Morgunblaðið - 04.04.1991, Síða 4

Morgunblaðið - 04.04.1991, Síða 4
4______________________________________MORGUIvfBLAÐlÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991 Heimssýningarskáli íslands: f~p Fulltrúar forsætisráðherra á fund norsks útgerðarmanns Islandi stendur þátttaka í Heimssýningunni enn til boða Forsætisráðuneytinu barst í gær formleg staðfesting á að íslend- ingum standi enn til boða að vera þátttakendur í Heimssýningunni í Sevilla á Spáni á næsta ári. I dag munu Helgi Pétursson, fyrrver- andi útvarpsstjóri Aðalstöðvarinnar, og Báldvin Jónsson, markaðs- stjóri á Stöð 2, halda til Noregs, fyrir hönd forsætisráðherra, til viðræðna við stórútgerðarmanninn Knut Kloster um hugmyndir hans og tillögur varðandi fjársöfnun til að byggja sýningarskála Islands fyrir Heimssýninguna. Ríkisstjórnin ákvað á síðasta ári að hætta við þátttöku í Heimssýn- ingunni af kostnaðarástæðum. Þeg- ar bréf barst til forseta ísiands frá Knut Kloster, þar sem hugmyndir hans voru kynntar varðandi fjár- söfnun, til að kosta uppsetningu sýningarskálans undir merkjum umhverfisvemdar, var ákveðið í rík- isstjórninni í síðustu viku að end- urskoða fyrri ákvörðun. Var forsæt- isráðherra falið að kanna hugmynd- ir Klosters nánar og fékk hann Helga og Baldvin til að fara utan til að kanna hugmyndir Klosters nánar. Að sögn Helga Péturssonar, sem látið hefur af störfum sem útvarps- stjóri Aðalstöðvarinnar til að taka að sér þetta verkefni, munu þeir ræða við Kloster um tillögur hans varðandi íjársöfnun meðal fyrir- tækja til að kosta sýningarskálann. Einnig hefur verið kannað hvort íslendingar eigi ennþá kost á sýn- ingarplássi á Heimssýningunni og barst staðfesting um að það stæði enn til boða og jafnframt að erlend- ir aðilar mættu taka þátt í kostnað- inum við kynningu íslands á sýning- unni, að sögn Jóns Sveinssonar, aðstoðarmanns forsætisráðherra. Hefur sendiráð íslands í Noregi verið í sambandi við Kloster og fylgst með framgangi málsins þar. A fjárlögum síðasta árs var um 60 milljóna króna fjárveiting heimil- uð vegna þátttöku íslands í Heims- sýningunni en hún er fallin úr gildi. Sagði Jón að ef stjórnvöldum þætti fýsilegt að taka þátt í sýningunni yrði að taka fé til verkefnisins af aukafjárveitingu næsta haust en ennþá liggja engar endanlegar kostnaðartölur fyrir. Auk söfnunar meðal erlendra fyrirtækja er til at- hugunar hvort Reykjavíkurborg og íslensk útflutningsfyrirtæki geti hugsað sér þátttöku í að reisa sýn- ingarskála Islands á Heimssýning- unni 1992. VEÐURHORFUR í DAG, 4. APRÍL YFIRLIT í GÆR: Milli Jan Mayen og norður Noregs er 962 mb iægð, sem þokast norðaustur. Yfir sunnanverðu Grænlandshafi er 982 mb lægð, sem þokast austur. Yfir norður Grænlandi er 1.010 mb hæð. SPÁ: Norðaustanátt, víða kaldi eða stinningskaldi. Él um norðan- og austanvert landið en þurrt og víða iéttskýjað suðvestanlands. Frost um allt land. / VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Norðaustanátt austan- lands, en austlæg eða hæg breytileg átt vestanlands. Él á Norð- ur- og Norðausturlandi og einnig á stöku stað vestanlands. Að mestu léttskýjað á Suðurlandi. Frostlaust verður sunnanlands að degi til en annars 2-8 stiga frost. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V Ei = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hítí veður Akureyri +8 snjókoma Reykjavtk -t-B léttskýjað Sergen Helsinki Kaupmannahöfn Narssarssuaq Nuuk Ósló Stokkhólmur Þórshöfn 6 S 12 +B r-10 9 12 3 skúr þokumóða þokumóða heiðskírt snjókoma skýjað skýjað hálfskýjað Aigatve 14 rigning Amstertlam 11 léttskýjað Barceiona 16 mistur Berffn 17 Chlcago 3 skýjaö Feneyjar 1B Frankfurt 17 Glasgow 7 Hamborg 12 mistur LasPalmas vantar London 11 skýjað Los Angeles 11 heiðskírt Lúxemborg 8 rigning Madrfd 13 skýjað Malaga 20 skýjað Mallorca 19 mistur Montreal +1 heiðskirt NewYork 4 heiðskfrt Orlando 16 léttskýjað Parfs 13 skúr Róm 17 f.álfskýjað Vín 12 skúr Washington vantar Winnipeg vantar Morgunblaðið/KGA Mastrið fellt á Vatnsendahæð Langbylgjumastrið á Vatnsendahæð sem stóð af sér óveðrið 3. febrú- ar sl. var fellt í gær. Komið var fyrir sprengjum við fjögur stög mastursins, sem var 150 m hátt vó hátt í 20 tonn. Mastrið hafði verið á Vatnsendahæð í 60 ár. Reist verða tvö bráðabirgðamöstur á næst- unni, 50-70 metra há sem bera eiga loftnet til langbylgjusendinga, en ljóst er að ekki verður unnt að senda út á fullum styrk sendisins með þeim möstrum. Varnarliðið: Samniiigiir um áfram- haldandi búvörukaup SAMKOMULAG var gert 28. mars síðastliðinn við bandarísk sfjórnvöld um endurnýjun samn- ings frá 1987 um kaup varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli á íslenskum landbúnaðarafurðum á tímabilinu 1. apríl 1991 til 31. mars 1992. Samkvæmt samn- ingnum er varnarliðinu gert kleift að kaupa allt að 12.400 pund (5.625 kg) af ungnautakjöti á næstu tólf mánuðum, og er þetta í fyrsta sinn sem nautavöð- var eru seldir til varnarliðsins, en áður hefur salan takmarkast við nautahakk. í fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu segir að veruleg verð- hækkun hafi náðst fram í samkom- ulaginu. Verð á nautahakki hækk- aði úr 3,95 doiiurum pundið (543 kr/kg) í 4,35 dollara (598 kr/kg), en verð nautavöðva er frá 5,67 dollurum pundið (749 kr/kg) í 10,47 dollara .(1.382 kr/kg). Gert er ráð fyrir að varnarliðið kaupi allt að 10.000 pund (4.536 kg) af hlutuð- um kjúklingum á samningstíman- um fyrir 2,96 dollara pundið (391 kr/kg), og samið var um sölu á allt að 120.000 pundum (54.432 kg) af eggjum á 1,50 dollara pund- ið (198 kr/kg). A síðastliðnu ári keypti varnarlið- ið 44.200 pund (20.050 kg) af ís- lensku nautakjöti, 13.600 pund (5.924 kg) af kjúklingum, 4.700 pund (2.047 kg) af lambakjöti, 105.300 pund (45.870 kg) af eggj- um, 40.200 pund (17.511 kg) af fiski, 417.200 lítra af mjólk og aðr- ar mjólkurafurðir iyrir 80.600 doll- ara (4,827 millj. kr.), ost fyri 10.400 dollara (623 þús. kr.), brauðvörur fyrir 38.200 dollara (2,288 millj. kr.) og ávaxtadrykki fyrir 66.400 dollara (3,977 millj. kr.). Pokaplastíð um 15-20% dýrara nú eri í fyrra PLAST sem nötað er til að gera úr innkaupapoka hér á landi er nú um 15-20% dýrara en það var á tímabilinu janúar-febrúar í fyrra, að sögn Þorsteins Guðna- sonar, deildarstjóra efnavöru- deildar Ske(jungs hf. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hækkuðu plastpokar í matvöru- verslunum um 60% um síðustu mánaðamót og var skýringin sögð hærra innkaupsverð. Þorsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að frá tímabil- inu janúar-febrúar í fyrra til árs- loka hefði plastið hækkað um 41,5%, en í ársbyrjun í fyrra hefði verðið verið lægra en verið hafði um langt skeið. Síðan hefði það lækkað á ný upp úr áramótum og væri sú lækkun nú orðin nálægt 20%. Skýringamar á þessum verð- sveiflum sagði Þorsteinn að væru ýmsar, en fyrst og fremst væri ástæðan sú, að hráefnið sem notað er og nefnist „Low Density Poly- ethylene," er heimsmarkaðsvara og verðið háð framboði og eftir- spurn. Þá hefur það einnig áhrif þegar sveiflur verða á olíuverði, þar sem plastið er unnið úr olíu sem kallast nafta. Þetta efni er notað við poka- framleiðslu hér á landi, en einnig hafa verið hér í verslunum pokar úr öðru efni sem ekki eru fram- leiddir hér á landi. Þeir eru þynnri og efnið í þeim harðara og skijá- far í því. Þorsteinn sagði að það efni héti „High Density Polyethy- lene“ og væri síður háð markaðs- sveiflum en það, sem hér á landi er notað til pokaframleiðslu. ---------------------- Þriðjungur launa 1988 var frá opin- berum aðilum Á árinu 1988 greiddu 5% fyrir- tækja og þau stærstu í hverri at- vinnugrein samtals 56% af heild- arlaunum, samkvæmt Atvinnu- vegaskýrslu Þjóðhagsstofnunar fyrir það ár. Rúmlega 2% tap var á reglulegri starfsemi á árinu. Samkvæmt skýrslunni greiddu opinberir aðilar, ríki, sveitarfélög og fyrirtæki á þeirra vegum 28% heild- arlauna, fyrirtæki rekin í félagsformi og einstaklingsfyrirtæki 66%, þar af hlutafélög 39%, og félagasamtök 6%. Þetta er fertugasta rit Þjóðhags- stofnunar í röð atvinnuvegaskýrslna. Meðal efnis er heildaryfirlit yfír árs- reikninga, þ.e. rekstrar- og efna- hagsreikninga, nær allra greina at- vinnulífsins 1988. Þar er og að finna ýmsar hagtölur, m.a. um skiptingu vinnuafls og launa eftir greinum, tölur um stærðardreifingu fyrir- tækja, fjöldaþeirra og skiptingu eft- ir rekstrarformi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.