Morgunblaðið - 04.04.1991, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRIL 1991
Hið sanna um
launamál lækna
eftir Gunnar Inga
Gunnarsson
Fyrir stuttu gerðu starfsmenn
Ríkisendurskoðunar athugasemd
við reikninga nokkurra sérfræðinga
í læknastétt. Endurskoðendurnir
töldu m.a. að sérfræðingar í fullu
starfi hjá hinu opinbera hefðu, sum-
ir hveijir, óeðlilega háar tekjur
vegna starfa, sem verktakar á eigin
stofufn utan sjúkrastofnana. Hér
voru nefndar til sögunnar ýmsar
tölur. Margar þeirra mjög háar.
Slíkt er vinsæll fjölmiðlamatur á
íslandi. Og veizlan hófst. Fjölmiðla-
menn dreifðu kræsingunum, mest
sem smjattbitum. Ráðherrar fengu
líka. Ólafur Ragnar Grímsson virt-
ist sólginn í svona bita. Hann beit
strax, en spýtti bitanum. Það vant-
aði kosningakrydd. Það gaf honum
sérstakt tilefni til að lýsa viðhorfi
sínu í garð læknastéttarinnar. Þá
skall á stríð.
Brigzlyrði flugu um fjölmiðla
milli Olafs Ragnars Grímssonar og
fulltrúa lækna. Þjóðin fylgdist með.
Ólafur virðist álíta lækna svífast
einskis í kjarabaráttu. Ólafur telur,
að læknar séu jafnvel tilbúnir að
fórna sjúklingum, til þess eins, að
ná árangri í kjaradeilum. Ráðherr-
ann segist byggja viðhorf sitt á við-
tölum við lækna, ásamt bréfi, sem
hann hefur undir höndum. Fuiltrúar
lækna brugðust harkalega við yfir-
lýsingum ráðherrans og hótuðu
málaferlum, ef Ólafur Ragnar kæmi
ekki fram með afsökunarbeiðni,
sem gerði yfirlýsingar hans ómerk-
ar. Ráðherrann neitaði. Hann bætti
því síðar við, að hann væri á móti
verktakastarfsemi lækna. Og fór
um hana ljótum orðum. Svo komu
páskar og vopnahlé. Og þjóðin sett-
ist að eggjum sínum. Hvað gerist
næst? Eða væri kannski rétt að
spyija, hvað gerðist? Veit þjóðin
eitthvað um hið efnislega innihald
málsins? En fjölmiðlamenn? Eða
Ólafur Ragnar, sjálfur?
Ég hef hvergi séð gerða tilraun
til að skoða efnisatriðin að baki
þeim átökum, sem nú eíga sér stað
milli lækna og Ólafs Ragnars
Grímssonar. Þess vegna fannst mér
rétt að kasta ljósi á málið og skoða
það með lesendum blaðsins.
Um bréfið illræmda
Fyrir nokkru stóðu aðstoðar-
læknar í mjög erfiðri kjaradeilu við
Ólaf Ragnar Grímsson. í þeirri deilu
reyndu þeir að ná fram leiðréttingu
á vaktamálum sínum. í fjölmiðlum
höfðu læknarnir verið gagnrýndir
fyrir að standa óeðlilega langar
vaktir. Þjóðarsáttin gerði lausn
vandans erfiða. En eitthvað varð
að gera, því vaktirnar voru ekki
aðeins of langar, heldur einnig of
margar.
Það eru léleg laun, sem valda
því, að aðstoðarlæknar eru neyddir
til að stunda mikta vaktavinnu.
Laun aðstoðarlækna eru nefnilega
til háborinnar skammar. Ég hef
aflað mér upplýsinga um dagvinnu-
laun þessara kollega. Skv. launa-
deild voru mánaðarlaun þessara
lækna að meðaltali kr. 92.120 fyrir
dagvinnu á tímabilinu feb. til maí
1990. Vissi þjóðin það? Þjóðarsáttin
heldur þeim enn lítt breyttum. Á
sama tímabili unnu þessir læknar
um 80 klst. vaktavinnu á mánuði,
einnig að meðaltali, og fengu að
meðaltali kr. 180.884 á mánuði í
heildarlaun.
Þegar barátta þeirra stóð sem
hæst og allt leit út fyrir uppsagnir,
var skrifað bréf í hita og spennu
tímans. í þessu bréfi, sem Ölafur
Ragnar hefur nú flaggað viðhorfi
sínu til stuðnings, koma fram yfir-
lýsingar langþreyttra samninga-
manna, sem gera örvæntingarfulla
lokatilraun, til að ná samkomulagi,
svo koma mætti í veg fyrir fjölda
uppsagnir og landflótta aðstoðar-
lækna. Auðvitað verður að skoða
slíkt bréf í anda síns tíma. Auðvitað
hljómar það undarlega í blíðum
anda bænadaganna. Auðvitað er
heillavænlegast að skrifa aldrei
svona bréf. En skyldi það vera al-
gjör tilviljun, að svona óheppilegt
bréf verður þá einmitt til í fyrsta
sinn, þegar Ölafur Ragnar Gríms-
son stjórnar samninganefnd ríkis-
ins?
Dæmi um önnur læknalaun
Skv. ofangreindum heimildum
voru mánaðarleg dagvinnulaun sér-
fræðinga á ríkisspítulum að meðal-
tali kr. 136.990, á sama tímabili.
Með vaktavinnu náðu þeir að meðal-
tali kr. 214.018. Hér er átt við
lækna í fullu starfi. Sumir sérfræð-
ingar stunda einnig verktakavinnu
á eigin stofum. Meira um það síðar.
Dagvinnulaun heilsugæzlulækna
eru mjög mismunandi eftir því,
hvort þeir starfa í þéttbýli eða dreif-
býli. Þessir læknar eru á föstum
launum, sem reyndust að meðaltali
kr. 78.368 á ofangreindu tímabili.
Auk þessa stunda þeir bónusvinnu
skv. launagjaldskrá, yegna al-
mennra læknisstarfa. Ekki reyndist
unnt að fá nákvæmar upplýsingar
um dagvinnutekjur þeirra. Hins
vegar er áætlað að brúttó meðal-
dagvinnulaun heilsugæzlulækna á
Reykjavíkursvæðinu séu u.þ.b.
250.000 á mánuði. Þess ber að
geta, að hér er verið að tala um
laun fyrir læknisstarf, sem unnið
er skv. framleiðnihvetjandi bónus-
gjaldskrá. Fyrirkomulagið svipar til
þess, sem brúkað er í fiskvinnsl-
unni. Þó er einn verulegur munur
á. Læknarnir veita ríkinu magnaf-
slátt, ef þeim tekst að ná uppfyrir
ákveðið þjónustumagn. Þannig er
mikil og stöðug vinna að baki dag-
vinnulauna heilsugæzlulækna.
Stofuvinna sérfræðinga
Auk þess að starfa á sjúkrastofn-
unum, starfa sumir sérfræðingar á
eigin stofum. Á stofunum vinna
þeir sem verktakar. Stofuvinna
þeirra er ærið misjöfn að magni til
og fer það eftir ýmsu. Sumir sér-
fræðinganna eru í fullu starfi á
sjúkrastofnun, en aðrir í hluta-
starfi. Eðli sumra sérgreina býður
upp á meiri stofuvinnu en aðuar.
Sumar sérgreinar eru þess háttar,
að þær eru einungis stundaðar á
stofnunum hins opinbera. Þannig
eru möguleikar sérfræðinga til að
afla sér aukatekna mjög mismun-
andi. Sumir þeirra verða að sætta
sig við laun, eins og ofan er getið.
Þeir, sem starfa á stofum sínum,
gera það skv. gjaldskrá. Gjaldskráin
segir til um heildarverð fyrir viðtöl,
skoðanir, aðgerðir og rannsóknir.
Heildarverðið fyrir sérhvern lið er
verktakaverð, þ.e. spannar bæði
kostnað og laun læknisins. Sjúkl-
ingurinn borgar lækninum sína
hlutdeild, en læknirinn sendir síðan
Tryggingastofnun ríkisins reikning
fyrir því, sem eftir kann að vera
af heildarverði veittrar þjónustu.
Opinberlega hefur verið látið í
það skína, að einhveijir sérfræðing-
ar skili ekki launuðu starfi sínu á
sjúkrastofnunum, og fari í vinnu-
tímanum á stofu. Þessi grunsemd
hefur bæði tengzt háum stofutekj-
um lækna og andúð sumra þeirra
á stimpilklukkum.
Um þessar mundir er verið að
taka í notkun stimpilklukkur á
sjúkrahúsum. Sumir hafa mótmælt
og jafnvel neitað að nota þær. Að
mínu mati eru engin haldbær rök
gegn því að skylda menn til að
nota stimpilklukkur. Það er læknum
til vansæmdar að neita að stimpla
Gunnar Ingi Gunnarsson
„Það er auðvitað ekkert
annað en lágkúra af
verstu gerð að rjúka í
fjölmiðla með afieiðing-
ar eigin verka eða
framtaksleysis, og ausa
rógburði yfir lækna-
stéttina.“
sig. Þar hafa læknar engin forrétt-
indi.
Rökleysa
Ólafur Ragnar Grímsson, og aðr-
ir fulltrúar hins opinbera, hafa gert
samning við læknastéttina um
gjaldskrá vegna þeirrar sérfræði-
þjónustu, sem lýst er að pfan. Nú
hefur hann lýst andúð sinni á þess-
ari starfsemi og vill leggja hana
niður. Hveijar eru forsendur Ólafs
Ragnars? Telur hann sig spara al-
mannafé með því móti? Er ódýrara
að færa þessa þjónustu yfir á stofn-
anir hins opinbera? Hann hefur
hvergi lagt fram rök fyrir því. Eða
vill hann leggja niður stofuvinnuna,
vegna þess eins, að sumir læknar
framvísa háum reikningum? Eða
vegna þess að sumir læknar neita
að nota stimpilklukkur? Hvergi
leggur ráðherrann fram málefnaleg
rök.
51 milljón
Endurskoðendur ríkisreikninga
gera athugasemdir við það, sem
þeir telja óeðlilega háa reikninga
frá sérfræðingum. Reikningana
gera læknarnir skv. gjaldskránni
áðumefndu. Ólafur Ragnar Gríms-
son velur athugasemd ríkisendur-
skoðanda sem tilefni til að ausa
svívirðingum yfir lækna. Hann
dregur fram bréf, sem hefur ekkert
með athugasemdir ríkisendurskoð-
anda að gera, enda samið á elleftu
stundu í vaktastríði aðstoðaríækna,
og hótar að birta það, um leið og
hann velur læknastéttinni illmælgi,
sem þroskaðir menntaskólastrákar
hætta yfirleitt að nota í 6. bekk.
I athugasemdum ríkisendurskoð-
anda voru ýmsar upphæðir nefnd-
ar. Þar var látið í það skína, að
hæstu reikningarnir væru óeðlileg-
ir. Nefndur var reikningur sérfræð-
ings að upphæð kr. 51 milljón pr.
mánuð. Tökum hann sem dæmi.
Hvað var að þessum reikningi?
Grunar ríkisendurskoðandi þennan
sérfræðing um samningsbrot? Ef
svo er, hvers vegna hleypur hann
með reikninginn í fjölmiðla án þess
að kanna réttmæti hans? Eða er
sérfræðingurinn alls ekki grunaður
um græsku? Hvert var þá erindið
í fjölmiðlana? Bara til að sýna okk-
ur tölurnar? Vekja neikvætt umtal?
Ríkisendurskoðandi hlýtur að vita
að viðkomandi sérfræðingur rekur
heilt fyrirtæki, sem stundar rann-
sóknir. Ríkisendurskoðandi hlýtur
að vita, að inni í þessari upphæð
eru m.a. laun meinatækna og annar
tilheyrandi rekstrarkostnaður. Fjöl-
miðlamenn stigu í spínatið. Þeir
birtu talnasúpu og treystu því, að
eitthvert vit væri í aðgerðum ríkis-
endurskoðanda. En hann bjó bara
til moldryk. Enn vitum við ekkert
um laun sérfræðingsins. Við höfum,
hins vegar, kynnzt betur vinnusið-
ferði Ríkisendurskoðanda og að-
ferðum Ólafs Ragnars við vinsælda-
veiðar.
Aðalvandinn
Ekki dettur mér í hug að and-
mæla raunhæfu og virku eftirliti
með reikningum lækna. Auðvitað
verður að vera skynsamlegt eftirlit
með framkvæmd gjaldskrársamn-
inga. Ef ríkisvaldið telur sig hafa
gert óhagkvæma samninga við
lækna, annars vegar, eða treýstir
sér ekki til að hafa raunhæft eftir-
lit með gerðum samningum, hins
vegar, þá verður ríkisvaldið einfald-
lega að bæta sig. Það er innanhús-
vandamál. Hér liggur aðal vanda-
málið. Það er auðvitað ekkert annað
en lágkúra af verstu gerð að ijúka
í fjölmiðla með afleiðingar eigin
verka eða framtaksleysis, og ausa
rógburði yfir læknastéttina. Ólafur
Ragnar bætir ekki hag ríkissjóðs
með því að sveifla úldnum görnum.
Ég fullyrði, að Ólafur Ragnar
mundi valda ríkissjóði verulegri út-
gjaldaaukningu, tækist honum að
leggja niður verktakavinnu lækna.
Sem dæmi um hagkvæman verk-
takarekstur í heilbrigðisþjón-
ustunni, má nefna Læknavaktina í
Reykjavík. Ólafur Ragnar gæti ekki
rekið hana á ódýrari máta.
Úrbætur
Kjaramál lækna eru í rúst. Það
þarf að jafna kjörin. Sumir læknar
hafa svipuð dagvinnulaun og af-
greiðslumenn í verzlunum. Aðrir
læknar geta haft margfalt hærri
dagvinnutekjur. Allir eru sammála
um að bæta þurfi kjör hinna lægst
launuðu í þjóðfélaginu. Þar þarf að
gera stórátak. Launamisrétti er
mikið og það þarfnast lagfæringar
við. Samtök lækna verða líka að
lagfæra óréttlætið innan sinnar
stéttar. Hér eru dæmi um leiðir:
1) Hið opinbera ákveði fyrir-
fram, hversu mikla þjónustu það
sé tilbúið að kaupa af sérfræðingum
á stofum.
2) Gjaldskrá sérfræðinga og
heimilislækna verði sameinuð í eina
launagjaldskrá.
3) Allur rekstrarkostnaður verði
framvegis aðeins greiddur skv.
framlögðum reikningum. Setja
verður þak á rekstrarkostnað og
útbúnaður stofu staðlaður.
4) Læknar segi sig úr BHMR.
Gerður verði einn launasamningur
fyrir alla lækná.
5) Öllum grunsemdum um að
læknar skili ekki fullri vinnu skv.
ráðningu verði eytt.
Lokaorð
í þessari grein hef ég reynt að
varpa ljósi á innviði þeirrar deilu,
sem nú ríkir milli lækna og Ólafs
Ragnars Grímssonar. Hlutdeild rík-
isendurskoðanda hefur verið dregin
fram í dagsljósið. í þessari deilu
eiga læknar nokkra sök. Þeir hafa
gefið höggstað á sér með óviðeig-
andi yfirlýsingum í hita samninga-
viðræðna á lokastigi. Þeir hafa neit-
að að nota stimpilklukku. Hvort
tveggja eru mistök. Höfuðábyrgð á
írafárinu bera þó ríkisendurskoð-
andi, vegna óvandaðra vinnu-
bragða, og þó sérstaklega ráðherr-
ann, Ólafur Ragnar Grímsson, sem
virðist geta notað hvaða sem er í
valdsveiflur sínar og kastar hveiju
sem er á altari vinsældanna, bara
ef það mætti verða til þess að
krækja í nokkur atkvæði. I mínum
augum hefur Ólafur Ragnar orðið
sér til enn frekari minnkunar í
máli þessu.
Hötundur eryfirlæknir við
heilsugæslustöðina í Árbæ.
--------------------
■ FRAMBOÐSLISTI Frjáls-
lyndra, F-listans, í Suðurlands-
kjördæmi við Alþingiskosningarnar
20. apríl 1991, hefur verið ákveð-
inn. Éfstu sæti skipa: 1. Óli Þ.
Guðbjartsson, dóms- og kirkju-
málaráðherra, Selfossi, 2. Magnús
Eyjólfsson, bóndi, Hrútafelli, 3.
Hólmfríður Sigurðardóttir, hús-
freyja, Vestmannaeyjum, 4. Guð-
mundur Sigurðsson, skrifstofu-
stjóri, Þorlákshöfn, 5. Gísli Theód-
ór Ægisson, vélstjóri, Vestmanna-
eyjum, 6. Víglundur Kristjánsson,
verkamaður, Hetlu; HaiaaBlswt-’
HOOVER Compact Electronic 1100
Burt með rykið
fyrir ótrúlega
lágt verð!
Kr. 1 3.71 Oj" stgr
HEIMILISKAUP H F
• HEIMILISTÆKJADEILD FÁLKANS
SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670.