Morgunblaðið - 05.02.1991, Page 31

Morgunblaðið - 05.02.1991, Page 31
MÖGWíé^j|fei^ÍfeMíÐÁ<}ít^5Í¥feÖ^M'ÍIÍ|-. m FARVIÐRI GENGUR YFIR LANDIÐ Morgunblaðið/Júlíus „Það var meiri veltingar á Herjólfi þegar við fórum með honum til Vestmannaeyja fyrir tveimur árum og sú ferð tók 5 ldukk- utíma,“ segja strákarnir í 4. flokki Víkings um ferð Akraborgar til Reykjavíkur á sunnudag. Talið frá vinstri: Þröstur Helgason, Stefán Geir Arnason, Hjörtur Örn Arnarson, Gunnar Stefánsson og Helgi Eysteinsson. A innfelldu myndinni er Þorvaldur Guð- mundsson, skipstjóri á Akraborginni. „Kókvél flaug yfir matsal- inn og stólar homa á milli“ Mesta hvassviðri sem ég hef lent í á Akraborginni, segir skipstjórinn „ÞETTA er mesta hvassviðri, sem ég hef lent í á Akraborginni en ég er búinn að vera með skipið í 17 ár,“ segir Þorvaldur Guðmunds- son, skipstjóri á Akraborginni, um ferð skipsins frá Akranesi til Reykjavíkur á sunnudag. Þorvaldur fullyrðir að Akraborgin hefði slitið sig frá bryggjunni á Akranesi ef skipinu hefði ekki verið siglt þaðan á sunnudag. Um 70 fjórtán ára gamlir strákar fóru þá með Akraborginni til Reykjavíkur en þeir kepptu á handboltamóti á Akranesi um helgina. Þorvaldur segir að þeir hafi ekki verið í neinni hættu um borð í skipinu. „Það var kröpp vindbára en ekki mikill undirsjór og vindurinn hélt skipinu niðri.“ Um 70 strákar í 4. flokki Víkings, Breiðabliks, Vals, HK og Reynis í Sandgerði fóru með Akra- borginni til Reykjavíkur á sunnu- dag. Skipið var tvær klukkustundir og 40 mínútur á leiðinni en vana- lega tekur ferðin um eina klukku- stund. „Kókvélin flaug þvert yfir matsalinn, brothljóð heyrðust úr eldhúsinu, stólar flugu homanna á milli, rusíafötur ultu um koll og margir farþeganna ældu eins og múkkar," segja nokkrir félagar í Víkingi, sem voru í þessari ferð. „Okkur var sagt um hádegisbilið á sunnudag að best væri að koma strákunum um borð í Akraborgina, þar sem menn héldu að veðrið myndi versna til muna. Trúlega var það maður frá Akraborg, sem sagði okkur þetta. Ég held að þetta hafí verið ævintýraferð fyrir strákana á vissan hátt,“ segir Bjarki Sigurðs- son þjálfari 4. flokks Víkings. Kristín Rútsdóttir, móðir eins af strákunum í þessari ferð Akraborg- ar, segist vera mjög undrandi á því að handboltaliðin skuli hafa verið send með Akraborginni til Reykjavíkur. „Veðrið var mjög slæmt klukkan hálf tvö, þegar ég heyrði það fyrst í útvarpinu að strákarnir hefðu verið sendir með Akraborginni," segir Kristín. Hún segir að Víkingsliðið og Breiða- bliksliðið hafi farið á tveimur bílum frá Reykjavík til Akraness snemma á sunnudagsmorgun. „Þá strax var orðið mjög hvasst í Hvalfirðinum og við vorum um tvo klukkutíma á leiðinni," segja strákarnir í Víkingi. Þeir segja að vegna veðurs hafí ekki verið hægt að aka aftur til Reykjavíkur um Hvalfjörðinn. Ekki hafi heldur verið hægt að koma bílunum um borð í Akraborgina. „Sumir handboltastrákanna hringdu heim til sín úr farsíma um borð í Akraborginni til að láta vita af sér en aðrir voru of sjóveikir til að hringja. Lögreglan tók á móti okkur í Reykjavík og við vorum sendir í leigubflum heim.“ „Við vissum að handboltastrák- amir færu með Akraborginni á sunnudag. Hins vegar skiptum við okkur aldrei af því hvort Akraborg- in siglir eða ekki eða hveijir fara með henni. Það er skipstjórans að meta hvort ráðlegt er að sigla skip- inu,“ segir Brandur Fróði Einars- son, varðstjóri í lögreglunni á Akra- nesi, en hann var á vakt á sunnu- dagsmorgun. „Við hringdum í útvarpið og báðum um að því yrði komið á framfæri að strákarnir væru famir með Akraborginni til Reykjavíkur," segir húsvörðurinn í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Hann segir að keppendur á handbolta- mótinu hefðu getað gist aðfaranótt mánudags í íþróttahúsinu og æsku- lýðsheimilinu á Akranesi. Hins veg- ar væri tíkallasími um borð í Akra- borginni, sem strákarnir hefðu get- að notað til að hringja heim til sín. Tvær byggðalínur urðu óvirkar: Rafmagnstniflanir urðu um allt landið A annað hundrað raflínustaurar brotnuðu, þar af margir nýlegir ÁSTANDIÐ í rafmagnsmálum var enn bágborið víða um land í gær- morgun og straumlítið frá byggðalínu Landsvirkjunar á Austurlandi, Norðurlandi og víða vestanlands fram undir hádegi. Rafmagn var skammtað í Reykjavík í fyrrinótt og gærmorgun. Möstur í Búrfellslínu og og Brennimelslínu að aðveitustöðinni á Geithálsi brotnuðu í óveðr- inu á sunnudag og hefur Landsvirkjun aðeins eina línu frá Þjórsár- og Tungnársvæðinu til Faxaflóasvæðisins. Viðgerðarmenn unnu að viðgerðum í gær og að sögn Guðmundar Helgasonar, rekstrarstjóra Landsvirkjuijar, tekur sólarhring að gera við bilanirnar. Truflanir voru á byggðalínunni fram eftir degi í gær en raforkudreifing var þó víðast. hvar að komast í sæmilegt horf um miðjan dag. Það var kl. 9.15 á sunnudags- morgun sem truflanir hófust og fór rafmagn tií ÍSAL út um tíu leytið og á höfuðborgarsvæðinu kl. 10.20. en þar var að mestu leyti straum- laust fram til kl. 17.20. Á Reykja- nesi fékkst rafmagn víða frá díselvél- um. Möstur brtnuðu bæði í Gnúpveija- hreppi og skammt frá Brennimel. Það voru einkum veður og selta sem ollu rafmagnsleysinu fyrir norðan og austan í gær, en að sögn Guðmund- ar var ekki talið að um stórvægileg- ar bilanir væri að ræða þar. Hann sagði óvíst hversu miklu tjóni Lands- virkjun varð fyrir af völdum veðurs- ins. 50 staurar brotnuðu á Suðurlandi Á Suðurlandi er talið að um 50 starar hafí brotnað í óveðrinu. Að sögn Örlygs Jónassonar, svæðis- stjóra RARIK á Suðurlandi, var unn- ið að viðgerðum alla aðfararnótt mánudags og í gærdag, óg var þá straumur að komast á smám saman. „Það sem hefur háð okkur er tak- mörkun á afhendingu frá Landsvirkj- un, þar sem við fengum ekkert raf- magn frá Sogsvirkjunum nema til Hveragerðis. Varð því að flytja raf- magn frá Búrfelli allt vestur til Þor- lákshafnar, sem hefur gengið með truflunum," sagði hann. Truflanir á Vesturlandi í gærmorgun var enn straumlaust í Dölum vegna straumleysis frá byggðalínunni. Nokkrir bæir á Skóg- arströnd, Eyrarsveit voru straum- lausir fram eftir degi þar sem raflínu- staurar höfðu brotnað, að sögn Ágeirs Þórs Ólafssonar, rafveitu- stjóra í Stykkishölmi. Víða var straumlaust í Borgarfjarðarhéraði af og til vegna seltu. Rafmagn fór af á Snæfellsnesi kl. 14.30 á sunnudag og var rafmagns- laust víðast hvar fram á mánudag. Ásgeir sagði að alvarlegasta bilunin hefði orðið á 66 kílóvolta línu frá Stykkishólmi til Grundarfjarðar en þar brotnuðu þijár staurastæður við Berserkseyri í Eyrarsveit og var díselvaraflstöð keyrð á Grundarfirði á sunnudag og í gær, en M gekk ,á með hvössum éljum og vareKitt um vik við viðgerðir. Ásgeir sagðist áætla að 25 - 30 staurar hefðu brotn- a.ð á veitusvæðinu í veðurofsanum. Miklar skemmdir á Norðurlandi vestra Á Norðurlandi vestra brotnuðu um^, 30 staurar í óveðrinu. Haukur Ás- geirsson, rafmagnsveitustjóri, á Blönduósi, sagði að miklar raf- magnstruflanir hefðu verið í gær og fyrradag á öllu svæðinu. „Við höfum getað keyrt díselvélar á Hofsósi, Sauðárkróki, Skagaströnd, Blöndu- ósi og Hvammstanga. Þessir staðir hafa haft rafmagn að mestu leyti allan tímann, en truflanir voru mikl- ar í sveitunum, og er Vatnsnesið að vestanverðu að stærstum hluta straumlaust," sagði hann. Veður fór versnandi þegar leið á daginn í gær og erfitt að sinna við- gerðum en þeim var að ljúka um hádegi. Byggðalínan frá Landsvirkj- un kom inn skömmu fyrir hádegi en með truflunum. Sagði Ásgeir að línur hölluðust verulega og erfitt væri að meta tjón- ið en margir staurar sem félíu í óveðrinu eru sömu staurar og reistir voru eftir veðurofsann sem gekk yfir norðurland í byrjun janúar. Spennir bilaði í Kröflu Straumur frá byggðalínu Lands- irkjunar á Austurlandi fór út kl. 11.15 á sunnudag. Að sögn Sigurðar Eymundssonar, svæðisstjóra RARIK, voru dísilrafstöðvar keyrðar á fjörðunum fram yfir hádegi þegar* straumur komst aftur á frá Lands- virkjun. í gærmorgun fór straumur af byggðalínunni í tvígang fyrir aust- an. Spennir bilaði í Kröfluvirkjun og var búist við einhveijum áframhald- andi truflunum frá dreifíkerfi Lands- virkjunar. Vesturlandslína óvirk Miklar skemmdir á Landspítalanum: Endurnýjun talin kosta 30 milljónir MIKLAR skemmdir urðu á Landspítalanum í veðurhamnum á sunnu- dag sem geta kostað spítalann tugi milljóna króna þegar upp er staðið. Á fæðingardeild fauk 250 fermetra álklæðning af þakinu og braut glugga á tveimur deildum. Mest varð þó tjónið vegna steinflísa sem fuku af þaki aðalbyggingar spítalans en þær eru frá árinu 1930 og ekki fáanlegar í dag. Þarf að endurnýja alla klæðningu þaksins, sem mun kosta 22 milljónir króna, að sögn Ingólfs Þórissonar, fram- kvæmdastjóra tæknisviðs Landspítalans. Alls brotnuðu 20 rúður á Lands- tæmd. Sagði Ingólfur að nokkuð pítalanum í storminum, tré rifnuðu upp á lóðinni og flaggstangir og girðingar brotnuðu. Ingólfur sagði nauðsynlegt að endumýja allt þak fæðingardeildar- innar og er áætlað að það kosti 2 milljónir króna. „Við áætlum að annar kostnaður á lóð og glugga- rúðum muni nema 1.2 milljónum,“ sagði hann. Þegar veðurofsinn stóð sem hæst þurfti að flytja sjúklinga -úr stofum áveðursmegin og var ein deild hafi borið á ótta meðal sjúklinga. Voru björgunarsveitarmenn að störfum allt til kl. 22 á sunnudags- kvöld. Á Kleppspítala urðu einnig tals- verðar skemmdir í suðaustanáttinni sem brast á á sunnudagsmorguninn þegar þakklæðning fauk af þremur húsum og er það tjón áætlað upp á hálfa milljón kr. Auk þessa fauk 70 fermetra álklæðning af þotta- húsi ríkisspítalanna á Tunguhálsi og er tjón þar áætlað 200 þús. kr. Morgunblaðið/Ómar Óskarsson. Bílarfuku um kollá bílastæði Tveir bílar fuku um koll á bílastæði við fjölbýlishús að Engihjalla á sunnudag. Björgunarmenn bundu þennan bíl við húshliðina þar til veðrinu slotaði en þá veltu þeir honum á hjólin aftur. Vesturlína Landsvirkjunar til Vestfjarða fór út á ellefta tímanum á sunnudag. Að sögn Jakobs Ólafs- sonar, deildarstjóra hjá Orkubúi Vestfjarða, var víða straumlaust fram eftir sunnudegi þar sem orka frá Mjólkárvirkjun féll út um tíma vegna bilunar í tengivirki en dísil- stöðvar voru einnig keyrðar. * í gær hafði ekki tekst að koma á sambandi frá Landsvirkjun við Vest- firði en Jakob sagði að þrátt fyrir það hefði ekki þurft að grípa til skömmtunar á firðina. Straumlaust var til Súðureyrar og einnig voru línur frá ísafirði til Súðavíkur og Bolungarvíkur úti í gær. Hann sagði að margir staurar hefðu fallið í óveðrinu og einnig væru skemmdir á staurum sem þó væru uppistand- andi. Truflanir fyrir norðan Straumur frá byggðalínu Lands-, - virkjunar féll út á Norðurlandi eystra fýrir hádegi á sunnudag og voru rafmagnstruflanir fram eftir sunnu- degi og í gærmorgun vegna seltu á línum. Að sögn Ingólfs Árnasonar, svæðisstjóra rafmagnsveitna ríkisins á Akureyri, urðu aldrei stórvægilegar rafmagnstruflanir á svæðinu og ekki mikið um skemmdir á drefikerfinu'- vegna veðurs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.