Morgunblaðið - 04.04.1991, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRIL 1991
17
gang að mörkuðum gegn því að
veita öðrum greiðari aðgang að
fiskimiðunum gegn vægu gjaldi.
Slík tilhögun gæti orðið til þess að
veita íslenzkum útgerðarmönnum
holla samkeppni. Það er vafasamt,
hvort aðild að Evrópubandalaginu
yrði íslenzkum fiskiðnaði nokkur
íyftistöng. Fiskverð erlendis og á
Islandi bendir til þess, að íslenzkur
fiskiðnaður sé ekki sérlega sam-
keppnishæfur gagnvart fiskiðnaði
bandalagslandanna. Aðild að Evr-
ópubandalaginu yrði sennilega til
mestra hagsbóta fyrir íslenzkan
iðnað sem framleiðir vörur í þágu
sjávarútvegs eða veitir honum þjón-
ustu, hvort sem er á innlendum eða
erlendum markaði.
Ilöfundur er prófessor í
fiskihagfræði við
Verslunarháskóla Noregs í
Björgvin en jafnframt
gistikennari við viðskipta- og
hagfræðideild Háskóla Islands.
■ SAMEIGINLEGUR framboðs-
listi Þjóðarflokks og Flokks
mannsins til Alþingiskosninga í
Reykjaneskjördæmi 20. apríl 1991
hefur nú verið ákveðinn. Efstu sæt-
in skipa: 1. Þorsteinn Sigmunds-
son, bóndi, 2. Halldóra Pálsdóttir,
markaðsfulltrúi, 3. Jón Á. Eyjólfs-
son, húsasmiður, 4. Sigrún Bald-
vinsdóttir, skrifstofumaður, 5.
Eiríkur Hansen, matreiðslumaður.
■ SAMEIGINLEGUR framboðs-
listi Þjóðarflokksins og Flokks
mannsins í Reykjavík 1991 til
Alþingiskosninga í Reykjavík 20.
apríl 1991 hefur nú verið ákveðinn.
Efstu sæti listans skipa: 1. Pétur
Guðjónsson, stjórnunarráðgjafi, 2.
Áshildur Jónsdóttir, markaðs-
stjóri, 3. S. Kristín Sævarsdóttir,
skrifstofumaður, 4. Ragnar Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri, 5. Erla
Kristjánsdóttir, tækniteiknari, 6.
Magnús Þór Sigmundsson, tón-
listarmaður.
■ GRÆNT FRAMBOÐ býður nú
í fyrsta skipti fram til Alþingiskosn-
inga. Efstu sæti framboðslistans í
Reykjavíkurkjördæmi fyrir kosn-
ingarnar í ár skipa eftirfarandi: 1.
Oskar Dýrmundur Olafsson, há-
skólanemi, 2. Sigrún María Krist-
insdóttir, nemi, 3. Jón Tryggvi
Sveinsson, markaðsfulltrúi, 4.
Hjördís B. Birgisdóttir, ritari, 5.
Stefán Bjargmundsson, tollvörð-
ur.
■ SAMEIGINLEGUR framboðs-
listi Þjóðarflokks og Flokks
mannsins til Alþingiskosninga í
Vesturlandskjördæmi þann 20.
apríl 1991 hefur nú verið ákveðinn.
5 efstu sætin skipa: 1. Helga Gísla-
dóttir, kennari, 2. Sigrún Halliw-
ell Jónsdóttir, húsmóðir, 3.
Þorgrímur E. Guðbjártsson, bú-
fræðingur, 4. Þóra Gunnarsdóttir,
húsmóðir, 5. Sveinn Víkingur Þór-
arinsson, kennari.
Læiiu til ai veria Naprapat
— nútímalegt starf
Naprapati er algengasta sérmeðferðin, sem beitt er þegar reynt er að lækna
óþægindi í hrygg, liðamótum og vöðvum með höndum.
Læknisfræðilega efnið:
Líffærafræði, líftækni, lífefnafræði, lífeðlis-
fræði, taugasjúkdómafræði, matvælafræði,
bæklunarsérfræði, meinafræði.
Sjúkraþjálfun:
Rafsegulfræði, liðamótafræði, nudd, teygjur.
Lækning með höndum (manuell inedicin):
Sjúkdómsgreining, tæknileg lífeðlisfræði, hag-
kvæm líffærafræði, losunar- og hreyfingatækni.
íþróttalæknisfræði:
Íþróttalífeðlisfræði, íþróttasálarfræði, „tejpning".
í kennaraliðinu eru dósentar, læknar, háskóla-
kennarar og doktorar í naprapati.
Menntunin samsvarar 160 p.
Menntun, sem leiðir til sjálf-
stæðs og mikilverðs starfs.
Observatoriegatan 19-21, 113 29 Stockholm
Tel. 08-16 01 20
GRAALINANOG
VIÐVIKAÞJÓNUSTAN
-Námskeið fyrir sjálfboðaliða-
Rauði kross íslands, Félag eldri borgara,
Soroptimistar og Bandalag kvenna í Reykjavík
gangast fyrir námskeiði fyrir þá sem hafa áhuga
á að veita eldri borgurum aðstoð.
Um er að ræða nýja tegund sjálfboðaliða-
þjónustu, síma- og viðvikaþjónustu. Með síma-
þjónustunni gefst eldri borgurum kostur á að
ræða við sjálfboðaliða í trúnaði, leita upplýsinga
og/eða óska aðstoðar t.d. vegna léttra viðgerða
og snúninga.
Viðvikaþjónustan felur í sér aðstoð við ýmis
smáviðvik eins og minni viðgerðir og sendiferðir.
Ákveðið hefur verið að gefa þessari þjónustu
nafnið Gráa línan og verður hún fyrst í stað opin
einu sinni í viku eftir kl. 17.
Námskeið fyrir væntanlega sjálfboðaiiða verður
haldið laugardaginn 6. apríl í húsakynnum
Félags eldri borgara að Hverfisgötu 105 í
Reykjavík.
Skráning og nánari upplýsingar eru veittar á
skrifstofu RKÍ í síma 26722. Vinsamlega
skráið ykkur fyrir kl. 17 föstudaginn 5. apríl.
(qo,
FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ
RAUÐA KROSS ÍSLANDS
Rauðarárstíg 18 - Reykjavík - sími: 91-26722
HIRTU TENNURNAR VEL
— en gleymdu ekki undirstööunni!
ýmsum B - vítamínum og gefur zink, magníum, natríum og fleiri efni sem eru líkamanum nauðsynleg.
MJÓLKURDAGSNEFND