Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 2
8 2 3C
Við höfnina í Múskat
%
mm
oldmnn stendur
terkari eítir
Soldáninn af Óman tók afstöðu með fjölþjóða-
hernum í Persaflóastríðinu þótt almenningur
í landinu væri hliðhollur Saddam Hussein
Frá Burka
og lagði sig fram um að hafa góð
samskipti við Jórdaníukonung líka
sem allir andstæðingar Saddams
skutluðu snarlega í frystikistuna.
í árlegri ferð soldánsins út á
landið sem er nýlokið gaf hann sér
enn betri tíma en áður og ræddi
við menn um stríðið ef eftir því var
leitað. í þessum árlegu ferðum
streymir fólk til hans með beiðnir
og umkvartanir og mér skilst hann
hafi viðdvöl á furðulegustu smá-
stöðum. Þessi siður Qaboos er eitt
af því sem hefur átt ekki minnstan
þátt í því að Ómanir elska hann og
virða. „Hann vill hlusta á vandamál
okkar og reyna að finna leiðir til
úrbóta,“ segja menn hrærðir og
glaðir. „Ef sumir færu að dæmi
hans væri betra um að litast í þess-
um heimshluta," og vísa þá meðal
annars til einangraðra leiðtoga (
löndum Flóans að ekki sé minnst á
harðstjóra Sýrlands og íraks.
Menn velta vanda Kúrda ekki
mikið fyrir sér hér um slóðir og
benda með nokkum rétti á að hvað
sem megi um íraka segja hafi þeir
einir sem hafa Kúrda innan sinna
landamæra, veitt þeim ákveðna
sjálfstjórn og að Norður-írak væri
kallað Kúrdistan.
Ómanir hafa síðustu ár verið að
þreifa fyrir sér í ferðamannaþjón-
ustu en hafa viljað fara að öllu með
gát og ekki opna fyrir neinn massa-
túrisma né heldur hefur aðstaða
verið fyrir hendi. Af þeirri mark-
vissu gætni sem mér finnst ein-
kenna þessa þjóð var þó farið út í
Asma Bint Alanr moskan í Qurum
Þarfasti þjónninn fyrr og nú
Bedúínakrakkar á Wakibasöndum
eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur
KYRRÐ, ofboðslegur hiti, ljúft viðmót og snyrtimennska hvar sem
litið er. Ramadan-reglur eru virtar til hins ýtrasta hér í Iandi og
engin von til dæmis að þjónar færi manni hvítvín í tekatli eins og
ég var komin svo ljómandi vel upp á lag með í Jórdaníu og Egypta-
landi, að ekki sé nú minnst á Jerúsalem. Það fasta allir sem vettl-
ingi geta valdið hér. í flugvélinni til Salalah var boðið upp á hádegis-
snarl en allir afþökkuðu, líka útlendingarnir, og enginn dirfðist að
kveikja sér í sígarettu. Ómarnir sjá að vísu í gegnum fingur við
útlendinga varðandi slíkt en maður vex töluvert í áliti ef sú tillits-
semi er sýnd að vera ekki að borða eða reykja fyrir framan þá
meðan dagsljós er.
Það er sem sagt Ijúft í Óman.
Samt eru rnargir daprir
en veigra sér við að tala
um það, málið er ekki að-
eins viðkvæmt það er eld-
fímt. Hér var sem sé mik-
ill stuðningurvið Saddam
Hussein íraksforseta. Runninn af
sömu rótum og í öðrum araban'kj-
um. Sterkur leiðtogi sem bauð Vest-
urlöndum byrginn. Leiðtogi með
ósigrandi her. Stjórnvöld hér
ákváðu samt að styðja fjölþjóðaher-
inn, fannst ekki stætt á öðru og
þeir leyfðu afnot af flugvöllum hér
og sendu hermenn, einkum orrustu-
flugmenn. Það var engin teljandi
andstaða við það því ákvarðanir
Qaboos soldáns eru lög og enginn
leyfir sér að draga vitsmuni hans
og dómgreind í efa. En menn muldr-
uðu svona með sjálfum sér og von-
uðust í bland eftir sigri Saddams
því hértrúði ekki nokkur maður
að ha.nn hefði ætlað að halda áfram
að Kuveit teknu og mörgum fannst
móðursýkishreimur að yfírlýsingum
Sauda. Menn sögðu að sigraði
Saddam hlyti það að verða Banda-
ríkjamönnum holl lexía ogþeir
gætu þá kannski lært að halda sig
heima hjá sér.
Svo töpuðu írakar stríðinu og það
var engu líkara en menn fengju
alvarlegt áfall að sögn útlendinga
sem búa hér. Sjálfir vilja Ómanir
ekki tala um þetta og enginn kann-
ast nú við að hafa nokkurntíma
stutt Iraksforseta og segja hann
illan mann í alla staði. Það lengsta
sem maður kemst er að sumir viður-
kenna að „fáír ómenntaðir Ómanir"
hafí verið hálfpartinn á bandi Ir-
aka. Löngu eftir að stríðinu lauk
trúðu margir því sem Saddam sagði
að 15-30 þúsund menn úrfjölþjóða-
hernum hefðu fallið og annar eins
ijöldi hefði verið tekinn til fanga.
En svo fór sú von fyrir lítið líka.
Mér skilst að það sé urgur í ýmsum
því Qutarar báðu ómanska flug-
menn að stýra véium sem þeir höfðu
sjálfir ekki þekkingu til að stjórna.
Allmargir ómanskir flugmenn fór-
ustoghefurþaðmannfallfarið •
lágt og Quatar hafa eignað sér þá
gloríu líka.
Soldáninn stóð sterkur eftir.
Auðvitað hafði dómgreind hans ver-
ið pottþétt sem fyrr. Og Quaboos
sýndi klókindi því hann forðaðist
allan tímann að halla orði á Saddam