Morgunblaðið - 04.04.1991, Page 34

Morgunblaðið - 04.04.1991, Page 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991 34 Minning: Björn Magnús■ son fulltrúi Fæddur 23. ágúst 1923 Dáinn 24. mars 1991 Sunnudaginn 24. mars sl. andað- ist Björn Magnússon frá Rangá 67 ára að aldri. Hann fæddist 23. ágúst 1923 á Hrafnabjörgum í Jökul- árhlíð, sonur hjónanna Magnúsar Björnssonar vinnumanns þar og síðar á Rangá í Tungu og Svanfríð- ar Björnsdóttur frá Hólsseli á fjöll- um. Björn ólst upp með föður sínum á Rangá, gekk þar ungur með áhuga að búverkum og æfði íþrótt- ir með góðum árangri. Tvo vetur var hann í Eiðaskóla, lauk námi þar 1943. Síðan gekk han í íþrótta- kennaraskólann á Laugarvatni og lauk þar prófi 1944 og kenndi þá íþróttir um skammt árabil, m.a. á vegum Ungmenna- og íþróttasam- bands Austurlands. Næsta og síðasta námsáfanga lauk með al- mennu kennaraprófi 1948. Þá kenndi hann á ísafirði, í Reykjavík og víðar til 1950, kom þá austur . með konu sína, Guðrúnu Norðdahl íþróttakennara frá Reykjavík og dóttur í vöggu og tók við kennslu- störfum á Eiðum. Þar kenndi hann við Alþýðuskólann íþróttir og bók- legar greinar, aðallega íslensku, til 1963, en var eftir það skólastjóri við barnaskólann á Eiðum til 1969. Þá lá leiðin suður og hann gerðist starfsmaður á fræðslumálaskrif- stofunni skamman tíma, en eftir það fulltrúi í menntamálaráðuneyt- inu til síðastliðinna áramóta og starfaði jafnan að íþrótta- og fé- J lagsmálum. Þá var starfsaldur fullnaður, en hann tók við hálfu starfi eða þar um bil á sama stað til dánardægurs. Björn var í hreppsnefnd Eiða- hrepps 1958-1969, um tíma í stjórn UÍA og sá þá um umbætur á íþróttavellinum á Eiðum og lands- mót ungmennafélaganna þar 1968. Hann gekk af heilum huga að hveiju starfi og leysti af hendi með einstakri alúð, enda glöggskyggn, vinnugefínn og samviskusamur langt umfram meðallag. Björn hafði söngrödd góða, unni söng og hljóðfæraleik og var í kór- um bæði eystra og syðra. Einnig hafði hann áhuga á skíðagöngum og ferðalögum um fjöll og fleiri slóðir. Fyrir tveim árum skoðuðum við hjónin með þeim Birni og Guð- rúnu Eyjaijörð í vikutíma. Það er minnisstæð vika og svo er reyndar um fleiri ferðir okkar með þeim um okkar land og önnur. Á þessari aldurtiiastund hvarflar hugur í ýmsar áttir þar sem minn- ipgar vaka og ekki síst að Eiðum. Á æviskeiði Björns þar var einstak- ur stöðugleiki yfir lífi og sambúð þar. Þar var samankomið og átti heima árum saman fólk af ýmsum landshornum í eins konar sambúð. Allir heimsóttu alla og börn heimil- anna hjálpuðust að við að stíga á legg næstum eins og systkin. Björn var þar 20 ár, barngóður maður og athugull á hætti þeirra. Sjálf áttu þau Guðrún tvö, og Björn tal- aði við öll þessi börn á Eiðum, tók þau í bílinn og gerði margt þeim til gleði og þægðar. Allt var þetta líf á Eiðum samhverft í Ijúfri sum- arnáttúru við vatn og skóg, skóli um vetur, fijálst líf á sumri. Heim- ili okkar Björns voru sitt í hvoru húsi, en þó sem innangengt á milli. Þó væri synd að segja- að lífið léki að öllu leyti við þau Björn og Guðrúnu. Hún veiktist og beið var- anlegt heilsutjón af og Björn líka, en var þó fullfrískur að jafnaði — eða harkaði af sér, hreinn í viðmóti ogtraustur ístörfum. Það eru minn- ingarnar sem lifa hann liðinn. Börn þeirra tvö búa í Reykjavík, Valgerður kennari og Magnús raf- magnsiðnfræðingur, sýslar við lækningavélar á Landspítalanum. Ég vil ljúka þessum fátæklegu orðum um Björn Magnúeson með einlægum samúðarkveðjum frá okkur forðum á Garði til konu hans, barna og fjölskyldna þeirra. Ármann Halldórsson Björn Magnússon, tengdafaðir minn, andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt sunnudagsins 24. mars. Hann fæddist á Hrafnabjörgum í Jökulárhlíð 23. ágúst árið 1923, og var því aðeins 67 ára gamall er hann lést, langt um aldur fram. Mín fyrstu kynni af Birni voru árið 1973, og fann ég fljótt hversu traustur og góður maður hann var. Þegar barnabörnin komu til sög- unnar átti hann handa þeim ómælda hlýju og væntumþykju, og hafði mikla ánægju af að vera með þeim. Mér þykir einna sárast að sjá á bak tengdaföður mínum vegna yngstu dótturinnar, sem kemur varla til með að muna hve afi var henni góður. Hinar eru ríkari af minning- unni. Björn ólst upp hjá föður sínum á Rangá í Hróarstungu. Það er fróð- legt, en jafnframt ertitt fyrir okkar kynslóð að setja ökkur inn í lífið á þessum tíma. Hvernig skyldi það hafa verið fyrir 7 ára dreng að flytj- ast einn í vinnumennsku með föður sínum? Það varð hlutskipti Björns, og hefur áreiðanlega ekki verið neinn leikur. En hann varð snemma afburðaduglegur hvort sem um nám eða önnur Störf var að ræða. Hann lauk námi frá Eiðaskóla, síðan frá íþróttakennaraskólanum á Laugar- vatni og Kennaraskóla íslands. Lífsstarf hans var kennsla, skóla- stjórn og fulltrúastörf í mennta- málaráðuneytinu. Eg á margar dýrmætar minning- ar um Björn. Margar þeirra tengj- ast samvinnu feðganna hér á heim- ilinu, en Björn var alltaf tilbúinn að hjálpa til við smíðar, garðvinnu eða annað sem þurfti að vinna. Þar munaði svo sannarlega um hann, og dugnaðurinn og krafturinn kom þar vel í Ijós. Þá áttu þeir feðgar margar ferðir saman á fjöll, til ijúpna og á skíðþ og er hans nú sárt saknað á þvf sviði sem öðrum. Á ferðalögum með Birni kom þekk- ing hans á landinu í ljós. Mér er minnisstætt er við fórum saman yfir hálendið fyrir nokkrum árum, hve fróður hann var um örnefni og oft sagði hann sögur eða fór með vísur sem tengdust umhverfinu. Að leiðarlokum viljum við þakka Birni fyrir allt það sem hann var okkur. Ég bið góðan guð að styrkja og styðja Guðrúnu og okkur öll. Við kveðjum hann með miklum söknuði. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftjir hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vepa þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Ásta Ásdís Sæmundsdóttir Björn Magnússon frá Rangá, skólabróðir minn, er horfinn til feðra sinna. Hann lést á Borg- arspítalanum á fyrsta degi dymbil- vikunnar, 24. mars sl. Kallið kom skyndilega og óvænt því Björn hafði einskis meins kennt sér að undan- förnu. Endadægur hins mæta manns kom allt of fljótt. Björn fæddist 23. ágúst árið 1923 á Hrafnabjörgum í Jökuls- árhlíð. Þar bjuggu þá foreldrar hans Svanfríður Björnsdóttir og Magnús Björnsson. Þau slitu samvistum er Björn var sjö ára gamall en þeir feðgar fluttust þá að Rangá í Hró- arstungu og þar ólst Björn upp í skjóli föður síns hjá Birni Hallssyni bónda, er tók nonum tveim höndum, og seinni konu hans Soffíu Hall- grímsdóttur sem reyndist hinum unga sveini sérlega vel. Björn bjó þar við gott atlæti. Hann minntist æskuheimilisins ætíð með þakklæti og kenndi sig jafnan við Rangá. Við skólagöngu á bernskuárum kom í ljós að Björn var bráðvel gefinn bæði til munns og handa eins og sagt er. Hann hleypti því heimdraganum milli tektar og tvítugs og settist í Eiðaskóla. Þar reyndist hann jafnvígur á bóklegar greinar og verklegar og skaraði framúr í fimleikum og öðrum íþrótt- um. Hann hafði einnig gott vald á íslenskri tungu og lauk prófi frá skólanum mep láði 1941. FráEiðum lá leiðin í íþróttakennaraskólann að Laugarvatni og þaðan útskrifað- ist hann 1944. Um tveggja ára skeið kenndi hann íþróttir en settist síðan í þriðja bekk Kennaraskóla Islands og lauk þaðan prófi með góðum vitnisburði í maímánuði 1948. Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri Eiðaskóla, hafði mikið álit á Birni og bað hann 1950 að koma austur til starfa við skólann. Þar kenndi Björn til ársins 1963 er hann var settur skólastjóri við Barnaskólann á Eiðum og því starfi gegndi hann til ársins 1970 er hann fluttist bú- ferlum suður með fjölskyldu sína og réð sig til vinnu í ráðuneyti menntamála og var þar fulltrúi til dauðadags. Björn reyndist vel í öllu því er hann tók sér fyrir hendur. Hann var ágætur kennari, rögg- samur skólastjóri og farsæll ráðu- neytismaður, vel metinn af nemend- um og samstarfsmönnum. Þáttaskil urðu í lífi Björns er hann kynntist eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Haraldsdóttur Norðdahl, íþróttakennara, mikilli ágætiskonu. Hún er komiri af sterkum stofnum að vestan og sunnan. Foreldrar hennar eru Haraldur Norðdahl fyrrv. tollvörður er lifir háaldraður í Reykjavík og Valgerður Jónsdóttir sem lést fyrir allmörgum árum. Björn og Guðrún felldu hugi saman og gengu í hjónaband 1949. Það var mál manna að jafnræði væri með þeim hjónum og haft var á orði hve glæsileg þau væru. Hjóna- band þeirra var alla tíð farsælt. Þeim varð þriggja barna auðið og eru tvö á lífi, miklar prýðismann- eskjur: Valgerður Guðbjörg, kenn- ari, gift Skarphéðni P. Óskarssyni matvælafræðingi og menntaskóla- kennara og eiga þau tvær dætur — og Magnús rafmagnsiðnfræðingur, kvæntur Ásu Á. Sæmundsdóttur, kennara, en þau eiga þijár dætur. Björn var umhyggjusamur heim- ilisfaðir og afi, sannkallaður pater familias. Þau hjónin voru samhent um uppeldi og velferð barna sinna sem og allt annað. Björn lifði fyrst og fremst fyrir fjölskyldu sína og undi sér best hjá henni. Þegar Guðrún var 36 ára gömul varð hún fyrir því óláni að lamast hægra megin eftir uppskurð. Þá sýndi Björn best hvern mann hann hafði að geyma svo vel reyndist hann henni. Guðrún er einstök kona, hugdjörf og æðrulaus. Við Björn vorum málkunnugir að austan er hann kom suður til náms haustið 1946. Þá vantaði hann húsnæði. Svo vildi til að ég bjó þá í stórri stofu með aðgangi að eldhúsi í húsi við Vesturgötu 22. Björn kom að máli við mig og spurði hvort stofan væri ekki heldur stór fyrir einn mann og hvað ég já við því. Þannig urðum við herbergis- félagar og skömmu síðar skóla- bræður. Björn reyndist frábær fé- lagi. Hann var áreiðanlegur, reglu- samur, starfsamur og starfsglaður og bráðskemmtilegur þegar sá gáll- inn var á honum. Hann féll vel inn í hóp okkar bekkjarsystkina þótt hann kæmi í skólann tveim árum síðar en við hin. Samverustundirnar í bekknum okkar gleymast seint, þeim bekk er okkur þótti skara framúr um flest! Bekkjarandinn var ágætur. Við vorum samhent og sjálfum okkur nóg. Iðulega heim- sóttum við hvert annað, ræddum hugstæð efni og sumir létu fjúka í kviðlingum. Mikið var sungið og var Björn þar framarlega í flokki með sína björtu baritonrödd og ómældan sjóð af söngtextum er hann kunni. Mér er það minnis- stætt er við eitt sinn á skóla- skemmtun sungum saman Sólset- ursljóð og Gunnar og Njál. Sam- skipti okkar bekkjarsystkina voru mikil enda sjónvarp ekki komið lil sögunnar. Við nutum sannarlega lífsins, skemmtum okkur konung- lega þótt efni væri smá. Björn var allmikill maður að vall- arsýn, hávaxinn, herðabreiður, mið- mjór og afrenndur að afli. Hann var grannleitur og skarpleitur, hár- ið jarpt, þykkt og mikið, augun dökkblá. Hann var dulur að eðlis- fari og flíkaði lítt tilfinningum sínum, sagði fáum hug sinn allan. Á hinn bóginn var hann glaður og reifur í hópi góðra vina og kunni vel þá list að segja spaugilegar sög- ur._ Ótímabært fráfall hins látna heiðursmanns er harmsefni öllum þeim er þekktu hann. En sárastur er söknuður eiginkonu, barna, barnabarna og tengdafólks. Við Rannveig og börn okkar sendum þeim innilegar samúðarkveðjur. Björn unni átthögum sínum aust- ur á landi og varð á góðum stundum tíðrætt um náttúrufegurð á Fljóts- dalshéraði. Hvergi birtist honum dýrð veraldarinnar betur en af grænum grundum við Lagarfljót, á sólríkum vordögum, er bjartur tind- ur Snæfells blasir við í allri sinni fannhvítu tign. Nú er Björn horfinn í dýrð annars heims og nýtur þar næðisstunda hjá því Almætti sem öllu ræður. Blessuð sé minning hans. Ingólfur A. Þorkelsson „Vegir Guðs eru órannsakanleg- ir.“ Þetta kemur ósjálfrátt upp í huga manns, þegar einhver sem við þekkjum vel er skyndilega hrifinn brott. Hvers vegna Björn, hann sem hefði þurft að lifa lengur, hann sem var svo ómissandi. Það er erfitt að skilja hvers vegna hann fékk ekki að lifa lengur. Fyrst kynntist ég Birni er hann var nemandi á Eiðaskóla. Fallegur, vel gefinn ungur piltur, sem söng svo vel. Árin liðu og Björn réðst kennari að Eiðum. Hann kom með konuna sína ungu, Guðrúnu H. Norðdahl. Ég man hvað hún var létt í spori. Björn og Guðrún eignuð- ust tvö mannvænleg og góð börn, en urðu fyrir þeirri sorg að missa þriðja barnið sitt í fæðingu. Nokkru seinna veiktist Guðrún og síðan hefur hún verið hreyfiskert. Með sálarstyrk og bjartsýni hefur hún ekki látið það buga sig. I samein- ingu tókst þeim hjónum að styðja hvort annað, að ógleymdum börnum þeirra, tengdabörnum og barna- börnum, sem öll hafa verið svo sam- hent. Birni þakka ég traust og farsæl kynni og mörg góð ár sem fjölskyld- ur okkar áttu saman á Eiðum og eftir að við fluttumst hingað suður. Elsku Guðrún, Valla, Maggi og aðrir ástvinir. Ég, börn mín og tengdabörn sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Björns. Sigrún Sigurþórsdóttir Mig langar í nokkrum orðum að kveðja Björn Magnússon tengda- föður minn, sem jarðsunginn verður í dag frá Fossvogskirkju. Ég mun ekki rekja ættir Björns, né æviskeið hans, því aðrir munu gera því skil. Ég vil aðeins rifja upp nokkrar minningar sem eru mér efst í huga nú á þessari kveðju- stund. Björn var mjög myndarlegur maður, hafði ákveðið fas, hljóm- mikla rödd og fallega söngrödd. Við hin ýmsu tækifæri söng hann, s.s. í fermingu dóttur minnar, brúð- kaupi okkar Valgerðar, í sjónvarpi og við ótal önnur tækifæri. Björn talaði ákaflega fallega íslensku og notaði orð sem ég hef aldrei heyrt áður. Það kom nokkrum sinnum fyrir að ég leitaði í orðabók um merkingu orða sem hann lét falla, svo ekki kæmist upp um fávisku mína. Rithönd Björns var mjög falleg. Menn höfðu orð á því að ávísanir sem hann skrifaði líktust meira skrautskjali en ávísunum sem fyllt- ar eru út í flýti. Ef skrifa þurfti upphafsorð í gestabækur eða við önnur tækifæri, var Björn sjálfskip- aður í það hlutverk. Þar nutu sín áðurnefndir eiginleikar mjög vel, góð tök á íslensku máli og falleg rithönd. Björn var einn af þeim mönnum sem fór mjög hljótt um. Hann tal- aði ekki hátt um sitt eigið ágæti, hann lét verkin tala. Það skynjuðu ekki allir návist hans, en allir skynj- uðu ijarvist hans. Nú á skilnaðar- stundu magnast mjög þessi tilfinn- ing fyrir fjarveru hans. Björn var með afbrigðum vinnu- samur maður og hjálpsamur. Vinn- an var honum í senn lífsfylling og nautn. Hann naut þess að skapa eitthvað í höndum, enda mjög hag- ur maður. Það eru margir sem not- ið hafa hjálpsemi Björns. Mörg heimili bera þess merki að Björn hafi komið þar við. Ef verkin komu ekki til hans, fór hann til þeirra. Þessir eiginleikar Björns nutu sín vel þegar við Valgerður konan mín hófum húsbyggingu fyrir nokkrum árum. Full af bjartsýni tókum við grunn að væntanlegu húsi á falleg- um vordegi árið 1982. En það þarf meira en bjartsýni til þess að koma þaki yfir höfuðið. Þessu gerði Björn sér mjög vel grein fyrir, enda haft reynslu af því sjálfur. Þeir feðgar Björn og Magnús eyddu mörgum stundum á byggingarstað mér til hjálpar og hafi þeir mikla þökk fyr- ir. Fyrstu árin notaði Björn stóran hluta af sumarfríi sínu og flestar helgar ár hvert við hlið mér, í vinnu við húsið. Þar sem ég var hálfgerð- ur viðvaningur á þessu sviði, kom reynsla hans og kunnátta að mjög góðu gagni. Ef Björn gat ekki leyst vandamál sem upp kom sjálfur, leit- aði hann upplýsinga hjá smiðum hússins og hófst síðan handa við verkið. Að loknu dagsverki fór Björn oft yfir í huganum hvað gera þyrfti næsta dag og gerði viðeig- andi ráðstafanir til þess að engin töf yrði á verkinu. Hann keypti tæki og tól eða fékk þau lánuð, útvegaði efni og kom þessu öllu á byggingarstað. Björn vann mjög hratt, enda kappið mikið og hætti ekki fyrr en ákveðnum áfanga var náð, og þá var loksins tími til kaffidrykkju. Stundum fannst mér hraðinn full- mikill og átti ég oft fullt í fangi með að fylgja honum eftir. Sem- entsryk, sag og annað sem til fellur við húsbyggingar fylltu oft á tíðum öll hans vit. Hann neitaði algjörlega að nota nokkuð til hlífðar sem haml- aði honum við verkið. Hann hafði á orði, að einn góður hnerri losaði sig við dijúgan hluta óþverrans. Björn var mjög hjartagóður mað- ur með miklar tilfinningar. Það var ekki auðvelt að kynnast Birni, og ekki margir sem þekktu hann mjög náið, en hann átti trausta vini. All- ir sem kynntust Birni þekktu heið- arleika hans og hjálpsemi og hversu ráðagóður hann var. Hann bar ekki tilfinningar á torg hvar sem er, en fékk útrás fyrir þær í nærveru fjöl- skyldu sinnar og þá sérstaklega barnabarna sinna. Fjölskylda Björns var ekki stór en mjög sam- hent og voru miklir kærleikar með þeim hjónum og börnum þeirra, Valgerði og Magnúsi. Björn átti margar stundir saman með dætrum okkar Valgerðar. Þær voru ófáar ferðirnar sem þær einar fóru með honum á skíði, skauta og í göngu- ferðir. Hann hafði mikla ánægju af þessum samverustundum með þejjp, ,og voru þær afar hændar að.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.