Morgunblaðið - 04.04.1991, Qupperneq 21
21
__________________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4, APRÍL 19,9,1
Á húsbréfakerfið að
þjóna verktökum?
eftir Grétar J.
Guðmundsson
í vikunni fyrir páska var grein í
Morgunblaðinu um húsnæðismál
eftir Gunnar Birgisson, fyirverandi
formann Verktakasambands ís-
lands og frambjóðanda Sjálfstæðis-
flokksins til Alþingis. Gunnar finnur
í þessari grein ýmislegt athugavert
við húsbréfakerfið, sérstaklega
varðandi nýbyggingar.
Húsbréf og nýbyggingar
Gunnar gagnrýnir húsbréfakerf-
ið fyrst og fremst fyrir að vera
hagstæðara notuðum íbúðum en
nýjum. Sjónarmið hans er að lána-
kerfið eigi að vera hvetjandi fyrir
nýbyggingar, m.ö.o. lánakerfið á
að þjóna verktökum. Megintilgang-
ur húsbréfakerfisins á að hans
mati ekki að vera að auðvelda fjöl-
skyldum að eignast þak yfir höfuð-
ið.
Sýnt hefur verið fram á að al-
gengt var að byggingaraðilar tækju
á sig allt að 14-15% afföll þegar
þeir seldu nýjar íbúðir samkvæmt
gamla húsnæðislánakerfinu. Bygg-
ingaraðilar sem taka á sig afföllin
í húsbréfakerfinu fá svipaðar
greiðslur og þeir fengu áður, nema
hvað þær koma mun fyrr.
Byggingaraðilar sem ætla að
taka þátt í húsnæðismarkaðnum
verða annað hvort að taka á sig
afföllin í húsbréfakerfinu, eins og
þeir gerðu áður, eða lækka verðið
á þeim íbúðum sem þeir byggja,
eins og dæmi eru um að t.d. Ar-
mannsfell hefur gert. Getur verið
að sölutregða á nýjum íbúðum stafi
af of háu verði þeirra?
Lánstími
Gunnar talar um að afföll séu há
í húsbréfakerfinu. Samt leggur
hann til að lánstími vegna nýbygg-
inga þeirra sem eru að eignast sína
fyrstu íbúð verði lengdur úr 25
árum í 30 ár og að fyrstu 5 árin
verði afborgunarlaus. Afleiðing
þess yrðu að sjálfsögðu aukin af-
föli. Þetta rekst á við skoðun Gunn-
ars sem hann lét í ljós á öðrum
vettvangi, en þar lagði hann til að
því verði frestað að aðstoða íbúðar-
eigendur í greiðsluerfiðleikum í
gegnum húsbréfakerfið vegna þess
að það auki afföllin. Hvernig fer
þetta heim og saman?
Afföll teljast til vaxtagjalda
Gunnar vill að afföll teljist til
vaxtagjalda við ákvörðun vaxta-
bóta. Ef hann hefði kynnt sér lög
um vaxtabætur þá hefði hann kom-
ist að því að svo er.
Vextir
Gunnar heldur því fram að raun-
vextir í húsbréfakerfinu séu
13—15% að teknu tilliti til affall-
anna. Hann gerir ekki greinarmun
á vöxtum og afföllum. Algengara
er hins vegar að vöxtum og ávöxt-
unarkröfu séu ruglað saman. Það
er nýtt að menn haldi að afföllin
séu raunvextir.
Vextir sem íbúðarkaupendur
bera koma fram á fasteignaveðbréf-
um sem þeir gefa út og eru fastir
Grétar J. Guðmundsson
„Yandi Gunnars er sá,
að hann hefur ekki
heildarsýn yfir hús-
næðismálin. Hann er
bundinn við þröngt
sjónarhorn verktakans
og sér nánast eingöngu
það sem að honum
snýr.“
6%. Ávöxtunarkrafan er það sem
kaupendur húsbréfa fá fyrir að lána
ijármagn sitt á hverjum tíma. Hún
ræðst af eftirspurn eftir húsbréfum.
Afföllin ráðast svo af mismuninum
á ávöxtunarkröfunni og vöxtunum.
Þeir sem byggja sjálfir bera öll af-
föllin af húsbréfunum. í þeim tilvik-
um er unnt að segja að vextir séu
jafnir ávöxtunarkröfunni. Þá kemur
hins vegar á móti að mörg dæmi
eru um að þessir aðilar geti nýtt
sér verulegan staðgreiðsluafslátt
vegna byggingar íbúða sem lítið var
um áður. Annað gildir um þá sem
kaupa nýjar íbúðir af byggingarað-
ilum eins og áður er sagt. Að vext-
ir séu jafnir afföllunum eins og
Gunnar fullyrðir, er rugl.
■ Hér hefur í stuttu máli verið leið-
réttur sá misskilningur Gunnars
Birgissonar um húsbréfakerfið.
Vandi Gunnars er sá, að hann hef-
ur ekki heildarsýn yfir húsnæðis-
málin. Hann er bundinn við þröngt
sjónarhorn verktakans og sér nán-
ast eingöngu það sem að honum
snýr. Það sem er hins vegar athygl-
isverðast við skrif Gunnars er að
hann vill leggja félagslega íbúðar-
kerfið niður. Það er þokkaleg send-
ing til lágiaunafólks þessa lands eða
hitt þó heldur. Aðrar athugasemdir
í grein Gunnars eru flestar í venju-
legum skítkastsstíl sem ekki eru
svaraverðar.
Höfundur er aðstoðarmaður
félagsmálaráðherra.
Framsóknar-
flokkurinn o g
húsnæðismálin
eftir Geir H. Ihuirde
Framsóknarflokkurinn er engu
líkur. Vorið 1986 flutti félagsmála-
ráðherra flokksins, Alexander Stef-
ánsson, frumvarp um nýtt hús-
næðiskeffi, sem nefnd á vegum for-
sætisráðherra flokksins, Steingríms
Hermannssonar, hafði samið í kjöl-
far samninga aðila vinnumarkaðar-
ins um þetta mál. Þetta frumvarp
varð að lögum og í kosningabarátt-
unni 1987 hreykti flokkurinn sér
mjög af þeim og hét að efla hið
„nýja og róttæka" lánakerfi.
í yfirheyrslu hjá fréttamönnum
sjónvarps sl. mánudag var forsætis-
ráðherra (sá sami og vorið 1986)
spurður út í þetta atriði og jafn-
framt bent á að flokkurinn hefði
staðið að því á síðustu dögum þings-
ins nú í vor að leggja þetta kerfi
niður. Þessu svaraði hann með því
að halda því fram að með nýju og
róttæku húsnæðislánakerfi í kosn-
inungum 1987 hafi verið átt við
húsbréfakerfið!!
Af þessu tilefni er ástæða til að
riíja upp að húsbréfakerfið hafði
ekki verið svo mikið sem nefnt á
nafn vorið 1987. Hugmyndin um
það varð fyrst til í starfi lítils vinnu-
hóps á árinu 1988 og kerfið var
lögfest árið 1989. En með því að
snúa út úr spurningunni með þess-
um hætti tókst ráðherranum að
beina umræðunni frá ábyrgð
flokksins á því hvernig fór fyrir
lánakerfinu frá 1986 og á því hvern-
ig komið er fjárhag byggingarsjóðs
ríkisins.
„Ég meinti það þegar
ég sagði það“
Þetta minnir á frægt tilsvar for-
sætisráðherrra í sjónvarpi fyrir
kosningar 1987. Hann var þá kom-
inn í framboð í Reykjaneskjördæmi
en var spurður út í eldri ummæli
sín um að hann hefði engan hug á
að bjóða sig fram annars staðar en
í sínu gamla kjördæmi, Vestfjarða-
kjördæmi. Það smáatriði var af-
greitt með hinu ógleymanlega svari:
Eg meinti það þegar ég sagði það.
Hitt er svo mögum ókunnugt að
nýjasta bjargráð ríþisstjórnarinrjar
Geir H. Haarde
„ Af þessu tilefni er
ástæða til að rifja upp
að húsbréfakerfið hafði
ekki verið svo mikið
sem nefnt á nafn vorið
1987.“
að því varðar fjárhag Byggingar-
sjóðs ríkisins er fáránleg lagaheim-
ild, sem samþykkt var í þinglok, til
þess að hækka vexti Byggingar-
sjóðs rikisins við eigendaskipti á
íbúðum. Með þessari aðgerð, sem
mun auðvitað helst bitna á ungu
fólki sem yfirtekur lán er það kaup-
ir eldri íbúðir, er enn hlaupist undan
vandanum. I stað almennrar ráð-
stöfunar, sem gengur jafnt yfir alla,
skal nú sú tilviljun hvort íbúð skipt-
ir um eigendur ráða því hvort vext-
ir á láni frá Byggingarsjóðnum eru
hærri eða lægri. g
Er ekki kominn tími til að gefa s
þeim stjórnarherrum frí sem svona 5
haga sér. =
Höfundur er alþingismaður fyrir
SjálfsUvðisflokkinn í Ileykjavík.
meirí háttar
osm
HLBOÐ
stendur tll 19. aprfl
á 1 kg stykkjum af brauðostinum góða.
Verð áður*.
kr. Jttt/kílóiö
Tilboðsverð:
kr.594/
kílóið
200 kr.
afsláttur pr. kg.
snajö**