Morgunblaðið - 04.04.1991, Qupperneq 32
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRIL 1991
Æk 1 wJI N NUAuGt YSINGAR
Kona óskast Reglusöm og góð kona óskast til að búa hjá og annast eldri konu. Frítt húsnæði og gott kaup í boði. Upplýsingar í síma 83452 eða 76216 (á kvöldin). SH VERKTAICAR STAPAHRAUN 4 - 220 HAFNARFJÖRÐUR - SÍMI 652221 Trésmiðir - Norðurlandi Óskum eftir að ráða trésmiði til starfa í Blönduvirkjun. Aðeins reglusamir og duglegir menn á Norð- urlandi koma til greina. Upplýsingar gefur Gunnar eða Guðmundur í síma 95-30230 og í farsíma 985-28230. Bifvélavirkjar - verkstjóri Óskum að ráða bifvélavirkja eða mann, vanan viðgerðum á stórum dísilvögnum, til að vinna við og hafa umsjón (verkstjórn) með viðhaldi á strætis- og langferðavögnum okkar. Góð laun fyrir vanan mann. Upplýsingar hjá framkvæmdastjóra í Skóg- arhlíð 10 eða í síma 11145. Norðurleið Landleiðir hf.
Hafgull hf. fVogum vantar nú þegar fólk til almennra fiskvinnslu- starfa. Mjög góð vinnuaðstaða. Ökum fólki til og frá vinnu. Upplýsingar á daginn í síma 92-46711 og 985-24870 og á kvöldin í síma 91-74723.
Bifvélavirki óskast Friðrik Ólafsson, bifreiðaverkstæði, Smiðjuvegi C 14, Kópavogi. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Framreiðslunemar óskast Getum bætt við okkur nemum í framreiðslu á Hótel Loftleiðum nú þegar. Upplýsingar veitir Jón Ögmundsson, veit- ingastjóri, á staðnum í dag, fimmtudag, og föstudag milli kl. 17.00-19.00. FLUGLEIDIR HÓTEL LOFTLEIÐIR
Fiskvinna Óskum eftir að ráða starfsfólk til almennrar fiskvinnu. Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar í símum 98-12255 og 98-12254. Vinnslustöðin hf., Vestmannaeyjum.
„Au pair“ „Au pair“ óskast til Þýskalands. Nánari upplýsingar hjá Björgu Erlingsdóttur í síma 96-22030.
wm jh kÐ AUGL ÝSTNGAR
- TILSÖLU
Case traktorsgrafa
Til sölu Case traktorsgrafa árg. 1989 keyrð
aðeins 1100 tíma. Mjög hagstætt verð.
Einnig Simon vökvaknúinn vinnustóll fyrir tvo
menn, 160 kg, vinnuhæð 12 mtr., stjórntæki
bæði í körfu og niðri.
Markaðsþjónustan, sími 26984.
Til sölu leikfangalager
Lysthafendur leggi inn nöfn sín fyrir 12. apríl
á auglýsingadeild Mbl. merkt: „H - 21 “.
ÝMISLEGT
Málverkasýning
Toríl Malmo Sveinsson sýnir vatnslita- og
olíumyndir í Eden, Hveragerði.
Sýningin stendur yfir frá 9. apríl til sunnu-
dagsins 21. apríl.
TILKYNNINGAR
Félagsstarf
aldraðra
í Hafnarfirði
Fyrirhugað er að opna mötuneyti fyrir eldri
borgara, 67 ára og eldri, í húsnæði Hafnar-
fjarðarbæjar á Hjallabraut 33.
Matur verður framreiddur fyrst um sinn
mánudaga og miðvikudaga frá kl. 12.00-
13.00.
Seld verða mánaðarkort.
Kortasala í mötuneytið fyrir aprílmánuð hefst
að morgni hins 10. apríl nk.
Verð á hverri máltíð verður kr. 300,-.
Fyrsta máltíð verður framreidd þann
15. apríl 1991.
Mötuneytið verður formlega opnað nk. föstu-
dag, 5. apríl, kl. 16.00 og mun bæjarstjóri,
Guðmundur Árni Stefánsson, bjóða eldri
Hafnfirðinga velkomna.
Félagsmálastjórinn
í Hafnarfirði.
Auglýsing
um sendingu kjörgagna við kosn-
ingu vígslubiskups í Hólastifti 1991
Kjörgögn við kosningu vígslubiskups í Hóla-
stifti hafa verið send þeim, sem kosninga-
rétt eiga, í ábyrgðarpósti. Athygli er vakin á
því, að kjörgögn þurfa að hafa borist kjör-
stjórn, dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Arn-
arhvoli, Reykjavík, fyrir kl. 17.00 miðvikudag-
inn 24. apríl nk.
Reykjavík, 3. apríl 1991.
Kjörstjórn.
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur
KAUPMAN NASAMTÖK
ÍSLANDS
\ “
Aðalfundur Kaupmannasamtaka íslands
verður haldinn á Hótei Hoiiday Inn laugar-
daginn 13. apríl nk. kl. 10.00 f.h.
Dagskrá:
1. Fundarsetning.
2. Ræða formanns.
3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
5. Greinargerð fulltrúa K.í. í Eignarhaldsfé-
lagi Verslunarbanka íslands, Bolla Krist-
inssonar.
6. Greinargerð fulltrúa K.í. í stjórn Lífeyris-
sjóðs verslunarmanna, Gunnars Snorra-
sonar.
7. Greinargerð fulltrúa í stjórn Endurvinnsl-
unnar hf., Ingabjörns Hafsteinssonar.
Hádegisverðarhlé.
8. Viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson,
ávarpar fundinn og svarar fyrirspurnum.
9. Kosinn formaður og varaformaður K.í.
til tveggja ára.
10. Kosnir tveir endurskoðendur og tveir til
vara til tveggja ára.
11. Lagabreytingar.
12. Önnur mál.
Tillögur og ályktanir.
Félagsmenn eru minntir á að kjörseðlar verða
afhentir á skrifstofu K.í. fyrir fundinn. Jafn-
framt verða þeir afhentir við innganginn.
Lions, Lionessur, Leo
Samfundur föstudaginn 5. apríl fellur niður
vegna komu alþjóðaforseta Lions, Bill Biggs.
Munið opið hús í Lionsheimilinu, með þátt-
töku alþjóðaforsetans, 8. apríl kl. 19.30 og
lokahóf 9. apríl kl. 20.00 í Lundi í Kópavogi.
Fjölumdæmisráð.
Makrólíf
Aðalfundur félagsins verður haldinn á
Á næstu grösum, Laugavegi 20B, í dag,
fimmtudaginn 4. apríl, kl. 20.30.
Félagar fjölmennum.
Stjórnin.
KVÓTI
30 tonna þorskkvóti
til leigu.
Upplýsingar í símum 94-3721 og 985-23883.
TILBOÐ — ÚTBOÐ
Útboð
Fiskverslun Hafliða óskar eftir tilboðum í
utanhússklæðningu og frágang á fiskvinnslu-
húsi sínu við Fiskislóð 98.
Útboðsgögn verða afhent hjá al-mennt hf.,
Háteigsvegi 7, 105 Reykjavík, föstudaginn
5. apríl gegn 1000 kr. óafturkræfu gjaldi.
Tilboðum skal skila á sama stað og verða
þau opnuð kl. 14.00 föstudaginn 12. apríl.
al-mennt hf.,
sími 626610.
Verðkönnun
Sumarbústaður
Starfsmannafélag Ríkisspítala ætlar að reisa
sumarþústaðahverfi á næstu árum þar sem
í 1. áfanga eru 12 bústaðir. Nú í sumar verða
keyptir 1 eða 2 bústaðir.
Óskað er eftir upplýsingum frá framleiðend-
um um verð, útlit, fyrirkomulag og af-
greiðslutíma á 40-60 fm sumarbústöðum.
Upplýsingarnar þurfa að berast Tæknideild
Ríkisspítala, Rauðarárstíg 31, Reykjavík, fyrir
15. apríl 1991.