Morgunblaðið - 05.02.1991, Qupperneq 38
38
MORGUNBLiAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. PEBRÚAR 1-991
Mhming:
Helga Illugadóttir
frá Laugalandi
Með örfáum orðum langar mig
til að kveðja elsku langömmu.
Eg kynntist henni í raun og veru
lítið fyrr en fyrir fáum árum. Auð-
vitað hafði ég oft hitt hana, en af
því við bjuggum úti á landi, sáum
' við systurnar hana ekki eins oft og
æskilegt væri. Hún kom í ferming-
una mína fyrir nokkrum árum,
hress og kát með spaugsyrði á vör-
um. Svo í september 1989 átti ég
að skrifa ritgerð í skólanum, urp
aldraða persónu sem ég þekkti.
Við mamma og amma héldum á
fund langömmu, vopnaðar penna
og blaði. Við vorum ekki vissar um,
að hún vildi greina frá ævi sinni.
En þar höfðum við ekki rétt fyrir
okkur. Langamma hafði frá mörgu
að segja, svo mörgu ótrúlegu, eins
og þegar hún fékk sopa af kaffí
með brennivíni útí, þegar hún var
átta ára, og hún sagðist ennþá
muna, hvað það hefði verið hræði-
lega vont. Eða þegar hún var á
gangi með vinkqnu sinni, ung
stúlka, og drukkinn maður gerðist
nærgöngull við þær. Þá gerði hún
sér lítið fyrir og braut regnhlífína
á hausnum á honum. Öðru sinni
ýtti hún fullum manni á rassinn
ofan í tóma tunnu, því hún þoldi
aldrei drukkna menn, enda bindind-
ismanneskja allt sitt líf.
Hún langamma var frábær, alltaf
kát og glöð, og sagð mér hreint
út, að ég ætti að vera glöð á svip-
inn, ef ég var í einhverri fýlu. Það
leið sjaldnast á löngu, þar til fýlu-
svipurinn hvarf.
Eg var stolt eins og páfi, þegar
ég fór með ritgerðina mína í skól-
ann, ekki af ritgerðinni, heldur af
langömmu.
Síðast þegar við vorum öll fjöl-
skyldan samankomin heima hjá
henni, var á afmælisdaginn hennar
7. október sl. Þá sat hún í stól,
ánægð á svip, horfði á hópinn sinn,
og sá um að allir borðuðu sig
pakksadda. Tveimur mánuðum
seinna fóru hún á spítala og átti
ekki afturkvæmt.
Við barnabarnabörnin minnumst
hennar með þakklæti og virðingu,
og vonumst til, að geta líkst henni
í sem flestu, er fram líða stundir.
Guð blessi minningu langömmu.
Guðbjörg Lísa Gunnarsdóttir
Það eina sem við vitum fyrir víst,
er að eitt sinn skal hver maður
deyja. En þrátt fyrir það veldur
dauðinn okkur alltaf sárindum.
Ég hef í nokkrar vikur vitað, að
hveiju stefndi með ömmu, í hvert
sinn sem ég kvaddi hana, átti ég
ekki von á að hitta hana aftur.
Samt var eins og eitthvað brysti
innra með mér laugardaginn 26.
janúar sl. þegar hún kvaddi þetta
líf, sátt við guð og menn.
Þrátt fyrir háan aldur, var eins
og dauðinn væri jafn fjarlægur
henni, og okkur sem yngri erum.
Hún lifði lífínu lifandi, fylgdist með
öllu og öllum, sá um sig að mestu
leyti sjálf, og vildi hafa það þannig.
Hún vildi vera sjálfstæð, og var það
líka.
Ég veit ekki hvort hún var sátt
við að deyja, en í hjarta sínu hefur
hún eflaust vitað, að það varð ekki
umflúið. En hún ræddi ekki um
það, var ekki vön að flíka tilfínning-
um sínum, maður átti bara að
standa sig, og taka því sem að
höndum bæri án þess að gefast upp.
Það þykir víst ekki héraðsbrest-
ur, þótt öldruð hetja hversdagsins
kveðji þetta jarðlíf. En væru allir
eins hugsandi og nægjusamir og
amma, leyfí ég mér að fullyrða, að
ekki ríkti sami ófriðurinn í heimi
hér, og raun ber vitni.
Amma, Helga Illugadóttir, var
fædd í Olafsvík 7. október 1901.
Hún ólst að mestu upp hjá móður-
systur sinni, því hún var ekki hjóna-
bandsbarn, en hafði þó alltaf sam-
band við foreldra sína. Hún sagði
alltaf, að hún hefði átt góða æsku,
og aldrei liðið skort þrátt fyrir fá-
tækt. Ung fór hún að vinna fyrir
sér, fyrst við að moka kolum og
salti eða í fiskvinnu. Sextán ára
gömul fór hún til Reykjavíkur, og
réði sig í vist.
I Reykjavík kynntist hún fyrri
manni sínum, afa mínum Jóni Jóns-
syni söðlasmið frá Hunkubökkum í
Vestur-Skaftafellssýslu. Þá var
amma 23 ára gömul. Með afa eign-
aðist hún tvær .dætur, Guðbjörgu
Bjarnheiði og Guðný Halldóru.
Skömmu eftir fæðingu yngri
dótturinnar skildu amma og afí.
Má nærri geta hversu erfítt það
hefur verið að vera einstæð móðir
á þessum tíma. Enda varð hún að
koma yngri dótturinni í fóstur, og
vinna hörðum höndum í físki, og
við að þvo þvotta fyrir fólk.
Ég heyrði ömmu aldrei kvarta
um þessa hluti, hún sagði frá þessu
eins og hveijum öðrum sjálfsögðum
hlut, en ég veit, að henni leið ekki
alltaf vel á þessum árum, og var
oftþreytt.
Árið 1936 urðu þáttaskil í lífí
hennar, þegar hún kynntist Theodór
Þorlákssyni, og fluttist með honum
að Laugalandi í Reykhólasveit. Með
Theodór eignaðist hún tvo syni,
Guðmund og Guðlaug.
Á Laugalandi voru engin þæg-
indi, sem við teljum sjálfsagðan
hlut, ekki einu sinni akvegur heim
að bænum. Þrátt fyrir það, eða
kannski þess vegna, tók ammá ást-
fóstri við sveitina, þau lifðu af því
sem landið gaf í orðsins fyllstu
merkingu, og undu hag sínum vel.
Fyrst rúmum tíu árum seinna fór
amma í stutta ferð til Reykjavíkur,
til að líta fyrsta barnabarn sitt aug-
um, þá er þetta ritar.
Heimsókn að Laugalandi var
heilt ævintýri fyrir borgarbarn eins
og mig. Ef ég ætlaði að skrifa um
allt það frá ævi ömmu, sem mér
fínnst í senn ótrúlegt og aðdáunar-
vert yrði það efni í heila bók. Allt
frá því að fara aðeins einu sinni á
ári í kaupstað, til þess að leggja
net og nýta æðarvarpið, komin hátt
á níræðisaldur.
Árið 1975 fluttu þau amma og
Theodór til Reykjavíkur, en þá var
heilsu Theodórs farið að hraka, og
hann lést árið 1978. En öll sumur
fóru þau vestur, og síðan amma
ein, og síðast í sumar var hún á
Laugalandi í rúman mánuð.
Með þakklæti í hjarta kveð ég
elsku ömmu, þakklát fyrir að hafa
átt hana svona lengi, og þakklát
• forsjóninni fyrir að láta hana ekki
líða kvalir lengur. En síðast en ekki
$íst þakklát ömmu fyrir það sem
hún var mér og okkur öllum, boð-
beri hins góða í manninum.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og alit.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Jóna Sigurbjartsdóttir
BLÓM
SEGJA ALLT
Mikið úrval
blómaskreytinga
fyrir öll tækifæri.
Opið alla daga frá kl. 9-22.
Sími689070.
Legsteinar
Framleiðum allar
stærðir og gerðir
af legsteinum.
Veitum fúslega
upplýsingar og
ráðgjöf um gerð
og val legsteina.
S.HELGASON HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI48. SIMI 76677
t SVEINN ÁGÚSTSSON
frá Ásum,
andaðist 2. febrúar. Aðstandendur.
t
Faðir minn og tendafaðir,
STEFÁN KRISTJÁNSSON,
Faxabraut 13,
Keflavík,
lést sunnudaginn 3. febrúar.
Hermann Stefánsson, Guðrún Jensdóttir.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
LOVÍSA MARGRÉT EYÞÓRSDÓTTIR,
Háaleitisbraut 42,
Reykjavik,
andaðist á Vífilsstaðaspítala laugardaginn 2. febrúar.
Jóhannes H. Jónsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Ástkaer eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
INGI HALLBJÖRNSSON,
Brekkustíg 14,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag þriðjudaginn 5. febrúar
kl. 15.00.
Þeir, sem vilja minnast hans, láti Krabbameinsfélagið njóta þess.
Rósa Eyjólfsdóttir, \
Sigríður Þóra Ingadóttir, Grétar Sigurðsson,
Þórður Ingason, Helga Guðbjörg Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
ílammiaYÁm^a
Minningarkort Krabbameinsfélagsins fást
í flestum lyfjabúðum í Reykjavík
og á nær öllum póstafgreiðslum úti á landi.
Einnig er hægt að hringja í síma 62 14 14.
Ágóða af sölu minningarkortanna
er varið til baráttunnar gegn krabbameini.
Krabbameinsfélagið
Sonur okkar, t
MAGNÚS KRISTJÁNSSON,
Hvolsvegi 28,
Hvolsvelli,
lést í Tromsö, Noregi, föstudaginn 1. febrúar.
Erla Jónsdóttir,
Kristján Magnússon.
t
Systir mín,
SVEINBJÖRG HALLVARÐSDÓTTIR
frá Reynisholti í Mýrdal,
íést á dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík, laugardaginn 2. febrúar.
Fyrir hönd vandamanna,
Guðrún Hallvarðsdóttir.
t
Móðir okkar,
SVANLAUG PÉTURSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
andaðist á Landspitalanum 3. febrúar.
Járðarförin auglýst síðar.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Litli sonur okkar og bróðir,
MAGNÚS MÁR BJÖRNSSON,
sem lést þann 28. janúar, yerður jarðsunginn frá Seljakirkju þriðju-
daginn 5. febrúar kl.13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Björn Magnússon, Dagbjört Ósk Steindórsdóttir,
Árni Guðjón.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÚN BJÖRNSDÓTTIR
frá Berunesi við Reyðarfjörð,
Skálagerði 9,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði miðvikudaginn
6. febrúar kl. 13.30.
Harpa J. Möller, Sigurður Ingólfsson,
Jón Ómar Möller, Magna Sigbjörnsdóttir,
Bylgja Möller, Gíslí Þór Gíslason,
Örvar Möller, Ólöf Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
„ 'n • TT i' 'nt 3 vrvuv iðvii«úr njvun.oifí