Morgunblaðið - 04.04.1991, Side 39

Morgunblaðið - 04.04.1991, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRIL 1991 39 Guðmundur á margan hátt á undan sinni samtíð og kom fram með ýmsar nýjungar svo sem breytingar á vinnutilhögun og styttingu á vinnutíma. Hann hafði hug á að festa kaup á eignarhluta móður sinnar og systkina í Valdastöðum en þau áform gengú ekki eftir. Að svo komnu máli seldi Guðmundur bústofninn og lagði niður búskap. Árin 1943-45 sá Guðrún um heimavistina við barnaskólann á Valdastöðum. Guðmundur fékk starf í Reykjavík hjá Sláturfélagi Suðurlands en dvaldi heima um helgar. Hann var kunnur hjá Slátur- félaginu því þau Guðrún höfðu stundum áður farið þangað saman til starfa á haustin. Á þessum árum hugleiddu þau möguleikann á því að flytja búferlum til Reykjavíkur en af því varð ekki. Þess í stað byggðu þau hús í landi Valdastaða og kölluðu Hallkelsstaði. Þangað fluttu þau árið 1945. Hafa verður hugfast að síðari heimsstyijöldin geysaði og þessi ár voru tími mik- illa breytinga og óvissu í íslensku þjóðlífi. Þetta voru afdrifarík ár fyrir Guðmund og Guðrúnu. Það var svo árið 1947 að þau létu loks verða af því að flytja til Reykjavíkur. Ekki er hægt að segja að þau hafi komið til höfuðstaðarins með tvær hendur tómar því þeim hafði orðið fjögurra barna auðið. Þau eru: Þorkell Gunnar innanhús- arkitekt og kennari við Iðnskólann í Hafnarfirði og Reykjavík, Aðal- heiður, rekur dagheimili í Kópa- vogi, gift Einari Fjölni Stefánssyni skólastjóra Tónlistarskóla Kópa- vogs, og Halldór, framkvæmda- stjóri auglýsingastofunnar Hvíta húsið. Á þessum árum var húsnæðis- ekla mjög mikil í Reykjavík og örð- ugt að verða sér úti um Ieiguhús- næði. Það tókst að lokum en í því var lítil framtíð. Það mun hafa ver- ið um 1960 að þau Guðmundur réðust í að festa kaup á íbúð. Guð- mundur stundaði ýmis störf á þess- um árum og Guðrún vann við prjónaskap til að drýgja tekjurnar eins og hún hafði löngum gert. Er Guðrún var 42 ára 1956, hóf hún störf á saumastöfu Anderson & Laut og var lengst af verkstjóri. Árið 1969 andaðist Guðmundur aðeins sextugur að aldri og var það mikið áfall. Guðrún starfaði hjá Anderson & Laut í 23 ár eða til 1979 er fyrirtækið hætti starfsemi. Hún var þá 65 ára. Guðrúnu lynti vel við fólk. Hún var mikill manna- sættir og var hollráð stúlkunum sem unnu undig hennar stjórn á saumastofunni. Óhætt er að full- yrða að hún ávann sér traust og virðingu allra þeirra er hún starfaði með. Eftir að störfum hjá Anderson & Laut lauk annaðist hún breyting- ar á fatnaði fyrir herrafataverslun- ina Ragnar um 7 ára skeið. Þær voru ófáar flíkurnar sem hún saum- aði eða lagfærði á barnabörnin og að sjálfsögðu var fullt tillit tekið til tískunnar hveiju sinni. Eins og áður sagði þá var um- gengni við bækur stór þáttur í lífi Guðrúnar. Hún hafði kröfuharðan bókmenntasmekk _ og sérstaka ánægju af ljóðum. Á þeim árum sem hún vann á saumastofunni eða um 1970 festi hún kaup á bókbands- tækjum og batt inn bækur í tóm- stundum sínum í um 20 ár og nut- um við í ijölskyldunni góðs af. Hún varð sér oft úti um fágætar bækur okkar fremstu skálda og gaf mörg- um dýrgripnum nýtt iíf í nýjum búningi. Handbragð bókbandsins leynir sér ekki. Það var unnið af þeirri vandvirkni, smekkvísi og alúð sem einkenndi allt sem hún tók sér fyrir hendur. Nú þegar þetta er skrifað leitar hugurinn til baka. Ég minnist þess þegar Arndís kynnti mig fyrir for- eldrum sínum hve vel mér leið í návist þeirra. Ég var varla kominn inn úr dyrunum á litlu íbúðinni á Melhaga þegar Guðmundur tók að segja mér frá Söngfélagi verkalýðs- samtakanna en hann hafði sungið í kórnum. Síðan bauð hann mér í skák meðan beðið var eftir kaffi. Skákinni lyktaði nú með stórmeist- arajafntefli því sennilega hefur hann ekki talið rétt að snarmáta tilvonandi tengdason svona í fyrstu umferð. Ég veitti því athygli hve vandað- ur bókakostur setti mikinn svip á þetta menningarlega heimili. Þar var alla tíð gestkvæmt og líflegt og umræður um þjóðfélagsmál jafn- an ofarlega á baugi. Segja má að heimili tengdaforeldra minna hafi verið eins konar miðstöð ættar- móts. Þessu ættarmóti var síðar haldið áfram á Reynimelnum í eld- húskróknum hjá tengdamömmu og nú er því lokið. Mig langar í örfáum orðum að minnast tengdamóður minnar, Helgu R. Sigurbjörnsdóttur, er lést á heimili sínu 22. mars sl. Strax við fyrstu kynni tók Helga mér og dóttur minni, Báru Björk, vel og reyndist Helga henni alla tíð vel sem amma. Helga var alveg sérlega ósérhlífin og vinnusöm kona. Hún sat aldrei auðum hönd- um og eftir langan og erfiðan vinnu- dag tók hún gjarnan í pijóna. Allt- af var hún tilbúin að hjálpa öðrum og þau voru ófá skiptin sem hún bauð okkur fjölskyldunni að dvelj- ast hjá sér er við komum heim í jóla- eða sumarfrí. Eitt gott dæmi um hvernig Helga var er að hún hafði komist að því hver var minn Guðrúnu var ekki eðlislægt að hugsa um liðna tíð. Aftur á móti var framtíðin henni hugstæð. Hún var í essinu sínu í snörpum umræð- um um pólitík, var afdráttarlaus í skoðunum og gat verið snögg upp á lagið. Hún fylgdist vel með því mikla þjóðfélagslega umróti og átökum sem átt liafa sér stað i veröldinni og bar umhyggju fyrir velferð fólks í stríðshijáðum heimi. Kannske var það einmitt þessi virka hugsun sem varð til þess að mér fannst Guðrún aldrei vera öldruð. Guðrún tengdamóðir mín var fríð sýnum og svipmikil og heilsteyptur persónuleiki. Hún var seintekin þeim er henni voru ókunnugir en hafði mikla hlýju og umhyggju að gefa þeim er hún veitti vipáttu sína. Guðrún gerði ekki kröfur fyrir sjálfa sig en var örlát við aðra. Hörð lífsbarátta kenndi henni að taka því sem að höndum bar af raunsæi og æðruleysi. Sá eiginleiki kom greini- lega fram í veikindum hennar og ekki hvað síst sú mikla reisn og myndugleiki sem hún hafði til að bera og einkenndi allt hennar líf. Sjálf átti hún miklu barnaláni að fagna og fjölskyldan var stór. Hún eignaðist 13 barnabörn og langömmubörnin urðu 12. Ég var svo lánsamur að eignast tengdamóður sem varð mér mjög nákomin. Minningin um hana er dýrmæt. Minningin um ástríka móður, ömmu og langömmu. Minn- ingin um tengdamóður sem hugsaði sífellt um velferð fjölskyldu sinnar, fjölskyldunnar sem var henni allt. Er nú skarð fyrir skildi. Minning- in um Guðrúnu veitir styrk í sárum söknuði. Fjölnir Stefánsson í dag er amma kvödd, hún amma Guðrún. Ekki aðeins amma heldur uppáhaldsréttur og í hvert skipti sem við komum til íslands eldaði hún þennan rétt, þrátt fyrir misjafn- ar undirtektir annarra heimilis- manna. Fyrir rúmlega einu ári greindist sá sjúkdómur er dró Helgu til dauða, langt um aldur fram. Frá fyrsta degi var hún harðákveðin í að hún skyldi hafa betur. Hún barð- ist hetjulega en smám saman fóru kraftarnir þverrandi. Eiginmaður hennar Gunnar Heiðdal og dóttirin Dagmar stóðu sig sem hetjur í umönnun sinni og fyrir þeirra tilstilli og dugnað fékk Helga að vera heima þar til yfir lauk. einnig kær vinur sem alltaf var gott að koma til hvort sem var í gleði eða sorg. Hún talaði við okkur og leiðbeindi af ást og skynsemi svo fljótt var skynjað af ungri barnssál að þai' áttum við málsvara. Klögur voru ekki ömmu að skapi en stuðn- ingur við það sem hún taldi rétt og var órög við að láta í ljós mein- ingu sína. Fjölskyldan stækkaði ört og oft var glatt á hjalla hjá ömmu og afa og seinna ömmu. Fjörugar umræður og mikið hlegið oft og tíðum og þá stækkuðu augu og eyru smávaxinna gesta. Oftast var málefnið hvernig ætti að breyta ranglátum heimi í réttlát- an, ekki voru allir sammála um hvernig; en hægt var það, með bar- áttu. Ekki lét amma sitt eftir liggja í umræðunni, enda með góða kímnigáfu og ákveðnar skoðanir. Svo voru borðaðar heimsins bestu flatkökur sem hún hafði bakað eft- ir fullan vinnudag og vat'ð að veislu- borði. Þótti henni það ekki mikið. Svona var amma, full af orku og fylgdist alltaf vel með öllu sem gerðist í þjóðlífi, bókmenntum og ekki síst hvernig ljölskyldunni vegnaði. Hún var ung í anda og útliti, fordómalaus og hress og því alltaf skemmtilegt að ræða við hana, enda stöðugur gestagangur. Margar góðar stundir áttum við í eldhúskróknum á Reynimelnum og búum við að þeim andlega styrk, fjársjóði sem hún var svo ónísk á að veita. Vegurinn var ekki alltaf auð- genginn hjá elsku ömmu, en hún dró þyrnana út hjá samferðafólki hún og hlúði að. Við fengum að fylgja henni dálítinn spöl. Við þökk- um samfylgdina, við gieymum henni aldrei. Guðrún Ágústa Þorkelsdóttir, Ingveldur Þorkelsdóttir Ég vil þakka Heigu fyrir allt og bið góðan Guð að blessa hana. Hulda Hauksdóttir Nú er amma okkar dáin. Með henni er horfin síðasta manneskjan í okkar fjölskyldu sem var af þeirri kynslóð sem ólst upp við kröpp kjör og upplifði þær mestu breytingar sem orðið hafa í íslensku samfélagi. Amma 'okkar naut skammrar vistar á skólabekk en hún var eigi að síður víðlesin og vel að sér á mörgum sviðum. Hún var mjög sjálfstæð kona og hafði ákveðnar skoðanir á öllum hlutum og þá ekki síst þjóðfélagsmálum. Skoðanir hennar einkenndust jafnan af heil- brigðri skynsemi og því hve jarð- bundin hún var. Hún amma okkar var einstaklega örlát og gjafmild gagnvart okkur krökkunum en gerði engar kröfur fyrir sjálfa sig. Hún var góð heim að sækja og það var oft glatt á hjalla í eldhúskróknum á Reyni- melnum. Það var alltaf vel veitt hjá ömmu og við höfðum oft á orði hvað allt væri sérstaklega gott sem hún útbjó. Fyrir okkur byrjuðu jólin í eldhúsinu hjá ömmu á aðfangadag þegar verið var að keyra út pakka og stórfjölskyidan hittist og amma veitti hangikjöt og flatkökurnar sem hún bakaði sjálf og ávallt voru ómissandi ef eitthvað stóð til. Fyrir rúmu ári veiktist hún af ólæknandi krabbameini en hún reyndi samt sem áður að halda í fyrri lífsvenjur sínar eins og að fara daglega í bæinn. Hún amma var heilsteypt manneskja og hafði yfir sér mikla reisn sem hún hélt til dauðadags. Nú er leiðir skilja fyllumst við þakklæti fyrir öll árin sem við áttum með henni. Minningin um góða " ömmu lifir áfram með okkur. Ingibjörg, Þorbera og Brynhildur Fjölnisdætur. SILVER REED SKÓLARITVÉI.AR Þægilegar í notkun, íslenskur leiðarvísir og sérstaklega hljóðlatar. Sjálfvirk leiðrétting, feitletrun og undirstrikun. 5 íslensk letur. SKRIFSTOFUVÉLAR SUND HF NÝBÝLAVEGI16 - SÍMI 641222 -tækni og þjónusta á traustuin grunni Helga R. Sigurbjöms- dóttir - Kveðjuorð TILBOÐSDAGAR! Við bjóðum ykkur Knorr sósur og pastarétti á sérstöku tilboðsverði í Nóatúnsbúðunum næstu vikur. Vörukynningar verða á eftirtöldum stöðum: Nóatúni, Nóatúni - 4., 5. og 6. apríl. Nóatúni, Rofabæ -11., 12. og 13. apríl. Nóatúni, Hamraborg - 18., 19. og 20. apríl. Kynningin stendur frá kl. 14.00-19.00 fimmtudaga og föstudaga en frá kl. 11.00-16.00 laugardaga. Verðdæmi: Venjulegt verð Tilboðsverð Knorr sveppasósa 73 Knorr Bearnaise-sósa (4 í pakka) 182 Knorr pastaréttur 267 59 149 221 'f&lCM1' -þegar við eldum góðan mat! Q NÓATÚTÍ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.