Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.04.1991, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1991 Minning: Ólafur Frímann Sigurðsson Fæddur 23. mars 1903 Dáinn 28. mars 1991 Við lát mágs míns Ólafs Frí- manns Sigurðssonar er mér bæði ljúft og skylt að minnast hans að nokkru að leiðarlokum. Hann fæddist á Bræðraparti hér á Akranesi 23. mars árið 1903, fjórði í röð sex barna hjónanna Guðrúnar Þórðardóttur og Sigurðar Jóhannessonar, formanns, sem seinna bjuggu á Sýruparti. Sigurður var sonur Jóhannesar Bjarnasonar bónda í Háuhjáleigu í Innri-Akra- neshreppi og Ingiríðar Halldórs- dóttur en Guðrún móðir Ólafs var dóttir Þórðar Halldórssonar og Margrétar Tómasdóttur Zoega. Systkini Ólafs (í aldursröð) voru: Jóhannes, skipstjóri á Auðnum, kvæntur Guðmundu Sigurðardótt- ur, Margrét, gift Daníel Péturs- syni, kaupmanni, Þórður, skipstjóri, kvæntur Önnu Ingvarsdóttur, en yngri en Ólafur voru Júlía, gift Þorvaldi Sigurðssyni, trésmið, og »• Agnar Sigurðsson, skrifstofumað- ur, sem var ókvæntur. Þau systkini eru nú öll látin. Eins og önnur börn á Akranesi í þá daga ólst Ólafur upp í fjörunni og kringum sjómennina. Þá stund- aði hann aldrei sjómennsku, en beitti í landi eins og aðrir drengir. 11 ára gamall fór hann til Sand- gerðis um vortíma og var þar við bát og beitti ásamt þremur öðrum drengjum. Síðar lá leið hans aftur til Sandgerðis, eða árið 1919, þegar faðir minn Þórður Ásmundsson fór þess á leit við Ólaf að hann kæmi til þeirra Lofts Loftssonar og yrði verslunarmaður hjá þeim, en í Sandgerði höfðu þeir félagar Þórður og Loftur rekið mikla útgerðarstöð og verslun síðan árið 1913. Þegar þetta var var Ólafur aðeins 16 ára gamall. Þeir félagar Þórður og Loft- ur höfðu mikla trú á Ólafi og starf- aði hann hjá þeim í Sandgerði næstu 5 árin, bæði við verslunar- störf og verkstjórn. Þessi Sandgérð- isár urðu Ólafi tíðræð síðar á ævinni, og hafa þau vafalaust þroskað hann mikið og haft mikil áhrif á lífsskoðanir hans. Á árunum 1923-25 stundaði Ólafur nám við Verslunarskóla ís- lands, en árið 1925 hefur hann störf hjá Bjarna Ólafssyni & Co., fyrir- tæki, sem þeir ráku í félagi Bjami, Ólafur B. Björnsson og Níels Krist- mannsson. 5 árum síðar hættu þeir félagar rekstri nýlenduvöruverslun- arinnar og keypti Ólafur verslunina ásamt Joni, Hallgrímssyni frá Bakkagerði. Skírðu þeir verslunina Frón og ráku hana sameiginlega í 10 ár, lengst af í húsinu nr. 35 við Vesturgötu á Akranesi. Eftir að Ólafur hætti verslunar- rekstrinum hóf hann aftur störf hjá föður mínum og_ starfaði hann við verslun Þórðar Ásmundssonar, út- gerðarfyrirtækið Ásmund hf. og •síðar hraðfrystihúsið Heimaskaga, allar götur til ársins 1975. Vom öll þau miklu störf sem hann hafði á hendi, bæði sem bókari, gjaldkeri og skrifstofustjóri, unnin af trú- mennsku og dugnaði. Ólafur var mikill áhugamaður um íþróttir, sérstaklega knatt- spyrnu, og spilaði hann með KA í fjölda ára, oftast í stöðu miðfram- herja. Hann var formaður Knatt- spymufélags Akraness um 10 ára skeið, varð síðar heiðursfélagi þess félags og var sæmdur gullmerki í A. Ólafur var söngmaður góður og 'söng með karlakórnum Svönum um 40 ára skeið. Þá var hann félagi í Rotaryklúbbi Akraness, mætti helst á hvern fund og leiddi oftast söng- inn. Hann var reyndar mikill félags- maður, lífsglaður og hafði mikla ánægju af að fara á mannamót. Ólafur var mikill kirkjunnar maður og var safnaðarfulltrúi Akranes- kirkju í mörg ár. Þann 8. ágúst árið 1931 gekk Ólafur að eiga elstu systur mína Ólínu Ásu, sem nú lifir mann sinn. Lolla og Óli eignuðust 7 börn, sem eru: Þórður, sem lést 5 ára. Sigurð- ur, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Akraness, kvæntur Margréti Ár- mannsdóttur, Ragnheiður, skrif- stofumaður, gift Baldri Ólafssyni, Þórður Helgi, starfsmaður Sem- entsverksmiðju ríkisins, kvæntur Sonju Hansen, Ásmundur, fram- kvæmdastjóri Dvalarheimilisins Höfða, kvæntur Jónínu Ingólfsdótt- ur, Gunnar, aðalbókari Áburðar- verksmiðjunnar, kvæntur Ragn- heiði Jónasdóttur, og Ólafur Grét- ar, umboðsmaður Sjóvá/Almennra, kvæntur Dóru Guðmundsdóttur. Afkomendur Ólafs og Ólínu eru nú orðnir 37 talsins. Ég vil að leiðarlokum þakka Ólafi áralangt samstarf, vináttu og tryggð, og sendi fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Julíus Þórðarson í dag kveðjum við góðan vin og samferðamann, Ólaf Frímann Sig- urðsson. Hann fæddist hér á Akra- nesi 23. mars 1903 og var því rúm- lega 88 ára, þegar hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 28. mars sl. Ólafur lifði hér á Akranesi alla ævi, lengst af á Vesturgötu 45, þar sem hann, ásamt eftirlifandi konu sinni Ólínu Þórðardóttur og fjöl- skyldu, átti heima frá 1932. Ólafur lauk prófi frá Verslunar- skólanum 1925. Hann starfaði sem skrifstofumaður hér á Akranesi hjá Bjarna Ólafssyni & Co. frá 1925 til 1930. Kaupmaður 1930-40. Var síðan bókari hjá fyrirtæki tengda- föður síns, Þórðar Ásmundssonar, og síðar Síldar- og fiskimjölsverk- smiðju Akraness, en Þórður Ás- mundsson hafði mikla drift hér í útgerð og verslun um áratuga skeið. Ólafur Frímann var sterkur per- sónuleiki, sem setti svip á bæinn, hvar sem hann fór. Hann var hress og léttur á fæti og í lund, íþrótta- maður á yngri ámm, stundaði knattspyrnu í Knattspyrnufélagi Akraness á fyrstu árum knatt- spyrnu hér. Ólafur var mikill starfsmaður á erfiðum tíma, þegar þjóðin var að vakna til meðvitundar um þá mögu- leika, sem hún átti til lands og sjáv- ar. Hann hreifst með þeim, sem vildu „íslandi allt“ og fylgdi þeirri lífsstefnu, ekki bara í orði heldur með lífi sínu í leik og starfi. Hann var alinn upp við kröpp kjör þeirra tíma og vildi eiga þátt í störfum með þeim, sem reyndu að bæta skilyrði fyrir betra lífi. En ekkert hafðist án fyrirhafnar og einstakl- ingurinn varð að bijótast áfram við aðstæður, sem reyndu á starfsþrek og mannkosti, hvort sem það var atvinnurekandinn eða verkamaður- inn sem stóðu þar að verki. Ólafur og hans kynslóð stóðust þessa raun. Við, sem eftir lifum, njótum verka þeirra. Ólafur kvæntist 8. ágúst 1931 Ólínu Ásu Þórðardóttur, sem lifir mann sinn. Þau eignuðust sjö börn. Fyrsta barnið, Þórður, dó á 6. ári. Fimm börn þeirra búa hér á Akra- nesi og eitt í Reykjavík. Sigurður, sjúkrahúsráðsmaður, kvæntur Margréti Ánuannsdóttur. Ragn- heiður, húsmóðir, gift Baldri Ólafs- syni. Þórður, skrifstofumaður hjá SR., kvæntur Sonju Hansen, Ás- mundur, forstöðumaður Dvalar- heimilisins Höfða, kvæntur Jónínu Ingólfsdóttur, Gunnar, skrifstofu- maður hjá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi, kvamtur Ragnheiði Jón- asdóttur og Ólafur Grétar, skrif- stofumaður, kvæntur Dóru Guð- mundsdóttur. Ólafur starfaði mikið að félags- málum hér á Akranesi. Var formað- ur KA í 9 ár, spilaði knattspyrnu með félaginu fyrstu árin, var heið- ursfélagi þar. Hann var kirkjuræk- inn trúmaður og safnaðarfulltrúi um árabil. Hann hafði gaman af söng og var góður söngmaður, var í karlakórnum Svönum í um 50 ár, í stjórn þar um árabil og hlaut gull- merki kórsins. í Rotarýklúbbi Akra-, ness um áratugaskeið og héiðursfé- lagi þar, forseti þar 1968-69. Hann var áhugamaður í stjórnmálum og var um skeið i stjórn sjálfstæðis- manna á Akranesi. Hvar sem hann tók þátt í félagsstörfum, starfaði hann af lífi og sál, ósérhlífinn og góður félagi. Þau Ólína og Ólafur hafa átt heimili á Vesturgötu 45 í 69 ár, þar sem Lolla hefur búið þeim og börnum þeirra gott og fallegt heim- ili. Við mestu umferðargötu gamla bæjarins hefir hús þeirra staðið opið öllum vinum og nágrönnum, auk þeirra stóru fjölskyldu öll þessi ár. Og þótt börnin hafi stofnað eig- in heimili, hafa þau haldið hópinn og komið „heim“ í morgunkaffi þegar tími var til þess. Þetta er góður og samstæður hópur og þar er góður andi. Ólafur bóndi mátti aldrei heyra ljótt orð og aldrei hnjóðsyrði um nokkurn mann, í mesta lagi svona létt grín um bestu kunningjana. í stjórnmálaumræð- um mátti ekki tala illa um andstæð- inginn. Við hjónin höfum átt því láni að fagna að búa í nágrenni við þessa góðu fjölskyldu í um 45 ár og höfum stundum litið inn til Lollu og Óla og höfum átt þar margar góðar stundir. Við samferðamenn Ólafs Frímanns Sigurðssonar 'eigum að- eins góðar minningar um hann. Hann var jákvæður og hress og einlægur félagi. í Rotarýklúbbi Akraness og karlakórnum Svönum áttum við samleið í mörg ár. Okkur sem lengst störfuðum með honum þar hefur nú fækkað. Við minn- umst nú þessa lífsglaða manns, þar sem við ræddum málin í léttum dúr, og þar sem hann söng með okkur ættjarðarlögin fullum hálsi, lögin sem voru uppáhaldslögin hans. Við hjónin og börn okkar erum þakklát fyrir góða samfylgd á langri lífsleið. Kæra Ólína. Við vottum þér og ijölskyldu þinni innilega samúð. Hulda og Helgi Mig langar hér í fáeinum orðum að minnast Óla Frímanns. Hann hefur verið hluti af lífí mínu frá upphafi og nú er komið að kaflaskil- um. Fjölskyldur okkar hafa alla tið verið mjög samrýndar vegna þess að Lolla kona hans og mamma mín eru systur, hafa alltaf búið í ná- býli, auk þess sem starfsvettvangur heimilisfeðranna var sá sami. Til heimilis þeirra gat ég alltaf leitað sem væri það mitt eigið og ófáar eru ferðirnar sem farnar hafa verið yfir veginn til Lollu og Óla. Margar góðar minningar frá liðn- um samvenistundum líða um hug- ann og sérlega er mér minnisstæð sumarleyfisferð, sem fjölskyldurnar fóru saman rigningarsumarið mikla 1955. Ferðinni var heitið austur fyrir Fjall, til Laugarvatns, en vegna rigninganna var stefnan tek- in þaðan norður um og austur á Firði. Þá var ekið yfír Uxahryggi þar sem engar ár voru brúaðar en allar í miklum vexti svo ævintýri líkast var að komast þar yfir og gekk ekki þrautalaust. Og margar voru spaugilegar uppákomurnar. En yfir komumst við og gekk ferðin vel eftir það og var hin ánægjulegasta í alla staði. Oft var hún rifjuð upp, ekki síst núna seinni árin. Núna þegar mér er hugsað til Óla Frímanns kemur hann mér fyr- ir sjónir sem maður sem bar mikla reisn, fastur í forminu, glaðvær, félagslyndur, söngvinn mjög og hnyttinn í tilsvörum. Það var aldrei lognmolla þar sem Óli Frímann var, það sópaði að honum og hann setti svo sannarlega svip á bæinn. Ég hef það á tilfinningunni að bæjarbragurinn á Akranesi hafi orðið fátæklegri þegar hann hætti að ganga þar um götur. Ég vil fyrir hönd fjölskyldunnar þakka honum samfylgdina með okkur í leik og starfi, sorg og gleði. Blessuð sé minning hans. Lollu frænku votta ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Margrét Jónsdóttir Nú er Ólafur Frímann, afi, dáinn eftir langa sjúkrahúsvist, en hann hafði dvalið á Sjúkrahúsi Akraness um nokkurra mánaða skeið. Hann hafði átt við sykursýki að stríða og var orðinn máttfarinn af hennar völdum. Annars var afi nokkuð hraustur á ævi sinni þrátt fyrir háan aldur. Afi, Ólafur Frímann Sigurðsson, var búinn að vera kvæntur ömmu, Ólínu Ásu Þórðar- dóttur, í næstum 60 ár, en hún lif- ir mann sinn. Þau eignuðust sjö böm, Þórð, sem dó barnungur, Sig- urð, föður undirritaðra, Ragnheiði, Þórð Helga, Ásmund, Gunnar og Ólaf Grétar. Þau eru Öll búsett á Akranesi nema Gunnar, sem býr í Reykjavík. Mikil samheldni hefur verið innan ijölskyldunnar og gladdi afa alla tíð. Þegar við hittumst öll var yfir- leitt sungið mikið en afi elskaði söng og þá sérstaklega að stjórna honum, það var hans líf og yndi,en afi var mjög félagslyndur maður og hafði gaman af að fara á manna- mót, segja nokkur orð og taka lagið. Heimili afa og ömmu stendur á móti heimili okkar og var oft hlaup- ið yfir götuna til þeirra og alltaf hægt að leggja á borð fyrir einn eða fleiri í viðbót og gátum við leit- að til þeirra hvenær sem var og báru þau mikla umhyggju fyrir okkur systkinunum sem og barna- börnunum öllum. Afi var mikill kirkjunnar maður og trúrækinn mjög og fór í kirkju meðan hann gat. Síðastliðin jól gat afí farið heim til ömmu og var hann þakklátur fyrir það, en hana Lollu sína vildi hann alltaf hafa við hlið sér og var mjög háður henni. Við þökkum afa fyrir allan þann kærleika sem hann gaf okkur og biðjum Guð að styrkja ömmu. Blessuð sé minning hans. Ólafur Frímann, Margrét Sól- veig, Emelía Petrea og Olína Ása Kveðja frá Rótaryklúbbi Akraness Ólafur Fr. Sigurðsson var félagi í Rótarýklúbbi Akraness í meir en 35 ár. Hin síðustu var hann heiðurs- félagi klúbbsins og einn af þeim fáu, sem þann sóma hefur hlotið í þau 44 ár sem klúbburinn hefur starfað. Allir voru saminála um að heiðurssæti þetta hefði Ólafur skip- að með sóma og verið vel að því kominn. Hann var rótarýfélagi af lífi og sál. Uppfyllti allar skyldur sínar við klúbbinn eins og best varð á kosið allt frá því að hann gerðist þar fé- lagi 1955 og þar til í byijun síðasta árs að heilsu hans tók að hnigna. Ólafur bar með sér öll einkenni hins góða rótaiýfélaga og hafði mikla ánægju af störfum sínum í klúbbn- um. Virðing hans fyrir þeim lögum og reglum, sem rótarýstarfið bygg- ist á, var einlæg og traust, eins og maðurinn sjálfur. Honum þótti vænt um klúbbinn og bar virðingu fyrir störfum hans. Hann var trúr vinur félaga sinna og gagnkvæmt. Aldrei lét hann neitt hindra störf sín í klúbbnum. Árum saman var hann með 100% mætingu og léku það fáir eftir. Hann var allra manna duglegstur að sækja fundi í öðrum klúbbum og flytja kveðjur á milli klúbba og rækta þannig félags- starfið eins og best mátti verða. Hann var ætíð reiðubúinn að vinna sérhvert það starf sem honum var falið og hafði gegnt öllum þeim embættum sem fyrirfinnast í klúbbnum. Um árabil var hann þar forsöngvari, en söngur hefur jafnan veriðæinn þátturinn í fundarstarf- inu. Ólafur var þrautreyndur kórfé- lagi og lét sig aldrei vanta á fundi klúbbsins. Kunni urmul af ljóðum og lögum. Var einnig þeirrar skoð- unar „að söngurinn göfgar hann lyftir í ljóma lýðanna kvíðandi þraut“. Ólafur var einstaklega félags- lyndur maður. Góðviljaður og trygglyndur. Hann sá alltaf hinar bjartari hliðar á tilverunni. Jafnan í sólskinsskapi og sá fyrst og fremst það góða í fari annarra. Hafði skemmtilega frásagnargáfu og gott minni til hins síðasta. Slíkur mann- kostamaður hlaut því að verða önd- vegis rótarýfélagi, traustur og heill, sem skilur eftir sig hjá okkur félög- um hans margþættar minningar um fórnfúst og drengilegt starf, sem ekki gleymist. Hann var vel að sér í sögu rótarýhreyfingarinnar, átti ríka þjónustulund og vildi veg henn- ar sem mestan. Hann var umfram allt jákvæður félagi, sem aldrei lét á sér standa. Með slíkum er gott að starfa. Þegar leiðir skilja eftir langa samfylgd hafa rótarýfélagar á Akr- anesi margs að minnast. Þeir þakka störfin hans og það fordæmi, sem hann gaf öðrum félögum um lifandi starf fyrir gott málefni og blessa minningu hans. Jafnframt eru Ól- ínu, heilladís hans á langri ævi, sendar einlægar samúðarkveðjur, ásamt hinum Stóra hópi vanda- manna, sem nú kveður ástríkan og umhyggjusaman heimilisföður. F.h. Rótaryklúbbs Akraness, Dan. Ágústínusson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumoit ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.