Morgunblaðið - 04.04.1991, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRIL 1991
23
Verk Jóhanns
Briem á sýn-
ingu í Arnesi
SÝNING á verkum Jóhanns Bri-
em stendur nú yfir í Árnesi, fé-
lagsheimili Gnúpverja, í Gnúp-
veijahreppi, en Jóhann fæddist
á __ Stóra-Núp þar í hreppnum.
Syningin er liður í M-hátíð á
Suðurlandi og stendur hún til
sunnudagskvöldsins 7. apríl.
Á sýningunni eru 30 olíumálverk,
það elsta frá 1932 og það yngsta
frá 1977. Einnig eru þar 11 vatns-
litamyndir frá eldri tíð, málaðar á
pergament og pappír. Myndirnar
eru allar fengnar að láni, ýmist frá
félögum, söfnum eða öðrum stofn-
unum, svo og einstaklingum og
Sparnaður vegna skannanotkunar Visa-íslands:
Kaupmenn óska eftir
lækkun þjónustugjalda
Eitt verka Jóhanns Briem á sýn-
ingunni í Árnesi.
hafa sumar þeirra ekki verið sýndar
áður.
Menningarsamtök Sunnlendinga
og menntamálaráðuneytið standa
að sýningunni og hefur Listasafn
íslands látið útbúa kennsluverkefni
fyrir grunnskólanemendur í tengsl-
um við sýninguna. Hún er opin frá
klukkan 14-22 alla daga.
FORSVARSMENN greiðslukortafyrirtækjanna segja að 9% meðaltals-
hækkun á árgjöldum vegna greiðslukorta sé í samræmi við verðlags-
hækkanir í landinu. Að sögn Einars S. Einarssonar forstjóra Visa-
Islands hf. hafa komið fram óskir frá samtökum kaupmanna og veit-
ingahúsaeigenda um lækkun þjónustugjalda vegna sparnaðar sem
komið hefur fram með notkun svonefndra skanna.
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð:
Námsstefna um
málefni syrgjenda
SAMTOK um sorg og sorgarviðbrögð í Reykjavík standa fyrir nám-
stefnu á laugardaginn 6. apríl n.k. um málefni syrgjenda í Safnaðar-
heimili Bústaðakirkju. Efni námstefnunnar er byggt á óskum syrgj-
enda um málefni, sem þeim þykja mikilvæg í sínum aðstæðum. Á
milli fyrirlestra á námsstefnunni munu syrgjendur koma með inn-
legg, sem byggð eru á eigin reynslu.
Setning námsstefnunnar hefst
kl. 10 og mun þá Jóhannes Björns-
son, læknir, flytja fyrirlestur um
dánarorsakir, Gylfi Jónsson, lög-
reglufulltrúi, og sr. Birgir Ásgeirs-
son flytja fyrirlestra um tilkynningu
andláts. Þá mun sr. Sigfinnur Þor-
leifsson fjalla um stuðning við fólk,
sem missir við skyndidauða.
Eftir matarhlé mun Valgerður
Sigurðardóttir, læknir, fjalla um
stuðning við deyjandi fólk og að-
standendur þeirra. Svanlaug Skúla-
dóttir, deildarstjóri, og Rúdolf
Adolfsson, geðhjúkrunarfræðingur,
fjalla um áfallahjálp og stuðning
við hjálparaðila. Hlöðver Kjartans-
son, lögfræðingur, mun ræða um
lagalega stöðu ekkna og ekkla, sr.
Bragi Skúlason um sorg barna og
Ólöf Helga Þór, kennari, fjallar um
efnjð „vinur í sorgarhúsi.“
Á milli fyrirlestra flytja Guð-
mundur Ingólfsson og félagar djass.
Að lokum verða almennar umræður
og námstefnunni verður svo slitið
kl. 18. Fjöldi þátttakenda er tak-
markaður við 120 manns og fer
skráning fram fyrirfram, en einnig
er hægt að koma á staðinn, eftir
því sem húsrúm leyfir. Námstefnu-
stjóri er sr. Bernharður Guðmunds-
son.
Úr fréttatilkynningu.
Kreditkort ' hækkuðu síðast ár-
gjöld í marsmánuði 1990, þá um
10%. Hjá Visa-ísland hækkuðu ár-
gjöld í febrúar 1990 um 6%. 'Gunnar
Bæringsson framkvæmdastjóri
Kreditkorts hf. sagði að þrátt fyrir
hagræðingu í rekstri hefði reynst
nauðsynlegt að hækka árgjöldin.
Hins vegar mætti búast við lækkun
á þjónustugjöldum með aukinni
notkun svonefndra skanna í
greiðslukortaviðskiptum. Skannar
lesa uþplýsingar af greiðslukorti og
senda beint til móðurtölvu viðkom-
andi fyrirtækis, þannig að ekki er
þörf á sérstakri skráningu á
greiðslukortanótum eins og áður
var. „Það er ljóst að það verður um
einhveija lækkun að ræða á árinu.
Notkun skanna leiðir til sparnaðar
bæði hjá okkur og hjá kaupmannin-
um. Launakostnaður okkar er minni
og jafnframt er sparnaður hjá kaup-
manninum í sambandi við allan frá-
gang,“ sagði Gunnar. Hann sagði
að lækkun á þjónustugjöldum kæmi
ekki neytendum beint til góða,
sparnaðurinn færi til aðildarfyrir-
tækja sem greiða ákveðna þóknun.
Skannanotkun myndi leiða til þess
að sú þóknun lækkaði. Hann vildi
engu spá um hvort þessi lækkun
skilaði sér að endingu í lægra vöru-
verði.
Um síðustu áramót var numið úr
gildi 1% leyfisgjald af greiðslukorta-
viðskiptum erlendis, en gjaldið rann
beint í ríkissjóð Kreditkort hf. inn-
leiddi þá notkunargjald erlendis sem
er 375 kr., og er lagt á ef kort er
notað erlendis og reikningur sendur
út vegna þeirrar notkunar. Gunnar
sagði að verið væri að endurskoða
þetta gjald og átti hann von á því
að það yrði annaðhvort fellt niður
eða lækkað. Slíkt gjald hefur ekki
verið lagt á hjá Visa-íslandi.
Einar S. Einarsson sagði að þegar
hefðu verið settir upp 600 skannar
hjá 270 fyrirtækjum. Þetta hefði
leitt til mikils sparnaðar hjá greiðslu-
kortafyrirtækjunum en ekki síst hjá
kaupmönnum. Hann sagði að of
snemmt væri um það að segja hvort
notkun skanna leiddi til lækkunar á
þjónustugjöldum, hinsvegar hefðu
komið fram óskir um viðræður á
þessum grundvelli frá Kaupmanna-
samtökunum og Félagi veitinga- og
gistihúsaeigenda um lækkun þess-
ara gjalda.
Einar sagði að stofngjöld hefðu
verið lækkuð í byijun mars úr 1.400
kr. í 1.000 kr. af almennu korti og
farkorti. Þá þyrftu þeir aðeins að
greiða hálft stofngjald fyrir farkort
sem hefðu annað kort fyrir. Stofn-
gjald af Gullkorti lækkaði úr 2.250
kr. í 1.500 kr.
Leikið á óbó og píanó
í Listasafni Sigrujóns
HÓLMFRÍÐUR Þóroddsdóttir óbóleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir
píanóleikari halda tónleika laugardaginn 6. apríl kl. 17.00 í Lista-
safni Sigurjóns Ólafssonar. Á efnisskránni verða verk eftir Bach,
Doráti, Dutilleaux, Lalliet, Nielsen, Schumann og Telemann.
Hólmfríður og Sólveig eru báðar
frá Akureyri og útskrifuðust báðar
frá Tónlistarskólanum í Reykjavík
með einleikarapróf. Hólmfríður
stundar nú nám í Guiidhall School
of Music and Drama í London og
mun útskrifast þaðan í sumar sem
Associate of Music, en Sólveig
starfar á höfuðborgarsvæðinu sem
kennari og píanóleikari.
Kaupmannahöfn:
Islensk verk
á uppboði í
Kunsthallen
VERK eftir sex íslenska listmál-
ara verða boðin upp í Kunsthailen
í Kaupmannahöfn miðvikudaginn
10. april næstkomandi.
Boðin verður upp mynd eftir
Gunnlaug Blöndal, Utsýni yfir Notre
Dam, frá árinu 1933, Landslag frá
Bayern, eftir Guðmund Einarsson
og Hús við fjörð, eftir Jón Engilberts.
Enn fremur mynd eftir Svavar
Guðnason frá árunum 1935 til 36
og tvær myndir eftir Jóhannes
Kjarval, Strönd, skip og aðrar furðu-
verur, unnin í bleki og Fuglastef
unnin í vatnslit og tússi. Þá eru tvær
myndir eftir Jón Stefánsson og er
Mynd Gunnlaugs Blöndal, Útsýni
yfir Notre Dam, sem boðin verð-
ur upp hjá Kunsthallen í Kaup-
mannahöfn.
önnur frá Þingvöllum en hin er upp-
stilling.
Myndirnar verða til sýnis laugar-
daginn 6. apríl, kl. 9 til 16, mánudag-
inn 8. og þriðjudaginn 9. apríl, kl.
9 til 17.30.
Marinó R. Helgason
Marinó R.
Helgason
látinn
MARINÓ Ragnar Helgason,
verslunarmaður í Versluninni
Brynju við Laugaveg í Reykja-
vík, lést á föstudaginn langa, 29.
mars síðastliðinn, á 78. aldursári.
Marinó var fæddur á Neðra Núpi
í Húnavatnssýslu 4. júní 1913.
Hann var sonur hjónanna Ólafar
Jónsdóttur og Helga Jónssonar, en
ólst upp frá 12 ára aldri hjá móður-
systur sinni, Margréti Jónsdóttur.
Marinó kvæntist Ástu Maríu Jónas-
dóttur árið 1943. Hún lést 18. júní
1967. Kjörbörn þeirra eru Baldur
og Margrét.
Marinó vann í versluninni Brynju
nær óslitið síðan 1931, þegar hann
fékk þar starf sem rukkari. Um
tíma átti hann verslunina í félagi
með þremur öðrum. Hann seldi síð-
■ar sinn hlut, en stóð alla tíð síðan
innan við borðið á meðan heilsan
leyfði og afgreiddi viðskiptavini
verslunarinnar.