Morgunblaðið - 05.02.1991, Qupperneq 48
ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 1991
VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Morgunblaðið/RAX
Frá vinstri: Ester Aradóttir, Friðrik Friðriksson, Gísli Örn Arnarson og Halla Guðlaugsdóttir nýkomin að Hótel Geysi í fylgd hjálpar-
sveitarmanna. í baksýn sést Sigurður Óli Guðbjörnsson slysavarnafélagsmaður.
Fjórmenningarnir fundnir heilir á húfi á hálendinu:
Bíllinn lyftist upp og
kastaðist í 90 gráður
Haukadal, frá Pétri Gunnarssyni blaðamanni Morgunblaðsins.
„VEÐRIÐ var ofboðslegt, bíllinn lyftist upp og afturendi hans kast-
aðist í níutíu gráður og við vorum heppin að hann hélst á hjólun-
um,“ sagði Gísli Orn Arnarson, einn fjögurra ungra Reykvíkinga
sem biðu af sér fárviðrið skammt frá brúnni yfir Hvítá norðan
Bláfells, uppi á miðju hálendinu. Fjórir menn frá Slysavarnadeild-
inni Tryggva á Selfossi óku fram á fjórmenningana um kl. 19 í
gærkvöldi þar sem þau höfðu lagt bíl sínum við vatnsmælingaskúr
við Hvítárbrú. Það væsti ekki um þau og þau óku í bæinn á sinum
eigin bíl og kváðust þurfa fára aftur á miðvikudag eða fimmtudag
til að koma hinum bílnum í gang og til byggða.
Fjórmenningarnir fóru frá
Reykjavík snemma á laugardag á
tveimur velútbúnum jeppum og
komu síðdegis á laugardag að skál-
anum í Hvítárnesi. Þá var ekkert
að veðri, að sögn þeirra. „En á
sunnudagsnóttina vöknuðum við
við að veðrið var að verða vitlaust
og ákváðum að reyna að komast í
bæinn,“ sagði Gísli þegar Morgun-
blaðsmenn ræddu við fjórmenning-
ana á Hótel Geysi í Haukadal í
gærkvöldi eri þangað komu þau í
fylgd björgunarsveitarmanna laust
eftir kl. 21.
Þegar þau voru nýlögð af stað
frá skálanum bilaði annar bíllinn
og þau fluttu sig öll yfir í hinn
bílinn og létu fyrirberast þar meðan
veðrahamurinn var sem mestur.
„Bíllinn var mjög þungur með okk-
ur öll og farangur okkar innan-
borðs en hann lyftist samt upp og
skall til og hlerinn fauk upp að
aftan. Það mátti litlu muna að
hann ylti. Þegar veðrið gekk loks
niður þá var bíllinn enn ökufær en
við ákváðum að sofa í honum og
reyna að koma hinum jeppanum í
gang þegar birti. í morgun
heyrðum við í útvarpi að það væri
farið að leita að okkur og við höfð-
um líka heyrt hvaða eyðileggingu
veðrið hafði valdið. Það var vont
að geta ekki látið vita af sér því
við vissurn að fólk var farið að
hafa áhyggjur af okkur,“ sagði
Gísli.
Eini fjarskiptabúnaður þeirra
var farstöð sem ekki kom að gagni
til að láta vita af sér til byggða.
Fjórmenningarnir sögðu að þau
hefðu aldrei verið í hættu enda
voru þau vel útbúin og voru með
vistir .til að láta fyrirberast þarna
í þrjá daga í viðbót ef á hefði þurft
að halda.
„Þau höfðu heyrt í útvarpinu að
við værum að koma til þeirra og
þegar þau sáu okkur koma blikk-
uð.u þau ljósum. Þá sáum við hvar
bíll þeirra stóð við vatnsmælinga-
skúrinn við Hvítárbrú," sagði Sig-
urður Óli Guðbjörnsson, slysa-
varnafélagsmaður.
^Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra:
Tjón á ótryggðu varla bætt
RÍKISSTJÓRNIN mun á fundi sínum í dag fjalla um það tjón sem
varð hér á landi af fárviðrinu á sunnudag. Steingrímur Hermanns-
son, forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ljóst
væri að margir þyrftu að taka á sig mikið tjón og stjórnvöld myndu
ekki beita sér fyrir því að opinber aðstoð yrði veitt þeim sem ekki
hefðu tryggt sig gegn áföllum. Nokkrir þingmenn hvöttu hins vegar
til þess á Alþingi í gær, að þeir, sem orðið hefðu fyrir verulegu eigna-
«4iýni í fárviðri helgarinnar fengju það bætt þótt tryggingar skorti.
Ámi Johnsen varaþingmaður ósk-
aði eftir umræðu utan dagskrár á
sameinuðu þingi í gær um ástandið
í fjarskiptamálum eftir fárviðrið, en
helsti hlekkurinn í öryggiskerfi
landsmann hefði þá brostið, þar sem
væri annað útvarpsmastrið á Vatn-
senda. Þar með hefðu langbylgju-
*séndingar útvarpsins stöðvast og um
'1.000 skip með 6.000 mönnum misst
hefðbundna þjónustu sem gæti skipt
sköpum. Árni spurði menntamála-
ráðherra hvernig ríkisstjórnin
hyggðist standa að úrlausn þessa
máls sem enga bið þyldi.
Svavar Gestsson menntamálaráð-
herra kvaðst myndu ræða við Póst
og síma og samgönguráðuneytið
hvort unnt væri að þessir aðilar
tækju beinan þátt í þeim endurbótum
sem núna yrði að taka ákvörðun um.
Sagðist menntamálaráðherra ætla
að leggja sérstaka tillögu fram á
ríkisstjórnarfundinum í dag, en taka
yrði ákvörðun um ineð hvaða hætti
staðið að endurskoðun lánsfjárlag-
anna, þannig að þeir fjármunir sem
nú stefndu í ríkishirsluna rynnu til
ríkisútvarpsind.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagði að það tjón sem
sneri að einstaklingum væri í raun
og veru miklu verra mál en önnur.
„Það virðist vera sem stór hluti gróð-
urhúsabænda hafi ekki verið með
foktryggingu og það er náttúrlega
gífurlegt tjón. Sumt af því mun
Bjargráðasjóður bæta, en hann er
fjárvana. Líklega verður að bæta
einhverju fé í hann,“ sagði
Steingrímur, „en það er ljóst að
margir munu bíða mikinn skaða af.
Viðlagatrygging kemur ekki þarna
við sögu nema að mjög litlu leyti."
Forsætisráðherra kvaðst ekki bú-
ast við að ríkisstjórnin myndi á fund'
sínum í dag taka neinar ákvarðanii;
um opinbera aðstoð við einstaklinga
vegna íjárhagslegs tjóns sem þeir
kynnu að hafa orðið fyrir í óveðrinu.
„Enda sér það nú hver maður að
það myndi enda með ósköpum, ef
ríkissjóður ætti að bæta þeim tjón
sem hafa vanrækt að tryggja," sagði
Steingrímur.
Rúta rann á gang-
brautarskýli:
Hefði get-
að farið
mun verr
- segirSigrún
Jónsdóttir gang-
brautarvörður
sem var inni í
skýlinu
LITLU mátti muna að stórslys
yrði _ á gatnamótum Skólatraðar
og Álfhólsvegar kl. 8.45 í gær
þegar áætlunarbíll rann stjórnlaus
í hálku niður Skólatröðina, fór
þvert yfir Álfhólsveginn, í gegn-
um járnhandrið og á gangbrautar-
varðskýli. Var gangbrautarvörð-
urinn, Sigrún Jónsdóttir, sem er
67 ára gömul, í skýlinu þegar
bíllinn rakst á það. Marðist hún
illa en slapp við meiriháttar
meiðsli. Var hún flutt á slysadeild
en fékk að fara heim að skoðun
lokinni.
Ökumaður áætl-
unarbílsins missti
stjórn á honum
végna mikillar
hálku þegar hann
ók niður Skólatröð-
ina. Gangbrautar-
skýlið er norðan-
megin Álfhólsveg-
ar en gangbraut er
þar yfir götuna.
Stendur járnhand-
riðið á milli götunnar og skýlisins.
Braut bíllinn járnhandriðið niður og
rakst harkalega á skýlið sem er ónýtt
eftir áreksturinn en bifreiðin
skemmdist hins vegar lítið.
„Þetta hefði getað farið verr. Það
var blindhríð og ég var að horfa út
um gluggann á skýlinu niður Álfhóls-
veginn og ætlaði að fara að setjast
niður þegar rútan skall á skýlinu.
Ég sá hana aldrei, þá hefði ég reynt
að forða mér,“ sagði Sigrún í sam-
tali við Morgunblaðið í gær en hún
var þá að jafna sig á heimili sínu
og hafði læknir fyrirskipað henni að
halda kyrru fyrir í viku.
„Ég vankaðist eitthvað við höggið
sem var mjög mikið þrátt fyrir að
rútan hafi sennilega runnið hægt á
skúrinn. Mér tókst að komast út um
hurðina og niður tröppurnar og þá
kom bílstjórinn hlaupandi til mín.
Hann var mjög elskulegur," sagði
hún.
Sigrún hefur verið gangbrautar-
vörður á þessum stað í sjö ár og vinn-
ur dóttir hennar á móti henni við
vörsluna.
Líkfundurinn við
Faxamarkaðinn:
Talið vera af
F æreyingi
ENN var ekki endanlega ljóst í
gær hver maöurinn er sem fannst
látinn við Faxamarkaðinn í
Reykjavíkurhöfn á föstudag. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðs-
Ins er talið að um sé að ræða 31
árs gamlan færeyskan sjómann.
Rannsóknarlögregla ríkisins vildi
ekki staðfesta í gær að um Færeying
væri að ræða né fengust þar upplýs-
ingar um hver dánarorsök mannsins
hefði verið.