Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 20
20 C
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1991
Aðsóknin
á sjö-
földu óskars-
verðlaun-
amyndina,
Dansar við
úlfa með
Kevin Gostn-
er, er nú
komin í
30.000
manns að
sögn Þor- Dansar við úlfa; kippur eftir Óskarinn
valdar Árna-
sonar framkvæmdastjóra
Regnbogans en eins og
kunnugt er fjallar myndin
um hermann í bandaríska
hernum um miðja síðustu
öld sem heldur út í óbyggð-
irnar og vingast við frum-
byggjana.
Þegar þetta er skifað hef-
ur myndin verið sýnd í sjö
vikur og sagði Þorvaldur að
kippur hefði komið í aðsókn-
ina eftir óskarsverðlaunaaf-
hendinguna í lok mars en
annars hefði aðsóknin hald-
ist mjög sterk allan tímann.
Hann sagði að „Dansar“
yrði áfram í stóra salnum,
sem tekur um 350 manns í
sæti, og spáði hann að að-
sókriin færi í 40.000 manns
áður en lyki.
Þá sagði Þorvaldur að um
2.000 manns hefðu séð
myndina Lífsförunautur á
hálfum mánuði, en hún fjall-
ar á mjög raunsæan hátt
um áhrif alnæmis á samfé-
laga homma í Bandaríkjun-
um, og að um 10.000 manns
hefðu séð íslensku myndina
Ryð í Regnboganum en
myndin er einnig sýnd úti á
landi.
ÍM
■ TÍMARIT bandaríska
skemmtanaiðnaðarins,
„Variety", fer lofsamlegum
orðum um bama- og fjöl-
skyldumyndina Æfintýri
Pappírs-Pésa, sem heitir
„Paper Peter“ á ensku.
Myndin verður til boða á
sjónvarpsmarkaðnum í Can-
nes í^vor.
MÞÁ ER búið að frumsýna
framhaldsmynd Skjaldba-
kanna, „Teenage Mutant
Ninja Turtles II: The Sec-
ret of the Ooze" og hún
ætlar að slá í gegn eins og
fyrirrennarinn. Hún tók inn
tæpar 40 milljónir dollara á
fyrstu sýningai'vikunni.
Bandarískir krakkar eru
annálaðir skjaldbökuunnend-
ur en krakkar hér heima
voru ekki eins upprifnir og
aðsóknin var aðeins sæmileg
miðað við þar vestra eða um
18.000 manns.
■ BANDARÍSKl stórleik-
arinn Gene Haekman, sem
aldrei bregst, leikur nú í nýju
réttardrama sem heitir
„Class Ac-
tion“. Þyk-
ir hann
leika með
eindæmum
vel í mynd-
inni sem
fjallar . um
föður og
dottur, sem Mary Elizabeth
Mastrantonio leikur, sem
bæði eru lögfræðingar og
takast á í réttarsalnum. Leik-
stjóri er Bretinn Michael
Apted sem síðast gerði „Go-
rillas in the Mist“.
MLÍTIÐ hefur spurst til
leikstjórans Robert Towns-
end síðan hann sendi frá sér
gamanmyndina „Hollywood
Shuffle" sem fjallaði á of-
urspaugilegan hátt um ver-
öld svertingja í Hollywood.
Hann vann um tíma með
Eddie Murphy en er nú
kominn með nýja mynd sem
hann kallar „The Five He-
artbeats".
Michael Apted.
NÝLENDULÍF í NÍGERÍU
Astralski leikstjórinn Bruce Beresford,
sem þekktastur er hin síðari ár fyr-
ir óskarsverðlaunamyndina Ekið með
Daisy, hefur gert nýja mynd sem heitir
„Mister Johnson" og er með Pierce Brosn-
an, Edward Woodward og Maynard
Eziashi í aðalhlutverkum.
Sögusviðið er Nígería á þeim tíma er
Bretár réðu þar lögum og lofum eða um
1923 en myndin er byggð á samnefndri
sögu Joyce Cary frá 1939, sem bjó um
tíma í Nígeríu. Aðalpersónan er Johnson
(Eziashi), Nígeríumaður sem hefur sér-
4
staka ást á öllu bresku. Þegar hann talar
um heimili sitt á hann ekki við Nígeríu
þar sem hann er fæddur og uppalinn
heldur Bretland, sem er svo stór hluti
af draumum hans; hann syngur um Bret-
land fyrir þorpsbúana og klæðir sig uppá
eins og Bretarnir og er tilbúinn að taka
við svívirðingum nýlenduherranna ef þeir
aðeins vilja a.m.k. í orði líta á hann sem
einn af þeim.
Handritið gerir rithöfundurinn William
Boyd en þeir Brosnan og Woodward leika
tvo mest áberandi Breta myndarinnar.
„BÖRNIN“ FRUM-
SÝND 17.ÁGÚST
A
Islenska myndin Börn
náttúrunnar eftir Friðrik
,Þór Friðriksson verður
fi-umsýnd í Reykjavík 17.
ágúst nk.
Friðrik Þór sagði í stuttu
spjalli að myndin væri á lok-
astigi í eftirvinnslu. Að-
alhlutverkin eru tvö, í hönd-
um Gísla Halldórssonar og
Sigríðar Hagalín, en fjöldi
leikara fer með aukahlut-
verk. Má þar nefna Egil
Ólafsson, Rúrik Haráldsson,
Baldvin Halldórsson,
Margréti Ólafsdóttur,
Magnús Ólafsson, Tinnu
Gunnlaugsdóttir, Hallmar
Sigurðsson, Valgerði Dan,
Bryndísi Petru Bragadóttur,
Þórarinn Óskar Þórarinsson
úr Skyttunum, Hall Halls-
son, sem leikur sjálfan sig,
séra Kristinn Friðfinnson,
Bjarna Karlsson og loks
Sigríði Hagalín Björnsdótt-
ur, ömmubarn og nöfnu Sig-
ríðar Hagalín. Þá kemur
þýski.leikarinn Bruno Ganz
fram í gestahlutverki í
myr.dinni.
Myndin kostaði 60 millj-
ónir en hún fékk 25 milljóna
króna styrk úr Kvikmynda-
sjóði í fyrra og var fyrst
íslenskra mynda til að hljóta
styrk úr Evrópusjóðnum.
Meðframleiðendur eru Max
film í Berlín og Metro film
í Osló.
Friðrik Þór sagði . Börn
náttúrunnar fyrst og fremst
vera mannlega mynd um
bónda sem bregður búi og
fer á elliheimili þar sem
hann hittir konu á svipuðu
reki og hann og þau ákveða
að strjúka. Inn í þessa sögu
er fléttað atriðum úr „þjóð-
trú og ævintýrum innan
ramma þess raunsæis sem
hentar myndinni" eins og
Friðrik Þór komst að orði
en 'hann ög Einar Már Guð-
KVIKMYNDI
Getum vid lœrt afXavierKoller?
í BÍÓ
Kvikmyndahátíð Lista-
hátíðar í Reykjavík
verður haldin í Regn-
boganum dagana 5. til 15.
október næstkomandi.
I kvikmyndahátíðar-
nefnd eiga sæti að þessu
sinni Hilmar Oddsson,
Árni Þórarinsson, Eiríkur
Thorsteinsson, Anna
Rögnvaldsdóttir og Frið-
rik Þór Fiðriksson sem er
formaður.
Framkvæmdastjóri
hátíðarinnar er Elínborg
Stefánsdóttir.
Kvikmyndahátíð hlýtur
að standa í nokkurri sam-
keppni við allar kvik-
myndavikurnar sem hafa
raðað sér upp hver á fæt-
ur annarri að undanfömu
bæði í Háskólabíói og
Regnboganum og bytjuðu
með finnskri viku. Nú
hefur dönsk vika verið í
gangi og þessa helgi tekur
svissnesk við á vegum
Kvikmyndaklúbbs íslands
en strax eftir hana kemur
frönsk kvikmyndavika.
Bruno Ganz og Gísli Halldórsson í mynd Friðriks Þórs,
Börn náttúrunnar.
mundsson skrifuðu handrit- I stjórinn að lokum, á milli
ið. Margvísleg átök eiga sér gildismats, kynslóða og
stað í myndinni, sagði leik- | menningarheima.
30 ÞÚS Á DANS-
AR VIÐ ÚLFA
VONARFERÐIN
ENGINN er spámaður í sínu föðurlandi. Þegar sviss-
neska myndin Vonarferð eða „Reise der Hoffnung"
var sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Locarno í
Sviss á siðasta ári hreppti hún aðeins bronsið, þriðju
verðlaun hátíðarinnar. Henni gekk betur þegar hún
hreppti Óskarinn í Bandaríkjunum um daginn sem
besta erlenda bíómyndin. Hún er aðalmyndin á svissn-
eskri kvikmyndaviku sem hefst þessa helgi í Regnbog-
anum á vegum Kvikmyndaklúbbs Islands.
gengur á sjóðinn og á leið-
inni yfír fjöllinn gerist sorg-
legur atburður og vonar-
ferðin snýst í harmleik.
Myndin er skáldskapur
en kveikjan að henni er
raunverulegur atburður
sem Koller las um í
dagblaði og henti tyrk-
neska fjölskyldu á
smyglaraleið yfir
fjöllin til Sviss. Koller
sagði í áðurnefndu
blaðaviðtali að
svissnesk kvik-
myndagerð væri
afár smá í sniðum.
Um sex milljónir manna
byggja Sviss og þar eru
gerðar sex til tíu bíómyndir
á ári. Svisslendingar eru
líka sérlega miklir stutt-
myndasmiðir. „Kvikmynda-
gerð í okkar landi er mjög
sveiflukennd," segir Koller.
„Hún er að mestu þekkt í
gegnum nöfn eins og Alain
Tanner, Claude Coretta og
nSu ólík
K^rfi;fdlautt;ini
larr*yndilmyt'<ii
',rUm^ZÍ^ferð
ra
Michel Souter sem unnu til
viðurkenninga á áttunda
áratugnum á Cannes og
öðrum alþjóðlegum hátíð-
um. En síðan hefur hún
dalað ... Vandamálið við
kvikmyndagerð í öllum
löndum er stöðugleiki. Tísk-
usveiflur koma og fara og
þú verður sífellt að byija
aftur frá grunni."
Koller hefur áður keppt
um Óskarinn en mynd hans
Tanner var útnefnd af
Svisslands hálfu til Óskar-
verðlaunanna árið 1987.
Það var vinsælasta mynd
ársins í Sviss og hreppti víða
verðlaun m.a. á kvikmynda-
hátíðinni í Montreal.
skeinmtanaiðnaðarins. „Það
sem við þurfum," sagði
hann í blaðaviðtali fyrir
nokkru „er að gera jaðar-
myndir sem spegla menn-
ingu ólíkra þjóða í stað þess
að fást við stórar og dýrar
alþjóðlegar myndir."
Áf því er Vönarferð
sprottin, frásaga um tyrk-
neska fjölskyldu sem yfir-
gefur sitt heimaland í von
unrbetra líf í Sviss. Foreldr-
arnir velja efnilegasta barn-
ið sitt af sjö í ferðalagið og
ijölskyldufaðirinn selur land
sitt og búfénað til að fjár-
magna ferðina. En fljótt
Leikstjóri Vonarferðar-
innar er Xavier Koller,
lítið sem ekkert þekktur hér
á landi en einn af fremstu
leikstjórum Sviss eftir
myndir
eins og
„Hannib-
al“, „Galg-
ensteiger"
og „Tann-
er“. Hann
er fulltrúi
þeirra
sjónarmiða
að smáþjóðir eigi ekki að
keppa við alþjóðlegar og
rándýrar metsölumyndir
eftir Arnold
Indriðoson