Morgunblaðið - 04.04.1991, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 04.04.1991, Qupperneq 46
46 MjORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAOUR 4. APRÍL 1991 mmánn Ég er stimpilklukkan hér! ""M . a' W4T~. 1 m*. iitA&'i&imsfr-i. m ÆmSní. Nóg að ríkið reki eina rás Til Velvakanda Það gekk ekki þrautarlaust fyrir sig á sínum tíma að ná því fram að útvarpsrekstur yrði gefinn frjáls. Það kom þó loks að því að kröfur fjöldans urðu það háværar að þetta hafðist í gegn og það þótt vinstri menn berðust af alefli gegn því. Einn afrakstur kröfunnar fyrir au- knu frelsi í útvarpsmálum var stofn- un Rásar 2. Það hefur verið merkilegt að fylgjast með málflutningi vinstri manna sem hafa að undanförnu gagnrýnt þá ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins að fela rekstur rásarinnar í hendur einkaaðilum. í upphafi landsfundarins hafði þetta sama fólk hringt í Þjóðarsálina og kvartað yfir því að fjallað væri um fundinn á rásinni og sökuðu starfs- menn hennar um að ganga erinda Sjálfstæðisflokksins. Eftir að álykt- unin kom fram hefur þetta fólk haldið áfram hringingum og kvart- ar nú yfir því að Sjálfstæðisflokkur- inn sé á móti Rás 2. Starfsmenn rásarinnar hafa heldur ekki legið á skoðunum sínum og látið þær ós- part í ljós. Stefán Jón sagði að dreifikerfið kostaði einhver hundruð milljóna. í næstu setningu sagði hann síðan að það væri ekkert að selja. Hvað á hann við, eiga kannski skuttogar- ar og blikksmiðjur að fylgja með útvarpsstöð? Áður en Stefán Jón hóf störf á rásinni vár hún á botninum í hlust- endakönnunum. Sjálfsagt hefði sama fólkið kvartað og kveinað, ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði þá haft frammi svipaðar hugmyndir og krafist þess að engu yrði breytt. En Stefán Jón gerbreytti rásinni og náði að rífa hana upp. Svo góð- ur útvarpsmaður þarf ekki að hafa áhyggjur af því að fá hvergi starf við útvarp, reyndar gæti hann t.d. sjálfur leigt rásina og séð um rekst- ur hennar. Menn virðast ganga út frá því sem vísu að dagskrá rásarinnar yrði gerbreytt ef einkaaðilar önnuð- ust rekstur hennar, en hver er kom- inn til með að segja að svo yrði, og hvaða tryggingu hafa menn fyr- ir því að henni verði ekki gerbreytt enn og aftur þó hún sé hjá ríkinu. Þá hafa menn gagnrýnt Ingu Jónu Þórðardóttur, formann Ut- varpsráðs, fyrir að hafa komið fram með þessar hugmyndir um að fela öðrum rekstur rásarinnar og segja þær ekki samrýmast hennar emb- ætti. Þetta er alveg makalaus gagn- lýni. Gæti Sigurður Helgason t.d. ekki verið forstjóri Flugleiða ef hann hefði upp hugmyndir um að selja Bílaleigu Flugleiða? Þessi gagnrýni þýðir það að yfir- menn ríkisstofnana megi ekki koma fram með hugmyndir um aðhald eða samdrátt í rekstri þeirra, þeim leyfist aðeins að þenja út, eða a.m.k. að draga reksturinn ekki saman. Það er eins og fólk telji að ríkis- rekstur sé upphaf og endir alls. En einkaaðilar geta auðvitað gert þetta jafnvel og betur en ríkið. Til dæmis má nefna Bylgjuna sem er ekki ósvipuð rásinni, þar er morgunþátt- ur (eins og á rásinni), þar er frétta- magasín síðdegis (eins og á rá- sinni), og þar byrjaði Hallgrímur Thorsteinsson með opna símatíma (eins og núna eru á rásinni). Að öðru leyti byggist dagskráin þar upp á fréttum, íþróttafréttum og dægurtónlist, rétt eins og á rásinni. Flestum ætti að vera ljóst að það hlýtur að vera erfitt að standa í samkeppni við ríkisrisann, sem get- ur alltaf farið í kassann þegar illa gengur. Það er auðvitað alveg nóg að ríkið sé með eina útvarpsrás sem sendi út fjölbreytta dagskrá með fræðsluefni og þáttum um menn- ingu og listir svo eitthvað sé nefnt og gegni „öryggishlutverki“ eins og menn kalla það. Að lokum, hvað varð um teletex- tið sem Ríkissjónvarpið boðaði og hvenær ætla sjónvarpsstöðvarnar að hefja útsendingar í steríó eins og víða er byrjað í Vestur-Evrópu? Davíð Pálsson HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar Athyglivert var að lesa baksíðu- frétt í Morgunblaðinu mið- vikudaginn 3. apríl, en þar sagði um líkindi þess, að þingsæti færð- ust milli kjördæma: „Samkvæmt útreikningum þarf 300 manna fjölgun að verða í Norð- urlandskjördæmi eystra til að kjör- dæmið haldi þeim sjö þingmönnum sem það hefur nú, eða fækka ella um 1.400 á Reykjanesi." Þessar tölur eru athygliverðar og samkvæmt þeim er atkvæði á Norðurlandi eystra 4,67 falt þyngra á vogarskálum stjórnarskrárinnar en atkvæði í Reykjaneskjördæmi. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu lítur einn þingmanna svo á að sanngirn- ismál sé að öll þingsæti í Norður- landi eystra verði „föst“. XXX plastið í pokunum er eins og kunn- ugt er unnið úr olíuvörum. Skiljan- lega hefur orðið gífurleg hækkun á olíu undanfarnar vikur vegna Persaflóastríðsins, en nú eru fréttir um stórlækkun aftur, eftir að stíðsátökum lauk. Þá standa menn kannski frammi fyrir því að fram- leiðslukostnaður pokanna lækki á ný. Væntanlega lækka þeir þá aftur í verði. Hvaðer Armaflex Það er heimsviðurkennd pípueinangrun í hólkum, plötum og límrúllum frá I 1) Ul‘ Þ. ÞORGRIMSSON &C0 Ármúla 29 - Múlatorgi - Sími 38640 Plastpokar hafa hækkað um hvorki meira né minna en 60% og segja kaupmenn að ástæðan sé hækkun framleiðslukostnaðar. í þessu sambandi má minna á, að fyrir tveimur árum voru þessir pok- ar ókeypis fyrir viðskiptavini verzl- ana eða verð þeirra var a.m.k. reiknað inn í vöruverðið. Þó lækk- aði vöruverð ekki, þegar sala pok- anna hófst, enda var þá sagt að andvirði þeirra rynni til Landvernd- ar. I Morgunblaðsfrétt í gær er sagt, að framleiðslukostnaður pokanna hafi hækkað um 70 til 80%, en xxx Nú hefur íslenzki fáninn verið litgreindur til þess að koma í veg fyrir mismunandi blæbrigði hans. Á litgreiningin að tryggja að nákvæmlega sömu litir séu ávallt notaðir við framleiðslu hans. Hefur forsætisráðuneytið gefið út bók með leiðbeiningum um notkun fánans og hefur daglegur fánatími verið lengdur. Nu er heimilt að draga fánann að húni klukkan 7 árdegis og má hann blakta við hún til sólar- lags, þó aldrei lengur en til mið- nættis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.