Morgunblaðið - 14.04.1991, Page 9

Morgunblaðið - 14.04.1991, Page 9
^ Ca 9 MÖfi'GUNÖtÁÖÍÖ' MANNLfFSSTRAMffAR^WAGW l’4: AÖIi'ÍL í991 LÆKNISFRÆÐI/L^ó* drepsóttir enn lausum hala? KÓLERAN BREIÐIST ÚT Kólerusýklar meira. Hann getur flogið til útlanda á hverju ári. Eg lifi við sult og seyru. Halur er heima hver Erindin búa líka yfír annarri speki, „halur er heima hver“. En það merkir að hver maður sé sinn eigin herra, Við ráðum okkur sjálf. Hugsið ykkur ef við værum þrælar eða þegnar ókunnra konunga. Hvernig væri lífið ef við ættum hvergi höfði okkar að halla. Ef við værum alltaf erlendis, útlendingar í eigin iandi. Það væri ekki björt tilvera. Það sem skiptir mestu máli fyrir sérhvem mann, er að vera herra yfir sjálfum sér. Sá sem ræður ekki yfir ástríðum sínum og lætur stjórnast af öðrum á ekki neitt, því hann á ekki sjálfan sig. Það tilheyrir aftur á móti æðstu dyggðum að þekkja sjálfan sig og ráða yfir sjálfum sér. Eign á sjálfum sér er forsenda alls og frumskilyrði eignaréttar. Eignin byggist á sjálfsþekkingu, sjálfstrausti, sjálfsvirðingu og viðhorfi. „Bú er betra þótt lítið sé... halur er heima hver“, merkir þá að sá sem á eitthvað, hann er eitthvað. Sá sem á lítið bú, ræður þó yfir því og sá sem á sjálfan sig, ræður yfir sjálfum sér. Hamingjan ræðst ekki af stærð búsins og það ræður ekki úrslitum hvort maður sé ríkur eða fátækur, heldur viðhorf okkar til þess sem við eigum. Boðskapur erindanna er einfaldur: Njótið og þakkið fyrir landið, lífið og frelsið. Speki: Að vera er að eiga, hve lítið sem það er. egar spanska veikin geisaði þér 1918 var leiðinni um Suðurland austanvert lokað við Jökulsá á Sólheimasandi og plág- an komst ekki lengra. Svipuð voru áform nágranna- ríkja þegar kólera kom upp í Perú nú í ársbyrjun og sagt var frá í þessum pistlum ekki alls fyrir löngu. En þótt landamæralínur megi sín mikils standa þær ís- lenskum jökulvötnum ekki á sporði; nú er kóleran tekin að heija á íbúa Ekvadors og Kólumb- íu en þaðan falla vötn til austurs og þykir líklegast að pestin mjaki sér niður eftir mestallri Suður- Ameríku á næstu mánuðum. Níu- tíu þúsundir hafa veikst nú þegar og rúmlega 500 manns látið lífið. Þýski læknirinn Robert Koch sem fann berklabakteríuna árið 1883 lét skammt stórra höggva milli. Ári síðar fann hann kóleru- sýkilinn og gerði sér ljóst hvernig hann berst í mat og drykk sem hefur mengast af saur kóleru- sjúklinga, oftast vegna þess að úrgangi er veitt út í fljót eða höf og vatnið úr þeim síðan notað eins og það kemur fyrir. Heilbrigðisráðherrann í Perú ávarpaði landa sfna í fjölmiðlum þegar fréttist að kólera væri á ferðinni og tók þeim vara fyrir að borða hráan fiskrétt sem er svo vinsæll í Limu að í hann fara 75 hundraðshlutar alls fiskmetis sem borgarbúar leggja sér til munns. Þá komst pólitíkin í mál- ið, því að við sjávarútvegi Perú- manna blasti algert hrun ef eng- inn þyrði lengur að borða hráa fiskinn. Útgerðarmenn gengu á fund forseta landsins og báru sig svo illa að hann og frú hans komu í sjónvarpið, borðuðu fiskinn góða fyrir framan, myndavélarnar og sögðu enga hættu af því stafa, svo framarlega sem hreinlæti væri viðhaft. Þetta var nú allt gott og bless- að og engu logið. En sannleikur- inn var ekki nema hálfsagður; oftast er hrái fiskurinn matbúinn: í einskonar pylsuvögnum á götum úti og étinn þar. Allan guðslangan daginn er skolað af diskunum í sömu uppþvottaskjólunni en aldr- ei skipt um vatn og má nærri geta að sýklar eru þar tíðir gest- ir. Nokkrum dögum eftir að for- setahjónin fengu sér bita í allra augsýn kom í ljós að tala kóleru- sjúklinga hafði því nær tvöfaldast á skömmum tíma. Má vera að hún hefði gert það hvort sem var, en heilbrigðisráðherrann reifst og skammaðist og hafði það eitt upp úr krafsinu að vera rekinn. Kólera þrífst hvergi nema í bágindum örbirgðar og óþrifnað- ar, og tilskipanir um hreinlætis- og varúðarráðstafanir fá litlu áorkað meðal milljóna sem aldrei hafa komist upp í þrjú þúsund kröna tekjur á mánuði. Lítrinn af steinolíu sem þarf til að sjóða drykkjarvatnið hækkaði 1íka um daginn úr sextán krónum í sextíu. Flest ríki sunnar og austar í álfunni vígbúast nú sem óðast gegn yfírvofandi innrás kólerunn- ar. Alstaðar er lögð áhersla á tvennt: Sjóðið allt neysluvatn og þvoið ykkur vel og vandlega um hendur eftir hverja klósettferð. - Á þeim svæðum sem ætla mætti að lægju best við höggi kólerunn- ar eru sérmenntaðar heilsugæslu- sveitir á verði og munu freista þess að hefta útbreiðslu hennar eftir mætti þegar þar að kemur. Brasilía sendi Perú fimmtán smálestir af lyfjum og hjúkruna- rvörum og kom það sér vel því að flest sjúkrahús í landinu eru yfirfull af kóleruveiku fólki og mörg þeirra voru vanbúin að mæta vágestinum fyrirvaralítið. Það vekur því undrun og aðdáun að einungis sex af hverju þúsundi sjúkra hafa látist. Það hefði ein- hvern tíma hljómað eins og skröksaga. eftir Þórarin Guðnason þó að bæta því við að nú er reynt að finna leiðir til úrbóta. Verið er að Ieggja vatnsleiðslu 190 km leið en til þess að það vatn komi að tilætl- uðum notum þarf að losna við salt- mengunina úr andrúmsloftinu fyrst. Draga á úr baðmullarframleiðslunni og efla aðrar atvinnugreinar á svæð- inu. Áveituskurði á að fóðra með plasti og hella steinsteypu í stærstu áveituskurðina svo vatnið komist á áfangastað. Með þessu vona menn að hægt verði að stöðva eyðingu Aralvatns og auka vatnsmagn þess um 21 ferkílómetra á ári. Áhrifa þessara ráðstafana er þó ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi árið 2005. Hvað má af þessarri reynslu læra? Stórfljót og ár eru lífæðar sem ekki má raska með stórtækum fram- kvæmdum nema séð hafi verið fyrir um afleiðingarnar. Vatn er ein frum- forsenda lífríkisins og maðurinn ' verður að höndla það af varúð. Sag- an um örlög Aralvatns er víti til varnaðar og þess vegna er vakin athygli á þeim hér. (Stuðst við National Geografic.) Endurbirt grein vegna mistaka síðastliðinn sunnudag. 18 9 1-19 9 1 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur 199 i— Auglýsing frá Orlofssjóði VR ORLOFSHÚS VR Dvalarleyfi Auglýst er eftir umsóknum um dvalarleyfi í orlofshúsum VR sumariö 1991. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum þurfa að berast skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð í síðasta lagi 19. apríl 1991. Orlofshús eru á eftirtöldum stöðum: 1 hús í Ölfusborgum 6 hús i Húsafelli í Borgarfirði 1 hús í Svignaskarði í Borgarfirði 2 hús á lllugastöðum í Fnjóskadal 1 hús í Vatnsfirði, Barðaströnd 2húsá Einarsstöðum, Suður-Múlasýslu 3húsá Flúðum 10 hús í Miðhúsaskógi, Biskupstungum 3 íbúðir á Akureyri Aðeins fullgildir félagar hafa rétt til dvalarleyfis. Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofshúsum á tíma- bilinu 1. júlí til 23. ágúst sitja fyrir dvalarleyfum. Hafi ekki verið gengið frá leigusamningi fyrir 17. maí n.k. fellur úthlutun úrgildi. Dregið verður milli umsækjendaef fleiri umsóknir berasten hægt er að verða við. Verður það gert á skrifstofu félagsins laugardaginn 11. maí n.k. kl. 14 og hafa umsækjendur rétt til að vera viðstaddir. Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir verða að berast skrifstofu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur í síðasta lagi föstudaginn 19. apríl n.k. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, 8. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.