Morgunblaðið - 04.04.1991, Síða 40

Morgunblaðið - 04.04.1991, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991 Hjónaminning: Haildóra Guðmunds dóttir — Jón Sveinn Jónsson frá Sæbóli Fædd 20. nóvember 1900 Dáin 18. mars 1991 Mig langar í örfáum orðum að minnast Jóns og Halldóru. Það hefur verið sagt ef marka ætti minningargreinarj hljóti að búa afbragðsgott fólk á Islandi. Eftir lestur þessara orða kann þér að þykja að ég hafi fylgt þessari hefð dyggiiega. Ef svo er, þá hefur þú ekki þekkt Nonna og Dóru. Þau tóku að sér móður mína og ólu hana upp. Hjá þeim átti hún öruggt athvarf. Eftir að hún fór að heiman gat hún ailtaf treyst því að ef bjátaði ‘á, bnigðust þau ekki. Ég kom fyrst til dvalar á Sæbóli 10 ára gamall. Systkini mín höfðu dvalið þar áður. Eðvarð fyrstu árin og síðan á sumrin til 13 ára ald- urs. Árný á sumrin 6 ára til 13 ára og Guðmundur nokkur sumur. Ingjaldssandur er mjög sérstök og falleg sveit. Yst i Önundarfirði undir Barðanum, frjósamur og vina- legur dalur. Ég hef engan hitt sem hefur dvalið þar um lengri eða skemmri tíma að Ingjaldssandur hafi ekki skilið eftir spor. Þessi af- skekkta byggð á Vestfjörðum var um margt sérstök. Nýjungum í búskaparháttum var tekið opnum örmum. Jafnvel höfðu bændur for- ystu. Votviðrasöm tíð var ekki vandamál á Ingjaldssandi. Þar höfðu bændur náð góðum tökum á votheysverkun og unnu brautrýðj- endastarf í þeirri verkunaraðferð. Býli voru frekar smá, en með sam- heldni og samvinnu var fjárfest í nýjustu tækjum. Samvinnustefna sem ekki skerti sjálfstæði einstakl- ingsins. Á bæjunum á Sæbóli voru enn stundaðir róðrar á opnum bátum á vorin. Ingjaldssandur er opinn fyrir haföldunni. Það var sérstök lífs- reynsla þegar bátur kom að landi. Menn komu frá bæjum á bílum eða dráttarvélum. Dráttarvél tengd við spilið, vaðið með vír móti bátnum sem var dreginn á hlunnum upp sandinn. Við pollarnir höfðum það hlutverk að sækja hlunna, maka þá grút og bjarga þeim frá öldunni þegar þeirra hlutverki var lokið. Mannlífinu, stemmningunni, öllu sem fylgdi, er í raun ekki hægt að lýsa, aðeins upplifa. Fjaran á Ingjaldssandi grýtt að hluta, en þó að mestu hulin hvítum sandi, hafði einstakt aðdráttarafl-. Fögur, björt og kyrrlát á sumardög- um en þó iðandi af lífi. Á brimdög- um, stórbrotin og hrikaleg. Seinni árin bjuggu Dóra og Nonni félagsbúi að Sæbóli með Finni Þor- lákssyni fóstursyni sínum. Mig langar að þakka Finni það sem hann var mér og mínum. Ég hugsa til þess, að það hlýtur að vera þreyt- andi á köflum, að hafa símalandi, síspyrjandi skugga. En þetta umbar Finnur af geðprýði sem öllum er kunn. Nonna og Dóru reyndist hann einstakur. Hann og Svandís ásamt bömunum Dagnýju og Jóni Hall- dóri, léttu gömlu hjónunum síðustu árin. Þegar ég hugsa til baka og rifja upp samskipti og minningar um þau Dóru og Nonna kemur í hugann hugljúf mynd. Ekki lituð af bláma fjarlægðar, heldur raunsönn mynd. Þau áttu það sameiginlegt að þau fóru ekki í manngreinarálit. Sú virð- ing sem ríkti í þeirra samskiptum, nkti í öllu þeirra samneyti við ann- að fólk. Börn umgengust þau af virðingu og nærgætni. Ég minnist samræðna við Dóru, þar sem hún leyfði mér barninu, að finna að ég var manneskja. Tvívegis reiddist hún mér og vandaði um. Ekki hafði ég gert á hennar hlut, en ég kom ekki rétt fram við aðra. Þetta lýsir henni vel. Hun krafðist einskis, en veitti. Bað ekki um þakkir, en þakk- aði. Hún bar ekki tilfinningar á torg, en átti hlýju og nærgætni sem snerti. Oft finnst börnum og unglingum fullorðnir sýna ósanngirni. Ekkert slíkt er til í minningunni um Nonna og Dóru. Nonni hafði þann hátt við öll verk, að allt vann hann á sama hraða. Hann fór sér hægt. en afkast- aði miklu. I fjallgöngu byrjaði hann aftastur, en var fyrstur þegar á toppinn var komið. Sífellt að með verklagni og dugnaði. Aldrei reidd- jst hann hortugum smápjakki, en umbar og leiðbeindi. Aldrei íþyngj- andi, heldur með ró og hlýju þegar hann fann að áhugi var til að taka á móti. í orði eilífs lífs er okkur kennt að þeir sem lifa í hógværð og lítil- læti skila sínu dagsverki með fullum sóma, umfaðma þann sem minna má sín, bera kærleika til Drottins og hans helgidóms, slíkir safna fjár- sjóði sem mölur og ryð fá ekki eytt. Vissulega sitja Nonni og Dóra að sínum fjársjóðum nú. Blessuð sé minning þeirra. Kristjón Benediktsson Ég krýp og faðma fótskör þína frelsari minn á bænastund. Ég legg sem bamið bresti mína bróðir í þína líknarmund. (Matth. Joch.) Mig langar til að skrifa nokkur kveðju- og þakkarorð um Halldóru Guðmundsdóttur sem lést þann 18. mars á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Halldóra ólst upp á Brekku á Ingjaldssandi í stórum systkinahóp, en þau voru alls 21. Hún var dóttir heiðurshjónanna Guðrúnar Magn- úsdóttur og Guðmundar Einarsson- ar refaskyttu, sem bæði voru ættuð úr Borgarfírði. Halldóra var alin upp á miklu menningar- og myndarheimili, þar sem þrifnaður og reglusemi voru í hávegum höfð. Halldóra giftist Jóni Sv. Jónssyni frá Sæbóli í sömu sveit. Þau tóku við búi af móður hans, Sveinfríði Sigmundsdóttur, sem var orðin ekkja. Halldóra var sérstök dugnaðar og myndarmanneskja til allra verka og gerði ætíð miklar kröfur til sjálfrar sín. Halldóru og Jóni varð ekki bama auðið. En nokkru eftir að þau byijuðu búskap kom ég undirrituð til þeirra fjögurra ára gömul, vegna heilsubrests móður minnar og fór ekki frá þeim fyrr en ég var orðin fullorðin. Einnig ólu þau upp son, Finn Þorláksson, systurson Halldóru. Jafnframt var hjá þeim fjöldi barna og unglinga um lengri og skemmri tíma og börn- in mín voru hjá þeim mikið á sumr- in. Mann sinn missti hún árið 1980 og var það henni mikill missir, því þeirra hjónaband var einstakt og gagnkvæm virðing mikil. Finnur hefur alla tíð reynst henni sem besti sonur og ekki síður kona hans Svandís Jörgensen. Fyrir það þakka ég af öllu hjarta. Ég þakka fyrir það sem hún var mér og mín- um bömum. Nú er hún komin til mannsins síns ástkæra og annarra ástvina sem á undan eru famir. Ég bið henni blessunar Guðs í dýrð- arheimi hans. Innilegar samúð- arkveðjur sendi ég til systkina hennar og annarra vandamanna. Ólöf Ragnheiður Jónsdóttir mríðijv) iTijjsúnoíísðð'i iai3G>li'i£!lríí> t Systir okkar, REBEKKA GUÐMUNDSDÓTTIR, Leifsgötu 10, sem lést 26. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudag- inn 5. apríl kl. 13.30. Rannveig Guðmundsdóttir, Theódór Guðmundsson. t Móðir okkar og tengdamóðir, ÞÓRDÍS SÍMONARDÓTTIR, Suðurkoti, Vatnsleysuströnd, verður jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju laugardaginn 6. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnasthennar, er bent á Sjúkrahús Keflavíkur. Börn og tengdabörn. t Konan mín, móðir og tengdamóðir, GUÐMUNDA MAGNEA PÁLSDÓTTIR, Skólagötu 8, ísafirði, sem lést 27. mars í Sjúkrahúsi ísafjarðar, verður jarðsungin frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 6. apríl kl. 11 .OOfyrir hádegi. Ebenezer Benediktsson, Helga Ebenezersdóttir, Pétur Bjarnason, Flóra S. Ebenezersdóttir, Halldór Sigurgeirsson. t Útför GUÐRÚNAR ÁGÚSTU HALLDÓRSDÓTTUR, Reynimel 92, er lést 27. mars sl., fer fram frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudag- inn 4. apríl, kl. 10.30. Aðalheiður Guðmundsdóttir, Einar Frímannsson, Arndís Guðmundsdóttir, Fjölnir Stefánsson, Þorkell G. Guðmundsson, Halldór Guðmundsson. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar og tengda- móður, RAGNHEIÐAR KRISTINSDÓTTUR, Fífuhvammi 29, Kópavogi. Jóhannes Sigurðsson, Hafsteinn Jóhannesson, Magnea Magnúsdóttir, Kristinn Jóhannesson, Áslaug Erla Guðnadóttir, Sigurður H. Jóhannesson, Brynja Guðmundsdóttir, Haukur Jóhannesson, Eygló Kristinsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, ÁSMUNDUR J. ÁSMUNDSSON, Ásholti 2, Reykjavfk, lést 28. mars sl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 5. apríl kl. 15.00. Hanna Helagdóttir, Ragnhildur Ásmundsdóttir, Finnur P. Fróðason, Sigrún Ásmundsdóttir, Guðbjartur Hannesson, Helgi Ásmundsson, Ásmundur Páll Ásmundsson, Magnús Þór Ásmundsson, Soffia G. Brandsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, ÓLAFUR FRÍMANN SIGURÐSSON, Vesturgötu 45, Akranesi, verður jarðsettur frá Akraneskirkju í dag, fimmtudaginn 4. apríl, kl. 14.00. Ólína Ása Þórðardóttir, Sigurður Ólafsson, Ragnheiður Ójafsdóttir, Þórður Helgi Ólafsson, Ásmundur Olafsson, Gunnar Ólafsson, Ólafur Grétar Ólafsson, Margrét Ármannsdóttir, Baldur Ólafsson, Sonja Hansen, Jónína Ingólfsdóttir, Ragnheiður Jónasdóttir, Dóra Guðmundsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir og tengdasonur, HÖRÐURSVAVARSSON jarðfræðingur, Bæjartúni 5, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 5. apríl kl. 15.00. Ellen Ingibjörg Árnadóttir, Hinrik Þór Harðarson, Árni Már Harðarson, Gerður Björk Harðardóttir, Þorgerður Sigurgeirsdóttir, Stefán Friðbjarnarson, Gunnar Svavarsson, Lára Sveinsdóttir, Svavar Sigurðsson, Örn Svavarsson, Helga Henrýsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför ELSU FIGVED, - frá Eskifirði. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir einstaka umönnun. Halla Eiríksdóttir, Steingrímur Þórðarson, Edda Eiríksdóttir, Elsa Brynjólfsdóttir, Ólafur Haraldsson, Eirikur Steingrímsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Þórður Steingrímsson, Guðbjörg Eysteinsdóttir, Elsa Albína Steingrímsdóttir, Unnur M. Figved og barnabarnabörnin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.