Morgunblaðið - 05.02.1991, Side 13

Morgunblaðið - 05.02.1991, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1991 .13 Menntamálaráðuneytið: Upplýsinga- bæklingur um fullorð- insfræðslu Skurðstofusorp á Gufunesi getur valdið sóttkveikjum Málið verður skoðað, segir heilbrigðisráðherra SÓTTNÆMUM úrgangi frá sjúkrahúsum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ekið á sorphaugana í Gufunesi en ekki verið eytt í samræmi við mengunarvarnareglugerðir í brennsluofnum. Sorpið, sem kemur meðal annars frá skurðstofum, getur valdið sóttkveikjum við snertingu og fugl sem kemst í það áður en það er urðað getur borið sóttkveikjur. Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra segir að þetta mál verði tekið til athugunai- í ráðuneytinu. „Svona úrgangur á alls ekki að fara á urðunarstað eins og í Gufu- nesi. Hoilustuvernd mun hins vegar ekki beita sér í þessu máli að öðru leyti en því að -gera rammareglur um þetta. Að öðru leyti er það sjúkrahú- skerfísins að taka á þessu máli, það ætti að vera fullfært um að sinna þessu svo að vel sé,“ sagðí Birgir Þórðarson, skipulagssstjóri Hollustu- vemdar ríkisins. Sjúkrahúsið á Akranesi hefur eytt þessum úrgangi í brennsluofni eins og reglur gera ráð fyrir en slíkur búnaður er ekki til við sjúkrahús annars staðar á landinu. „Þetta þurfa að vera háhitaofnar með 7-800 gráðu hita. Síðan þarf að koma til eftir- brennsla á reyk og hreinsun á reykn- um því við erum að tala um úrgang frá skurðstofum, blóð og annað slíkt,“ sagði Birgir. Borgarspítalinn hefur sett þennan úrgang í sérstakar tunnur og síðan er þeim brennt með innihaldi. Birgir sagði að forsvarsmönnum ríkisspítal- anna hefðu verið boðin þessi þjón- usta, sem unnin er af einkaaðilum, en þeim þætti hún of dýr. Hann taldi að kostnaður við eyðingu sorpsins á þennan hátt næmi á milli 5-10 kr. á hvert kg sem þó væri smáræði sam- anborið við kostnað í Bandaríkjum. Hann sagði að þar kostaði eyðingin um 50-60 kr. á hvert kg enda mis- munandi aðferðum beitt. Birgir sagði að vikið væri lítillega að eyðingu slíks úrgangs í mengun- varvarnareglugerð. „Það er í gangi vinna við stefnumótun varðandi allt sem lýtur að sorphirðu og endur- vinnslu. Þar er tekið á þessu en í raun þarf sérstaka reglugerð um svona úrgang, hvernig eigi að með- höndla hann og hvemig eigi að farga honum. Hana vantar alveg,“ sagði Birgir. „Ég fæ upplýsingar um þetta mál eftir helgina. Það virðist ekki vera í samræmi við mengungarvarnareglu-' gerðir sem ég hef gefið út. Við verð- um að sjá hvað býr þama að baki og sjá hvort spítalarnir hafi ekki aðstöðu til að vinna samkvæmt þess- ari reglugerð. Það verður að skoða það og taka á því,“ sagði Guðmund- ur Bjamason. Skrifstofutækni Fyrir aðeins kr. 4750' á mánuði. Námið kemur að góðum notum í atvinnuleit. Einungis eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Til dœmis: Bókfærsla Tölvubókhald Ritvinnsla Tollskýrslugerð V erslunarreikningur Verðið miðast við skuldabréf til tveggja ára. ^ Tölvuskóli Islands Sími: 67 14 66, opið til kl. 22 Menntamálaráðuneytið hefur gefið út upplýsingabækling um fullorðinsfræðslu. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðuneytið safnar saman upplýsingum í slíkan bækling. Tilgangur bæklingsins er að hafa tiltækt á einum stað yfirlit yfir þá aðila sem bjóða upp á fullorðins- fræðslu og hvers eðlis sú fræðsla er. Ekki eru veittar upplýsingar um ein- stök námskeið en í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu segir að slíkt sé vart gerlegt þar sem námskeiðaframboðið sé breytilegt á hvetjum tíma. í stað þess er fólk hvatt til að afla sér frek- ari upplýsinga hjá einstökum fræðsluaðilum. Upplýsingabæklinginn verður hægt að fá hjá bókasöfnum, heilsu- gæslustöðvum, fyrirtækjum, stéttar- félögum, ýmsum fræðsluaðilum, menntamálaráðuneytinu og fleiri að- ilum. Kr. 995,- Rauðir 21212 ÖRUGGUR VINNUSTAÐUR - GOTT STARFSUMHVERFI Mikilvægir þættir sem sífellt þarf aö vaka yfir. Við eigum mikið í húfi íslendingar, hvernig þessi mál þróast. Gott starfsumhverfi er einn meginþáttur umhverfisverndar, og engum _ blandast hugur um að hrein og tœr náttúra landsins ásamt fyrirtækj- um, sem búin eru samkvœmt ýtrustu hreinlætis- og mengunarvarna- kröfum, eru bestu vopnin þegar att er kappi við aðra framleiðendur á heimsmörkuðum. Öryggi á vinnustað og góður aðbúnaður starfsfólks eru eftirsóknar- verð markmið jafnt launþega og vinnuveitenda. Á þessu sviði eru mörg verkefni og stór sem bíða úrlausnar, en efalaust hafafáir gert sér greinfyrir því, að unnt er að leysa þau með langtíma fjármögnun. í lögum Iðnlánasjóðs eru ákvœði, er heimila honum að lána í þessa mikilvœgu uppbyggingu. GÆTUM LANDSINS - GERUM HREINT. IÐNLÁIMASJÓÐUR ÁRMÚLA 13a, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 68 04 00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.