvirðingar á mistökun- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.