Morgunblaðið - 04.04.1991, Síða 20

Morgunblaðið - 04.04.1991, Síða 20
20 MÖRGÚNBLAÐIÖ 'pIMMTÚÓAGUR 4. APRÍL 1991 Hvað má læra af BHMR-málinu? eftir Ólaf Oddsson Nýlega féll dómur í Borgardómi Reykjavíkur í svonefndu BHMR- máli. Hann var ríkisvaldinu í hag. Ráðherrar fögnuðu sem vænta mátti sigri yfir andstæðingum sín- um, m.a. bókavörðum, hjúkrunar- fræðingum, náttúrufræðingum og kennurum. Einn ráðherrann sagði í blaðaviðtali, að við þyrftum að læra af þessu, og er það að ýmsu leyti rétt. Af þessu máli öllu má ýmislegt læra. Skal nú gerð grein fyrir því. Að ógilda eigin samning Kannski er það lagalega rétt, að framkvæmdavaldið taki sér löggjaf- arvald til þess að ógilda eigin samn- ing, ef dómsvaldið kveður upp dóm um túlkun samningsins fram- kvæmdavaldinu í óhag. En ég vil hér benda á, að ýmsir lögfræðing- ar, m.a. núv. og fyrrv. sýslumenn og fógetar, svo og lagaprófessorar og varadómarar í Hæstarétti, hafa opinberlega gagnrýnt þessa hátt- semi ríkisstjórnarinnar og talið hana hæpna. — Nú liggur fyrir, að dóminum verður áfrýjað til Hæsta- réttar. Verður fróðlegt að fá endan- legan úrskurð í þessu mikilvæga máli, sem m.a. snýst um það, hvort raunverulegur samningsréttur sé hér á landi. Geti ríkisstjóm ógilt eigin samninga, tekur því ekki að gera slíka samninga. Orð stjórnenda ríkisins Kjami BHMR-málsins er ekki lagalegs, heldur siðræns eðlis: Eiga orð stjórnenda ríkisins að standa? Eftir „tímamótasamningana“ vorið 1989 sögðu sumir félagar mínir: „Ríkisstjómin svíkur þessa samn- inga.“ Ég mótmælti þessu, trúði því ekki, en mat mitt reyndist rangt. Orð núv. ráðherra standa ekki. Undirskrift ráðherra og bókanir í ríkisstjóm eru einskis virði. Þetta má læra af BHMR-málinu. Sumir af núv, ráðamönnum hafa, er þeir voru í stjórnarandstöðu, gagnrýnt mjög lagasetningu á stéttarfélög og bent á nauðsyn þess fyrir samfélagið að gera störf kenn- ara og hjúkrunarfræðinga eftir- sóknárverð. Þetta liggur fyrir í þingtíðindum og blaðagreinum. En þegar þeir em svo komnir í stjóm, þá hlaupa þeir einfaldlega til og setja bráðabirgðalög á samninga sína og þeirra stéttarfélaga, sem þeir áður þóttust styðja. Skilningsleysi áhrifamanna Dapurlegast í þessu máli öllu er skilningsleysi sumra áhrifamanna hér á landi, að því er varðar skóla og menntun. Skólarnir era undir- staða menningar og hagsældar á komandi tímum. Þetta hafa ýmsar menningarþjóðir skilið. Þær hafa í þágu eigin hagsmuna, — ekki kenn- aranna, — kostað kapps um að fá til starfa vel menntaða og hæfa kennara. Þær hafa skilið nauðsyn þess að hafa húsnæði skóla, tæki og gögn í góðu lagi, svo og að í skólunum ríki næði og friður til starfa. Hérlendis hefur mjög skort á, að fyrrgreind atriði hafi verið Ólafur Oddsson „Kjarni BHMR-málsins er ekki lagalegs, heldur siðræns eðlis: Eiga orð stjórnenda ríkisins að standa?“ með viðunandi hætti. í reynd virð- ast sumir áhrifamenn telja menntun og hæfni kennara aukaatriði. Hús- næði og tæki hafa verið ófullnægj- andi, samkvæmt skýrslum eftirlits- aðila, og ríkisvaldið hefur um skeið haldið uppi nær samfelldum hernaði og ófriði gegn háskólamenntuðum kennuram. Hefur það orðið til þess að fæla burt ýmsa vel menntaða hæfileikamenn. Fyrir fáeinum ára- tugum voru laun þingmanna miðuð við laun menntaskólakennara. Því var auðvitað hætt fyrir nokkru. Og nú nýlega var hætt að miða rithöf- unda og listamenn við þessa kenn- ara, og er það vel skiljanlegt. En þetta segir og sína sögu um árang- ur ríkisvaldsins. Um styrk og samheldni Heimurinn er að skreppa saman, íjarlægðir era að „minnka". Sú vernd, sem landsmenn höfðu, er þeir vora fjarri skarkala heimsins, er að hverfa. Á komandi árum mun reyna á innri styrk þjóðarinnar og samheldni. Menntun ungu kynslóð- arinnar, bæði bókleg og verkleg menntun, mun skipta meginmáli í harðnandi samkeppni, sem fram- undan er. Velferð þjóðarinnar í framtíðinni er að veralegu leyti undir því komin, að hér takist vel til. Nauðsynlegt er að auka skilning manna á þessu mikilvæga efni. Einnig er brýnt að hlúa að því er sameinar Islendinga, þ.e. eigin tungu og menningu. Þá verður að reyna að endurvekja traust á orðum valdsmanna og undirrituðum samn- ingum. Þeir verða að standa við orð sín. Að öðrum kosti era þau einskis virði. Þetta má m.a. læra af BHMR- málinu. Höfundur er íslenskufræðingvr og kennari. „Einhver náungi“ svarar eftirJón Stefánsson Miðvikudaginn 20. mars talaði Olafur M. Jóhannesson um „ein- hvern náunga" sem flutt hafði fjöl- miðlapistil í útvarpsþætti Þorsteins Joð: Þetta líf, þetta líf, laugardaginn áður. Þessi náungi, sem reyndist vera undirritaður og er með vikuiega pistla hjá Þorsteini Joð umhverfis bókmenntir, ekki fjölmiplapistla, átti að hafa gert lítið úr Ólafí Jóhanni Ólafssyni. Eða eins og Ólafur M. orðaði það: Náunginn hélt því fram að Ólafur gæti ekki skrifað af því hann kæmi alltaf úr ferðalögum ... snyrtilegur og í jakkafötum. Var helst að skilja á manninum að Ólafur Jóhann hefði aldrei reynt neitt vegna jakkafatanna og svo nafngreindi hann annan íslenskan ungrithöfund og fullyrti_ að sá væri „besti rithöfundur íslands" því hann hefði komið alblóðugur úr ferðum um eigin hugar- heim... Og Ólafur M. spyr, fullur vandlæt- Jón Stefánsson ingar, hvort hægt sé að bera þá vit- leysu á borð fyrir venjulegt fólk (vel á minnst, Ólafur, hveijir eru venju- legir og hveijir era óvenjulegir?) að maður sem stýrir risafyrirtæki hafi aldrei reynt neitt vegna snyrtilegs klæðnaðar. Og Ólafur M. minnist þess ekki „að hafa heyrt fyrr fullyrt á öldum ljósvakans að ákveðinn ung- rithöfundur væri „besti rithöfundur íslands““. Kæri Ólafur M. Jóhannesson, þú verður að temja þér að hlusta betur til að geta haft rétt eftir. Það ér til dæmis ekkert skrýtið að þú hefur aldrei heyrt fuliyrt að ákveðinn „ungrithöfundur" sé besti rithöfund- ur Islands. Nei, það er fullkomlega eðlilegt, einfaldlega vegna þess að enginn hefur haldið því fram, ekki einu sinni ég. Ég fullyrti hins vegar að Gyrðir Elíasson sé sá fremsti meðal ungra höfunda. Hingað til hefur eldri kynslóðin einnig verið talin með þegar rætt er um íslensku þjóðina sem heild. Svo er það fullyrðingin að ég hafí gert lítið úr Ólafi Jóhanni Ólafssyni og kveðið upp úr með að hann gæti ekki skrifað vegna klæðnaðarins. Kæri Ólafur M., aftur verð ég að víta þig; þú verður einfaldlega að taka betur eftir ef þú ætlar að halda áfram að bera orð annarra manna „Auðvitað á ég ekki við að rithöfundur þurfi að missa, bókstaflega, nokkra lítra af blóði til að skrifa almennilega bók. Hér er augljóst hvað ég á við; rithöf- undur verður að gefa allt sem hann á, og helst örlítið meira, í þáð verk sem hann er að skrifa.“ á torg. Um persónuna Ólaf Jóhann gaf ég ekki neitt út á, enda þekki ég manninn ekki neitt. Ég hélt því hins vegar fram, að sem rithöfundur ætti hann langt í land með að öðl- ast viðurkenningu. Ég hélt því fram að hingað til hafi hann ekki sent frá sér verk sem bragð er að. Og þá er það bullið sem þýðir ekki að bera á borð fyrir „venjulegt fólk“. Ég satt að segja bjóst aldrei við að þurfa að útskýra eftirfarandi líkingu: Góðar bókmenntir verða til eftir að höfundur hefur ferðast um í eigin heimi og komið úr því ferða- lagi blóðugur, sundurtættur en samt heilsteyptur. Ólafur Jóhann Ólafsson kemur hins vegar úr ferðalögum sínum yfirvegaður og í stífpressuðum fötum. Auðvitað á ég ekki við að rithöf- undur þurfi að missa, bókstaflega, nokkra lítra af blóði til að skrifa almennilega bók. Hér er augljóst hvað ég á við; rithöfundur verður að gefa allt sém hann á, og helst örlítið meira, í það verk sem hann er að skrifa. Bækur Ólafs Jóhanns bera hins vegar átakaleysinu vitni, hann virðist ekki gefa sig allan í þær, hann er of yfirvegaður. Ég þarf nú varla að útskýra fyrir Ólafi M. að ég á hér ekki við ytri ferðalög og klæðnað, Ég lýk þessu svari mínu jafn undr- andi og í byijun og lýsi yfir furðan minni hvemig jafn reyndur fjölmiðl- amaður og Olafur M. Jóhannesson er gat mistúlkað orð nún og slitið úr samhengi jafn hressilega og hann gerði 20. mars síðastliðinn. Höfundur er skáld og leiðbeinandi við Fjöibrautaskóla Vesturlands. Oflugur iðnaður — homsteinn hagvaxtar eftir Pál Kr. Pálsson Á íslandi starfar öflugur iðnað- ur, sem aflar gjaldeyris með út- flutningi, sparar gjaldeyri með framleiðslu fyrir innanlandsmark- að og veitir öðram greinum marg- víslega þjónustu sem bætir sam- keppnisstöðu þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð lagt áherslu á mikilvægi þess að í landinu starfí öflugur iðnaður sem vel sé búið að. Iðnaðurinn hefur sýnt að hann getur staðist erlenda samkeppni. Þannig gekk iðnaðurinn inn í opna samkeppni við inngöngu íslands í EFTA á sínum tíma. Sú aukna samkeppni sem því fylgdi hefur styrkt iðnaðinn. Á næstu áram blasir við að samkeppnin mun enn vaxa. Jafnframt er ljóst að aukinn hagvöxtur verður fyrst og fremst að koma í gegnum nýsköpuh og þróun í iðnaði. Sjálfstæðisflokkurinn áttar sig á mikilvægi þess að skýr stefna verði mótuð í málefnum iðnaðar- ins, til að tryggja þann árangur sem nauðsynlegur er. í þessu sam- bandi leggur Sjálfstæðisflokkur- inn megináherslu á eftirtalda þætti: • íslenskur iðnaður njóti sam- bærilegra starfsskilyrða og er- lendir keppinautar. Aðgangur að áhættufé og lánsfé verði auð- veldaður með því að að efla fjár- magns- og hlutabréfamarkaðinn. • Skattlagning fyrirtækja miðist við afkomu en ekki framleiðslu- kostnað eða veltu, sem íþyngir samkeppnishæfni þeirra. • Vöragjald og önnur sértæk gjöld verði felld niður. • Skattlagning hagnaðar og áhættufjár hvetji, en letji ekki eins og nú er, til nýsköpunar og fjár- festinga í atvinnurekstri. • Samstarf við erlend fyrirtæki og erlend fjárfesting í íslensku atvinnulífí, sem byggist á fijáls- legum og nútímalegum reglum, verði auðvelduð. Sama gildi um fjárfestingar íslenskra fyrirtækja í fyrirtækjum erlendis. • Skóla- og menntakerfið taki tillit til þarfa atvinnulífsins og bjóði upp á nauðsynlega símennt- un. • Hagnýtar rannsóknir og vöra- þróun á vegum fyrirtækja verði efld. Lögð verði áhersla á að rann- sóknaverkefni leiði til markaðs- hæfrar vöra. • Unnið verði að því að nýta auðlindir lands og sjávar á sem hagkvæmastan hátt en þess jafn- framt gætt að ganga þeim ekki of nærri. • Lögð verði aukin áhersla á umhverfísmál og mengunarvarnir, en slíkt bætir samkeppnisstöðu fyrirtækjanna til lengri tíma. • Virkjun fallvatna og gufuorku Páll Kr. Pálsson „ Aukinn hagvöxtur fæst ekki nema til komi veruleg nýsköpun í ís- lenskum iðnaði. Sú stefna sem fylgjt, hefur verið af opinberum að- ilum að undanförnu hefur skilið eftir sig slóð gjaldþrota og vit- lausra fjárfestinga.“ til uppbyggingar í orkufrekum iðnaði verði efld. Efnahagslegur stöðugleiki, þar sem verðbólgu er haldið í skefjum og athafnafrelsi og ábyrgð ein- staklinganna haldast í hendur, er eina leiðin til að tryggja árangur. Stefna Sjálfstæðisflokksins í iðnaðarmálum er skýr. Hún liggur frá ríkisforsjá til aukins frum- kvæðis einstaklinganna. Aukinn hagvöxtur fæst ekki nema tii komi veruleg nýsköpun í íslenskum iðnaði. Sú stefna sem fylgt hefur verið af opinberam aðilum að undanfömu hefur skilið eftir sig slóð gjaldþrota og vit- lausra fjárfestinga. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að snúa þessari þróun við með því að draga úr opinberum afskiptum í atvinnulífinu. Hið opinbera á að einbeita sér að al- mennum atriðum á borð við bætt starfsskilyrði. Til þess að bæta lílfskjörin þarf að virkja þekkingu, hæfni og getu einstaklinganna og gefa þeim svigrúm til að nýta auðlindirnar án stöðugra ríkisaf- skipta. Iðnaðarstefna Sjálfstæðis- flokksins vísar veginn fram á við. Höfundur situr í Iðnaðarnefnd Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.