Morgunblaðið - 04.04.1991, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 04.04.1991, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRIL 1991 Guðrún Ag. Halldórs- dóttir - Minning Fædd 20. nóvember 1914 Dáin 27. mars 1991 Með sárum trega kveð ég mína elskulegu mágkonu en hún lést í Landspítalanum þann 27. mars úr sjúkdómi sem reynist læknavísind- unum erfiður. Gunna, eins og hún var ávallt kölluð af vinum og vandamönnum, var ein af stórum systkinahópi en foreldrar hennar voru Halldór Ein- arsson og kona hans Sigríður Guð- jónsdóttir. Gunna var ung að árum er móðir hennar stóð ein uppi með bamahópinn. Síðar fluttist Gunna með móður sinni að Fremra-Hálsi í Kjós og var hún þar um tíma ásamt Hauki bróður sínum. Hún þurfti ung að fara að vinna fyrir sér og var 16 ára gömul er hún kom að Valdastöðum til móður minnar Halldóru en ég var þá innan við fermingaraldur. Þar varð hennar framtíðarheimili, utan einn vetur er hún var vinnukona hjá Halldóru og Þorgils_ föðurbróður mínum í Reykholti. í þá daga-var þetta al- gengasta vinnan hjá ungum stúlk- um því ekki var um neina menntun að ræða hjá almenníngi. Þann 25. maí 1933 gengu Gunna og Guðmundur bróðir minn í hjóna- band og tóku þá við búi á Valda- stöðum til ársins 1945 er þau fluttu að Hallkelsstöðum og árið 1947 til höfuðborgarinnar og voru þar öll sín búskaparár eftir það en Guð- mundur lést 1969 aðeins rúmlega sextugur. Þau eignuðust fjögur böm, þau eru: Þorkell Gunnar, Aðalheiður, Arndís og Halldór, öll búsett á höfuðborgarsvæðinu og eiga þau marga afkomendur. Fyrir rúmu ári kom í Ijós sá sjúk- dómur er dró hana til dauða. Hún var sæmilega hress fram yfir síðustu áramót en þá urðu snöggar breytingar hjá henni og lá hún stutt á sjúkrahúsi þar til yfir lauk. Gunna tók veikindum sínum með einstakri rósemi og viljastyrk sem einkenndi hana alla ævi. Hún var sériega heilsteypt kona í öllum sínum hugs- unum og gerðum, hreinskiptin í orðum, sagði sína meiningu um- búðalaust ef svo bar við, en bar ekki kala til nokkurs manns. Hún var viðræðugóð með afbrigðum endá var hún vel greirid og sá hlut- ina í réttu ljósi. Eftir að Gunna flutti til borgar- innar vann hún á saumaverkstæði alveg fram á elliár, lengst af sem verkstjóri þótt ólærð væri í þeim efnum. Heimili hennar bar þess vitni hve myndarleg hún var í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Ekki fóru böm hennar, bamabörn og bamabamaböm varhluta af um- hyggjunni sem hún bar fyrir þeim enda gagnkvæmt frá þeirra hálfu. Mun því lýsa best erindið úr kvæði eftir Davíð Stefánsson sem hann yrkir um móður sína: „Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar, og þjóðin ðll má heyra kvæði mitt. Er Islands mestu mæður verðar taldar, þá mun það hljóma fagurt, nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna. Blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessunhama þinna, - og bráðum kemur eilíft vor.“ Gunna var ekki mikið fyrir fjöld- ann en hún skar sig úr hvar sem hún kom vegna sinnar hæglátu og prúðu framkomu. Hún varekki allra en þeim mun meiri vinur þeim sem Aðalfundur Islandsbanka hf. árið 1991 verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu mánu- daginn 8. apríl 1991 oghefst kl. 16.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf í samrœmi við 28. grein samþykkta bankans. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum bankans. 3. Tillaga um heimild til að undirbúa sameiningu eignarhaldsfélaganna við bankann. 4. Tillaga um heimild til aukningar hlutafjár. 5. Önnur mál, löglega upp borin. Hluthafar sem vilja fá ákveðið mál tekið til meðferð- ar á aðalfundinum skulu í samrœmi við ákvœði 25. greinar samþykkta bankans gera skriflega kröfu um það til bankaráðs, Kringlunni 7, Reykjavík, í síðasta lagi 27. mars 1991. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvœðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í útibúi íslandsbanka, Kringlunni 7, Reykjavík, 4., 5. og 8. apríl nœstkomandi kl. 9.15-16.00 og á fundardag við inn- ganginn. ' Ársreikningur félagsins fyrír árið 1990, ásamt tillög- um þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Reykjavtk, 21. mars 1991 Bankaráð íslandsbanka hf. ISLANDSBANKI henni voru kærir. Ég var ein úr þeim hópi sem hlaut þá vináttu frá barnæsku og fram á þennan dag. Hún var mér eins og besta systir og þau hjón hafa sýnt mér og börn- um mínum sérstaka hlýju í gegnum árin, bæði á erfiðleika- og gleði- stundum og alltaf var öllum vinum tekið með opnum örmum á þeirra heimili. Við Sigurður sendum börnum, tengdabömum og öllum afkomend- um innilegar samúðarkveðjur og biðjum henni velfarnaðar á hinni nýju braut. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Björg Þorkelsdóttir Það er með miklum söknuði og trega sem við kveðjum ástkæra ömmu okkar í dag. Þegar við lítum til baka verður okkur ljóst hversu mótandi áhrif amma hefur haft á lífssýn okkar og viðhorf. Sterkar lífsskoðanir, mannlegur skilningur, og víðsýni er það sem okkur stend- ur efst í huga er við minnumst ömmu. Það var okkur krökkunum alltaf tilhlökkunarefni að fara í héimsókn til ömmu um helgar og í öðrum fríum. Það heyrði til undantekninga að ekki væri samankominn stór hluti afkomenda hennar á slíkum dögum; böm, barnaböm og barna- bamaböm. Það vom alltaf fjömgar og opinskáar umræður í kaffiboð- unum hjá ömmu þar sem allir jafnt böm sem fullorðnir höfðu jafnan rétt til að segja sínar skoðanir á hlutunum. Amma var jafnan mið- depiilinn í samræðunum og fylgdist hún með þjóðmálum af miklum áhuga fram á síðustu stundu. Á slíkum stundum endurspeglaðist það viðhorf sem einkenndi hennar líf að hverjum og einum væri eðli- legt að taka afstöðu til mannlegra málefna og vera þannig virkur og vakandi gagnvart umhverfi sínu. Það duldist engum að það sem hún taldi einna mikilvægast var að allir hefðu jöfn tækifæri í lífinu. I nærveru ömmu skynjuðum við sterkt þann drifkraft og lífsgleði sem hafði áhrif á alla sem um- gengust hana. Amma eyddi ekki tímanum í að ræða fortíðina heldur var nútíðin og framtíðin henni hug- leikin. í samskiptum okkar við ömmu fundum við aldrei fyrir hinu tíðrædda kynslóðabili, þar sem hún hafði ávallt skilning á okkar við- horfum og skynjaði hvaða málefni væru okkur efst í huga. Amma lagði alla tíð mikla áherslu á að við nýtt- um þau tækifæri sem við höfum sem ungt fólk til að afla okkur menntunar. Ræddi hún oft við okk- ur um mikilvægi menntunar þar sem hún væri eitt af því fáa sem ekki væri frá okkur tekið í lífínu og gæfi okkur meira sjálfstæði. Þessi lífsskoðun hennar hefur verið okkur leiðarljós til þessa dags. Amma var alltaf boðin og búin til hjálpar þeim er áttu í erfiðleik- um. Hún miðlaði óspart af bæði þekkingu sinni og visku sem og af efnislegum gæðum. Við þekktum ömmu sem mjög sterka og sjálf- stæða persónu sem leit raunsæjum augum á tilveruna. Styrkur hennar og reisn komu skýrt fram í baráttu hennar við veikindin síðastliðið ár. Amma kvartaði aldrei og var henni efst í huga að íþyngja ekki kðstand- endum með veikindum sínum. Við viljum þakka fyrir að hafa átt þeirri gæfu að fagna að hafa notið samvista við ömmu. Sú viska og styrkur sem amma veitti mun búa með okkur alla tíð. Diljá, Arney, Sif og Hrund Þann 27. mars sl. andaðist tengdamóðir mín Guðrún Ágústa Halldórsdóttir í Landspítalanum 76 ára að aldri. Fregnin um andlát hennar kom ekki á óvart því hún hafði átt við erfíð veikindi að stríða í rúmt ár. Guðrún Ágústa fæddist í Reykjavík 20. nóvember 1914. For- eldrar hennar voru þau Halldór Ein- arsson og Sigríður Guðjónsdóttir, Árnesingar að ætt. Þau fluttu til Reykjavíkur um 1910. Halldór starfaði sem leigubílstjóri og var meðal þeirra fyrstu er eignuðust bifreið hér á landi. Þeim varð fímm barna auðið, þau eru: Hallberg, Dóra Sigríður, Ingveldur, jafnan kölluð Inga, Guðrún Ágústa og Haukur. Inga og Hallberg eru látin fyrir allmörgum árum. Guðrún var fjögurra ára er for- eldrar hennar sÚtu samvistir. Hall- berg bróðir hennar ólst upp hjá föðursystur sinni í Borgarkoti á Skeiðum. Sigríður stóð því uppi ein með íjögur böm í harðri lífsbaráttu þess tíma. Til framfærslu fjölskyldunnar starfaði hún við fískvinnslu og var því oft Ijarverandi heimilinu. Til að létta undir með sér tók hún Ingi- björgu Eyvindsdóttur inn á heimilið og seldi henni einnig fæði. Ingibjörg giftist síðar Jóni Sigurðssyni og fluttust þau að Stíflisdal í Þingvalla- sveit og hófu búskap þar. Sem að- stoð við Sigríði varð það úr að þau tóku Hauk yngsta barnið með sér. Á móti kom að Sigríður vann á búinu á sumrin endurgjaldslaust vegna framfærslu hans og hafði hún Guðrúnu hjá sér. Strax eftir fermingu þurftu syst- umar Dóra og Inga að sjá sér far- borða eins .og gert var ráð fyrir á þessum tíma og réðust þær í vinnu- mennsku. Dóra fór að Kaldaðarnesi og Inga að Stórólfshvoli. Guðrúnu þótti einmanalegt heima við og leiddist þegar systur hennar voru famar. Sigríður móðir hennar, sem hafði áhuga á lestri bóka, hvatti dóttur sína til að lesa til að losna við einmanaleikann. Á þessum árum las Guðrún allar þær bækur sem hún náði í. Hún las t.d. heimil- isbiblíuna eins og sögubók. Vafa- laust hefur það mótandi áhrif þegar lestrarvenjur hefjast snemma, því mikill áhugi á bókmenntum og umgengni við bækur var ávallt stór þáttur í lífí Guðrúnar. Eftir að hafa búið í Stíflisdal í nokkur ár hófu þau Ingibjörg og Jón búskap að Fremrahálsi í Kjós og fluttu Sigríður og Guðrún til þeirra. Guðrún dvaldi við nám- í Reykjavík hjá vinafólki í tvo vetur til að ljúka barnaskólaprófi. Síðari veturinn þegar hún var 13 ára fermdist hún hjá sr. Árna Sigurðs- syni Fríkirkjupresti. Næstu tvö árin eftir fermingu var Guðrún hjá móður sinni á Fremrahálsi en síðan breyttu þær mæðgur til því Sigríður réðst sem kaupakona að Reynivöllum og Guð- rún að Meðalfelli. Hún var þá 15 ára og um það leyti kynntist hún verðandi eiginmanni sínum Guð- mundi Þorkelssyni bónda á Valda- stöðum. Á Valdastöðum var tvíbýli og bjó Guðmundur á helmingi jarð- arinnar ásamt Halldóru Halldórs- dóttur móður sinni og yngri systkin- um. Guðmundur var barn að aldri er faðir hans Þorkell Guðmundsson lést. Ári síðar flutti Guðrún að Valdastöðum og vorið 1933, er hún var 18 ára, gengu þau Guðmundur í hjónaband. Þá um haustið flutti móðir Guðmundar til Reykjavíkur og ungu hjónin tóku við búinu. Þau ráku búskap á Valdastöðum í 10 ár. Hálfbróðir Guðrúnar, Victor Halldórsson, þá barn að aldri, var til heimilis hjá þeim í nokkur ár eða fram yfír fermingu. Guðmundur og Guðrún höfðu fyrst og fremst áhujga á því að standa fyrir búskap. A því sviði var Jens Pétur Hjaltested Útflutningsskjalagerð Skilmálar og frágangur útflutningsskjala Á námskeiðinu er kynnt hvernig gera skal og ganga frá helstu útflutningsskjölum. Farið verður yfir helstu afhendingarskilmála (Intercoms) auk greiðsluskilmála, svo sem opnun bankaábyrgðar. Þátttakendur leysa verkefni þar að lútandi til að hljóta hagnýta, verklega þekkingu. Námskeið í útflutningsskjalagerð er ætlað starfsfólki í fjármála-, markaðs- og söludeildum útflutningsfyrirtækja, og bankamönnum, sem sjá um erlend viðskipti vegna útflutnings. Leiðbeinandi er Jens Pétur Hjaltested, rekstrarhagfræðingur, markaðs- og útflutningsráðgjafi hjá fyrirtækinu Hannarrhf. 12 stundir, kl. 9—15, dagana9. og 10. apríl. Námsgögn og hádegisverður er innifalinn í námsgjaldi. Almennt verð: 21.600 kr. Félagsverð: 18.400 kr. Nánari upplýsingar fást í síma 621066. Stjórnunarfélag íslands V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.