Morgunblaðið - 04.04.1991, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL X901
I hrakningum á Möðrudalsöræfum:
Vel fór um okkur
í heitum bílunum
- sagði Klara Sveinsdóttir frá Egilsstöðum
„ÞAÐ FOR mjög vel um okkur í bílnum, funhiti inni og við vorum
með nóg nesti, en vissulega var þetta nokkuð langur tími sem
við vorum á ferðinni," sagði Klara Sveinsdóttir frá Egilsstöðum,
en hún og fjölskylda hennar lentu í nokkrum hrakningum á
Möðrudalsöræfum á mánudaginn. Þau óku fram á jeppa sem sat
fastur í skafli, en í honum var fjölskylda frá Neskaupstað á leið
heim úr páskafríi. Björgunarsveitarmenn úr Mývatnssveit aðstoð-
uðu fólkið að komast til byggða.
Klara og eiginmaður hennar,
Þorlákur Helgason, lögðu af stað
frá Raufarhöfn um kl. 11 á mánu-
dagsmorgun þar sem þau höfðu
dvalið um páskana ásamt þremur
börnum sínum. Þaðan óku þau til
Húsavíkur og síðan til Mývatns
og þaðan að Möðrudal, en á öllum
þessum stöðum létu þau vita af
ferðum sínum. í Möðrudal var
ákveðið að ef þau yrðu ekki kom-
in í Skjöldólfsstaði yrði farið að
huga að þeim. Á leiðinni þangað
festu þau bil sinn, en gátu fijót-
lega losað hann. Þau ákváðu að
snúa til baka þar sem veður var
að spillast.
Á leiðinni til baka óku þau fram
á fólk sem sat í jeppa föstum í
skafli. Okumaðurinn var í óða önn
að moka bílinn upp og Þorlákur
aðstoðaði hann er þau komu að.
Þeir losuðu bílinn en hann festi
sig fljótlega aftur. Var þá ákveðið
að bíða bóndans á Möðrudal og
er hann kom var jeppinn losaður
og ekið heim að Möðrudal þar sem
fóiksins beið matur.
„Við ákváðum að reyna að
komast að Mývatni eða jafnvel til
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Klara Sveinsdóttir með syni sína þijá, Eið Fannar, sem hún held-
ur á í fanginu, Hannes Þór og Valbjörn Július, á Akureyri í gær.
Akureyrar. Jeppinn var á undan
okkur, en hann festi sig og var
það fastur að við gátum ekki dreg-
ið hann upp úr skaflinum. Rétt á
meðan við vorum að brasa þetta
skóf heilmikið og allt fylltist af
snjó á skömmum tíma. Þegar við
vorum stödd þarna komu snjósleð-
amenn sem voru að koma frá
Kverkfjöllum að okkur. Þeir fóru
til Mývatns og höfðu samband við
björgunarsveitarmenn þar sem
síðan komu og hjálpuðu okkur upp
úr þessu,“ sagði Klara.
„Okkur leið vel í bílunum, það
var heitt á okkur og við höfðum
nóg nesti. Það væsti ekkert um
okkur og krakkarnir gátu sofnað
þannig að þetta fór allt vel. Ferð-
in var auðvitað býsna löng, við
vorum á ferðinni í um 12 tíma,“
sagði Klara. Þau héldu síðan til
Akureyrar í fyrradag og þaðan
ætlaði Klara að fljúga heim til
Egiisstaða með synina, en Þorlák-
ur fór landleiðina til Reykjavíkur
þar sem hann er við nám.
Samtök fiskvinnslustöðva:
ÚA greiðir einna hæsta físk-
verðið í beinum viðskiptum
„Útgerðarfélag Akureyringa greiðir einna hæsta fiskverðið i
beinum viðskiptum," segir Arnar Sigurmundsson formaður Sam-
taka fiskvinnslustöðva. Heimalöndunarálag er að meðaltali 28%
og fiskverð hefur hækkað um 7,9% frá áramótum, samkvæmt
könnun, sem Samtök fiskvinnslustöðva gerðu í þessari viku hjá
23 fiskvinnslufyrirtækjum um allt land. Flest þeirra eru með eig-
in togara eða fá hráefni til vinnslu með föstum viðskiptum. Þessi
fyrirtæki vinna um helming af öllum botnfiskafla, sem fer til
vinnslu í landinu.
Flest þeirra 23ja fyrirtækja,
sem könnunin náði til, greiða
heimalöndunarálag til viðbótar
verðlagsráðsverði en nokkur
þeirra hafa samið um sérstakt
fiskverð án viðrniðunar við verð-
lagsráðsverð. Álagið er nokkuð
misjafnt eftir fisktegundum, fisk-
stærð og milli fyrirtækja. Fyrir-
tækin greiða 54,62 króna meðal-
verð fyrir tveggja kílóa þorsk en
72,44 króna meðalverð fyrir 5
kílóa þorsk. Þetta svarar til þess
að verið sé að greiða 29% heimal-
öndunarálag fyrir tveggja kílóa
þorsk en 27,5% álag fyrir 5 kílóa
CastlE
hátalarar
hljómflutningstæki
Gæða tæki ó góðu verði,
eins og lesa mó um í
virfum fagtímaritum.
Sendum upplýsingar
hvert ó land sem er.
Hafið samband við
nwémvm
cimi íoa\ 'Jlfi'Jf, Glerórgötu 3L Akureyri
Sími (96) 23626
þorsk. Algengt er að fyrirtæki í
könnuninni vinni um 80% af afla
eigin skipa, að sögn Amars Sigur-
mundssonar.
Af þessum 23 fyrirtækjum
greiða hæst verð fyrir þorsk Út-
gerðarfélag Akureyringa hf. Sæ-
fang hf. á Grundarfirði og Fiskiðj-
usamlag Húsavíkur hf. Einstaka
fyrirtæki greiðir meðalverð fyrir
allan þorsk án þess að stærðar-
flokka hann og eitt fyrirtæki í
könnuninni greiðir hærra verð fyr-
ir 2ja kílóa þorsk en greitt er hjá
ofangreindum þremur fyrirtækj-
um. Þetta fyrirtæki greiðir á hinn
bóginn mun lægra verð fyrir 5
kílóa þorsk en þau fyrirtæki, sem
greiða hæsta verðið.
Arnar Sigurmundsson segir að
hráefnisverðið hafi hækkað gífur-
lega í fyrra og á þessu ári. Það
hafí hækkað meira en afurðaverð-
ið undanfarið og botnfiskvinnslan
sé nú rekin með 2,4% tapi að
mati Samtaka fiskvinnslustöðva.
„Þetta er óhugnanleg staðreynd
þegar litið er til þess að afurða-
verðið er mjög hátt um þessar
mundir. Þess er ekki að vænta að
um frekari verðhækkanir verði að
ræða í náinni framtíð og allar lík-
ur eru á að verð á botnfískafurðum
lækki á næstunni í íslenskum
krónum vegna lækkunar á Evr-
ópumyntum.“
Arnar segir að Samtök fisk-
vinnslustöðva ítréki fyrri tilmæli
til félagsmanna sinna um að
standa vörð um þjóðarsáttina, sem
ekki síst hafi skapað fiskvinnsl-
unni góð rekstrarskilyrði með
lækkun verðbólgu og nafnvaxta,
og standa fast gegn frekari hækk-
un fiskverðs og annarra kostnað-
arliða.
Hlutabréf
UAhækka
stöðugl
í verði
VERÐ hlutabréfa í Útgerðarfé-
lagi Akureyringa hefur hækkað
jafnt og þétt og eftirspurn er
mjög mikil. Deila milli útgerðar
og sjómanna hefur ekki haft
nein áhrif og í gær var gengið
frá sölu á síðustu bréfunum sem
Kaupþing hf. hafði í sölu, en
gengi bréfanna er nú 4,05.
Elvar Guðjónsson sölustjóri
verðbréfadeildar Kaupþings sagði
að mikil eftirspurn væri eftir
hlutabréfum í ÚÁ. „Þetta eru þau
hlutabréf sem ég hef hvað flesta
kaupendur að. Þessi deila sem
stendur yfir nú hefur engin áhrif
þar á, menn hafa það mikla trú á
fyrirtækinu að hún hefur ekkert
að segja hvorki hvað eftirspurnina
né verðið varðar,“ sagði Elvar.
Hlutabréfin hafa síðustu daga
verið seld á genginu 4,05, en þeg-
ar fyrstu bréfin voru seld á al-
mennum markaði seinnihluta síð-
asta árs var gengið 3,30. Elvar
sagði að gengið hefði verið frá
sölu síðustu bréfanna sem Kaup-
þing hafði til sölu í gær, en þau
hlutabréf sem seld voru í tveimur
útboðum í fyrra, samtals að nafn-
virði um 100 milljónir króna, eru
löngu uppseld.
„Ég tel að þessi deila muni eng-
in áhrif hafa á sölu bréfanna, það
þarf eitthvað verulega mikið að
gerast til að svo verði, einfaldlega
vegna þess að ÚA er og hefur
verið einstaklega vel rekið fyrir-
tæki. Það er eitt af örfáum útgerð-
arfyrirtækjum sem nánast alltaf
hefur skilað hagnaði á erfiðleika-
tímum í útgerð,“ sagði Elvar.
Húsavík:
Laun fiskverkafólks
hækki eins og sjómanna
ALLT fiskverkafólk hjá Fiskiðju-
samlagi Húsavíkur hf., um 110
manns, skrifaði á þriðjudag og
miðvikudag undir áskorun
um
Askriftarsíminn er 69 11 22
Norrænt umhverfisár:
Fundur með fulltmum
stj órnmálaflokkanna
1 TILEFNI af Norrænu umhverfisári og Alþingiskosningum í vor efnir
Islandsdeild Norræna umhverfisársins til tveggja opinna funda um um-
hverfismál með fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Fundirnir verða haldrá
Akureyri og í Reykjavík.
Fulltrúar flokkanna munu halda
um 10 mínútna framsögu um stefnu
sína og flokksins í umhverfismálum
Umhverfistnálofundur
verður haldinn á Hótel KEA í kvöld, 4. apríl
kl. 20.30
Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri.
og um þau verkefni sem þeir telja
að efst séu á baugi á þessu sviði á
næstunni. Að framsöguerindum
loknum verða fijálsar umræður og
fyrirspurnir.
Fundurinn verður haldinn á Hót-
el KEA í kvöld, fimmtudagskvöldið
4. apríl, og hefst hann kl. 20.30.
Framsögu hafa eftirtaldir: Sig-
björn Gunnarsson, Alþýðuflokki,
Steingrímur J. Sigfússon, Aiþýðu-
bandalagi, Guðmundur Bjarnason,
Framsóknarflokki, Sigurborg
Daðadóttir og Anna Hlín Bjarna-
dóttir Kvennalista, Tómas Ingi
Olrich, Sjálfstæðisflokki, og Árni
Steinar Jóhannsson, Þjóðarflokki.
(Frcttatilkynning)
að laun þess verði hækkuð í sam-
ræmi við það, sem aflahlutur sjó-
manna hefur verið hækkaður um
að undanförnu, að sögn Aðal-
steins Baldurssonar trúnaðar-
manns hjá Fiskiðjusamlaginu.
Undirskriftalistinn verður af-
hentur framkvæmdastjóra fyrir-
tækisins í dag. Sjómenn á togar-
anum Kolbeinsey ÞH frá Húsavík
fengu á laugardag 8,5% hækkun
á fiskverði frá áramótum.
I áskoruninni segir að möguleik-
ar Fiskiðjusamlags Húsavíkur á
hækkun fiskverðs hljóti að skapast
af arði af vinnu fiskverkafólks og
vegna aukinnar hagræðingar í
rekstri fyrirtækisins. Það hljóti því
að vera sanngjörn krafa að fisk-
verkafólk fyrirtækisins fái einnig
að njóta árangurs af vinnu sinni.
„Það er kurr í fiskverkafólki
vegna þess að það fær lág laun og
flótti er úr þessari starfsgrein,"
segir Aðalsteinn Baldursson. „Fisk-
verkafólk fær einungis rúmar 48
þúsund krónur á mánuði eftir 10
ára starf og 40 klukkutíma nám-
skeið. Ef fyrirtæki treysta sér á
annað borð að hækka fiskverð eiga
þau einnig að hækka laun fiskverk-
afólks. Við óttumst það einnig að
sagt verði í haust, þegar kjarasamn-
ingar eru lausir, að ekkert sé til
skiptanna. Það er verið að taka
súpuna úr sama potti en hún er
einungis sett á diska sjómannanna."