Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 25
C 25 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDaÖUR 14. ÁPRÍL 1991 Kveðjuorð: Teitur Finn- bogason Þegar ég rakst á tilkynningu um að Teitur væri látinn, brá mér í brún. í mínum huga var hann eilíf- ur. Hann var einn af þeim mönnum sem með skapferli sínu skapaði slíkan ljóma í kringum sig að hann festist í minningu manns sem glað- vær og eilíf persóna. Kynni mín af Teiti voru stutt. Við unnum saman hjá Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar í þijú ár, nánar tiltekið á þriðju hæð í gamla húsinu við Vonarstræti 4. Okkur þótti vænt um þetta hús, sem var svo heimilislegt, þótt herbergin væru smá. Samskiptin voru líka heimilisleg og mannleg. Við gátum hvenær sem er gengið hvor inn í skrifstofu annars, þar sem dyrnar voru sjaldnast lokaðar til fulls, og sest og spjallað um allt og ekkert. Teitur var þar engin undantekning. Margar voru þær stundimar sem við áttum þannig saman. Man ég sérstaklega fyrsta daginn sem ég mætti til vinnu á þriðju hæðina, þá svolítið feimin og kvíðin, eins og oft vill verða er fólk byrjar í nýrri vinnu. Ég var varla sest niður, þeg- ar inn gengur fremur lágvaxinn, prakkaralegur eldri maður, með bros á vör. Hann gengur rakleitt til mín, tekur í höndina á mér, kynn- ir sig og býður mig velkomna til starfa. Þama var kominn Teitur Finnbogason. Óhætt er að segja að þetta atvik hafði góð áhrif á mig og mér leið strax betur. Við nánari kynni jókst virðing mín fyrir þessum manni. Auk hlýlegheita, nákvæmni og annarra eiginleika,d var það þó einn sem ég mat mest. Hann var haldinn þeim fágæta eiginleika að sjá björtu hliðarnar á hveiju sem bar á góma. Maður með slíkan eig- inleika er stór persónuleiki og hefur hjarta úr gulli. Ég vil þakka Teiti fyrir þessar stundir sem við áttum saman. Þó þær hafi ekki verið margar, þá eru þær mér ómetanlegar og finnst mér ég hafa verið gæfusöm að kynnast honum. Ég votta Guðnýju, eiginkonu Teits, og fjölskyldu hans mína inni- legustu samúð. Guðrún C. Emilsdóttir Fer inn á lang flest heimili landsins! FAXAFENl 7 SÍMI 689950 iBSm <■ iVtar y»~.rn! t- *utrn -rBt-M-in n ht í ~ *1 ■SAHYO; rýfur hljóðmúrinn Betri mynd- og hljómgæði en áður h^fa þekkst. CEP 3359 •Flaturskjár „MATRIX“. • Stereo 2x15w magnari með fjórum hátölurum • Super VHS • SCART-tergi • Tengi fyrir aukahátalara • Sjálfvirk stöðvaleit • Fjölkerfa, PAL, SECAM, NTSC • Nicam tengi • Fullkomin fjarstýring og skjátexti fyrir aðgerðir • „Teletext" og fleira Ikr. stgr. CEP2872 28” • Flatur skjár „MATRIX" • 78 aðgerðir úr fjarstýringu • „Teletext" • Stereo • 2x16w magnari • Færan- legirhátalararáhliðum «Tvö SCART-tengi • Sjálfvirk stöðvaleit • Super-VHS • Skjátexti með möguleika á sex tungumálum • Fjölkerfa, PAL, SECAM, NTSC. kr. 115.103,* slgr. CEP2151 21” • Flatur skjár „MATRIX" • „Teletext" tengi • Skjátexti • Tímarofi, 30,60,90 og 120 mín. • Tenging fyrir heyrnartól • SCART-tengi • Slekkur sjálft á sér eftir að útsendingu lýkur • AV inngangur. kr. 62.474," stgr. • Skjátexti • Fullkomin fjarstýring með 32 aðgerðum • AV inngangur • Tímarofi, 30, 60, 90 og 120 mín. • Tengi fyrir heyrnartól • Stöðvalæsing • Flettir stöðvum í minni • 32stöðvar. kr. 41.790," stgr. CEP 6022 20” CEP3022 14” • Fullkomin fjarstýring með 32 aðgerðum • Skjátexti • Tímarofi, 20, 60, 90 og 120 mín. • Tengi fyrir heyrnartól • AV inngangur • órlampi og fleira. kr. 29.900," stgr. Gunnar Ásgeirsson hf. i Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780 R Htk t, NÚ AL'CLÝSINCASTOFA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.