Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1991
C 13
en svo að það rétt flaut um brydd-
ana. Eg er því sannfærður um að
þetta sé nokkuð góður sjóbátur.
Hann er smíðaður árið 1961 og verð-
ur 30 ára á þessu ári.“
Varð að kveikja eld
„Aðra ferð sem mér er eftirminni-
leg fór ég fyrir mörgum árum. Það
var þannig að kveikjan var léleg í
bátnum og eitt sinn klikkar hún.
Ég var kominn undir Langanesið og
hann var að vinda upp að sunnan,
út og yfir fjörðinn, sunnan og suð-
vestan. Þá var ég ekki með neina
talstöð. Og mig rekur þarna út og
yfir undir Baulhúsaskriður. Þar kem
ég vélinni í gang og keyri tii baka.
Það er meinleysiskaldi, svoleiðis að
ég stefni utan til á Auðhrísdal, því
báturinn var slæmur á móti. Þegar
ég er kominn við landið klikkar
kveikjan aftur, og bátinn tekur að
reka út fjörðinn aftur. Þegar ég er
kominn út á móts við Hvestu, sé ég
að farartækí er að koma inn að ut-
an. Ég vissi að þetta var Matti heit-
inn á Fossi á ýtu og var að moka
út eftir. Nú voru góð ráð dýr. Ég
var með tóman póstpoka og vætti
hann í bensíni og batt hann á ár og
kveikti í. Matti tók eftir þessu og í
sama bili kemur bíll úr Hvestu. Bíll-
inn snýr við og stuttu síðar kemur
bátur og sækir mig. Svo frétti ég
eftir á að farið var að spyijast fyrir
um mig, svo að ég held að allt hefði
farið vel að lokum.“
Nú vorum við komnir að Ósi og
Þorbjörn kemur gangandi niður tún-
ið. Hrafnsunginn var settur á flot
og Halldór snaraði sér um borð með
póst og þijá innkaupapoka og rær
af stað. Oldurnar köstuðu skektunni
til og frá og sjór skvettist yfir bát-
inn. Halldór náði landi og var um
stund í fjörunni með Þorbirni. Seinna
frétti ég að Halldór hefði verið að
útskýra fyrir honum hvað gíróseðill
væri og hvernig ætti að nota hann.
Ailt gekk þetta að óskum og við
kvöddum bændur á Ósi.
Galdramenn í Mosdal
Áður en við komum að Ósi benti
Halldór mér á lítið hús sem stendur
á stórum hóli. „Þessi hóll er nefndur
Reykhóll. Húsið sem er þarna byggði
Alli á Laugarbóli í þeirn tilgangi að
hýsa ferðamenn sem áttu að hjálpa
honum við æðarvarpið. En Reykhóll
er þannig til kominn, að prestþjón-
ustu varð að sækja úr Mosdalnum
yfir að Hrafnseyri. Þó er Kirkjuból
í Mosdal jörð sem.löngu er komin í
eyði og er álitið að þar hafi verið
hálfkirkja eða bænhús, sem voru
vítt um Arnarfjörð í þá daga, m.a.
á Hóli þegar prestur sat í Otradal.
Og þegar þeir þurftu að ná prests-
fundi kveiktu þeir bál á þessum hól
og vissi prestur að óskað var eftir
honum yfir fjörð. En sagan segir
að Mosdælir hafi verið heiðnir fram
eftir. Þarna lá í landi galdraorð og
svoleiðis fram eftir 18. öld og þeir
voru ekkert sérstaklega hrifnir, til
að byija með, af presti sínum. Og
sagan segir að þeir hafi gabbað
presta oft yfir fjörðinn í vondum
veðrum og að þeir hafi fyrirkomið
einum presti á firðinum, sem hafði
kollsiglt sig. Sagan segir líka að
þeir hafi byggt sér hof upp í svokall-
aðri Hofshvilft um kristnitöku og
þar hafi þeir blótað á laun.'“
Tvær ferðir í viku
Næsti viðkomustaður er Mjólkár-
virkjun. Þangað er 40 mínútna sigl-
ing og þar munum við æja í klukku-
tíma eða svo. Það er farið að vinda
talsvert og fjörðurinn orðinn hvít-
freyðandi, kaldaskítur, eins og Hall-
dór orðar það. En hefur Halldór ein-
ungis flutt póst og nauðsynjavörur?
„Nei, það kom fyrir hér á árum áður
þegar kindur frá Barðaströnd komu
hingað norður í fjörðinn og alla leið
á Steinaneshlíðina, að ég flutti kind-
ur seint að hausti. Stundum að Laug-
arbóli, en það er löngu hætt.“ Póstá-
ætlunin hjá Halldóri er tvær ferðir
í viku, en hann segir að það komi
stundum fyrir að aðeins sé hægt að
fara einu sinni í viku. í einstaka til-
fellum hefur hann þurft að fá bát
til að fara með sig vegna veðurs.
Og það kemur líka fyrir að ekki er
hægt að komast í land á sumum
viðkomustöðunum, en þeir eru sex
talsins,: Laugarból, Ös, Mjólká,
Hjaltkárseyri, Hrafnseyri og síðast
Eini sjópósturinn á íslandi
vinnur þar við búskapinn fyrir Hall-
grím Sveinsson, en Hallgrímur er
skólastjóri Grunnskólans á Þingeyri
og býr þar á meðan á skólahaldi
stendur. Stig er hálfsænskur og
kemur frá Kaliforníu í Bandaríkjun-
um. Hann er 35 ára gamall, smiður
að mennt. í samtali við Stig, sagði
hann að hann hefði verið að vinna
við smíðar í sínu heimalandi undir
stjórn Islendings. Og þessi íslending-
ur mælti með Islandi og hvatti hann
til að heimsækja landið sem hann
gerði. „Ég var orðinn mjög þreyttur
á borgarlífinu og vildi breyta til.
ísland er mjög fallegt land og íslend-
ingar án efa besta þjóð í heimi. Mér
leiðist aldrei hérna og er mjög ham-
ingjusamur í dag. Mér þykir mikill
heiður að fá að vera hérna og von-
andi get ég verið hér áfram. Ég á
4 ára gamlan son sem ég ætla að
vera með hér næsta sumar og ég
hlakka mikið til þess,“ sagði Stig í
samtali við Morgunblaðið. Hann seg-
ist lesa mikið, bæði um stjórnmál
og heimspeki og spilar gjarnan á
munnhörpu í frístundum. Hann sér
um 262 kindur og hefur gaman af
því og er að reyna að læra íslensk-
una. Við nálgumst Hrafnseyrarbót-
ina og sjáum hvar Stig er að koma
niður hlíðina. Það var héma, á þess-
um stað, sem Halldór fór í sjóinn
og varð að synda í land. Hann er
fljótur að afgreiða útlendinginn og
hann gengur ánægður upp hlíðina
með tvo innkaupapoka. Halldór
kemst klakklaust út í Hrafn BA sem
er við festar um 20 metra frá landi.
Þar sem Hrafnsunginn tekur aðeins
einn mann komst ég aldrei í land
nema á Mjólká. Báturinn líður af
stað og siglir meðfram Hrafnseyrar-
flugvelli, sem er við sjóinn. Það tók
aðeins 5 mínútur að sigla yfir að
Auðkúlu. Halldór keyrir bátinn alveg
upp í fjöru. Hann segir að þetta sé
löggilt höfn. Hreinn Þórðarson,
bóndi á Auðkúlu, er mættur ásamt
syni sínum. Halldór setur vörurnar
og póstinn í Hrafnsungann og ýtir
honum frá sér í land, Hreinn tekur
við skektunni og affermir. „Það er
blessuð blíðan," segir hann, og Hall-
dór tekur undir það. Hreinn tók við
búinu af föður sínum og býr þar
ásamt konu sinni, Hildigunni Guð-
mundsdóttur, sem ættuð er frá
Barðaströnd. Málin eru afgreidd á
stuttum tíma og við kveðjum. Nú
er komið að leiðarlokum, báturinn
er settur á fulla ferð, leiðin liggur
heim til Bíldudals. Klukkan er að
verða fjögur. „Við verðum í höfn
korter í fimm,“ öskrar Halldór í
gegnum vélarniðinn, þar sem hann
stendur í stýrishúsinu með eyrnahlíf-
ar á höfðinu.
í nótt fyrir tófu. Konni, eins og hann
er kallaður, er 69 ára gamall og býr
einn. Hann er án rafmagns, síma
og sjónvarps. Það eina sem hann er
með er sauðfé og fáeinir hundar.
Halldór segir hann vera sauðfjár-
ræktarmann af Guðs náð. Eftir
matinn fóru þau að skiptast á bréf-
um og peningar og frímerki flugu á
milli. Halldór afgreiddi póstkröfur
og tók við pósti og allt var skráð
samviskusamlega niður í bók. Sím-
inn hringir og það er beðið um Hall-
dór. Þá var það Þorbjöm á Ósi sem
þurfti nauðsynlega að koma bréfi í
póst. Halldór segist koma við strax
áður en hann færi á Hrafnseyri og
Auðkúlu. Síðan er arkað út í bíl og
Helgi ekur okkur niður á bryggju
og við kveðjum.
Kaliforníubúi á Hrafnseyri
Á Ieiðinni út Borgarfjörðinn vor-
um við á lensi. Það var fljótlegt að
sigla að Ósi og þaðan var stefnan
tekin á Hrafnseyri. Þar býr maður
að nafni Stig Backmann. Hann kom
til Hrafnseyrar síðastliðið sumar og
Ég spyr Halldór hvort fleiri sjó-
póstar séu á íslandi í dag. „Nei, það
held ég ekki. Við erum rúmlega eitt-
hundrað í félagi íslenskra landpósta.
Það félag var stofnað á sínum tíma
þegar greiðslur dugðu ekki fyrir
bensíni eða hráolíu. Og það hefur
lagast mikið síðan. En það er ekki
til svona póstdreifingarmáti hér á
landi í dag. Póstur greinist í dreifmg-
arpóst og flutningspóst, og ég er
með dreifingarpóst. Þetta mun vera
næstlengsta póstleið sjóleiðis hér á
Vestfjörðum."
En hvað hyggstu vera lengi í
þessu starfi áfram? „Þetta er atvinna
mín og ætli maður druslist ekki eitt-
hvað áfram í þessu, þó svo að tími
sé kominn til að gefa þessu frí.
Maður fmnur það, ég er orðinn sjö-
tugur og búinn að vera í þessu í 18
ár samfleytt,“ segir Halldór Jónsson
að lokum. Við rennum í höfn korter
í fimm, alveg eins og stýrimaðurinn
sagði. Ég þakkaði Halldóri fyrir
ferðina og kvaddi þennan eina og
sanna sjópóst sem við íslendingar
eigum í dag.
En hvað hyggstu vera lengi í
þessu starfi áfram? „Þetta er mín
atvinna og ætli maður druslist ekki
eitthvað áfram i þessu, þó svo að
tími sé kominn til að gefa þessu frí.
Maður finnur það, ég er orðinn sjö-
tugur og búinn að vera í þessu í 18
ár samfleytt,“ segir Halldór Jónsson
að lokum.
Við rennum í höfn korter í fimm,
alveg eins og stýrimaðurinn sagði.
Ég þakkaði Halldóri fyrir ferðina og
kvaddi þennan eina og sanna sjópóst
sem við íslendingar eigum í dag.
Svipmyndir úr ferð sjópóstsins.
Efst til hægri eru Hreinn Þórðarson bóndi á Auðkúlu og
sonur hans að taka á móti pósti og vörum. Á myndinni hér
að ofan hefur Halldór brugðið sér í kaffi á Mjólká. Auk
Halldórs eru á myndinni Þórður Þrastarson 10 ára, Helgi
Helgason, María Finnsdóttir og Þóra Þórðardóttir. A mynd-
inni til hliðar er Aðalsteinn Guðjónsson.
Auðkúla. Yfír sumartímann ekur
Halldór með póstinn. „Síðan ég eign-
aðist bíl þá geri ég mikið að því á
sumrin að keyra með póstinn. Það
er þægilegra og maður losnar við
að kúldra vörunum fram í bát og
svoleiðis. En vegirnir eru hrein hör-
mung, blessaður vertu. í hverri bíl-
ferð er maður þjáður af meðaumkun
með farartækinu. Það er öfugt með
mig og aðra trillukarla, þeir setja
upp á veturna en ég set upp á sumr-
in. Ég hef hann á vagni og er með
bátinn við húsið mitt. Þar getur
maður dundað sér við að mála og
lagfæra fram eftir sumri."
Mjólkárvirkjun
Nú var farið að bijóta yfir bátinn
og Halldór rak mig með mitt hafur-
task fram í lúkar. Þar tróðst ég inn
og lá klesstur með báðar fætur
skorðaðar uppí loftbitana. Brotin
skullu á stefni og kinnungum litlu
trillunnar. Furðulegt þó, gat ég sofn-
að í hálftíma. Ég vaknaði við að
báturinn hægði á sér. Við vorum
komnir að Mjólká og á biyggjunni
stóð Helgi Helgason, vélstjóri. Hann
bauð okkur velkomna og aðstoðaði
okkur við að koma vörunum upp á
bryggjuna og í jeppann sem hann
kom á. Það var skafrenningur og
mikill sjnór í Mjólká. Þar búa þijár
fjölskyldur: Helgi Helgason og Þóra
Þórðardóttir, Harald Kulp og María
Finnsdóttir og Hafþór Kristjánsson
og Þórunn Pálsdóttir. Það var tekið
vel á móti okkur Halldóri. Tveir stór-
ir labradorhundar hlupu í kringum
okkur og létu eins og litlir hvolpar.
Helgi bauð okkur innfyrir og Þóra,
konan hans, bar á borð heitan pott-
rétt, reyktan lax, kökur og fleira
góðgæti. Við tókum hraustlega til
matar, enda svangir mjög og fegnir
að komast inn í hitann. Halldór sagði
Helga frá því að Alli á Laugarbóli
hefði ekki sótt miðvikudagspóstinn
og spurði hvort þau hefðu heyrt
nýlega frá honum. Jú, hann hafði
þá hringt í gærdag, og líklega hald-
ið að ekki hafi verið sjófæit þann
dag og ekki hugað að póstinum.
Þóra sagði að Hákon Sturluson,
bóndi á Hjaltkárseyri, hefði legið úti
- ss