Morgunblaðið - 14.04.1991, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1991
C 15
Minning:
Ragnheiður Guðmunds-
dóttirfrá Mosvöllum
Fædd 25. október 1902
Dáin 7. apríl 1991
Við hittumst fyrir um það bil
hálfri mannsævi, á tröppum húss
hennar í Laugarnesinu. Ég var
feimin en svolítið framhleypin
skólastelpa, bálskotin í yngsta: syni
hennar, átti við hann erindi sem
hún tók að sér að hafa milligöngu
um. Það fyrsta sem ég man eftir
var brosið hennar bjart og milt í
umgjörð hógværs virðuleika og
óendanlegrar rósemi. En það sem
snart mig djúpt var einhvers konar
tær, einlægur trúnaður hjartans,
þess konar sem maður kynnist
sjaldan á lífsleiðinni.
Það var fyrir þennan trúnað sem
þarna myndaðist náið samband sem
aldrei rofnaði, hvert Sem lífið síðan
leiddi okkur. Fyrir það er ég inni-
lega þakklát. Ég gleymi aldrei
hrifningu Maríu ömmu minnar, sem
líka var mjög góð og vitur kona,
eftir fyrstu kynni þeirra. Hún sagði:
„Hún brosir eins og fólk á að brosa,“
og ég skildi að þarna höfðu mæst
tveir jafningjar í andanum.
Hún Ragnheiður Guðmundsdótt-
ir, elskuleg tengdamóðir mín fyrr-
verandi og vinur í lífínu, hefur ver-
ið brott kölluð. Hún er nú í hópi
kærra ástvina sinna, þeirra sem
farnir voru á undan og sem hún
þráði svo mjög að sameinast, eink-
um síðustu misserin. Við sem unn-
um henni og nutum umhyggju
hennar og fyrirbæna sitjum nú
hljóð. I söknuðinum finnum við
fangið barmafullt af minningum,
sem ylja og fá okkur til að hugleiða.
Sumir eru gæddir þeirri náðar-
gáfu að geta gert hið hversdagslega
hátíðlegt og hið smáa stórt, gæddir
þeirri hreinræktuðu lifandi gæsku
sem blæs lífi í umhverfi sitt, því
blíða og bjarta sem gerir alla hluti
ógleymanlega en er um leið svo
hógvært að við veitum því varla
athygli meðan við stöldrum við;
okkur finnst bara allt í einu að við
sjálf séum orðin góð og að flestir
vegir séu okkur færir.
Ragnheiður hafði þennan göfuga
fögnuð sköpunarinnar, gladdist svo
einlæglega og oft yfir því sem aðr-
ir tóku lítið eftir. Hún var sífellt
að smábreyta til í íbúðinni, setja
þessa mynd á annan stað, alltaf var
nýtt blóm að springa út, nýr frjó-
angi að skjóta Upp kollinum. Ferðir
hennar út í búð létu lítið yfír sér
en urðu sem annað tilefni undra
og ævintýra; fjarrænir lokkandi
ávextir eða marglitar smákökur,
smurt brauð með nýtilbúinni rúllu-
pylsu, ævinlega var eitthvað spenn-
andi á eldhúsborðinu — einföldustu
hluti gerði hún ógleymanlega.
Það ljómaði allt fyrir hrifningu
hennar, og maður skildi elsku Guðs
þegar hann sagði: Berið dýrð minni
vitni. Að koma til þeirra Ólafs,
hennar elskulega lífsfélaga, var fyr-
ir okkur lífsþreytt, glysgjarnt
nútímafólkið á spretti í lífsins
vafstri, eins og að hitta sjálfan sig
fyrir, maður fann straum einhvers
háleitara en þess sem við erum
sjálf: við urðum aftur að börnum
og glöddumst með glöðum.
Við drúpum höfði í lotningu fyrir
henni, lífsins spekingnum, í djúpu
þakklæti okkar yfir að fá að hafa
verið aðnjótandi elsku hennar og
fyrirbæna minnumst við þess, að
hún var ætíð öllum þakklátust.
A gangi ofan úr vinnu í gær
sneri ég leið minni í áttiria að Esju
og Laugamesi, hverfínu hennar, og
ég fann að breyting hafði orðið á,
hún var hvorki þar, né í Sunnuhlíð
í Kópavogi, hún var komin á æðri
staði, en umfram allt var hún kom-
in í hjarta sjálfrar mín. Það var sem
ég skynjaði hreint mílliliðalaust
samband við hið góða, eins og það
sem hún sjálf trúði á.
Erna Ragnarsdóttir
Aðfaranótt 9. apríl barst mér til
eyrna sú harmafregn að hún amma
mín væri látin. Þessi fregn sló mig
hart, enda þótt hún væri í sífellu
kvartandi undan sinni þreyttu jarð-
nesku skel þá var hún ætíð sú
manneskja sem færði manni birtu
þegar skyggði, hlýju þegar kól og
gleði þegar eitthvað bjátaði á. Það
var ósjaldan sem hún skaut skjóls-
húsi yfir • lítinn drenghnokka sem
skreið til hennar að lokinni eril-
samri viku í miskunnarlausri og
harðgerri veröld og fékk það sem
hver maður þarf á að halda, hlýju
og góðvild. Henni vil ég aðeins lýsa
sem þeirri bestu og alúðlegustu
manneskju sem ég hef kynnst og
þótt ég lifi tvö hundruð ár til viðbót-
ar þá á ég ekki von á að hitta jafn-
ingja hennar.
Ólafur H. Gestsson
Hún var elsta barn foreldra
sinna, Guðmundar Bjarnasonar og
Guðrúnar Guðmundsdóttur sem
bjuggu allan sinn búskap á Mosvöll-
um í Önundarfirði. Þau voru bæði
af svo vestfírskum ættum sem
verða má. Guðmundur var sonur
Bjáma Jónssonar í Tröð í Álftafirði
og má lesa um hans fólk í Amar-
dalsætt en næstu ættliðir vom við
Djúpið. Ættir Guðrúnar lágu hins
vegar um Dýrafjörð og Önundar-
fjörð alla leið frá því séra Ólafur
var á Söndum (dáinn 1627) og ná
naumast lengra norður á þeim tíma
en í Súgandafjörð og Skálavík ytri.
Guðmundur Bjarnason var ungur
tekinn í fóstur að Mosvöllum. Þar
bjó þá Gils Bjarnason með Halldóru
systur sinni. Þau höfðu áður tekið
í fóstur dreng af þeim Bjama í
Tröð og Guðrúnu konu hans. Sá
hét líka Guðmundur fæddur 1873
en dó af lömunarveiki 1876. Guð-
mundur, faðir Ragnheiðar fæddist
1877 og ársgamall fór hann í fóstur
að Mosvöllum, en síðar á því sama
ári kvæntist Gils fóstri hans. Kona
hans var Guðmundína Jónsdóttir
og með þessu fólki ólst Guðmundur
upp og tók við búi eftir það.
Þau Guðmundur og Guðrún eign-
uðust auk Ragnheiðar 3 dætur og
1 son sem úr frumbemsku komust
og eru öll á lífi. Ragnheiður var
elsta systir og reyndist öllum vel.
Þau systkin voru öll við nám í ung-
mennaskóla sr. Sigtryggs á Núpi.
Mér er í barnsminni hvað mér
fannst skólavistin hafa menntað
Ragnheiði. Að mínum skilningi
hafði henni þar opnast heimur bók-
menntanna auðugur af fegurð og
visku svo að þangað væri margt
gott og gagnlegt að sækja. Þetta
er þó ekki svo að skilja að heimilið
hafí verið lokað bókmenntum. Ég
gleymi því ekki hvernig Guðmundur
Bjarnason talaði um íslendingasög-
ur sem bókmenntir. Lífsreynslusög-
ur og sálarlífslýsingar eins og þær
eru. Og söngvar þjóðskáldanna
skipuðu sitt rúm á heimilunum með
sóma. En einhvern veginn fannst
mér sem skólavistin hefði opnað
svið og víkkað sjóndeildarhring.
Ragnheiður átti heimili sitt á
Mosvöllum. Hún giftist Ólafí Hjálm-
arssyni sem flutti með foreldrum
sínum að Mosvöllum 1916, en þar
var tvíbýli og hafði lengi verið.
Hélst svo alla tíð meðan Ragnheið-
ur var á Mosvöllum. Þau Ólafur
þjuggu í félagi við foreldra hennar,
Ólafur hafði smitast af berklum og
1947-48 var hann á Vífilsstöðum.
Þótti þá hentugra að hann fyndi
sér aðra atvinnu en búskapinn. Því
fluttu þau hjón til Reykjavíkur
haustið 1948. Komst Ólafur fljót-
lega í starf hjá Olíuverslun íslands
og hélt því starfsævi sína á enda.
Foreldrar Ragnheiðar áttu bæði
systkinaböm sem misstu feður sína
meðan þau voru í bemsku, sum
þeirra barna áttu hjá þeim skjól um
hríð og raunar voru þar fleiri börn.
Það var einkenni þeirra mæðgna
að þær voru elskar að smábörnum.
En Ragnheiður var mild og ljúf við
krakka og unglinga á öllum aldri,
nutu þess allir sem náðu til henn-
ar. Gildir það einu um þau börn sem
heima áttu í hinum bænum. Hún
hafði það skaplyndi og hjartalag
og frá henni stafaði yl og birtu.
Meðan þær systur voru heima-
sætur fannst okkur að það hefði
áhrif á svipmót sveitarinnar. Okkur
fannst að Guðmundur Bjarnason
hefði lög að mæla þegar hann sagði
við granna sinn: „Þú líkist mér í
því að eiga fallegar dætur.“ Æsku-
systkinanna minnumst við þó að
langt sé um liðið.
Þau Ólafur og Ragnheiðtir eiga
3 böm á lífí. Þau em Valdimar flug-
umferðarstjóri, Ingileif húsfreyja á
Mýri í Bárðardal og Gestur arki-
tekt. Kristján sonur þeirra dó ung-
ur. *
Ólafur Hjálmarsson Iést haustið
1986. Þangað til annaðist Ragn-
heiður hann og heimili þeirra. Að
því loknu fannst henni sem hlut-
verki sínu væri lokið enda gengu
kraftar hennar til þurrðar. Síðustu
misserin naut hún mjög umhyggju
Valdimars sonar síns. Síðustu mán-
uðina var hún í Sunnuhlíð í Kópa-
vogi. Hún var södd lífdaga en fylgd-
ist með því sem gerðist. Fáaj; vikur
em nú síðan Valdimar leiddi hana
til kirkju þar sem mágur Jiennar
var kvaddur. Þar heilsaði hún
frændum og vinum af sömu hlýju
og áður og gladdist við að sjá þá
heila á húfí. Enn var hún söm og
áður.
H.Kr.
Núna er hún loks sameinuð Ólafí
afa og Kristjáni sem ég sá aldrei
en er þó skírður í höfuðið á. Hvern-
ig sem paradís lítur út þá er ég þó
viss um að þar eru fagnaðarfundir
og ég samgleðst ömmu að hafa
hitt þá aftur þó óneitanlega sakni
ég hennar mjög mikið. Þegar maður
hefur verið umvafínn þeirri óendan-
legu ást sem hún átti til handa
mínum nánustu þá hætti manni til
að líta á hana sem sjálfsagða og
eilífa og það sem ég sakna kannski
mest er að hafa aldrei talað al-
mennilega um hversu miklu máli
hún skipti mig. Síðast þegar ég
hitti hana núna yfir páskana rifjaði
hún upp fyrir mér sögu sem hún
hafði sagt mér oft áður um það
þegar ég bjó hjá henni barnungur
meðan mamma og pabbi voru er-
lendis við nám. Eg kúrði mig hjá
ömmu einhveiju sinni í rúminu síðla
kvölds og sagði: „Amma mín, þú
mátt aldrei deyja.“ Nema þó hún
hafí sagt mér þessa sögu margoft
þá breytti hún til í þetta skiptið og
hafði þetta ekki upp eftir mér held-
ur fór að tala um að öll myndum
við hittast aftur hinum megin og
bað mig að hafa ekki áhyggjur af
því. Ég man að ég hjó dálítið eftir
þessu en gerði mér ekki grein fyrir
því að hún vissi sig líklega feiga
og var að kveðja mig. Og nú er ég
að kveðja hana, skrifa á eftir henni
inn í eilífðina; og gráta.
Öll skiptin sem hún hefur beðið
fyrir mér og andi hennar vakað
yfir mér, ég veit að þeim er ekki
lokið þó hún hafí skipt um tilveru-
stig. Ög fyrir okkur sem eftir lifum
í þessum dal tára og gleði, nú er
það okkar hlutverk að láta hvort
öðru líða eins vel og hún lét okkur
líða.
Megi Guð blessa ömmu mína og
ljósið geyma hana. Við sjáumst aft-
ur.
Ragnar Kristján Gestsson
Amma er dáin, en það er ekki
svo mjög sorglegt því hún var orðin
lúin og sagðist farin að biðja guð
að leyfa sér að koma. Lítið þýddi
að ætla að segja henni það væri
hvorki prútt né kristilegt að vera
þreyttur á lífínu þó maður væri las-
inn og að verða níræður, amjna
þekkti sjálfa sig og sinn guð svo
miklu betur en maður sjálfur. Og
þetta að finna sinn vitjunartíma og
vilja kveðja gamall og lúinn er ör-
ugglega gömul rammíslensk niður-
staða, það var eitthvað fornt í
ömmu. Henni fannst það lítilsvert
líf að geta engum þjónað og muna
ekki lengur öll nöfn og kvæði. Hún
var orðin lasburða og vildi fara til
afa sem dó 1986. Hún hafði elskað
hann frá því hún var þrettán ára,
þegar fjölskylda hans fluttist á hinn
bæinn á Mosvöllum. Hún gekk fal-
lega reiðubúin úr þessum heimi með
oðinn faðminn.
Ég held amma hafi alla tíð verið
í góðu sambandi við guð sinn, því
hún fyllti upp í öll skörð í kringum
sig með blómum. Hún hélt fullri
reisn fram á síðasta dag, þeirri reisn
sem einkennir fólk sem lifír í heil-
stæðum hugmyndaheimi. Þessari
reisn sem einkenndi marga af henn-
ar kynslóð, fólk sem ólst upp í
gamla samfélaginu, litlum skiljan-
legum heimi fullum af kristni, kveð-
skap og öryggi, fólk sem trúði á
land og þjóð og var eilíflega bundið
ljómandi hugsjónaböndum síns ung-
mennafélags. Ég er ömmubarn
hálfri öld yngri, fylgihnöttur hennar
frá því ég man eftir mér. Hún var
mikilvæg heimilisiðja í litlu sólkerfí
eins og fjölskyldur eru. Hún var
eins og góðar ömmur, til hennar
sótti maður lífskraft og hlýju.
Ragnheiður Guðmundsdóttir
amma mín fæddist á öðru ári þess-
arar aldar, dóttir hjónanna Guðrún-
ar Jónu Guðmundsdóttur og Guð-
mundar Bjarnasonar. Ragnheiður
var fædd og uppalin á Mosvöllum
í Önundarfirði og bjó þar síðan fram
á miðja öldina með bónda sínum
Ólafí B. Hjálmarssyni. Þau fluttust
til Reykjavíkur árið 1948, en Ragn-
heiður amma var samt alltaf í hug-
anum fyrir vestan. Þau fluttust á
mölina af því að afí var berklaveik-
ur, ekki af því þau vildu setjast að
í borgarsamfélagi á miðjum aldri.
Fyrir mér fékk nafnið Mosvellir og
lífíð fyrir vestan sem hún kallaði
fram í vísum, hendingum eða sög-
um, á sig magnaðan töfrablæ, löngu
áður en ég vissi hvar Vestfírðir
væru á kortinu. Skrýtið var að koma
vestur í Önundarfjörð tólf ára göm-
ul og fínna bæinn í eyði og allt
horfið, heimur ömmu svo gjörsam-
lega horfínn eins og tíminn, þessi
heimur á Mosvöllum á fyrri hluta
aldarinnar lifandi í henni, sem hún
miðlaði stöðugt af.
Amma var ímynd elsku og elju.
Fimm ára gömul prjónaði hún ullar-
boli á litlu systkini sín, því hún er
elst. Fimm ára gömul sat ég tóm-
hent og hlustaði á frá þessu sagt
og fannst lítið til sjálfrar mín koma.
Svo var hún smali og gætti kvía-
ánna, fannst fátt skemmtilegra en
að klífa fjall og athuga hvað væri
hinum megin. Amma fór í skólann
á Núpi í tvo vetur, eins og systkini
hennar, og fór suður til Reykjavíkur
að mannast og læra saumaskap.
Þau afi eignuðust sitt elsta barn
þegar amma var 24 ára og afí ári
yngri, en giftingu var frestað því
óvissa var um heilsu Ólafa, eins og
við barnabörnin kölluðum hann.
Tveir bræður afa fengu líka berkla,
og sá hvíti dauði dró annan þeirra
til dauða. Ragnheiður amma og
Ólafur afí giftust með kóngsleyfí
þrátt fyrir veikindin alþingishátíð-
arárið. Afi fór fjórum sinnum á
Vífílsstaði vegna berklanna, en þau
eignuðust samt fjögur börn áður
en þau fluttust á mölina, Valdimar
flugumferðarstjóra, Ingileifi Stein-
unni bóndakonu á Bólstað í Bárðar-
dal, Kristján sem dó uppkominn og
Gest arkitekt.
„Hún amma mín það sagði mér“,
er fallegt lag og ég held það hræri
mig svo af því amma hrærði mig
svo djúpt. Það er ekki bara af því
hvað þetta er fallegt lag að ef ég
syng það eða heyri verður hjartað
stórt eins og hálfur heimurinn. Það
er líka af því ég hef átt svo hjarta-
stóra ömmu.
Þær voru líklega margar eins og
amma, fullar af dyggð og þjónustu-
lund, húsmóðurdyggðum gamla
sveitarsamfélagsins, þar sem virð-
ing var borin fyrir húsbóndanum,
móðirin átti endalausa nærándi
gæsku, og naut þess best að gera
öðrum gott. Blómin í stofunni hlæj-
andi af vellíðan, og mikil vellíðan
að koma til hennar og þiggja veit-
ingar. Hún var útfarin í þeirri list
að láta öðrum líða vel. Við kveðjum
hana í dag 51 afkomandi, systkini,
tengdafólk, frændur og vinir. í okk-
ur öllum sem hún nærði með sinni
góðu lund er sjóður, sem hún fyllti
með-sinni ljúfu nærveru.
Þórunn
+
Eiginmaður minn og faðir okkar
SVEINN SIGURÐSSON
\ Stuðlaseli 18,
Reykjavík.
er látinn.
Magrét D. Andrésdóttir,
Ólöf Adda Sveinsdóttir,
Sigurður Rúnar Sveinsson,
Bjarki Már Sveinsson.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR ELÍSABET GUÐMUNDSDÓTTIR,
sem lést 6. apríl sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 16. apríl kl. 15.00.
Ingibjörg Haraldsdóttir, Eirikur Guðjónsson,
Rannveig Haraldsdóttir,
Þröstur Haraldsson, Steinunn Hjartardóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Ástkær eiginmaöur minn, faðir, fósturfaðir og afi,
ÓSKAR MAGNÚSSON,
— Skipholti 55,
Reykjavík,
sem andaðist 4. þessa mánaöar verður jarðsunginn frá Bústaða
kirkju þriðjudaginn 16. apríl kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans, er bent á orgelsjóð Bústaðakirkju.
Arndfs Sigriður Halldórsdóttir,
Guðmunda Óskarsdóttir, Smári Sveinsson,
Guðmundur R. Óskarsson,
Kristján Óskarsson,
Guðlaug Pétursdóttir,
Jón Pétursson,
Sigmar Pétursson,
Sigurbjörg Eiríksdóttir,
Ragnheiður Sigurðardóttir,
Sigriður Á. Ingólfsdóttir,
og barnabörn.
Magdalena Kristinsdóttir,
Þrúður Jóna Kristjánsdóttir,
Svavar Sigurjónsson