Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 22
22 C
MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1991
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) W*
Hrúturinn er sjálfur í sviðs-
ljósinu í dag og á auðvelt með
að koma skoðunum sínum á
framfæri. Hann hefur sjaldan
ef nokkurn tíma verið eins
mælskur. Hugsun hans er
skörp og hann orð hans hitta
í mark.
Naut
(20. aprfl - 20. maí)
Nautið á upplýsandi viðræður
í dag. Það hefur brennandi
áhuga á ákveðnu verkefni
sem það hefur fengið til úr-
lausnar.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburinn ætti ekki að láta
einhvem misnota vináttu sína
í fjáraflaskyni. Þrátt fyrir að
ýmsar blikur séu á lofti
blómstrar hann í hópstarfi
sem hann er þátttakandi í.
Krabbi
(21. júní - 22. júlfi HS6
Krabbinn er í vafa um stöðu
sína í ákveðnu sambandi í
dag, en honum gengur allt í
haginn í vinnunni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Dagdraumar koma í veg fyrir
að ljóninu verði mikið ágengt
í dag. Það ætti að leita ráða
hjá einhveijum sem það
treystir.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) á*
Meyjan er sammála maka
sínum um ráðstöfun sameig-
inlegra fjármuna þeirra. Hún
fær grænt ljós á fjárfestingu
sem hún er að velta fyrir sér.
V°S
(23. sept. - 22. október)
Vogin er í vafa um hvernig
hún á að taka á ákveðnu
máli heima fyrir, en núna er
tilvalið fyrir hana að komast
að samkomulagi og skrifa
undir samning.
Sporódreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Sporðdrekinn fær frábærar
hugmyndir núna og viðskipta-
viðræður sem hann tekur þátt
í bera góðan árangur.
Bogmadur
(22. nóv. - 21. desember) &
Bogmaðurinn verður að vara
sig á andvaraleysi í meðhöndl-
un peninga í dag. Hann verð-
ur hrifinn af nýju frístunda-
gamni.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) &
Það ríkir ákveðin óvissa í ást-
arsambandi steingeitarinnar í
dag, en þetta er um margt
heppilegur dagur til ákvarð-
anatöku í mikilvægum mál-
um.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Vatnsberinn þarf á því að
halda í dag að geta lesið á
milli línanna. Hann á létt með
að tjá skoðanir sínar hvort
sem er í mæltu eða rituðu
máli.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Það er óráðlegt fyrir fiskinn
að lána peninga í dag eða
taka mikilvægar ákvarðanir
um flármál.
Stjörnusþána á aó lesa sem
dœgradvól. Spár af þessu tagi
þyggjast ekki d traustum grunni
vísindalegra staðreynda.
DÝRAGLENS
GRETTIR
LJÓSKA
SMÁFÓLK
Það er sagt, að það fyrsta sem kona taki eftir hjá Virkilega?
karlmanni, séu augun.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
„Náðuð þið 7 gröndum?"
Nei, við stoppuðum í 2 spöð-
um!“
Austur gefur: allir á hættu.
Norður
♦ KG8652
¥86
♦ 1076
♦ 76
Austur
llllll ¥ ÁKD1074
♦ Á2
♦ Á109
Suður
♦ D109
¥9
♦ KDG843
♦ 432
Spilið kom upp í tvímennings-
keppni hjá Bridsfélagi
Reykjavíkur sl. miðvikudag.
Þrettán slagir eru upplagðir á
AV, en það er hægara sagt en
gert að komast í alslemmu, hvað
þá 7 grönd, sem er glæsilegur
tvímenningssamningur. Orða-
skiptin að ofan snerust um þetta
spil. Nánari eftirgrennslan leiddi
í ljós þessar sagnir við eitt borð-
ið:
Vestur
♦ 43
¥ G532
♦ KDG85
Vestur Norður Austur Suður
— 1 lauf 2 tíglar
Dobl 2 spaðar Dobl Pass
Pass Pass
Eftir sterka laufopnun aust-
urs er auðvelt fyrir NS að blanda
sér í sagnir. Dobl vesturs sýndi
5—8 punkta, en einhver óvissa
hefur verið um það hvaða skiln-
ing ætti að leggja í dobl opnar-
ans. Vestur leit að minnsta kosti
á það sem sektardobl og pass-
aði. Átta slagir eru öruggir, en
AV komust í slíkt uppnám þeg-
arf blindur blasti við að þeir láku
tveimur slögum til viðbótar. NS
fengu því 1070 fyrir spilið í stað
þess að gefa út 2220 fyrir 7
grönd. Þær gerast varla stærri
sveiflumar.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opnu móti Conex Canon í
Buenos Aires í Argentínu í vor
kom þessi staða upp í skák bras-
ilíska stórmeistarans Milos
(2.530), sem hafði hvítt og átti
leik, og S. Silva (2.355), Chile.
22. Bf5! (22. - gxf5, 23. Hg3+
- Kf8, 24. Dh6+ - Ke8, 25.
Hxe6+! gengur augljóslega ekki,
svo svartur verður að hleypa hvítu
hrókunum inn á sig) 22. - Rf8,
23. Dc3+ - Kg8, 24. He7! -
Dc5 (Eftir 24. - Dxc4, 25. Hcl
nær hvítur að tvöfalda hrókana á
7. línunni) 25. Be4 - Rd7, 26.
Bxb7 - Hab8, 27. Hxf7! - Re5,
28. He7 og svartur gafst upp.
Jafnir og efstir á mótinu sem var
nokkuð öflugt urðu sovézki al-
þjóðameistarinn Akopjan, sem var
úrskurðaður sigurvegari á stigum,
Milos og heimamennirnir Ricardi,
Boisonnet og Fiorito. Þeir hlutu
allir 7 '/2 v. af 9 mögulegum.