Morgunblaðið - 05.02.1991, Page 18
íl
Í8Í?I !ÍATI3aTi .3 3r:;)AnUí.<II5J4 (IMIAJgMUfíflOM
MORGUNfiLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. KEBRUAR 1991
FARVIÐRI GENGUR YFIR LANDIÐ
Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson
Dauðar plöntur í gróðurhúsi í Sólbyrgi. Á innfelldu myndinni sést illa farið gróðurhús á Kleppjárns-
reykjum. <
Uppsveitir Borgarfjarðar:
Gróðurhús brotnuðu
og ræktun eyðilaffðist
Grund, Skorradal.
FOKTJÓN varð mjög víða í
Skorradal, Reykholtsdal og
Lundareykjadal á sunnudag.
Þök fuku af útihúsum, og miklar
skemmdir urðu hjá garðyrkju-
bændum í Reykholtsdal.
Á Hálsum fauk gafl og 15-16
þakplötur af fjárhúshlöðu. í Dag-
verðarnesi fauk þak af gömlu fjár-
húsi og bílskúrshurðir. Á Mófells-
staðakoti fauk þak af haughúsi.
Minnstu munaði að nýtt tilrauná-
gróðurhús á Hvanneyri fyki í heilu
Iagi en því var bjargað með naum-
indum. Á Mófellsstöðum laust eld-
ingu í gær niður í spenni.með þeim
afleiðingum að kýr varð fyrir raf-
losti og drapst. Þá urðu heimilis-
tæki fyrir nokkrum skemmdum.
Um 1.400-1.500 rúður brotnuðu
í gróðurhúsum í Sólbyrgi í Reyk-
holtsdal og um 10.000 tómata-
plöntur eyðilögðust. í Kvisti í
Reykholtsdal eyðilögðust um 1.500
plöntur og um 80 rúður brotnuðu.
I Skrúð brotnuðu 463 rúður og I
Björk fóru um 200 rúður. Þar dráp-
ust ennfreraur 1000 paprikuplönt-
ur og 300 gúrkuplöntur eyðilögð-
ust. I Braut brotnuðu um 200 rúð-
ur í gróðurhúsum og 2.000 gúr-
kuplöntur, 1.500 paprikuplöntur
og mikið af blómum drápust. Á
Sturlureykjum brotnuðu um 200
rúður og sömuleiðis varð tjón í
Víðigerði. Gafl fauk af hlöðu í
Múlakoti í Lundareykjadal,
geymslubraggi fauk í Gilsstreymi
og járn fauk af fjárhúsum á
Tungufelli. Þak fór af geymsluhúsi
á Hvítárvöllum.
Vegklæðning fauk af vegi á
Hvanneyri og lenti á íbúðarhúsi
með þeim afleiðingum að rúður
brotnuðu og klæðning skemmdist.
Á Nautastöðum á Hvanneyri
sprakk gluggi með þeim afleiðing-
um að 14 fermetra hlaðinn milli-
veggur sprakk og skekktist. Þá fór
þak af fjárhúsum og hlöðu á Mið-
fossum. Nokkrar piötur fuku af
útihúsi í Efri-Hrepp. í Múlastöðum
fuku plötur af fjósi. Víða á bæjum
brotnuðu rúður og ýmiskonar
minniháttar tjón varð.
Algengt er að bændur á þessum
slóðum hafl tryggingu fyrir fok-
tjónum en einhvetjir munu hins
vegar þurfa að bera skaðann sjálfír.
DP
Arnarfjörður:
Hlöður fuku á haf
út og þakjám fór
af flestum bæjum
Sigurjón á Lokinhömrum man ekki
eftir öðrum eins veðurham síðan 1936
Bíldudal.
BÆNDUR í Arnarfirði fóru ekki varhluta af fárviðrinu sem gekk yfir
landið á sunnudag, en þar muna menn ekki eftir öðru eins óveðri á
þessari öld. Algengt var að sjá hlöður fjúka á haf út og mikið var um
rúðubrot. Heyvagnar og járnplötur flugu um bæina eins og tómir pappa-
kassar.
Á bænum Ósi fuku þakplötur af
íbúðarhúsi og lítið útihús fór í heilu
lagi á haf út. Girðingar eru víða lask-
aðar og bitar losnuðu á einum vegg
kúahlöðunnar. Mönnum tókst að
festa þá niður til bráðabirgða. Þá
fauk áburðardreifari um koll og gam-
all heyvagn sem stóð niður við sjó
fauk yfir vegg og hafnaði á fjárrétt
sem hreinlega flísaðist út í loftið.
Ekkert tjón var á fólki né skepnúm
á Ósi.
Á Neðra-Bæ fauk þriðjungur af
hlöðuþakinu með sperrum og öðrum
fylgihlutum. Rúða brotnaði í fjárhúsi
í Selárdal og bifreið Ólafs Gíslasonar
á Neðra Bæ dældaðist þegar óþekkt-
ur hlutur fauk á húddið.
Á bænum Fremri-Hvestu fuku
þakplötur af fjárhúsi og stórar hurð-
ir brotnuðu. Girðingar eru víða
skemmdar. Mikið krap og mosi í
ánni hafa hamlað orku til bæjarins,
en notuð er rafstöð til orkugjafa.
Vegurinn að bænum er í sundur að
hluta og segist Bjarni Kristófersson,
bóndi,. ekki muna eftir öðru eins
óveðri í þau 63 ár sem hann hefur
lifað.
Haft var samband við bæina,
Hrafnabjörg og Lokinhamra, en þeir
eru meðal þeirra fáu íslensku báeja
þar sem enn er ekki notað rafmagn.
Hjá Sigríði Ragnarsdóttur á Hrafna-
björgum fuku þakplötur af íbúðar-
húsi og fjárhúsi, Áburðardreifari fór
um koll, en ekkert tjón varð á skepn-
um. Sigríður hefur búið ein í tíu ár.
Hún er að sögn mjög veðurhrædd
og leið því illa í veðurofsanum á
sunnudag. „Þetta var fárviðri af
verstu gerð. Ég fór snemma til þess
að gefa fénu og hélt mig svo innan
dyra allan daginn. Ég batt allar hurð-
ir og hlera fasta í húsinu, en þetta
slapp furðu vel hjá mér,“ sagði
Sigríður Ragnarsdóttir í samtali við
Morgunblaðið. '
Á bænum Lokinhömrum, skammt
hjá Hrafnabjörgum, fauk gömul
hlaða og þakplötur af fjárhúsi. Plö-
tumar höfnuðu á íbúarhúsinu, en
engar rúður brotnuðu. Á Lokinhöm-
rum og Hrafnabjörgum eru vindrell-
ur notaðar til að halda símsam
r1
bandi, en þær brotnuðu báðar af.‘
Siguijón Jónasson, bóndi á Lokin-
hömrum, sagðist ekki muna eftir
öðmm eins veðurofsa síðan 1936,
þegar þrír bátar skemmdust og hlaða
full af heyi fauk út í bláinn. „Ég
kyndi upp með gasi, en nota gamla
kolaeldavél til að elda mat,“ sagði
Siguijón Jónasson.
Á bænum Hringsdal fauk vélarhús
út í buskann svo eftir stóð einn vegg-
ur og traktor við hliðina á honum. í
Otradal fauk hús á bílskúrinn við
bæinn og braut nokkrar rúður.
Mikið verk er framundan hjá
bændum í öllum Amarfirði. Víst er
að á sumum stöðum þar sem vega-
samgöngur em slæmar, verður að
fá Landhelgisgæsluna til að færa
bændum efni til viðgerðar á næstu
dögum. R.Schmidt.
ísafjörður:
Rokstrókar dönsuðu af
öllum áttum um Pollínn
ísaflrði.
FYRSTU áhrif stórviðrisins á ísafirði á sunnudag voru þegar vest-
urlínan datt út og rafmagnslaust varð í bænum. Miklar truflanir urðu
á rafmagnsflutningum, þó að ekki yrði mikið um að línur féllu niður.
Um miðjan dag í gær var ekki búið að finna hvað olli trufluninni á
vesturlínu, en nægjanlegur flutningur var frá Mjólká.
oft í botn en hann mælir mest 90
hnúta. Suðvestan áttin var stöðug
og mjög ólík austanáttinni, og urðu
mestar fokskemmdirnar þá tvo tíma
sem hún stóð yfír.
- Úlfar
Mjólkárvirkjun:
Glerbrotum
rigndi yfir
starfsmenn
Bíldudal.
RAFMAGN hefur verið skammtað
á Bíldudal, Tálknafirði og Pat-
reksfirði síðan á sunnudag, en
Vesturlínan bilaði frá leggnum að
Geiradal og Mjólká, og því ekkert
rafmagn komið frá Mjólkárvirkj-
un.
Tvær stjórar rúður brotnuðu í raf-
stöðinni þegar tveir menn voru þar
inni að störfum. Þeir sluppu við
meiðsli, en stór krani í rafstöðinni
dró úr dreifíngu glerbrotanna.
Vesturlínan hefur verið skoðuð án
árangurs og munu starfsmenn keyra
meðfram línunni til að fínna orsakir
biiunarinnar. Veður var mjög slæmt
á þessum slóðum í gær, hríðarbylur
með ofankomu og skafrenningi.
R.Schmidt
Það má segja að ballið hafi byijað
í gamla hænsnakofanum á Fagra-
hvammi í hádeginu, en þá tók ein
hviða þakið af nokkrum útihúsum á
bænum, lagði saman nýlega boga-
skemmu aðeins framar í Dagverð-
ardalnum og velti stórum jeppa
nokkrar veltur af veginum þama
hjá. í honum voru hjón að koma frá
að skoða sumarbústað sinn. Bílstjór-
inn mun hafa slasast á baki, en
hann festist í bílnum, kona hans
komst við illan leik til manna sem
vom að binda niður hús bílasölunnar
Eldingar á Skeiði. Um eittleytið vom
björgunarsveitir kallaðar út og al-
mannavamanefnd kom saman um
klukkan hálf tvö. Bílastöðin, sem var
í tveimur skúmm utanvert við
menntaskólann, fauk og er gjörónýt.
Þakplötur og klæðningar fuku víða
af húsum, þak fauk af hlöðu í Hrauni
í Hnífsdal og skemmdir urðu á
spennistöð í Hnífsdal.
Björgunarsveitin, slökkviliðið og
starfsmenn áhaldahúss bæjarins
voru að fram eftir degi, en skömmu
fyrir kvöldmat var verður orðið skap-
legt og um miðnætti var hér logn
og stjörnubjartur himinn um tíma.
Áhlaupin vora í rauninni tvö,
fyrripartinn var hér austanátt og
mikið misvindi. Rokstrókar dönsuðu
þá af öllum áttum um Pollinn og
gat fólk fylgst með stormsveipnum
I björtu veðri, svo mglað var veðrið
og þrátt fyrir rakta austanátt í lofti
er aðalvindátt á flugvellinum að
norðri að sögn Gríms Jónssonar flug-
umsjónarmanns. Vindstyrkur varð
þar mestur um 70 hnútar, en völlur-
inn er í nokkm skjóli fyrir austanátt-
inni. En um þijúleytið rann áttin í
einu vetvangi í suðvestur með snjó-
komu, þá varð vindstyrkur mestur
á flugvellinum og fór mælirinn marg
Fór tvær veltur með bílnum
- segir Ásberg Pétursson sem fauk útaf Hnífsdalsvegi
^ fsafirði.
ÁSBERG Pétursson, framkvæmdastjóri hjá fiskverkuninni Leiti í
Hnlfsdal og útgerðarstjóri skuttogarans Jöfurs, slapp naumlega á
sunnudaginn þegar bíll hans, nýlegur 3 tonna þungur Ford Pickup,
fauk út af veginum á leitinu milli Hnifsdals og Skutulsfjarðar og
lenti úti I sjó.
Ásberg hafði verið að beijast við
að halda togaranum við bryggju á
ísafirði fyrr um daginn, en farið
heim til þess að fara í þurr föt.
Hann hafði farið nokkrar ferðir á
milli um daginn og ákvað að heppi-
legra væri að spenna ekki beltið í
þessari ferð ef bíllinn fyki einhvers
staðar út af. Sú ákvörðun varð
honum Iíklega til lífs því þegar
hann kom á leitið fékk hann á sig
geysiöfluga vindhviðu sem feykti
bílnum þvert yfír veginn.
„Ég fann að bíllinn lyftist og
reyndi að keyra hann upp í veðrið
en það skipti engum togum að
hann rann þvert yfír veginn, á
handriðið og valt svo yfír það. Ég
veit varla hvað gerðist, held þó að
ég hafí farið tvær veltur með
bflnum og henst svo út, rétt áður
en hann fór fram af klettunum."
Ásberg sagðist hafa verið svo
heppinn að Gunnar Þórðarson í
ísveri var á leið úteftir og stoppaði
um það bil sem Ásberg var að
koma upp á veginn aftur. „Rétt
eftir að ég komst inn í bílinn hans
kom ný hryðja en Gunnari tókst
að keyra upp fyrir veginn og ofan
í vegrásina."
Ásberg er ótrúlega lítið slasað-
ur, aðeins skrámaður í andliti og
mjöðm auk þess sem hann er með
eymsl í baki. Á þessum sama stað
fórst þriggja manna fjölskylda við
svipaðar aðstæður fyrir 15 ámm.
Rétt utan við bfl Ásbergs liggur
gamall Volvo skutbfll sem virðist
hafa fokið frá fjölbýlishúsi við Dal-
braut í Hnífsdal, yfír veginn og
vegriðið og virðist hann ekki hafa
komið við jörðu fyrr en í fjörunni.
Úlfar.